Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÖBER 1986
39
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Komdu sæll. Ég hef mikinn
áhuga á að fá sem nánastar
upplýsingar um sjálfan mig
þannig að ég geti kannski
haft einhvem hemil á mér.
Ég er annað hvort í góðri
stöðu með fullar hendur íjár
eða nánast í skítnum, bara
fyrir kæruleysi að mér finnst.
Eg er fæddur 7.5.1952 kl.
23 í Reykjavík. Með fyrirfram
þökk fyrir birtinguna."
Svar:
Þú hefur Sól, Venus og Júpí-
ter í Nauti, Tungl 'samstöðu
við Neptúnus í Vog, sömuleið-
is Satúmus og Miðhimin í
Vog, Merkúr í Hrút, Mars og
Rísandi í Sporðdreka.
ÓmeðvituÖ orka
Ég held að kæmleysi sé ekki
rétta orðið yfir það sem hrjá-
ir þig. Ástæðuna er miklu
frekar að finna í orku sem
þú gerir þér ekki meðvitaða
grein fyrir í fari þínu og sem
kemur því aftan að þér.
Þrjú atriði
Það em helst þrjú atriði sem
þú þyrfyir að gera þér grein
fyrir. í fyrsta lagi Sól í 90
gráðu spennuafstöðu við
Plútó, í öðm lagi Neptúnus í
samstöðu við Tungl og mót-
stöðu við Merkúr, og síðan
Úranus í 90 gráðu afstöðu
við Miðhimin og Satúmus.
Sjálfseyðilegging
Plútó á Sól gefur til kynna
þörf til að hreinsa neikvæða
þætti burt úr fari þínu, reita
arfann úr sjálfstjáningu
þinni, líkt og garðyrkjumaður
sem fer yfir blómabeð. Hann
tínir burt arfa en einnig dauð
og visin blóm. Ef þessi orka
er ómeðvituð og ónýtt, getur
hún birst f tilgangslausri
sjálfseyðileggingu. Líkt og
garðyrkjumaður sem reitir
burt blóm og tré og í raun
allt sem fyrir honum verður.
Sjálfsrœkt
Kjami málsins er sá að þú
þarft að vinna í sjálfsrækt,
hefur þörf til að þroska sjálf-
an þig andlega og sálarlega.
Ef þú gerir ekkert af slíku,
kemur upp innri óánægja og
tilgangsleysi, en jafnframt
þrá í eitthvað annað. Upp-
söfnuð og ónýtt orka þyrmir
yfir þig og þú brýtur þig útúr
fyrra munstri, hættir í vinnu
og kastar frá þér peningum
þínum.
Andlegþörf
Neptúnusar og Úranusar
þættimir geta haft svipaðar
afleiðingar þó orsökin sé önn-
ur. Neptúnus táknar að þú
býrð yfir sterkri andlegri og
listrænni orku og þráir annað
og meira en vinnu og pen-
ingasöfnun. (Eigi að síður
þarft þú sem Naut fjárhags-
legt öryggi, en það eitt er
ekki nóg). Þér leiðist því
venjulegur og litlaus vem-
leiki. Þú þarft því að vera
athafnasamur á andlegum og
listrænum sviðum, annars er
hætt við leiða, áhugaleysi og
sókn í vímugjafa. Þú getur
orðið draumljmdur og utan
við þig, tapað metnaði og
gieymt þér. Éins og með Plútó
birtist það neikvæða einungis
þegar orkan er vanrækt og
henni ekki fundinn jákvæður
farvegur.
Sjálfsteeði
Úranus táknar síðan að þér
er illa við vanabindingu og
stöðnun í sambandi við vinnu.
Þú færð einfaldlega leið þeg-
ar þú ert búinn að vera of
lengi á sama stað. Því er
æskilegt að þú fáist við fjöl-
breytileg störf og sért helst
sjálfstæður í vinnu þinni. Ég
held því að þú þurfir ekki að
hafa hemil á þér, heldur opna
augun fyrir fleiri þáttum per-
sónuleika þíns.
■ .............................................................. ........................................................................................................................................................ ............................................................................................................................................................ ..........................................................................................................
X-9
HR CoRMGArt, £& ///)€>/ \ M^TT, / Y 7 \ÍÓÓ0£>tílc/s/M £f! ${§A
íMacbSfuaR,F0R/H&7* f\^7»A'X'/^/|| v Hóoooo/ ^
<3
öRy&<}/SS/£/r/l///VI /4
£ft////i//f.. /fcs/i/#
■/fjW <••■ y£ST///A /
t/£/TJ
'££ Aí/Ós/Mfí/ / '£6
KOM, 7?£y//P/4D:K£//A
r&íór. £6Szd,
//>/zcu.rr/£>!
