Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 Samuel Donaldson, fréttamaður ABC sjónvarpsstöðvarínnar; Þyldr oft heldur psvíf- ínn í Hvita húss liðinu SAMUEL DONALDSON fréttamaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar er vel þekktur um gjörvöll Bandaríkin, sem spurull og einatt aðgangsharður fréttamaður. Til eru fjölmargar sögur af honum, þegar hann etur kappi við aðra fréttamenn, og vegna fram- hleypni og raddstyrks fer með sigur af hólmi. Islendingum er sjálfsagt í fersku minni þegar þeir Reagan og Gorbachev komu út úr Höfða laust eftir hádegi sunnudaginn 12. október sl. og spurning fréttamanns á ensku til Reagans glumdi við. Spurning- in, sem kallaði fram svar Reagans um að viðræðunum væri ekki lokið og að leiðtogarnir ætluðu að hittast á nýjan leik kl. 15 sama dag, var að sjálfsögðu frá Samuel Donaldson komin. Á leiðinni til Washington þann 12. október sl. átti ég eftirfarandi viðtal við Donaldson, og byrjaði á því að spyrja hann hvort það væri satt sem mér væri sagt af starfsbræðrum hans í Hvíta húss fréttalið- inu, að hann hefði oft á tíðum gengið svo nærri forsetanum í spurningum sínum, að við hefði legið að starfsmenn Hvíta húss- ins, og þá einkum Larry Speakes, blaðafulltrúi forsetans, gerði kröfu um að annar fréttamaður ABC yrði tilnefndur af stöðvar- innar hálfu í Hvita húss hðið: „Þetta er nú ekki rétt, því þeir geta einfaldlega ekki sparkað mér,“ segir Donaldson og glottir við. „Ég er fréttamaður, sem starfa ekki fyrir Hvíta húsið, held- ur fyrir sjónvarpsstöð mína, og ég hef fullnægjandi blaðamanna- skilríki til þess að vera staðsettur í Hvíta húsinu. Svo lengi sem ég stend mig sem fréttamaður, geta þeir engin áhrif haft á veru mína í Hvíta húsinu. Reyndar er ég alls ekkert sannfærður um að þeir vilji sparka mér, því ég legg mig alls ekki fram um að vera dónalegur eða móðgandi í spurn- ingum mínum. Hins vegar er það mitt höfuðmarkmið, eins og það sannarlega er flestra annarra fréttamanna í Hvíta húsinu, að knýja fram svör Bandaríkjafor- seta og hans nánustu samstarfs- manna, að fá þá til þess að skýra ákvarðanir sínar og stefnu á þann hátt að almenningur í Banda- rílgunum skilji hvert stjómvöld eru að fara. Jafnframt er það auðvitað í okkar verkahring, að fá þessa sömu menn til þess að viðurkenna mistök sín, hafí þeim orðið á mistök. Þá ber okkur einn- ig að fá upplýsingar um hver framtíðaráform stjómvalda eru. í hnotskum er markmið okkar að sýna fram á það, frá degi til dags, hvort þeir ráðamenn, sem banda- rískir kjósendur kusu til þeirra trúnaðarstarfa sem þeir gegna í og í nánum tengslum við Hvíta húsið, eru traustsins verðir." Donaldson heldur áfram: „Við teljum einfaldlega að það sé ekki rétt að kjósa forseta Banda- ríkjanna á fjögurra ára fresti og segja síðan: „Allt í lagi, næstu ijögur árin er okkur sama hvað þú gerir, og við ætlum ekki að fylgjast með því sem þú gerir, við munum ekki gera athugasemdir við störf þín og þú getur gert það sem þér sýnist í fjögur ár.“ Slíkt væri fáránlegt. Því fer ég með því hugarfari til starfa í Hvíta húsinu, að komast að því hvað er raunverulega að gerast, og til þess að standa andspænis forset- anum og krefja hann og hans lið um þeirra réttlætingu á þeim ákvörðunum sem hafa verið tekn- ar eða em í farvatninu. Ég hef með því alls ekki í huga að vera móðgandi, en svo við notum Samuel Donaldson fréttamaður bandarísku sjónvarpsstöðvar- innar ABC. bandarískt slagorð um mitt hátt- emi, þá vil ég virkilega vera „pushy" (ýtinn).