Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 43
43 i MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir AGUST ÁSGEIRSSON Beech Starship skrúfuþota í reynsluflugi Smáflugvélaverksmiðjur eiga á brattan að sækja BANDARÍSKAR verksmiðjur, sem framleiða minni flugvélar eiga í miklum örðugleikum og óttast sérfróðir menn að fyrirtæki, sem starfað hafa í áratugi og staðið á traustum grunni, neyðist til að leggja upp laupana von bráðar. Ástæðan er annars vegar sölu- samdráttur og stórauknar skaðabótagreiðslur flugvélaverk- smiðjanna vegna flugslysa. Framleiðendur smáflugvéla, s.s. Beech, Cessna og Piper, hafa strítt við mikla örðugleika undanfarin ár, allt frá háu elds- neytisverði til kreppu í efna- hagslífínu. Hefur það leitt til minnkandi flugvélasölu. Stefnir t.d. í að framleiddar verði innan við 2.000 flugvéla til almanna- flugs (undanskilið er áætlunar- flug) á þessu ári miðað við 18.000 flugvélar á ári fyrir áratug. Verð- ur fjöldi framleiddra smáflugvéla í ár því minni en nokkru sinni frá lokum heimsstyijaldarinnar síðari. Flugvélaframleiðendur halda því hins vegar fram að gífurleg Qölgun skaðabótamála á hendur þeim síðustu árin hafí stóraukið erfíðleika þeirra og gert fram- leiðslu bulluhreyfílsflugvéla óarðbæra. Verksmiðjumar tapa málum af þessu tagi í auknum mæli og bætur hafa stórhækkað, eða úr 24 milljónum doliara árið 1977 í 209,6 mil(jónir dollara, eða 8,4 milljarða ísl. króna, í fyrra. í flestum tilfellum hefur það verið niðurstaða dómstóla að slys, sem bætur voru greiddar fyrir, hafí orsakast vegna hönnunargalla eða bilana, en framleiðendur halda því hins vegar fram að flest slysanna stafí af mistökum flugmanna. Aukið öryggi Á sama tíma sem skaðabóta- greiðslur hafa stórhækkað hefur öryggi í almannaflugi aukist. Reyndar fóru af stað miklar deilur um öryggi einka- og leiguflugs þegar mexíkönsk farþegaþota og fjögurra sæta Piper-einkaflugvél skullu saman í lofti yfír Los Ang- eles í sumar. Var það þó aðeins í áttunda sinn, sem einkaflugvél rekst á áætlunarflugvél frá því 1939. Tölur stofnunar, sem fjallar m.a. um flugöryggi (NTSB), sýna að í einka- og leiguflugi í fyrra urðu að jafnaði 8,6 óhöpp fyrir hveijar 100.000 flugstundir. Til samanburðar voru 16,8 óhöpp miðað við sama fjölda flugstunda árið 1972. Til viðbótar auknum skaðabót- um hafa tryggingariðgjöld flug- vélaframleiðendanna sjöfaldast á innan við áratug, eða á sama tíma og framleiðsla þeirra og sala hef- ur stórminnkað. Greiðir Cessna- fyrirtækið t.d. 50 milljónir dollara í tryggingar á þessu ári. Samtök flugvélaframleiðenda segja að meðaltals tryggingarkostnaður á framleidda flugvél sé um 70.000 dollarar nú miðað við 2.111 dollar- ar árið 1972. Hefur sá kostnaður því nær 35-faidast á 14 árum. Lagasetning til bjargar? Flugvélaverksmiðjumar halda því fram að það muni vega þyngst og ráða úrslitum um framtíð þeirra hvort þau Iosni undan skaðabótagreiðslum vegna flug- slysa. Hafa þær tekið saman höndum og beitt þingmenn þrýst- ingi um að skaðabótalögum verði breytt þannig að ábyrgð verk- smiðjanna minnki. Hafa þing- menn úr báðum flokkum lagt fram frumvarp í báðum deildum Bandarílgaþings í þessu skyni. Flugvélaframleiðendur hafa feng- ið óvæntan stuðning frá samtök- um flugmanna og flugvélaeigenda (AOPA), en a.m.k. tvenn samtök neytenda hafa lagst gegn nýrri lagasetningu og sagt hættuna á málshöfðun helzt geta orðið til að knýja verksmiðjumar til að hanna og smíða áreiðanlegri flug- vélar. Litlar