Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 Að skemmta skrattanum eftír Kristján Kríst- jánsson Hinn 6. og 20. sept. sl birtist eftir mig í tveimur hlutum í Lesbók Moig- unblaðsins ritgerð um gildi tungu- máis og eðli kennslustarfa þar sem reifaðar voru nokkuð afdráttarlausar hugmyndir um samtvinnan þessara tveggja efna. Ritgerðina nefndi ég „Efnið og orðin" og var hún sett saman úr þremur þáttum eða „bálk- um“: í orðabálki fjallaði ég um samband máls og hugsunar og færði að því rök að tungumálið væri sjálf uppistaða mannlegrar hugsunar en ekki aðeins ónauðsynlegt ívaf henn- ar. í kennslubálki andæfði ég harkalega tískukenningu í skólastarfi undangenginna ára, svokölluðu „upp- götvunamámi", og benti á hvemig hún sprytti af rangtúlkun á eðli og þýðingu tungunnar. Ein af meginfor- sendum „uppgötvunarsinna" er einmitt sú að öll sönn þekking sé „afurð skapandi en óyrtra uppgötv- unaraðgerða". Það merkir m.a. á mannamáli að ekki stoði að halda að nemendum lesefni eða erindum með skipulegum yfírlitsfróðleik, raunvemlegt nám eigi sér ekki stað fyrr en þeir hætti að grípa „orðin tóm“ og taki að sanka að sér þekk- ingarbrotum af eigin frumkvæði. Þjálfun í vísindalegri aðferð á enda að vera mikilvægara keppikefli en kunnátta í a&nörkuðum fögum; og þar fram eftir götunum. í fagbálki notaði ég svo niðurstöður hinna tveggja til að reisa rönd við (og henda gaman að) þeirri fagmennskutrú sem „Ásetningrir minn var eins hreinn og auglós og hugsast getur, sá að leiða í ljós vissa heim- spekilega bresti upp- götvunamáms. Samfélagsfræðin í grunnskólum er ekki nema einn minni háttar kvistur í þeirri stóru eik.“ gagntekið hefur kennarastéttina upp á síðkastið og minnti á að fag- mennska kennara hlyti umfram allt að byggjast á þekkingu í þeirra eigin kennslugrein ásamt ömggu valdi á móðurmálinu. Til að mýig'a þurrmet- ið lét ég svo fljóta með stutta gamansögu um niðurstöður úr könn- un á staðháttaþekkingu nýnema í MA er leiddi í ljós yfirgripsmikla vanþekkingu á eigin landi. Sumir nemendur bám við sérkennilegum kennsluháttum á lægri skólastigum er virtist mega rekja til þess hvemig uppgötvunamám hefði stungið hefð- bundnari kennsluaðferðir af stokki. Morgunblaðið tók þessa gaman- sögu upp í „Staksteina" 25. sept. og dró af henni, ásamt fleiru, ályktanir um skaðsemi svonefndrar samfé- lagsfræði í grunnskólakennsiu víða um heim. Skrif mín vöktu meiri viðbrögð en ég hafði reiknað með; enda hafði ég staðið f þeirri meiningu að á okkar UTSALA APELSUM vegna flutnings efet á Skólavörðustíginn Eggert feldskeri flytur starfsemi sína á næstunni í nýtt og stórglæsilegt húsnæði efst á Skólavörðustígnum. Þess vegna rýmum við til með ÚTSÖLCl á pelsum meðan birgðir endast. Gerðu góð kaup í glæsilegum loðfeldi frá Eggert. EGGERT feldskíri Laugavegi 66. 2. hæð. S 11121 Kristján Kristjánsson giamurgiöðu tímum bæri þorri fólks ekki lengur við að lesa greinar um jafntæknileg eftii og þama var um að ræða. En í þetta skipti er ég feg- inn því að hafa haft á röngu að standa. Einn af þeim sem hefur stautað sig fram úr ofangreindu leseftii er Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræð- ingur. Virðist það hafa hitað honum allmjög í hamsi því að hann les mér og Moigunblaðinu pistilinn í kjallara- grein í DV 6. okt. undir yfirskriftinni „Morgunblaðslygi um samfélags- fræði". Nokkrir hafa ýjað að því við mig að ég sýndi eitthvert lífsmark í kvittunarskyni vegna ádrepu sagn- fræðingsins. Er ég þó enn á báðum áttum um hvort það sé ómaksins vert. „Galdraherferð“ gegn samfélagsfræði Ingólfur Á. Jóhannesson