Morgunblaðið - 28.10.1986, Side 25

Morgunblaðið - 28.10.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 25 Stóri hvellur geng- inn yfir í kauphöllinni London: „Stórí hvcllur" (Big Bang) gekk yfir í kauphöllinni í London í gær. Með honum rann upp nýtt skeið í kjölfar mikilla breytinga, sem veríð hafa í undirbúningi i mörg ár. í stuttu máli má segja, að losað hafði veríð um eldrí reglur og hefðir í þessarí virtustu kauphöll heims, sem veríð hefur við lýði í 185 ár. Eftirleiðis geta nær allir tekið þar þátt í kaupum og sölu á verðbréfum. Gamlar hefðir hafa veríð ríkjandi í kauphöllinni i London og aðeins tiltöiulega fá fyrírtæki hafa fengið að taka þátt í viðskiptum þar. Nú verður þar mikil breyting á. Þessi mynd var tekin, áður en Stórí hvellur gekk yfir. Þetta þýðir, að kauphöllin er opn- uð upp á gátt fyrir umheiminum og jafnframt verður tölvutækni nútí- mans beitt að langmestu leyti við skráningu verðbréfa, hvort sem það eru hlutabref í fyrirtælgum, ríkis- skuldabréf eða gjaldmiðlar rílg'a um víða veröld. Markmiðið með þessari breytingu er að tryggja, að London verði áfram ein helzta miðstöð alþjóðafjármála við hliðina á New York og Tókíó. Samkcppnin innbyrðis milli þeirra fyrirtækja, sem stunda kauphallar- viðskipti, verður hins vegar enn harðari en áður eða eins og haft var eftir einum grónum kaupahéðni við opnun kauphaliarinnar í gær- morgun: „Meiri viðskipti fyrir meiri hagnað en með meiri áhættu blasa nú við.“ Margs konar hömlum verður nú aflétt af verðbréfaviðskiptum í kauphöllinni, sem þýðir það m. a., að þessi viðskipti flytjast í stórum mæli frá kauphöllinni sjálfri til ann- arra fyrirtækja. Þar eiga þau að fara fram á hundruðum tölvuv- æddra sjónvarpsskerma, sem birta á augabragði verðbreytingar á verð- bréfum út um víða veröld, er verðbréfasalar eða peningastofnanir hagnýta sér síðan við kaup og sölu á verðbréfum í gegnum síma. Mikilvæg breyting felst ennfrem- ur í því, að nú verður ekki um föst umboðslaun að ræða fyrir þessa þjónustu, eins og verið hefur heldur er unnt að semja við verðbréfasala um þóknun þeirra hveiju sinni. Þetta er tal- ið, að eigi eftir að hafa í för með sér lægri umboðslaun í framtíð-inni, en til þessa hafa þau verið föst eða 1,65% en verða vænt- anlega um 1% í framtíðinni. Þá er aðgreining felld niður milli þeirra, sem starfa sem umboðsmenn annarra við að kaupa og selja verð- bréf (brokers) og hinna, sem selja og kaupa fyrir eigin reikning (stock-jobbers). Ýmsar hrakspár hafa verið uppi um, að hið nýja kerfí muni bresta fljótlega sökum þess að verðbré- fasalamir kunni ekki að meðhöndla hina nýju tölvuvæddu upplýsinga- starfsemi, sem verður f senn umfangsmikil og víðtæk. Jafnframt kunni tölvukerfíð sjálft að bila, þeg- ar sízt skyldi og valda ótrúlegum glundroða á sviði alþjóðaflármála. Á það er bent, að einhver tími hljóti að líða, unz hið nýja kerfi nær fótfestu. Margir gamlir og reyndir verðbréfasalar munu sjálfsagt eiga í erfiðleikum með að tileinka sér hið nýja kerfi strax og hafa því vafalí- tið tilhneigingu til að skrá allar tölur með penna eða blýanti í vasabókina eins og þeir hafa gert til þessa. í framtíðinni munu kauphallar- viðskipti í miklu meira mæli ná til alls heimsins en áður hefur verið. Þessi viðskipti munu jafnframt eiga sér stað jafnt að nóttu sem degi, því að alltaf verður einhver hinna stóru kauphaila opin, á meðan aðrar eru lokaðar. Þegar það er nótt í New York, þa er dagur í Tókíó og kauphöllin þar starfandi