Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986
- Þróun efnahagsmála að mati VSÍ:
vegar líkumar á árangri ef ráðist
er á vandann þar sem hann er, á
útgjaldahliðinni.
Teflt á tæpasta vað í áætl-
unum ríkisstj óruarinnar
HÉR fer á eftir I heild sá kafli
fréttabréfs Vinnuveitendasam-
bands íslands, sem fjallar um
þróun efnahagsmála:
Ríkisstjómin hefur nú í þing-
byijun lagt fram stefnu sína í
efnahagsmálum og ríkisfjármálum
eins og venja er til. Meginmarkmið
stjómarinnar eins og þau koma
fram í þessum áætlunum em að
ná verðbólgunni niður fyrir 5% og
komast nær jafnvægi í utanríkisvið-
skiptum og ríkisbúskap en verður
á þessu ári. Viðskiptahallinn á að
verða 0,4% af landsframleiðslunni
á næsta ári, en hann verður vænt-
anlega 1,5% á þessu ári. Rekstrar-
halli ríkissjóðs á næsta ári á að
verða 1.583 milljónir kr. en horfur
em á 2.177 milljóna kr. halla í ár.
Kaupmáttur aldrei
verið hærri
Hugmyndir rfkisstjómarinnar
um einkaneyslu og kaupmátt em
þeir þættir sem hvað mestu máli
' skiptafyriraðilavinnumarkaðarins.
Kaupmáttur bæði atvinnutekna og
ráðstöfunartekna á mann er jafnhár
eða hærri á þessu ári en nokkm
sinni fyrr eins og meðfylgjandi tafla
sýnir. Kaupmáttur á mann
atvinnu- ráðstöfun-
tebjur artekjur
1980 100 100
1981 104 106
1982 104 107
1983 90 94
1984 89 93
1985 96 103
1986 104 110
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Samkvæmt þjóðhagsáætlun á
einkaneysla í heild að aukast um
1,5% milli áranna 1986 og 1987,
sem þýðir nánast óbreytta einka-
neyslu á mann. Aukist kaupmáttur
atvinnutekna eða ráðstöfunartekna
eitthvað milli ára verður spamaður
heimilanna að aukast að sama skapi
til þess að þessi markmið náist.
*
Aramótastaðan
Nauðsynlegt er að líta á hvemig
kaupmáttur verður um áramót til
þess að gera sér grein fyrir stöðu
mála í komandi samningum. Eitt
af aðalmarkmiðum febrúarsamn-
inganna var að tryggja hækkandi
kaupmátt stig af stigi innan ársins.
Þannig var stefnt að 2,5% almennri
kaupmáttarauknihgu milli 1. og 2.
ársfjórðungs, 1% aukningu milli 2.
og 3. ársfjórðungs og aftur 1%
aukningu milli 3. og 4. ársfjórð-
ungs. Þessi markmið munu án efa
nást og gott betur m.a. vegna sér-
samninga, sem komið hafa til
viðbótar ASÍ-samningunum. Þegar
allt er tínt til má ætla að kaup-
máttur verði almennt um áramót
4%—5% hærri en að meðaltali á
árinu öllu.
Segja má að heimilin í landinu
noti ráðstöfunartekjur sínar annað
hvort í eyðslu eða spamað. Eyðslan
er bæði einkaneysla og fjárfesting
í íbúðarhúsnæði og samkvæmt
þjóðhagsáætlun á hún að aukast
um nálægt 1% á mann milli ára.
Það þýðir þá að spamaður heimil-
anna verður að aukast um sem
svarar til 3%—4% af ráðstöfunar-
tekjum áður en nokkuð er farið að
velta fyrir sér kaupmáttaraukningu
innan næsta árs. Spamaðaraukning
hjá fyrirtækjum getur að vísu breytt
þessari mynd en erfítt er að sjá
hvar slíkt á að geta komið til.
