Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 46
46 88ei aaaóTHO .8S flUPAaui.qi$M ,QiQ.A,iavnJOHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 fclk í fréttum t Lucy komin á kreik á ný Sjónvarpsáhorfendur þeir er komnir eru til vits og ára og horfðu auk þess á sjónvarp Vamarliðsins, meðan þess naut við, muna eflaust eftir skemmtiþáttum Lucille Ball, I Love Lucy. Skemmtiþættir þessir þóttu einna bestir bandarískra gam- anþátta um árabil og nutu allra þátta mestra vinsælda. Nú eru tólf ár frá því að / Love Lucy var hætt, en þættimir hafa verið endur- sýndir æ síðan. Loks nú var ráðist í að gera nýja þætti með Lucy og bera þeir heitið Úfe with Lucy, eða „Lifað með Lucy". Þar leikur hún eldhressa ömmu, sem sinnir útivist, íþrótt- um og öllu því sem heilsusamlegt má teljast, eins og Lucille sjálf. Spurt er hvort þetta séu einfaldlega ekki gömlu þættimir færðir til nútímans. Lucille svaran „Þetta er enn- þá Lucy, en hún hefur breyst. Hún er ekki jafnhrekklaus og bamaleg og hún var áð- ur. Hún er eins og ég held að ömmur níunda áratugarins séu. Hún er svolítið skrýtin, en hún alveg hvað um er að vera“. Svo er bara að bíða spenntur. Lucille Ball lætur ekki deigan síga. Elton John í góðum félagsskap egar Sarah Ferguson, núver- andi hertogaynja af Jórvík, rejmdi að komast inn í piparsveinas- amkvæmi verðandi eiginmanns síns, Andrésar Bretaprins, var hún í fylgd þriggja vinkvenna sinna. Þær voru þær Díana prinsessa af Wales, gamanleikarinn Pamela Stephenson og Renate John, hin 32 ára gamla eiginkona Eltons John. Elton, sem er 39 ára gamall, er náinn vinur prinsins, enda lék hann á píanóið og söng með, þar til síðustu samkvæmisgestimirvom studdir til rekkju. Átta dögum síðar vora þau hjónin á fremsta bekk við brúðkaup hertogahjónanna og segir það sína sögum um hvar í flokki við hirðina hjónin standa. Gengið hafa sögur um að hjóna- band þeirra Elton Johns og Renötu standi ekki traustum fótum, en kunnugir segja að það hafi breyst eftir hjónaband Andrésar og Fergie. „Því heyrðist fleygt að þau ætluðu að skilja, en boð hertogahjónanna gerði kraftaverk, nú er litið á þau sem hjón að nýju og allt lítur út fyrir að vera í góðu lagi", er haft eftir vini þeirra. Samkvæmt sumum þarf einmnitt konunglegt kraftaverk til þess að halda Elton John innan hjónabands- ins. Árið 1976, þegar hann var í miðju tónleikaferðalagi um Banda- ríkin, lýsti hann því yfir að hann hneigðist til beggja kynja. „Þessi umræða fór illa með mig“, játaði Elton John nýlega. „Margar út- varpsstöðvar hættu að leika lögin mín“. Þegar Elton John kom til þess að vera viðstaddur leiki knatt- Elton John hefur aldrei farið troðnar slóðir í einu eða neinu. Sama hvað mönnum fínnst um Grace Jones, verður því ekki neitað að hún býr yfir kynngimagnaðri fegurð. Fyrir skömmu lék hún aðalhlutverkið í kvikmyndinni Vamp og ekki verður sagt að hún hafí verið með frýnilegasta móti. Grace hefur áður klæðst skringilegum klæðnaði og roðið sig einkennilegum farða, en aldr- ei sem nú. I myndinni leikur hún nefiiilega 2.000 ára gamla blóðsugu og útlitið eftir því. Ef dæma má af myndinni hér, má ætla að kvikmyndin sé hin óhugnan- legasta. Grace Jones í blóðþyrstara lagi John Cleese þýddur íðastliðinn föstudag greindi Fólk í fréttum frá myndbandsþáttum ætluðum til starfsþjálfunar, með John Cleese í aðalhlutverki. Þættir þessir sem gerðir eru af breska fyrirtækinu Video Arts hafa notið mikilla vin- sælda víða um heim, þar á meðal á íslandi. Morgun- blaðinu barst ábending um að JC-Reykjavík hefði geng- ist fyrir innflutningi á nokkrum starfsþjálfunar- þáttum og eru þeir með íslenskum texta. Spólurnar hafa ekki verið leigðir út einar sér, heldur með námskeiðum sem JC- Reykjavík hefur haldið og kosta 20.000 krónur. Hafa mörg fyrirtæki nýtt sér þessa þjónustuog má nefna Búnað- arbankann, Kamabæ, Krist- ján Sigeirsson og Velti hf. Tengiliður þessa verkefnis er Þorsteinn Fr. Sigurðsson í síma 11517, en skrifstofa JC er á Laugavegi 178 og síminn þar 32628.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.