Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986
Suðurlandskj ördæmi:
Jón Helgason hlaut
33% atkvæða í 1. sæti
Selfossi.
ÚRSLIT í prófkjöri Framsóknar-
flokksins í Suðurlandskjördæmi
sl. laugardag urðu þau að Jón
Helgason landbúnaðarráðherra
varð efstur með 796 atkvæði í
fyrsta sæti, eða 33% greiddra
atkvæða og 1896 alls.
GuðniÁgústsson varð annar með
1235 atkvæði í tvö fyrstu sætin,
52% greiddra atkvæða, þar af 700
í fyrsta og 1893 alla. Unnur Stef-
ánsdóttir fékk 958 atkvæði í þijú
fyrstu sætin, eða 40% greiddra at-
kvæða og 1602 samtals. Guðmund-
ur Búason varð fjorði með 1261
atkvæði og 1821 alls. Halla Aðal-
steinsdóttir varð fimmta með 1893
atkvæði, Páll Siguqónsson sjötti
með 1472, Snorri Þorvaldsson sjö-
undi með 1447, Sigurður Garðars-
son áttundi með 1438, Guðrún
Sæmundsdóttir niunda með 1378
og Málfríður Eggertsdóttir tíunda
með 1331 atkvæði.
Þátttakendur í prófkjörinu voru
2355. Sig Jóns.
Bylgjan:
Sækja um aðra rás
FORRÁÐMENN Bylgjunnar
hafa sótt um leyfi til útvarpsrétt-
arnefndar fyrír annarri útvarps-
rás.
Að sögn Einars Sigurðssonar
útvarpsstjóra er unnið að dagskrár-
gerð fyrir nýju rásina. Hugmyndir
eru uppi um að dagskráin verði
talsvert öðruvísi og höfði til ann-
arra hlustenda. „Við erum með
ýmsar nýstárlegar hugmyndir um
dagskrána sem verður sambland
af töluðu máli og tónlist," sagði
Einar. Hann sagði að ef leyfi feng-
ist þá þyrfti að bæta við tækjabún-
aði og því mætti búast við að
nokkrar vikur liðu þar til útsending-
ar hæfust eftir að leyfi væri fengið.
Samkvæmt nýjustu hlustenda-
könnun ná útendingar Bylgjunnar
til um 70% þjóðarinnar og sagði
Einar verið væri að kanna mögu-
leika á að bæta dreifíkerfíð.
Loðnuveiðin:
290.000 lestir
Sambandið:
Tilfærslur í sljórnunarstöðum
FRÁ OG með 1. janúar nk. verða
eftirtaldar breytingar á skipan
manna í stjórnunarstöðum innan
Sambandsins og Iceland Seafood
Ltd. í Bretlandi:
Eggert Á. Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Fjárhagsdeildar
Sambandsins í Reykjavík, tekur við
stöðu framkvæmdastjóra skrifstofu
Sambandsins í London.
Kjartan P. Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Fræðslu- og kaup-
félagsdeildar, tekur við stöðu
framkvæmdastjóra Fjárhagsdeild-
ar.
Sigurður Á. Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri skrifstofu Sambands-
ins í London, tekur við starfi
framkvæmdastjóra Iceland Seafood
Ltd. í Hull í Bretlandi.
Benedikt Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd.
í Hull, kemur heim og verður sölu-
stjóri Sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins og staðgengill
framkvæmdastjóra deildarinnar.
Þá hefur Ólafur Jónsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Sjávarafurða-
deildar Sambandsins, tekið við
framkvæmdastjórastarfí hins nýja
eignarhaldsfélags á sviði útgerðar
og fískvinnslu á vegum Sambands-
ins og nánau- segir frá bls. 5.
Eggert Á. Sverrisson er fæddur
13. maí 1947 í Reykjavík. Lauk
prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla
Islands árið 1973. Starfsnám í er-
lendri markaðssetningu hjá Inter-
national Trade Center í Genf í
Sviss. Starfaði hjá Útflutningsmið-
stöð iðnaðarins, en frá 1974 hjá
Hagvangi við rekstrarráðgjöf. Ráð-
inn fulltrúi forstjóra Sambandsins
1979 og framkvæmdastjóri Fjár-
hagsdeildar Sambandsins árið
1984.
Eggert er kvæntur Þórhildi Jóns-
dóttur fóstru og eiga þau tvær
dætur.
Kjartan P. Kjartansson er fædd-
ur 15. desember 1933. Hann
útskrifaðist frá Samvinnuskólanum
árið 1953 og hóf þá störf hjá Skipa-
deild Sambandsins. Nám í breska
samvinnuskólanum f Loughbor-
ough. Framkvæmdastjóri skrifstofu
Sambandsins í London frá 1969 til
1977. Þá framkvæmdastjóri
Fræðslu- og kaupfélagadeildar.