af krafti. Bretar vænta mikils af þessum breytingum. Þeir vonast t. d. til að ná til sín miklum viðskiptum frá New York. Þetta stafar m. a. af því, að London er á undan, hvað tíma snertir. Því má gera ráð fyrir, að mikil viðskipti kunni þegar að hafa farið fram í London, áður en Wall Street opnar. Kauphöllin í London nær því jafn- framt að opna, áður en lokað er í Tókíó. Hún nær því saman á einum degi viðskiptum við bæði Tókíó og New York. Landfræðilega liggur London því betur við viðskiptum með verðbréf en bæði Tókíó og New York. Benda má á hér til athugun- ar, að Reykjavík hefur í þessu tilliti svipaða sérstöðu og London. Til þess að lýsa þessum viðskipt- um og þeirri upplýsingatækni, sem þar liggur að baki má taka tæmi: Lífeyrisjóður í Rómaborg tekur ák- vörðun um að festa fé í hlutabréfum í Fiatverksmiðjunum. Á meðal þeirra, sem haft er samband við símleiðis, er verðbréfasali í London. Hann gerir sér síðan lítið fyrir og kallar upp á tölvuskermi sinn upp- lýsingar um hlutabréf í Fíat, þar á meðal verð og framboð á slíkum hutabréfum þá stundina. Með þessu símtali fer síðan fram sala á umtals- verðu magni af hlutabréfum í Fiatverksmiðjunum. Samtímis því sem þetta gerist eiga sér stað sams konar viðskipti um um allan heim með önnur hluta- bréf eða verðbréf. Verðbréfasali í Wall Street fær upphringingu frá aðila, sem vill kaupa eða selja hluta- bréf í Sonyfyrirtækjunum í Japan. Áður en stundarljórðungur er Iiðinn eru viðskiptin afgreidd og miklir fjármunir hafa skipt um hendur. Enginn veit, hverjum datt það fyrst í hug að kalla þessar breyting- ar á kauphöllinni í London „Stóra hvell". Þetta heiti er stundum notað af vísindamönnum yfír upphaf al- heimsins, þar sem allt á að hafa gerzt skyndilega. Alheimurinn á að hafa orðið til í geysimikilli spreng- ingu og er enn að þenjast í sundur. Að því leyti hittir þetta heiti í mark. í brezkum kauphallarvið- skiptum hefur hefðin og staðnað fyrirkomulag ráðið allt of miklu til þessa. Við breytingamar nú verða slík þáttaskil, að aðstæðum verður bezt líkt við algera byijun með af- leiðingum, sem eiga eftir að snerta allt og alla. IJOSRITIINARVELAR Þó að tækniframfarirá venjuiegum Ijósritunarvélum stefni í rétta átt eralltafþörffyrirþærsem skara fram úr. Nýju SHARP Ijósritunarvélarnareru framúrskarandi góðar. Þærauka framleiðni skrifstofunnar með háþróaðri tæknisem auðvelt er að stjórna. SHARP vélarnar tryggja þér óbrigðul Ijósrit sem eru fullkomin eftirmynd frumrits. í Hljómbæ eru til 8 gerðir Ijósritunarvéla á lager, verð frá kr. 81,000.- stgK HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 AP/SImamynd. Jeremy Shearar, formaður sendinefndar Suður-Afríkustjóraar á Al- þjáðaþingi Rauða krossins, heldur á loft spjaldi með nafni lands síns. Myndin var tekin á laugardag eftir að meirihlutinn hafði bannað honum að ávarpa þingið. hjálp við óbreytta borgara. Mósambík - Þrátt fyrir „margí- trekaða beiðni" hefur stjómin ekki viljað fallast á lágmarkskröfur Rauða krossins um öryggi en þær er „forsenda þess, að hann geti sinnt starfí sínu“. Eþíópfa - Þrátt fyrir stórkostlegt hjálparstarf við eina milljón fómar- lamba þurrkanna og átakanna í landinu hafa Rauða krossmenn ekki fengið að fylgjast með aðbúnaði stríðsfanga. Suður-Súdan - Þrátt fyrir miklar samningaviðræður við uppreisnar- menn hefur Rauða krossinum reynst ókleift að koma hjálp til allra þeirra, sem eiga um sárt að binda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.