GRETTIR
HVERNU3 ER H£6T A£> EI6A SAM~
skipti v\e> hunp séAd e*e>oi^
EKKl <5oPAN PAeiNN?.
TOMMI OG JENNI
S^T 17 Jl iT\ HCUO-COLPVYN-havf* I.HC V ^ *. w
. ■ ■nmi: ■ ■■ ■■■" —.«rrr'i LJV/OIVM —" <n r-n—T—■— Mll
BS HEF HEnm
AP ÞESSI tÆiriNGA^
STAPUK ■
..........................................................................................................................!!!!!!!!!!!.......!!!!!!
::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::.......
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
SMAFOLK
l'VE PECIPED TO
EMBARK ON A PR06RAM
0F5ERI0U5 PI5CIPLINE..
7—r
l'M G0IN6 TO EAT
PROPERLY, 5LEEP
PROPERLY ANP EXERCI5E
PROPERLY í
VOU RE RI6MT..
FORGET IT!
D 19ð6 Unlted Feature Syndlcate.lnc.
Ég hefi ákveðið að hefja Ég ætla að borða reglulega, Og hvað svo?
stranga sjálfsögun. sofa reglulega og stunda
líkamsrækt reglulega!
Það er satt... Sleppum
þessu!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Yfir vetrartímann, þegar lax-
mn svamlar áhyggjulaus í
úthöfum, hittast félagar veiði-
sveitarinnar reglulega í heima-
húsum og beita önglinum hver
fyrir annan í snarpri rúbertu.
Úmsjónarmanni hefur borist eft-
irfarandi spil frá sfðasta fundi.
Norður gefur, NS á hættu.
Norður
♦ ÁD7652
¥ K42
♦ 54
♦ 43
Vestur Austur
♦ K9 ...... ♦ G10843
¥ DG963 ¥108
♦ 6 ♦ 1093
♦ ÁKD72 +986
Suður
♦ -
¥Á75
♦ ÁKDG872
♦ G105
Ragnar Halldórsson og Þórar-
inn Sigþórsson sátu með spil
NS gegn Gunnari Guðmunds-
syni og Jóni Hjaltasyni f AV.
Norður Austur Suður
Norður Austur Suður
RH. J.H. Þ.S.
1 spaði Pass 2 tígiar
2 spaðar Pass 3 grönd
4 spaðar Dobl Stíglar
Pass Pass Pass
Vestur
G.G.
Dobl
Dobl
Dobt
Ragnar hleypti kettinum í
fiskbúðina með undirmálsopnun
sinni á einum spaða. Gunnar
úttektardoblaði tvo tígla Þórar-
ins og eftir það upphófst elting-
arleikur sem endaði f einu
geimsögninni sem mögulegt var
að vinna.
Gunnar spilaði eðlilega út
laufás, sem gaf Þórami tempó
til að trompa þriðja laufið $ blind-
um og vinna þannig sögnina. '
Én það skemmtilega við spilið
er, að jafnvel þótt vömin ætti
þess kost að trompa tvisvar út
ynnist samningurinn nánast
sjálfkrafa á „uppljóstrunar-
þvingun".
Sagnhafi tæki öli trompin og
hjartaás og ætti eftir f lokastöð-
unni ÁD f spaða, hjartakóng og
eitt lauf. Heima ætti hann tvÖ
hjörtu og 105 í laufi. Vestur
yrði að halda eftir spaðakóngn-
um öðmm og ÁK í laufi. En
þegar hjarta væri spilað á kóng
blinds yrði vestur að henda lauf-
kóngnum. Sviðið væri þá sett til
að spila honum inn á laufás og
þingja svo 11. slaginn á spaða-
. drottningu.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlega mótinu í Gausdal
f Noregi f sumar kom þessi staða
upp i skák Svfans Ernst og
tékkneska stórmeistarans Plac-
hetka, sem hafði svart og átti
leik.
22. - Rxg2!, 23. Kxg2 - d4,
24. Rd5 (örvænting, en 24.
Dxe4 er svarað með 24. —
dxc3!) 24. - Hxd5, 25. Dx34 -
Hdxe5, 26. Dh4 - Hxel, 27.
Hxel — Dc6! og hvítur gafst
upp. Þrátt fyrir þennan slæma
skell í fyrstu umferð náði Emst
samt að krækja sér í sinn fyrsta
áfanga að stórmeistaratitli á
mótinu.