“ - Ég spurði Donaldson hvort frásögn félaga hans af því að hann hefði sagt Ronald Reagan Bandaríkjaforseta óviðurkvæmi- legan, jaftivel dónalegan brandara í viðurvist fjölda manns: Nú lítur Donaldson brúnaþung- ur á mig og segir svo ákveðinn: „Ég hef séð á prenti að ég hafí við ákveðið tækifæri sagt forset- anum klámbrandara, í viðurvist fjölda manns. Hið sanna í málinu er, að ég hef aldrei nokkum tíma sagt forsetanum klámbrandara, í viðurvist fjölda manns. Spyijir þú mig hins vegar hvort ég hafí und- ir fjögur augu, sagt forsetanum klámbrandara, þá er svar mitt einungis þetta: Ég hef ekkert um það að segja!“ - Nú hefur þú orð á þér að geta náð undirtökunum á fundum og komið fleiri spumingum að en aðrir í skjóli raddstyrks þíns? Em þetta réttmætar ásakanir starfs- bræðra þinna? „Vissulega er ég aðgangsharð- ur og spurull. Þetta er ekki aðferð hjá mér, til þess að beina athygl- inni að sjálfum mér. Ég var áraáargjamt bam og ég er árásar- gjam fréttamaður. Mér er bara spum: Hvers konar fréttamaður er það, sem ekki er spurull, árás- argjam og aðgangsharður? Það væri líklega hægt að beita þeirri einföldu aðferð, að bíða rólegur þar til einhver stórlaxinn kemur til þín og hvíslar í eyra þitt: „Heyrðu, mig langar til þess að segja þér frá ákveðnum atburði", en slík vinnubrögð myndu aldrei flokkast undir góða frétta- mennsku í mínum augum. Varðandi raddstyrk minn, þá er hann vissulega fyrir hendi, og ég beiti honum óspart. Ég hef fjölda spuminga til þess að leggja fyrir forsetann dag hvem, þannig að mér liggur mikið á hjarta. Ég bendi bara á það, að ég hrópaði aldrei spumingar að Jimmy Cart- er, þó að ég sæi um fréttaflutning af hans forsetatíð frá Hvíta hús- inu, þau fjögur ár sem hann gegndi því embætti. Þú kannt að spyija hvers vegna hrópaðir þú ekki á hann og svarið er einfalt: Einfaldlega það að Jimmy var ekki haldið í einangmn frá fjöl- miðlum í sinni forsetatíð. Hann nálgaðist okkur og veitti okkur aðgang að sér. Nú er slíkt kerfí af embættismönnum, stjómmál- asérfræðingum og öryggisvörðum í kringum forseta okkar, að spum- ingar okkar komast ekki til skila, nema við hrópum þær. Ég vel því þann kostinn að hrópa frá reipinu sem heldur okkur í ákveðinni fjar- lægð, í stað þess að þegja og fá þar af leiðandi engin svör við spumingum mínum. TUM SK OÐA BÍLLJÚS IN FYRIR 31. OKTOBER. • • Okumenn Ljósaskoð- un að ljúka LJÓSASKOÐUN bifreiða á að vera lokið fyrir 31. október, sem er næsti föstudagur. Nú fer í hönd dimmasti tími árs- ins og því er brýnt að ökumenn og aðrir vegfarendur komi til Ieiks vel upplýstir. Gangandi fólk þarf að hafa endurskinsmerki og akandi vegfarendur þurfa að gæta þess að öll ljós ökutækis séu í lagi, hvort sem um er að ræða bíla, dráttarvél- ar, vélhjól eða reiðhjól. Umferðar- ráð leggur á það áherslu að böm séu ekki á reiðhjólum á vetrarlagi og em foreldrar hvattir til þess að gæta að því. Ljósker og glitmerki þurfa að vera hrein og óskemmd og sama gildir um bflrúður og þurrkublöð, en öll þessi tæki þurfa að vera tilbúin til notkunar við versnandi aðstæður. Það hafa sjálfsagt allir vegfa- rendur lent í því að mæta bifreið, sem aðeins hefur annað framljósið í lagi. Þetta hefur tmflandi áhrif, því ekki er alltaf auðvelt að sjá hvort það er hægra eða vinstra ljós sem er bilað, eða hvort það er vél- hjól sem á móti kemur. Ökumenn em beðnir að hafa það hugfast að ekki er nóg að ökuljós séu í lagi rétt á meðan þau em skoðuð. Helen Thomas, fréttamaður UPI í Hvíta húsinu: I hópi fremstu frétta- haukaþar á bæ í áratugi Hefur verið fréttamaður í 43 ár, og þar af í 25 ár í Hvíta húsinu HÚN lætur ekki mikið yfir sér, hún Helen Thomas, bandarísi fréttamaðurinn þjá fréttastofunni UPI (United Press Internat- ional). Hún ásamt svo fjölmörgum öðrum fréttamönnum kom hingað til lands, vegna leiðtogafundar þeirra Reagans og Gorbachevs. Fréttalið það sem fylgir Bandaríkjaforseta á ferðum sínum gengur jafnan undir nafninu Hvíta húss pressan, og hafði sá starfshópur miðstöð sina að Hótel Loftleiðum á meðan á fund- inum stóð. Mér var fljótlega bent á Helen, og sagt að hún