gerir sér hægt um hönd í grein sinni og hnepp- ir mig og Moigunblaðið í sama stakk. Fýrir þá sök að hafa sent ritgerð mína til birtingar f Lesbók Mbl. er ég, að því er best verður sé, orðinn einn af „sérfræðingum" blaðsins í skólamálum og þar með þátttakandi f djöfullegri og útsmoginni „galdra- herferð" (orð IÁJ) manna þar á bæ gegn kyndilberum samfélagsfræð- anna. Minna má ekki gagn gera! Að frátalinni þessari samsæris- kenningu gengur málflutningur sagnfræðingsins einkum út á eftir- farandi atriði: a) ... að Moigunblaðið ljúgi oft. b) ... að enginn samanburður sé til á landafræði- og söguþekkingu nemenda nú og fyrr og því goðgá að kenna (eða þakka) nýjum kennsluaðferðum meintar breyt- ingar í þeim efiium. c) ... að undirritaður reyni „á lúmskan hátt“ að fá lesandann til að sjá orsakasamband milli samfélagsfræðikennslu og van- þekkingar í téðum greinum. d) ... að undirritaður „skrökvi" því að einhveijir hafi sagst vita meira um ættflokkaskipan í Tansaníu en eigið land þar sem ekkert slíkt hafi komið fram í ívitnaðri könn- un. >»Lygi“ og „skrök“ „Harðar munu að heyra þínar fleiri átölur... er slíkar eru hinar fyrstu", segir á einum stað í Króka- Refs sögu. Ég verð að viðurkenna að ég er þeim mun verr undirbúinn að bera hönd fyrir höfuð mér sem röksemdir sagnfræðingsins koma kjamanum í Lesbókargreinum mínum minna við. í fyrsta lagi stendur ekki upp á mig að halda uppi vömum fyrir Morgunbiaðið og skólastefnu þess. Þar munu menn fullfærir um það sjálfir. í öðm lagi er rétt hjá sagn- fræðingnum að ég hef ekkert bréf upp á það að staðreyndaþekkingu nemenda hafi hrakað — nema al- mannavitni um að sú sé raunin; og þá m.a. orð þeirra sem gerst ættu að vita. Flestir menntaskólakennarar munu t.d. sammála mér um þetta, hvort sem Ingólfi líkar það betur eða verr. Hann er einnig á miklum villi- götum er hann telur það hafa vakað fyrir mér í einhveijum lymskufullum tilgangi að benda á orsakasamband milli framsóknar samfélagsfræða og aukins kunnáttuleysis. Ásetningur minn var eins hreinn og augijós og hugsast getur, sá að leiða í ljós vissa heimspekilega bresti uppgötvun- amáms. Samfélagsfræðin í grunn- skólum er ekki nema einn minni háttar kvistur í þeirri stóru eik. Og gamansagan þjónar engu Iykilhlut- verki í röksemdafærslu minni. Hún er aðeins uppiýsandi að því marki sem hún vekur upp svolitla spumingu um örbirgð þessarar sömu aðferða- fraeði — í reynd. í fjórða lagi getur sagnfræðingur- inn sér þess réttilega til að nemendur hafi ekki skrifað inn á íslandskortið athugasemdir um þekkingu á ætt- bálkaskipan í Tansaníu. Hins vegar innti ég nokkra nemendur eftir því hveiju hin hræmulega útkoma sætti og „létu þá einhveijir þess getið“ (eins og ég orðaði það) að ástæðum- ar væru m.a. þær sem að ofan greinir. Sagnfræðingurinn þyrfti að umgangast orð eins og „lygi“ eða „skrök“ með meiri aðgát og sparsemi en hann virðist hafa tamið sér. Þá væri nær... Ingólfur Á. Jóhannesson virðist hafa gaman að sögum. Ég gæti auð- veldlega gætt honum á fleiri slíkum. t.d. um 11 ára son vinkonu minnar, sem um skeið bjó í Kanada, og eyddi lunganum af heilum vetri í „sam- féiagsfræðinni" þar í að fræðast um landshætti og sögu Egyptalands. (Sérstök áhersla var lögð á að nem- endur kynntu sér til hlítar tann- hreinsun krókódíla í ánni Níl með viðeigandi klippimyndum og laus- blaðaefni.) Síðan gæti ég slegið því fram að samfélagsftæðin spyrði ekki að landamærum, þar væri öll vitleys- an eins. Að því búnu gæti sagnfiæð- ingurinn skrifað nýja kjallaragrein í DV þar sem hann segði sögur af einhveijum