líkur eru á að málið nái fram að ganga fyrir þing- lausnir. Forseti AOPA, John L. Baker, heldur því reyndar fram að það séu ekki skaðabótamálin sem lam- að hafí flugvélaiðnaðinn, heldur óskynsamlegar ákvarðanir lélegra stjómenda. Öll tækniþróun og samkeppniskraftar hafí miðast við skrúfuþotur, sem vora ekki nema örlítið brot af markaðinum. Á sama tfma hafí nýjar bulluhreyf- ilsflugvélar verið útbúnar mótor- um, sem smíðaðir era samkvæmt 40 ára gamalli tækni. Baker seg- ir samtök sín hafa boðist til að styðja lagasetningu gegn því að meiri kraftar yrðu settir í hönnun og tækniþróun bulluhreyfílsflug- véla. Það mundi þýða öraggari flugvélar en dyram væri samt ekki lokað fyrir skaðabætur. Framleiðslu vinsælla teg- unda hætt Vegna allra örðugleikanna hafa flugvélaframleiðendur neyðst til að hætta framleiðslu margra vin- sælla tegunda einkaflugvéla, sem knúnar hafa verið bulluhreyfli. Er ástæðan m.a. sú að nýjar flug- vélar hafa tapað í samkeppni við notaðar smáflugvélar. Söluverð nýrrar tveggja sæta einshreyfíls flugvélar af algengri tegund er nú um 31.000 dollarar, en nýieg notuð flugvél sömu tegundar er sem næst helmingi ódýrari. Flug- vélar með bulluhreyfli vora bróðurparturinn af framieiðsla smáflugvélaverksmiðja. Árið 1978 vora þær rúmlega 17.000 en ekki nema 1.560 í fyrra. Fyrr á þessu ári neyddust og Cessna, stærsti framleiðandi smáflugvéla til almannaflugs, og Piper til að fækka starfsmönnum og hætta framleiðslu flestra bulluhreyfils- flugvéla sinna. Vegna minni eftirspumar eftir Iitlum bulluhreyfílsflugvélum ein- beita smáflugvélaframleiðendum- ir sér því að skrúfuþotum og smáþotum. Binda þeir vonir við að kaup fyrirtækja og kaupsýslu- manna slíkra flugvéla aukist. Era þær dýrari og gefa verksmiðjun- um meira í aðra hönd. Sala þessar flugvéla hefur dregist saman, þó ekki jafn mikið og sala smæstu flugvélanna. Vora seldar 466 fyr- irtækjaþotur og skrúfuþotur í fyrra en 780 árið 1978. Telja framleiðendur að með meiri vöra- þróun og smíði flugvéla sem notaðar flugvélar geti ekki keppt við megi auka eftirspum eftir fyr- irtækjaflugvélum. Verksmiðjum lokað? Margir sérfræðingar telja þó útilokað að blása lífí í þennan markað nógu fljótt til að afstýra lokun flugvélaverksmiðja. Því er spáð að einhveijir flugvélafram- leiðendur neyðist til að loka búðinni fyrr en varir. Nafn Piper- fyrirtækisins hefur t.d. verið nefnt í þessu sambandi og því haldið fram að ef tap verði á fjárhagsár- inu verði fyrirtækinu lokað. Öllum þremur stóra ffamleið- anda flugvéla til almannaflugs hefur blætt. Cessna, sem General Dynamics keypti í fyrra, seldi flugvélar fyrir 443 milljónir doll- ara í fyrra eða 36% lægri upphæð en 1984. Tekjur Beech Aircraft, dótturfyrirtækis Raytheon, lækk- uðu úr 619,7 milljónum dollara 1981 í 272,6 milljónir í fyrra. Fyrirsjáanlegur er enn meiri sölu- samdráttur í ár. Þá hefur Piper Aircraft, dótturfyrirtæki Lear Siegler, verið rekið með halla og tekjur þess lækkað um 90% á síðustu sex áram. (Byggt á grein i The New York Times) Hátún 10c • Símar 38500 og 38667 Junckers Spurdu fagmanninn, hann þekkir Blitsa lökk. Þú færð Blitsa lökk hjá: Byko, Kópavogi, Byko, Hafnarfirði, Húsasmiðjunni, Litnum, Litaveri, Málaranum, Dúkalandi, Pétri Hjaltested, Dropanum, Keflavík, Skafta, Akureyri, Penslinum, ísafirði, Eskibúðinni, Selfossi, Málningarvörum hf., Málningarþjónustunni, kaupfélögunum um allt land. /"P EGILLÁRNASONHF. {-H7 PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.