Hækkandi skatttekjur
í framhaldi af þessu er eðlilegt
að velta því fyrir sér hvort ríkis-
stjómin hafí mótaðar hugmyndir
um aðgerðir til þess að stuðla að
auknum spamaði þjóðarinnar í þeim
mæli sem þarf til þess að markmið-
in um efnahagsþróunina nái fram
að ganga. í þjóðhagsáætlun er rætt
um að ekki verði stefnubreyting í
vaxtamálúm frá því sem ákveðið
hefur verið. En að öðru leyti verður
að segjast að í mikilvægum atriðum
hefur ríkisstjómin ákveðið að stefna
í hættu þessum markmiðum. Skipt-
ir þar mestu máli áætlaður rekstrar-
halli ríkissjóðs um 1.583 milljónir
kr. og nýjar erlendar lántökur að
upphæð 1.530 milljónir kr.
Hin slæma staða ríkissjóðs stafar
ekki eingöngu af skattalækkunun-
um í febrúar. Skatttekjur ríkissjóðs
munu að líkindum verða hærri að
raungildi á þessu ári en í fyrra.
Þetta sést glöggt á eftirfarandi
töflu:
Skatttekjur ríkissjóðs hækka
samkvæmt þessum áætlunum fjár-
málaráðuneytisins um 6%—7% að
Skatttekjur ríkissjóðs
Beinir skattar Óbeinir skattar 1985 miUjj. 3329 22599 1986 miiy. 5260 28683 Hækkun í % 58,0 26,9
Skattar samtals 25928 33943 30,9
Hækkun FV 21,0
Hækkun BV 24,0
Raungildishækkun skatta m.v. BV 5,6%
Raungildishækkun skatta m.v. FV 8,2%
Heimildin Pjárlagafrumv. 1987, Hagtölur mán.
Útgjaldavandi en
ekki tekjuvandi
Vinnuveitendasamband ís-
lands sendi í gær frá sér
eftirfarandi fréttatilkynningu:
í nýútkomnu fréttabréfí VSÍ
er ijallað um skatttekjur ríkisins
á þessu og næsta ári og hvemig
staða ríkissjóðs horfír við samn-
ingsaðilum í komandi kjarasamn-
ingum. Þar er komist að þeirri
meginniðurstöðu varðandi stöðu
ríkissjóðs að vandi hans sé út-
gjaldavandi en ekki tekjuvandi.
Þessi umflöllun hefur orðið tilefni
nokkurra umræðna í flölmiðlum.
í fréttabréfínu er rakið að
skatttekjur ríkissjóðs hækki að
raungildi á þessu ári um 5,6%
m.v. byggingavísitölu og 8,2%
m.v. framfærsluvísitölu. Þessar
tölur mæla hækkun skatttekn-
anna á föstu verðlagi og byggja
á opinberum upplýsingum. Kaup-
máttaraukning tekna almennings
á þessu ári er 8% á mann m.v.
atvinnutekjur sem þýðir um 9% í
heild. Kaupmáttaraukningin m.v.
ráðstöfunartelqur er 6,5% á mann
eða um 7,5% í heild. Þessar tölur
staðfesta að skatttekjur ríkissjóðs
hafa hækkað í takt við tekjur al-
mennings þrátt fyrir skattalækk-
animar í febrúar.
Þá má bera saman skatttekjur
ríkissjóðs og landsframleiðslu.
Þessi samanburður sést í eftirfar-
andi töflu:
Skatttekjur í % af landsfram-
leiðslu
Skatt- Skatttekjur
tekjur + halli
1980 23,2 23,4
1981 24,7 24,3
1982 25,4 24,8
1983 23,3 25,7
1984 24,3 23,3
1985 23,5 25,6
1986 23,7 25,4
1987 áætl. 24,0 25,1
Niðurstaðan af þessum saman-
burði er, að skatttekjur ríkissjóðs
hækka í takt við landsframleiðslu
þrátt fyrir skattalækkanimar í
febrúar. Sé halla ríkissjóðs bætt
við skatttekjumar kemur í ljós að
það hlutfall hækkaði um 2,3 pró-
sentustig á árinu 1985 og sú
hækkun ríkisgjalda hefur ekki
náðst niður ennþá þótt vissulega
stefni í rétta átt.