heimspekilegum hégilj- um. En ég held, ftómt frá sagt, að við höfum báðir skyldari sýslur á þessum haustdögum. Hins vegar tæki ég því fagnandi ef Ingólfur settist nú niður og skrif- aði volduga ritgerð, sem hann gæti uggiaust fengið birta í Lesbók Morg- unblaðsins, þar sem hann reyndi að beija í þá aimennu bresti uppgötv- unamáms er ég vakti máls á. Sú ritgerð mætti vera skrifuð af ofurlitl- um ftæðilegum metnaði og ftæðilegri gleði en ekki aðeins sem fljótariss til að skemmta skrattanum, eins og kjallaragreinin í Dagblaðinu. Kannski gætum við orðið sammála að lokum eða fundið endanleg svör við ein- hveijum kjamamálum kennslufiæð- anna. Hugmyndir manna skerpast a.m.k. aldrei betur en í því neista- flugi sem skapast þar sem rök eru rakin og lýnd — þar sem öndverðum kostum lýstur saman. Og þurfi Ing- ólfiir frekari hvatningar við má minna á að það er nú einu sinni ekki til neitt skemmtilegra í veröld- inni en að hugsa eitthvað af viti. Ég er viss um að sagnfiæðingur- inn þekkir þá tilfinningu af eigin raun; jafnvel þó að slíkt gangi ekki ljóslega fram af þeim skrifum hans sem vitnað hefur verið til hér að ofan. Höfundurinn er heimspekingur að mennt ogkennir við Menntaskólann ÁAkureyri. Þátttakendur á ráðstefnu og námskeiði Almanna- varna ríkisins f Stykkishóimi. Vfgalegir reykkafarar á námskeiðinu. Almannavamir með ráðstefnu og námskeið í Stykkishólmi Stykkishóimi. VIKUNAT3. tO 18. október geng- ust Almannavarair ríkisins fyrir námskeiði í Stykkishólmi. Ráð- stefna var haldin í Hótel Stykkis- hólmi, en þeim fjölgar stöðugt ráðstefnunum sem þar eru haldnar vegna hinnar góðu að- stöðu þar er og sem batnað hefur ár frá ári. Og ekki má gleyma aðbúnaði öllum bæði f mat og húsnæði. í sambandi við nám- skeiðið og ráðstefnuna voru f verbúðunum kennd viðbrögð og hveraig ætti að haga sér ef óvæntir atburðir gerðust. Fréttaritari fylgdist nokkuð með þessu ráðstefnuhaldi og átti síðan samtal við fulltrúa Almannavama ríkisins, Hafþór Jónsson, sem veitti forstöðu og stýrði námskeiði og ráðstefnu. Hann sagði að í þessari viku hefði staðið yfír námskeið í vettvangsstjóm neyðaraðgerða á vegum Almannavama ríkisins. Markmiðið með þessum námskeið- um væri fyrst og fremst að þjálfa upp menn í almannavamaneftidum í hinum ýmsu lögsagnarumdæmum á landinu til þess að þeir gætu veitt hjálparliði Álmannavama forystu við störf að neyðaraðgerðum. Námskeið þetta stendur í 5 daga, frá mánudegi til föstudags að báð- um dögum meðtöldum, og er þar farið yfír helstu þætti almanna- vama, bæði hvað varðar náttúm- hamfarir og hemaðarvá. Námskeiðinu lýkur með verklegri æfingu, uppsetningu markvissrar vettvangsstjómunar. í þeirri æf- ingu taka meðal annars þátt björgunarsveitir frá Stykkishólmi, Grandarfirði og Ólafsvík. Þetta námskeið sagði Hafþór hið þriðja í röðinni. Áður hafa þau verið haldin í Reykjavík og á Akureyri. Á þessu námskeiði vora*26 þátt- takendur víðvegar af landinu. „Ég tel að þetta námskeið hafí tekist vel, enda hafa margir lagt hönd á plóginn, bæði sérfræðingar á sviði jarðvísinda, löggæslu og slökkvi- starfs. Allir hér í bæ, sem leitað hefur verið til, hafa bragðist vel við og öll þjónusta og hjálp Hótels Stykkishólms hefir verið til fyrir- myndar," sagði Hafþór. Hann sagði einnig að öll aðstaða fyrir slík nám- skeið væri ágæt hér í Stykkishólmi. Þær æfíngar sem hér hafa farið fram hafa verið markvissar og tek- ist með ágætum. Þessir dagar hafa verið ánægjulegir, var granntónn- inn í ummælum þeirra sem frétta- ritari hitti að máli. Arai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.