Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 21 Söluskatturmn er einfald- asta innheimtuformið eftir Gunnar Snorrason í Morgunblaðinu 8. október sl. mátti lesa svargrein Eyjólfs Konráðs Jónssonar við fyrirspum Haraldar Blöndal varðandi virðisaukaskatt. í svari Ejrjólfs kom fram andstaða hans við allar þær skattahækkanir hveiju nafni sem þeim er gefíð. Ey- jólfur bendir á auka skriffínnsku við virðisaukaskattinn, miðað við inn- heimtu söluskattsins. Ég vil láta í ljós ánægju mína við svari þing- mannsins og er honum hjartanlega sammála. Það er ekki nokkur vafí á því að með tilkomu virðisaukaskatts í stað söluskatts eykst skriffinnska mjög mikið. Einnig er það fulivíst að nauðsynjavörur muni hækka sem upphæð skattsins nemur og hef ég heyrt í því sambandi 25% sem er óskiljanlega hátt ef satt er. Mín skoðun er sú að söluskatturinn sé einfaldasta innheimtuformið, en þó aðeins ef undanþágur væm af- numdar. Auðvitað myndu nauðsynja- vömr hækka en aldrei líkt því ef virðisaukaskattur kæmi í stað sölu- skatts. Kaupmenn hafa látið í té ómælda vinnu við innheimtu sölu- skatts í gegnum árin, án þess að fá þá vinnu greidda. Við emm því ekki hressir með að eiga í vændum jafn- vel aukna vinnu við innheimtu þessa nýja skatts. Ég vil beina því til alþingismanna að athuga sinn gang vel áður en þeir samþykkja þessa nýju skatt- heimtu, sem mun stórauka skattbyrði á almenning í landinu, samfara því að stórauka vinnu þeirra sem inn- heimta eiga skattinn. Að lokum þetta: Afnemið undan- þágur á söluskatti og lækkið hann Gunnar Snorrason AÐRIR Háskólatónleikarnir á haustmisseri 1986 verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudaginn 29. okt. Örn Magnússon leikur á píanó þijú verk. Þau em prelúdía og fúga í C-dúr eftir Bach, sónata í F-dúr eftir Mozart og Une Barque sur l’ocean eftir Ravel. Tónleikamir heíjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálftíma. „Ég vil beina því til al- þingismanna að athuga sinn gang vel áður en þeir samþykkja þessa nýju skattheimtu.“ sem því nemur. Það kemur minnst við almenning og léttir á fyrir þá sem innheimta söluskattinn. Höfundur er kaupmaður í Reykjavík. Öm Magnússon Píanóleikur á há- skólatónleikum IUDO -v Ný byrjendanámskeið hefjast 3. nóv. Þjálfari Þóroddur Þórhallsson. Innritun og uppiýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13—22. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. ASEA CYLINDA Þvottavélar og þurrkarar ...eins og hlutirnir gerast bestir: Árangur náinnar samvinnu sænsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET, textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð og rekstrarhagkvæmni. ASEA CYLINDA tauþurrkari Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en þú getur líka stillt á tíma. 114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin- um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri tromlu til að þurrka í en til að þvo í. Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi. Mikið tromlurými og kröftugt útsog í stað innblásturs stytta þurrktíma, spara rafmagn og leyfa allt að 8m barka. Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu. Pað er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk. Sparar tíma, snúrupláss og strauningu. Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara. Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél- inni. ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum. Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er, að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR vegna betri endingar. /rdnix ASEA CYLINDA þvottavélar Þvo best, skola best, vinda best, fara best með tauið, nota minnst rafmagn. Vottorð upp á það. Gerðar til að endast, og í búðinni bjóðum við þér að skyggnast undir glæsilegt yfirborðið, því þar er ekki síður að finna muninn sem máli skiptir: trausta og stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum í stað gormaupphengju, ekta sænskt ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á 35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í stað sandpoka eða brothætts steins o.fl. Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu- vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga, grófsía, sápusparnaðarkerfi með lyktar- og hljóðgildru, ítjórnkerfi með framtíð- arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í 1100 snúninga. í baksal verzlunar okkar er nú rýmingarsala á heilum og útlitsgölluðum húsgögnum. Einnig mikið úrval af inni og útihurðum. Garðskálahúsgögn úr furu og reyr. Sófasett og sófaborð, borðstofu- og eldhússett, bókaskápar, hljómtækja- og sjónvarpsskápar, innihurðaflekar, útihurðir, hurðahúnar og höldur o.fl. of.fl. 30-90% AFSLATTUR .BUSTOFN- HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.