Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra um fréttabréf VSI: Vinnuveitendasambandið dregur í land með staðhæfingar sínar ÞORSTEINN PÁLSSON fjármálaráðherra segir Vinnuveitendasam- band íslands hafa dregið í land með staðhæfingar sínar frá því fyrir helgi um raungildisaukningu skatttekna ríkissjóðs og staðfest í frétt- atilkynningu sinni í gær, að mælikvarðinn sem beitt var hafi verið villandi. „Það hefur gerst í þessu máli, að Vinnuveitendasambandið hefur í dag sent út fréttatilkynningu, þar sem staðfest er að sá mælikvarði sem brugðið var á loft í fréttabréf- inu og Morgunblaðið og fleiri Qölmiðlar þöndu út, er villandi," sagði Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Þorsteinn sagði að í Morgun- blaðinu sl. laugardag hefði mæli- kvarði Vinnuveitendasambandsins verið notaður til þess að draga þær ályktanir að raungildi skatttekna ríkissjóðs hefði stórlega aukist. „Ég hef haldið því fram, enda kemur það skýrt fram í fjárlagafrumvarpinu, sem Morgunblaðið og aðrir flölmiðl- ar höfðu undir höndum, að þetta er airangt," sagði fjármálaráðherra, „enda ekki hægt að mæla raungildi á skatttekjum ríkissjóðs miðað við kostnað heimilanna, heldur við tekj- ur þeirra. Hin rétta viðmiðun er auðvitað breytingar á tekjum, og þá kemur í ljós að það hefur engin raungildisaukning orðið á skatttekj- um ríkisins. Nú segir í fréttatilkynn- ingu frá Vinnuveitendasambandinu orðrétt: „Þessar tölur staðfesta að skatttekjur ríkissjóðs hafa hækkað í takt við tekjur almennings..." Síðan segir í niðurlaginu „að skatt- byrði er svipuð og verið hefur undanfarin ár.“ Með öðrum orðum, þá hefur Vinnuveitendasambandið dregið til baka viðmiðun sína við framfærsluvísitölu eða byggingarví- sitölu og telur eðlilegt, eins og ég hef haldið fram, að miða raungildis- mat á tekjum ríkisins við þróun launatekna. Þeir viðurkenna sem sagt að mælikvarðinn sem þeir not- uðu er villandi, og ég fagna því, út af fyrir sig.“ Fjármálaráðherra sagði m.a. um þann mælikvarða_ sem beittur var í útreikningum VSÍ: „Það hefði verið nær lagi að miða raungildi skatta út frá hæðinni á Morgunblaðshús- inu. Auðvitað hefði það verið kolvit- laus mælikvarði, en samt sem áður skárri en sá sem beitt var. Ríkið hafði greitt niður með samningum við Vinnuveitendasambandið og aðra aðila á vinnumarkaðnum fram- færsluvísitöluna, en aldrei hæðina á Morgunblaðshúsinu, og þannig skekkt þessa viðmiðun enn meir, með auknum útgjöldum. Það var því tvöfalt fals inni í þessari viðmið- un.“ Fjármálaráðherra var spurður álits á þeirri skoðun VSÍ að mark- miðum þjóðhagsáætlunar sé stefnt í hættu með áætluðum rekstrarhalla ríkissjóðs á næsta ári og erlendum VEÐUR I DAGkl. 12.00: Heimild: Veóurstofa Islands (Byggl á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR IDAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Við Færeyjar er 985 millibara djúp lægð sem hreyfist norðnorðaustur. Yfir suðvestanverðu Grænlandshafi er önnur 967 millibara djúp og víðáttumikil lægð sem hreyfist aust- ur. Yfir Austur-Grænlandi er svo 1007 millibara hæö. SPÁ: Sunnan- eða suðaustanátt víðast hvar á landinu, 4 til 6 vind- stig, með skúrum og slyddu- eða hagléljum á suður- og vesturlandi, en víðast þurrt á norður- og norðausturlandi. Hiti á bilinu -1 til 4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVIKUDAGUR: Norðan- og norövestanátt og él um norðanvert landiö en þurrt suövestanlands. Vægt frost fyrir norðan en 1 til 4 stig syöra. FIMMTUDAGUR: Hvöss austanátt með rigningu eða slyddu um sunnanvert landið, en hægari og að mestu þurrt norðanlands. Veður fer heldur hlýnandi í bili. TAKN: VJ’ 4 Gk m Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil flöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenoingur [7 Þrumuveður .9 r VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hhl v#ður Akureyri 2 alskýjað Reykjavik 3 rignlng Bergen 9 rigning Helsinki 5 alskýjað Jan Mayen -3 Mttskýjað Kaupmannah. 10 »kýj»ð Narssarssuaq 3 skýjað Nuuk -3 skýjað Osló B þokumóða Stokkhólmur 9 súld Þórshöfn 10 rigning Algarve 24 lóWatrúiaA musnyjoo Amsterdam 12 skýjað Aþena 19 rigning Barcelona 19 léttskýjað Berfin 12 Mttskýjað Chlcago 11 þokumóða Glasgow 14 súld Feneyjar 14 skýjað Frankfurt 11 léttskýjað Hamborg 12 háffskýjeð LasPalmas 23 Mttskýjað London 13 rigning LosAngeles 19 þoka Lúxemborg 7 Mttskýjað Madrfd 19 hátfskýjað Malaga 22 Mttskýjað Mallorca 20 Mttskýjað Mlami 23 skýjað Montreal 9 súld Nice 19 mTXSKyjáio NewYork 10 þokumóða Parfs 11 alskýjað Róm 17 t, ru-i-’.r- M nanMyjio Vín 7 rigning Washlngton 14 þokumóða Winnipeg 4 lántökum:„Það kemur fram í þjóð- hagsáætluninni, að ef rekstrarhalli ríkissjóðs fer ekki fram yfir þau mörk, sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, þá náist þau markmið sem þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir, enda standist þá einnig önnur útgjaldaá- form, sem þjóðhagsáætlun byggir á. Það er að segja, ef aðrir aðilar í þjóðfélaginu halda útgjöldum innan þeirra marka, sem þjóðhagsáætlun- in gerir ráð fyrir, og spamaður aukist að sama skapi og þar er gert ráð fyrir, þá munu þessi mark- mið nást,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um staðhæfinu VSÍ þess efnis að ríkissjóður eigi fyrst og fremst við útgjaldavanda að stríða, en ekki tekjuvanda, sagði fjármálaráðherra: „Það kann vel að vera að þar sé ágreiningur á milli mín og Vinnuveitendasambandsins, en hann er þá í því fólginn að ríkis- stjómin hefiir látið starfsmenn sína og lífeyrisþega njóta kaupmáttar- aukningarinnar í þjóðfélaginu, þannig að útgjöldin hafa hækkað í réttu hlutfalli við tekjubreytingar og ef menn hefðu ætlað að koma í veg fyrir þetta, og láta útgjöldin haldast í hendur við kostnaðarbreyt- ingar, eins og mér skilst að Vinnu- veitendasambandið haldi fram að hefði verið eðlilegt, þá hefði þurft að svipta opinbera starfsmenn og lífeyrisþega kaupmáttaraukning- unni. Þessir aðilar hefðu þá þurft að búa við óbreyttan kaupmátt á Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra meðan að aðrir í þjóðfélaginu fengu verulega aukningu á kaupmætti. Kröfur um slíkt, þær ná ekki mínum eyrum og það er aldeilis útilokað að þær nái fram að ganga á meðan að ég sit hér í þessari skrifstofu. Eftir stendur, að það hefur verið hrakið að það hafi orðið hækkun á raungildi skatttekna ríkissjóðs og nú er að sjá hvemig þeir ijölmiðlar bregðast við, sem slógu þessu upp með flennifyrirsögnum, hafandi réttar upplýsingar undir höndum og hafandi aðstöðu til þess að leita réttra upplýsinga áður en rang- færslumar vom prentaðar," sagði fjármálaráðherra. Að lokum sagði fjármálaráðherra: „Því miður þá sýnist mér flest benda til þess að þetta upphlaup Vinnuveitendasam- bandsins beri merki þess að það sé að hlaupast undan þeirri ábyrgð sem það tókst á hendur með þjóðarsátt- inni í vetur.“ Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjórí VSÍ: „Ríkissjóður hefur notið góðærisins til jafns við almenning“ ÞÓRARINN V. ÞÓRARINSSON framkvæmdastjóri Vinnuveiten- dasambands Islands segir að fullyrðingar Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra þess efnis að VSÍ viyi að laun opnberra starfs- manna og lífeyrisþega lækki, eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Fullyrðingar af þessu tagi eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, því að sú greining á útgjaldaþróun og tekjuþróun ríkissjóðs, sem fram kom í okkar fréttabréfí, kannar fyrst og fremst hvaða áhrif þær tolla- og skattalækkanir, sem ríkisstjómin beitti sér fyrir í upphafi árs, í tengsl- um við kjarasamningana, hafa haft á stöðu ríkissjóðs," sagði Þórarinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Þórarinn sagði að þeim hjá VSÍ reiknaðist til að rauntekjur ríkissjóðs yxu á þessu ári um 5,6% miðað við byggingarvísitölu og 8,2% miðað við framfærsluvísitölu. „Um þennan þátt á ekki að vera hægt að deila," sagði Þórarinn, „því þama byggjum við alfarið á opinbemm gögnum, annars vegar frá fjármálaráðuneyt- inu og hins vegar frá Þjóðhagsstofn- un.“ „Það felst engin ætlun um það, í þessari greiningu okkar, að það hafi orðið aukning á skattbyrði," sagði Þórarinn, „því tekjuaukning ríkis- sjóðs sýnir sig aið vera mjög í samræmi við almennar tekjubreyt- ingar í þjóðfélaginu. Það segir okkur það að ríkissjóður hafi notið góðæris- ins fullkomlega til jafns við allan almenning. Ef við skoðum hins vegar til sam- anburðar hvemig ríkistekjur verða á þessu ári, sem hlutfall af lands- eða þjóðarframleiðslunni, þá kemur í ljós að þar er um mjög svipað hlut- fall að ræða, og á undanfömum árum. Það segir okkur það, að hall- inn á þessu ári á ríkissjóði, verður ekki rakinn til tekjuafsals ríkissjóðs Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóorí VSI á fyrrihluta þessa árs. Hann verður einungis rakinn til útgjaldaauka, sem einkum virðist hafa orðið til á árinu 1985, en enn virðist ekki hafa tekist að ná því samræmi á milli tekna og útgjalda ríkissjóðs, sem nauðsynlegt er.“ Þórarinn var spurður hvort ekki mætti einmitt rekja útgjaldaauka ríkissjóðs að miklu leyti til launa- hækkana opinberra starfsmanna og hækkunar lífeyrisgreiðslna á þessu ári: „Fjármálaráðherra segir að það sé höfuðmál að tekjur ríkissjóðs fylgi launatekjum í landinu, og það gera þær. Það segir aftur að fyrst að tekjumar fylgja þeim, þá ættu út- gjöldin að geta gert það líka. Þar með er það rakalaust og fullkomlega út i bláinn að ætla okkur að við för- um fram á það að lífeyrir og launakjör opinberra starfsmanna fylgi ekki þessari sömu launaþróun."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.