Kjartan er kvæntur Sigríði Niku-
lásdóttur og eiga þau þijár dætur.
Sigurður Á. Sigurðsson er fædd-
ur árið 1949 í Reykjavík. Hann
útskrifaðist frá Samvinnuskólanum
árið 1969. London Schóol of For-
eign Trade árið 1970. Starfaði hjá
Loftleiðum 1970/71 og var við nám
og störf í Þýskalandi þar til hann
réðst til starfa á skrifstofu Sam-
bandsins í Hamborg árið 1972. Frá
1974 vann hann við Innflutnings-
deild Sambandsins í Reykjavík,
lengst af sem deildarstjóri Fóður-
vörudeildar. Hefur verið fram-
kvæmdastjóri skrifstofu
Sambandsins í London síðan 1981.
Eiginkona Sigurðar er Ingibjörg
Dalberg og eiga þau þijú böm.
Benedikt Sveinsson er fæddur
13. júlí 1953 og er alinn upp á
Eskifirði. Hann útskrifaðist frá
Fiskvinnsluskólanum sem fisk-
tæknir árið 1976, en vann með
námi hjá Sambandsfrystihúsum
sem verkstjóri. Ráðinn til Sjávaraf-
urðadeildar árið 1977 og vann við
framleiðslu- og gæðamál, en síðar
við vöruþróun. Hóf störf í Bretlandi
árið 1980 við undirbúning að stofn-
un Iceland Seafood Ltd. og hefur
verið framkvæmdastjóri þar frá 1.
september 1981.
Eiginkona Benedikts er Sif Har-
aldsdóttir og eiga þau eina dóttur.
Ólafur Jónsson er fæddur 13.
maí 1946 á Selfossi. Hann útskrif-
aðist frá Samvinnuskólanum árið
1964 en var við framhaldsnám á
vegum samvinnuhreyfingarinnar
og margvísleg störf þar til hann
réðst til Kaupfélags Skagfirðinga
árið 1966. Ári síðar hóf hann störf
á skrifstofu Sambandsins í London
til ársloka árið 1968. Hefur starfað
hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins
frá 1969, aðstoðarframkvæmda-
stjóri deildarinnar frá 1971.
Eiginkona Ólafs er Guðrún
Oddný Gunnarsdóttir og eiga þau
tvö böm.
LOÐNUVEIÐI hefur verið treg
að undanförnu vegna óhag-
stæðra veðra. Engin veiði var á
föstudag og laugardag, en nokk-
ur veiði var á sunnudagskvöld
og aðfaranótt mánudagsins.
Heildarafli á vertíðinni er nú
nálægt 290.000 lestum og er það
svipað magn og á sama tíma í
fyira.
Á sunnudag tilkynntu eftirtalin
skip um afla: Hrafn GK, 600,
Rauðsey AK, 280, Öm KE, 580,
Hilmir 11 SU, 650, Gísli Ámi RE,
630, Þórshamar GK, 470, Víkingur
AK, 1.330 og Albert GK 600 lestir,
samtals 5.305. Á mánudag vom
eftirtalin skip með afla: Bergur VE,
530, Júpíter RE 1.350, Magnús NK,
530, Sighvatur Bjamason RE, 680,
Gígja RE, 750, ísleifur VE, 720,
Hákon ÞH, 800, Ljósfari RE, 560,
Harpa RE 620, Bjami Ólafsson AK,
600, Skarðsvík SH, 500, Fífill GK,
600, Gullberg VE, 300, Kap 11 VE,
550, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 550,
Húnaröst ÁR, 400, Sigurður RE,
1.130, Erling KE, 150, Svanur RE
200, Eldborg HF, 800, Súlan EA,
250 og Guðmundur Ólafur ÓF 300
lestir. Samtals 12.970 lestir.
ALPRÓFÍLAR
OG TEHGISTYKKI
komnar á land
Benedikt
Sveinsson
Ólafur
Jónsson
Kjartan P.
Kjartansson
Sigurður Á.
Sigurðsson
Eggert Á.
Sverrisson
Álsamsetningarkerfið frá SyStBITI StanÖEX býður upp á
marga möguleika og hentar t.d. í
INNRÉTTINGAR AFGREIÐSLUBORÐ
HILLUR ÚTSTILLINGAR o.fl.
Onnumst sérsmíði eða sögum niður eftir máli.
system
standex
OGptkíJJ
Siðumula 32. simi 38000