Sú ályktun sem dregin er í
fréttabréfí VSÍ, að vandi ríkis-
sjóðs sé útgjaldavandi en ekki
tekjuvandi stendur því óhögguð.
Sá vandi stafar aðallega af því
að ekki hefur náðst að takmarka
útgjaldaþenslu sem rekja má til
ársins 1985.
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið
1986 var afgreitt með 163 millj-
óna kr. rekstrarafgangi. Eftir
samningana í febrúar var miðað
við 1486 milljón kr. halla. Þá
hafði verið tekið tillit til skatta-
lækana, hækkunar á launum
opinberra starfsmanna og trygg-
ingabótum. Tekjur ríkissjóðs á
árinu 1986 hækka hins vegar um
1656 milljónir umfram áætlun
sem er svipuð tala og áætluð
breyting á afkomu ríkissjóðs í
kjölfar kjarasamninganna. Gjöld
ríkissjóðs hækka hins vegar um
2347 milljónir m.v. áætlanir, sem
skiptir sköpum um að endar ná
ekki betur saman hjá ríkissjóði.
Að endingu er sérstaklega
áréttað, að greining VSÍ á stöðu
ríkisfjármála er ekki athugun á
skattbyrði, heldur sambandi út-
gjalda og tekna. Ofangreindar
upplýsingar sýna að skattbyrði
er svipuð og verið hefur undanfar-
in ár.
raungildi m.v. lánskjaravísitölu. í
Qárlagafrumvarpinu fyrir árið 1987
er miðað við að tekjur af beinum
sköttum verði 5.962 milljónir kr.
eða 13,4% hærri en áætlað er á
árinu 1986. Gert er ráð fyrir að
tekjur af óbeinum sköttum verði
31.305 milljónir kr. sem er 9,2%
hærra en áætlað er í ár. Samkvæmt
verðlagsforsendum fjárlagafrum-
varpsins er miðað við að fram-
færsluvísitalan hækki um 11% frá
upphafí til loka ársins þannig að
verðlag í desember verði um 7%
hærra en að meðaltali á árinu öllu.
Niðurstaðan er því sú að fjárlaga-
frumvarpið gengur út frá hækkun
á raungildi beinna skatta um ná-
lægt 3% og hækkun á raungildi
óbeinna skatta um nálægt 2%.
Útgjaldavandamál
Hallarekstur ríkissjóðs stafar því
ekki síður af útgjaldaþenslu heldur
en tekjumissi í kjölfar febrúarsamn-
inganna. Reyndar má færa rök að
því að lækkun óbeinu skattanna í
febrúar hafi leitt til umsvifaaukn-
ingar á mörgum sviðum í efna-
hagslífínu, ekki síst í ferðaútvegin-
um, og það aftur haft í för með sér
tekjuaukningu hjá ríkissjóði. Ekki
er unnt að fullyrða nákvæmlega
hver tekjuaukning ríkissjóðs af
þessum óbeinu áhrifum hefíir verið,
en þau hafa að einhveiju leyti veg-
ið upp tekjumissinn vegna skatta-
lækkananna í febrúar.
Meginniðurstaða aðila vinnu-
markaðaríns varðandi stöðu ríkis-
sjóðs í komandi kjarasamningum
hlýtur að vera að vandinn sé út-
gjaldavandi en ekki tekjuvandi. Það
mun ekki bæta horfur á skynsam-
legri niðurstöðu samninganna að
Ieysa þennan útgjaldavanda með
hækkun skatttekna. Það eykur hins
Gengnr dæmið upp?
Óneitanlega er teflt á tæpasta
vað í áætlunum ríkisstjómarinnar.
Aukist spamaðurinn ekki eins og
að er stefnt mun eyðslan í þjóð-
félaginu verða meiri en samræmist
áætlunum um viðskiptajöfnuð og
breytingu á skuldastöðu þjóðarinn-
ar erlendis. Ef eitthvað ber útaf á
þessum sviðum mun enn á ný koma
upp sú staða að ýmsar atvinnu-
greinar geta yfírboðið útflutnings-
greinar og samkeppnisgreinar á
heimamarkaði í samkeppninni um
vinnuaflið og þá vaknar þrýstingur-
inn á gengi krónunnar á nýjan leik.
