Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 5 Samband íslenskra samvinnufélaga: Stofnar eignarhalds- fyrirtæki á sviði út- gerðar og1 fiskvinnslu SAMBAND íslenskra samvinnu- félaga hefur ákveðið að stofna eignarhaldsfélag, sem starfa mun á sviði útgerðar og fisk- vinnslu og er stefnt að því að félagið taki til starfa I. janúar næstkomandi. Starfsemi hins nýja fyrirtækis mun í fyrstu bein- ast að rekstri sjö frystihúsa í eig^u Sambandsins, dótturfyrir- tækja þess og heimamanna á Djúpavogi, Þorlákshöfn, Keflavik, Grundarfirði, Suður- eyri, Patreksfirði og í Reykjavík. Ólafur Jónsson, sölustjóri og staðgengill framkvæmdastjóra sjávarafurðadeildar Sambandsins verður framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins væri að færa starfsemi áðumefndra fyrir- tækja undir eina stjóm þannig að unnt yrði að takast á við rekstur þeirra á einum stað. Hann sagði að stjómir Sambandsins og Félags Sambandsfiskframleiðenda hefðu fjallað um málið á fundum sínum undanfarið og í bókun Sambands- stjómar kæmi fram að markmið hins nýja eignarhaldsfélags væri að efla arðbæra útgerð, fiskvinnslu og verslun með sjávarafurðir á veg- um samvinnumanna. „Þessi rekstur er orðinn það yfir- gripsmikill að það er tímabært að koma þessu undir eina stjóm þann- ig að það liggi fyrir á einum stað allar upplýsingar þegar taka þarf veigamiklar ákvarðanir varðandi reksturinn", sagði Ólafur. Hann kvaðst myndu taka sæti í stjómum allra þessara fyrirtækja og sam- ræma rekstur í anda markmiða eignarhaldsfélagsins og myndi hann eingöngu vinna að þessu verk- efni eftir að félagið hefur tekið til starfa. Ólafur sagði að tíminn yrði að leiða í ljós hver ávinningur yrði að þessu breytta fyrirkomulagi. Ekki lægi enn fyrir nákvæm lýsing á hvemig rekstri hins nýja félags yrði háttað né hversu margir starf- senn myndu starfa við það. Þá væri ekki hægt á þessu stigi að sega neitt um hversu mikið ráðstöf- unarfjármagn hið nýja félag þyrfti né hvernig þess yrði aflað. Sagði Ólafur að tíminn fram að áramótum yrði notaður til að móta stefnuna og skipuleggja starfsemina. Sjá frétt um tilfærslur í stjórnunarstörfum hjá Sambandinu á bls. 31. „Hjartans þíðar þakkir fínar ...“ Á 312. ártíðardegi Hallgríms Péturssonar tjá for- ráðamenn Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð í Reykjavík „hjartans þíðar þakkir fínar“ öllum, sem með hinum margvíslegasta hætti gerðu vígslu minn- ingarkirkjunnar í höfuðborginni mögulega sl. sunnudag. Sjálfboðaliðahópnum stóra, þar á meðal hinum góðu grönnum kirkjunnar, Iðnskólamönnunum, er ekki síst þakkað. Liðveisla þeirra var sem orð í tíma töluð, sem Ritningin líkir við silfurepli á gullskálum. Þökk einnig öllum þeim sem sendu Hallgrímskirkju á vígsludegi hennar hlýjar kveðjur og góðar gjafir. Kveðjur eru sendar öllum þeim sem komu í þjóðar- helgidóminn á vígsludaginn, svo og þeim sem með hátíðinni fylgdust í sjónvarpi og útvarpi. „Sæl er sú þjóð, sem á Drottin að Guði.“ ÞÝSKU KOSTAGRIPIRNIR 1987 ERU KOMNIR Betur búnir en nokkru sinni íyrr Verð lrð kr. 434.000. mest seldi bíll í Evrópu Verð lrá ki. 471.000 V.W. Jetta — írábcer íjölskyldubíll HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 • Pólóskyrtur veró kr. 690.' • Gallabuxur stærölr 6-16 verö kr. 825.- • Sængurverasett meö myndum kr. 840.- • Sængurveraléreft 140 sm á breldd kr. 155.- • Peysur I mlklu úrvall S-M-L verö frá 740.- • Stuttermabollr m/mynd verö kr. 340.- • Þykkir herra-mlttls|akkar kr. 2.400.- og 2.990.- • Úlpur m/hettu stærölr 6-8-10-11-12-14 mjög gott verö • Jogglng-gallar marglr lltlr verö kr. 890,- tll 950,- • Lakaléreft 240 cm á breidd kr. 222,- pr.m. • Lakaléreft 140 cm á breldd kr. 140,- pr.m. • Gallabuxur verö kr. 995.- tll 2.300.- • Gammósfur stæröir 0-16 verö frá 190,- • Kvenbuxur stæröir 25-32 kr. 1.050.- • Handklæði kr. 145.- til 238.- • Viskastykkl kr. 67,- Vilt þú versla ódýrt? ALLT Á 100,- KR. Opiö frá 10.00 - 18.0Q Föstudaga 10.00 - 19.00 Laugardaga 10.00 16.00 Siatúni 3, Sími 83075 Vöruloftíð [M PRISMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.