Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 23 Okurmál eftir Vilhjálm Bjarnason Einhveiju sinni barst norsku blaði lesendabréf þar sem spurst var fyrir um það hvort hægt væri að verða óléttur á því að drekka undanrennu. Lesendaþjónusta blaðsins taldi að svo gæti verið, en þó því aðeins að undanrennan færi fyrst í gegnum mjólkurfræðing. Þessi saga verður mér ávallt hugstæð þegar fjallað er um okur, þ.e. hátt áfgjald fyrir peningalán. Ef vfxill er keyptur í banka og selj- andi víxilsins er jafnframt sam- þykkjandi hans heitir afgjaldið forvextir. Ef víxillinn er hins vegar keyptur af útgefanda hans, þá heit- ir afgjaldið afföll. Ef forvextir eru hærri en þeir forvextir sem Seðla- banki íslands samþykkir, er verið að framkvæma glæp, sem kallaður er okur. Afföll mega vera hærri en forvextir af sambærilegum kröfum án þess að verið sé að fremja glæp. Þá hefur víxillinn farið í gegnum þriðja aðila, eins og í sögunni um mjólkurfræðinginn. Hermann Björgvinsson, fjármálamaður, starfrækti ávöxtunarsjóð, ekki ósvipaðan Verðbréfasjóðnum hf. og Vilhjálmur Bjamason Hávöxtunarfélaginu hf. Ekki er vit- að til að nokkur þeirra, sem fólu Hermanni Björgvinssyni ávöxtun á fjármunum sínum, hafi notfært sér bágindi hans, einfeldni, fákunnáttu eða léttúð og þaðan af síður beitt hann nauðung í einhverri mynd í viðskiptum. Ekki hefur heldur kom- „Tíl að standa undir ávöxtun slíkra skulda- bréfa þarf arðsama starfsemi. Sú starfsemi leigir og selur lausafé og eru reiknivextir 14—18% p.a. auk verð- tryggingar. Ekki er nokkur munur á þessari starfsemi og annarri útlánastarfsemi nema nafnið. Samkvæmt túlkun Sakadóms Reykjavíkur á okurlög- um í nýuppkveðnum dómum er starfsemi leigukaupafyrirtækja brot á okurlögum, því vextirnir eru greinilega hærri en hæstu lö- gleyfðu vextir af verðtryggðum lánum.“ ið fram að nokkur þeirra, sem þáðu fé að láni af Hermanni, hafí verið beittur nauðung, utan einn, þ.e. sá sem kærði, en sá er alls ekki viss um um hvað mál hans snýst. Mun- urinn á verðbréfasjóðnum og starf- semi Hermanns Björgvinssonar er greinilega sá að mjólkurfræðinginn vantar til að Hermann fái sakleýs- isstimpilinn. Þá er það bersýnilega andi laga um bann við okri o.fl. nr. 58/1960 að einhver sé beittur nauð- ung. Og hvaða siðferðislegu heim- ildir hefur Seðlabanki íslands til að ákveða vexti í ftjálsum viðskiptum fóiks? Að mínu viti skortir Seðlabanka íslands allt sem heitir getu til þess. Ef einhver sér hag í því að gera góð kaup, en skortir fé til þess, leitar til annars aðila og fær hjá honum fé gegn því að skipta ábat- anum með því að reikna skipting- una sem hlutfallslegt afgjald af fénu miðað við dagafjölda, þ.e. vextir, þá er Seðlabanki íslands á engan hátt dómbær um hvað sé réttlát skipting, enda er hlutverk Seðlabanka að sjá til þess að strauj- aðir seðlar og ósvikin mynt sé í umferð en krumpaðir seðlar og slit- in mynt tekin úr umferð. Ný tegund fjármálastarfsemi ryður sér til rúms á íslandi. Gengur hún undir nafninu leigukaup. Fýrir- tæki þau, er slíka starfsemi reka, falbjóða skuldabréf með 10—14% vöxtum p.a. auk verðtryggingar, en þau skuldabréf hafa farið í gegn- um mjólkurfræðing, þ.e. þriðja aðila í orði kveðnu. Til að standa undir ávöxtun slíkra skuldabréfa þarf arðsama starfsemi. Sú starfsemi leigir og selur lausafé og eru reikni- vextir 14—18% p.a. auk verðtiygg- ingar. Ekki er nokkur munur á þessari starfsemi og annarri útlána- starfsemi nema nafnið. Samkvæmt túlkun Sakadóms Reykjavíkur á okurlögum í nýuppkveðnum dómum er starfsemi leigukaupafyrirtækja brot á okurlögum, því vextimir em greinilega hærri en hæstu lögleyfðu vextir af verðtryggðum lánum. Ekki er mér kunnugt um að ákæra- valdið hafi ákært forsvarsmenn leigukaupafyrirtækja fyrir okurl- ánastarfsemi enda era þeir heiðvirð- ir menn. Ég tel mig hafa sýnt fram á það hér að framan, að dómar Sakadóms Reykjavíkur í svokölluðum okur- málum byggist á grandvallarmis- skilningi. Þá er það annar grandvallarmis- skilningur að fijáls fjármálastarf- semi með hærri vöxtum en í miðstýrðum bönkum sé ný af nál- inni hér á landi. í kvæði sínu „Hótel Jörð“ segir Tómas Guðmundsson: Allt sem lífið lánaði, dauðinn krefst, í lfltu hlutfalli og Metúsalem og Pétur. Ef lesendur halda að Metúsalem og Pétur hafí verið guðspjallamenn, þá er það misskilningur. Sveinbjöm Sigurjónsson, mag. art., segir í skýringum við Lestrarbók Sigurðar Nordal: Metúsalem og Pétur = Fjár- málamenn í Reykjavík. Höfundur er hagfræðingur og útibússtjóri Útvegsbanka íslands í Vestmannaeyjum. Óttúlegt ^ sattue Hinxx SfiUy Jerry Lee Lewis þekkja al af fmmkyöðlum rokksins ás Elvis, Little Richard, Chuck Fats Domino Jerry Lee Lewis „The Killer' skemmta ásamt sjóðheitri hl siuni frá Memphis 6., 7., 8. nóvember JRRVLEE ■ 1 6.78.9. nóvemb 1 lllr 'dEL HriÍ ¥ % m MATSEÐILL 1 % n Humarsúpa I i * áy L 18 1 Lamba-piparsteik með villikrydduðum sveppum Heimatilbúinn kaffiís með konfekti Munid hina i Broadway/helgar FlL NU ER UM AÐ GERA AÐ TRYGGJA SÉR MIÐA Á ÞENNANN HEIMSVIÐBURÐ MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR í SÍMA 77500 - DAGLEGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.