Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 478.000 kr. er gott verð fyrir listilega hannaðan Citroén BX, framherja fransks hugvits. G/obusesssfj Metsölublad á hvetjum degi! Þrýstingsveggur brast og þotan tók neyðardýfu 62 slasast í neyðardýfu þotu Thai-flugf élag-sins TóWýA.AP. SEXTÍU og tveir farþegar a.m.k. slösuðust í neyðardýfu þotu af gerðínni Airbus A-300 i eigu Thai-flugfélagsins á sunnudag. Rifnaði þrýstingsskiirúm aftast í þotunni með þeim afleiðingum að þrýstingur fór af farþegaklef- anurn. Urðu flugmenn þotunnar að dýfa henni 26 þúsund fet og nauðlenda á Osaka-flugvellinum í Japan. Einn farþeganna sogaðist niður í farangurslestar þotunnar þegar þrýstibúnaðurinn bilaði. Margir hlutu meiðsl sín er þeir hentust til og frá í farþegaklefanum í dýf- unni. Sautján hinna slösuðu eru Filipseyjamenn, fimm Thailending- ar og 40 Japanir. Fimm þeirra slösuðust alvarlega og voru lagðir á sjúkrahús. Maður, sem var á sal- emi aftast í þotunni, slasaðist mest. Alls voru 247 manns, farþegar og áhöfn um borð í flugvélinni. Þotan var skammt frá Osaka á leið úr áætlunarflugi frá Bangkok í Thailandi og Maníla á Filipseyjum þegar allur loftþrýstingur fór af henni. Bilunin átti sér stað er flog- ið var í skýjum í ókyrru lofti. Að sögn forseta Thai-flugfélags- ins laskaðist skrokkur þotunnar aftanvert í dýfunni. Hún er splunk- uný og var tekin í notkun fyrir tveimur vikum. Ekkert þykir benda til að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Að sögn talsmanna japanska loftferðaeftirlitsins rifnaði þrýst- ingsskilrúm í stéli þotunnar. Það varð hins vegar til happs að loft í farþegaklefanum, sem streymdi á ógnarhraða inn í stélið, slapp út um sérstaka yfírfallslúgu á stélinu. Þá er hönnun skilrúmsins og fyrir- komulag vökvaþrýstibúnaðar í stélhluta hennar af því tagi að stjómkerfí þotunnar varð ekki óvirkt þegar skilrúmið rofnaði. Stjómkerfíð er þrefalt og biluðu tvö þeirra, þannig að eitt var eftir og gátu flugmennimir notað það til cið lenda flugvélinni öragglega. Atvikið minnir óþyrmilega á samskonar bilun í Boeing-747 þotu japanska flugfélagsins JAL í ágúst í fyrra. Engin sleppilúga var á stéli hennar og rifnaði það af þotunni með þeim afleiðingum að Qórfalt stjómkerfí hennar varð ónothæft. Þotan skall á fjalli og biðu 520 manns af 524, sem um borð vora, bana. Vökvabúnaður júmbóþotunn- ar liggur í einni kippu í stélinu og fyrir komið með öðram hætti en í Airbus-þotum. Bilunin f þotu Thai varð rétt eft- ir að hún byijaði aðflug og lækkun til Osaka úr 33 þúsund feta hæð. Að sögn flugumferðarstjóra, sem höfðu með flug þotunnar að gera, lýsti flugstjórinn yfír neyðarástandi rétt eftir að hann hóf lækkun. Hefði hann sturtað þotunni 26 þúsund fet, eða 8 kílómetra, og lauk dýf- unni ekki fyrr en í 6 þúsund feta, eða 2ja kílómetra hæð. Flugvélina hefði borið nær eitthundrað kíló- metra af leið í neyðardýfunni og flogið inn á hemaðarlegt bann- svæði. Rofnaði talstöðvarsamband við þotuna í þrjár mínútur meðan á dýfuni stóð. Farþegar sögðu eftir lendinguna, að skyndilega hefði kveðið við hár hvellur og farþegaklefínn fykllst af hvítu mistri. Þotan hefði kastast til og frá í dýfunni og farþegar henst úr sætum sínum. Hefðu sumir svif- ið um klefann eins og í þyngdar- leysi. Súrefnisgrimur féllu niður og flugfreyjur skipuðu mönnum að klæðast björgunarvestum. Nokkrir farþegar hripuðu niður skilaboð til ættingja sinna meðan á dýfunni stóð. Gífurleg gleði og fagnarðar- læti bratust út þegar flugmennimir lentu þotunni heilu og höldnu á flugvellinum í Osaka. Stjórnun þj ónustufyrirtækj a Veruleg fjölgun hefur orðiö á þjónustufyrirtækjum og aukning á þjónustustarfsemi hérlendis og erlendis á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna auglýsingastofur, skyndibitastaói, feröaþjónustu, vaktþjónustu, bankastarfsemi, hugbúnaðarfyrirtæki svo og sivaxandi þjónustustarfsemi framleiðslu- og verslunarfyrirtækja. Eðli þjónustufyrirtækja er um margt frábrugðiö eðli annarra fyrirtækja. Þjónusta er óefnisleg framleiösla. Oft er þjónustan notuð um leið og hún er veitt. Verulegur hluti af kostnaði þjónustufyrirtækja er fastur. Þessi einkenni takmarka m. a. aðlögunar- hæfni þessara fyrirtækja að breyttri eftirspurn. Markmið: Markmió námskeiösins er aö fjalla um stjórnun þjónustufyrirtækja út frá framangreindum einkennum. Höfuöáhersla verður lögö á uppbyggingu og hagræna stýringu þjónustufyrirtækja annars vegar, og markaðsmál þeirra hins vegar. Efni: □ Þjónustuhugtakið. □ Meginskilyrði árangurs I stjórnun þjónustufyrirtækja. □ Kostnaóaruppbygging og skipting ! fastan og breytilegan kostnað. □ Verðlagning á þjónustu, gæöi og kostnaöur. □ Samkeppni og samkeppnistæki. □ Eftirspurn, markaðshlutun og möguleikar til beitingar söluráða. Leiðbeinendur Þátttakendur Tími og stadur Gisli S. Arason og Jóhann Magnússon sem reka eigið rekstrarráðgjafar- fyrirtæki, Stuðul hf. Námskeiöið er ætlaö stjórnendum 1 þjónustufyrirtækjum og þjónustustarfsemi. 3.-6. nóvember 1986, kl. 9.00—13.00. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Bandaríkin: Hvernig eiga ráð- herrar að ferðast? Waahlogton, AP. GEORGE Shultz, utanrikisráðherra Bandarikjanna, var meðal áhorf- enda að kylfuknattleik í Boston sl. laugardag og hefur það vakið nokkurn úlfaþyt í bandarískum fjölmiðlum. Ekki er þó amast við því, að hann skyldi hafa séð leikinn, heldur hinu, að hann fékk herþotu til að fara með sig til Boston og aftur til Washington. Segir í einu blaðanna, að ferðin hafí kostað bandaríska skattgreiðendur 11.000 dollara, um 440.000 islenskar krónur. í yfírlýsingu frá utanrikisráðu- neytinu segir, að „af öryggisástæð- um hafí utanríkisráðherrann farið til Boston með herflugvél" til að geta séð leikinn. Sagði þar ennfrem- ur, að „eins og ávallt þegar hann er í einkaerindum greiðir hann ut- anríkisráðuneytinu þá upphæð, sem hann hefði annars greitt í venjulegu áætlunarflugi". Dagblaðið The Baltimore Sun hefur það eftir talsmönnum hers- ins, að ferð Shultz flugferðin hafí kostað samtals 11,300 dollara. Flugárekstri yfír London forðað Aðeins 50 fet milli flugvélanna - Versta mái sinnar tegundar í Bretlandi London, AP. TVÆR brezkar farþegaþotur skullu næstum því saman yfir London 29. júlí sl., að sögn blaðsins The Sunday Times. Slysi var forðað er flugmaður annarrar þotunnar „vippaði" sinni flugvél yfir hina. Að sögn blaðsins vora aðeins 50 fet, eða 15 metrar milli flugvélanna er þær mættust. Þær vora báðar frá British Airways. Flugmaður Boeing 737 þotu á leiðinni frá Munchen f Vestur-Þýzkalandi tók á síðustu stundu eftir því að í árekst- ur steftidi við British Aerospace 1-11 þotu. Um borð í flugvélunum voru 100 farþegar. „Hér er um að ræða alvarlegasta mál sinnar tegundar, sem komið hefur upp í Bretlandi og hefur það leitt til ftarlegrar endurskoðunar allra starfsaðferða við stjómun flugumferðar," að sögn blaðsins. Það segir flugumferðarstjóra hafa gleymt þotunni, sem var að koma frá Munchen og gefið hinni, sem var að koma frá Edinborg, heimild til aðflugs. Blaðið segir að flugum- ferðarstjóranum hafí verið vikið úr starfí. The Sunday Times segir flug- mann Boeing-þotunnar hafa forðað stórslysi. Atvikið átti sér stað er flugvélamar voru í 7.000 feta hæð og áttu skammt ófarið til Heath row-flugvallarins. Talsmaður brezku flugmálastjómarinnar stað- festi í gær að atvikið hefði átt sér stað en vildi ekki tjá sig að öðra leyti um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.