Fastgengisstefnan hefur í öllum
aðalatriðum gengið eftir eins og til
var ætlast í febrúarsamningunum,
þrátt fyrir mótlæti vegna lækkunar
á gengi bandaríkjadollara. En þær
atvinnugreinar sem tóku á sig byrð-
ar vegna fastgengisstefnunnar em
alls ekki í stakk búnar að mæta
nýjum áföllum vegna .yfírboða á
vinnumarkaðnum í krafti lána-
þenslu.
Lífeyrissjóðir
efli sparnað
A næsta ári er fyrirsjáanlegur
aukinn spamaður í lífeyrissjóða-
kerfinu, m.a. vegna þeirra samn-
ingsákvæða að greiða iðgjald af
stærri hluta heildartekna en nú er
gert. Þannig er áætlað að ráðstöf-
unarfé lífeyrissjóðanna verði 6.258
milljónir á næsta ári og að af því
renni 3.440 milljónir til húsnæðisl-
ánakerfísins. Miklu skiptir hvemig
fer með rúmar 2.800 milljónir sem
eftir standa. í því efni hafa aðilar
vinnumarkaðarins miklar skyldur
því að hagsmunir launafólks og
fyrirtækja fara saman í því að
tryggja stöðugleika og leggja þann-
ig gmnn að enn betri kjöram sem
gmndvallast á verðmætaaukningu
en ekki erlendu lánsfé.
Þegar hafa komið fram hug-
myndir innan lifeyrissjóðanna um
að eðlilegt sé að lífeyrissjóðimir
dragi úr eða hætti öllum beinum
lánveitingum. Er þá litið til þess
að með fjármögnun nýja húsnæðis-
lánakerfísins sé félagslegu þörfínni
fyrir langtímalán að mestu fullnægt
og að skammtímalán eins og t.d.
bílakaupalán eigi fremur heima í
hinu almenna bankakerfi. Hags-
munum sjóðanna sé betur borgið
með ávöxtun á almennum peninga-
markaði og þannig skapist nauð-
synlegt svigrúm til þess að draga
úr rekstrarkostnaði þeirra. Þessi
mál verða m.a. til umræðu á fundi
sambandsstjómar SAL 27. október
nk. og er þess vænst að strax á
næsta ári verði stigin stór skref í
þá átt að hætta beinum lánum
lífeyrissjóðanna til sjóðsfélaga.
Stefnan í samningnnum
Hvað samningana sjálfa í þjóð-
hagslegu samhengi áhrærir liggur
ljóst fyrir að lagt er af stað um
áramótin með 4%—5% kaupmáttar-
aukningu milli ára. Það er eitt og
sér meiri kaupmáttaraukning frá
ári til árs en oftast áður og jafnvel
þótt engin kaupmáttaraukning yrði
innan ársins mætti telja að vemleg-
ur efnahagsiegur árangur hefði
náðst. Alþjóðlegur samanburður
staðfestir það.
Mikilvægt er að missa ekki úr
höndunum á sér það tækifæri sem
nú er til þess að ná samfelldu stöð-
ugleikatímabili. Þess verður því að
gæta við samningsgerðina að
launabreytingar bæði almennar og
til einstakra hópa rúmist innan þess
ramma að unnt sé að halda genginu
áfram stöðugu. Um leið og því
markmiði er fómað hlýtur verð-
bólguhjólið að fara af stað.
Samningamir í febrúar kváðu á
um uppstokkun á núverandi taxta-
kerfi og aðilar vinnumarkaðarins
hafa lagt í það mikla vinnu nú milli
samninga. Eigi einhver árangur að
nást í þessari uppstokkun hlýtur
hún að hafa algjöran forgang um-
fram almennar launabreytingar í
komandi samningum.