væri mjög þekktur fréttahaukur í Bandaríkjunum, og hún hefði iðu- lega náð þvi sem okkur fréttamenn dreymir ávallt um - að „skúbba“, það er að segja að vera fyrst með fréttina. Ég falaðist eftir stuttu spjalli við Helen, en vegna anna, gat ekki af því orð- ið, fyrr en á leið til Washington, þegar fréttalið Hvíta hússins flaug áleiðis þangað, að afloknum leiðtogafundinum. Ifyrsta spumingin til Helen er að sjálfsögðu sú, hvemig hún hafí í gegnum árin fanð að því að vera svona oft fyrst með frétt- ina: Helen brosir hógvær og segir: „Ég held nú varla að þetta séu réttar upplýsingar sem þú hefur fengið um mig. Ef það er eitthvað til í þessu, sem ég efast reyndar um að sé, þá er skýringin líklega sú að mér er stundum lagið að spyija öðru vísi en aðrir, og jafn- framt reyni ég að spara spuming- ar mínar, á meðan að keppinaut- amir heyra til. Annars held ég að þetta séu bara vinsamleg um- mæli félaga minna um gömlu konuna!" Helen segist hafa hafíð frétta- mannsferil sinn árið 1943, eða fyrir 43 ámm síðan og að hún Helen Thomas, fréttamaður UPI. hafi allar götur síðan unnið fyrir UPI. 1961 var hún gerð að sér- stökum fréttamanni UPI hjá Hvíta húsinu. Hún á vart orð til þess að lýsa ánægju sinni með íslandsdvölina, og þær móttökur sem frétta- mannalið Hvíta hússins hafi fengið hér á landi. „Við eigum alls ekki svona móttökum að venj- ast,“ segir Helen, „því yfírleitt er litið á okkur sem heldur hvimleiða fylgifiska Bandaríkjaforseta. Við göngum meira að segja oft undir nafninu „ferða-sirkusinn! Enda verður það að segjast eins og er, að við ryðjumst inn í viðkomandi land, með allan okkar tæknibúnað og hafurtask. Hertökum einhvetja miðstöð, eins og við gerðum í þessu tilviki við Hótel Loftleiðir og hellum okkur út í vinnuna, svo til um leið og við emm lent. Þann- ig vinnum við, þar til dvöl forset- ans í viðkomandi landi er lokið, og hverfum svo af landi brott, stuttu á eftir forsetanum. Á ís- landi fengum við ekki þessa óþægilegu innrásartilfínningu, því okkur var hvarvetna tekið af slíkum hlýleika og gestrisni, að við vissum vart hvaðan á okkur stóð veðrið.' Það er alveg sama hveija ég nefni, þjónustufólk, af- greiðslufólk, leigubflstjóra, veg- farendur - allir vom jafnelskuleg- ir, þannig að ég get fullvissað þig um það, að við sem emm í þess- ari flugvél (Helen bendir aftur eftir Júmbó 747 þotunni, sem flyt- ur okkur áleiðis til Washington) fomm öll heim með einstaklega jákvæða mynd af landinu og þjóð- inni sem það byggir. í mínum augum emð þið Islendingar allra elskulegasta fólk sem við höfum nokkum tíma hitt á ferðum okk- ar.“ - Mig langar til þess að forvitn- ast um það, hvað fréttamaður með jafnlangan feril að baki og þú, telur vera markverðustu reynslu sína eða eftirminnilegustu fréttafrásögn? Helen þarf ekki að hugsa sig um eitt augnablik, því hún segir samstundis: „f mínum huga er enginn efí um það hvaða atburð ber hæst. Það var ferðin til Kína með Nixon forseta, árið 1972. Sú ferð braut í rauninni blað í sam- skiptum landanna, því það höfðu engin samskipti verið á milli land- anna í 20 ár, þegar sú ferð var farin. Þetta var eins og för út í óvissuna, því enginn í ferðinni hafði minnstu hugmynd um, hvemig Kína var. Við voram þama í 8 daga og allt sem við sáum, fundum og borðuðum var fréttnæmt - þetta var draumaferð blaðamannsins. Þessi ferð til Kína fyrir 14 ámm opnaði dymar að þessu mikla landi á nýjan leik. Því er hún mér stóri atburðurinn á ferli mínum. Þama vomm við þátttakendur í því að skrifa man- kynssöguna, og slíkt hlýtur alltaf að vera æðsta takmark hins sanna fréttamanns."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 242. tölublað (28.10.1986)
https://timarit.is/issue/120882

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

242. tölublað (28.10.1986)

Aðgerðir: