Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 51 Segðu mér söguna aftur Spurt hefur verið um eftirfar- andi visu á síðum Velvakanda: Segðu mér söguna aftur Segðu mér söguna aftur, söguna þá í gær, af litlu stúlkunni Ijúfu með Ijósu fléttumar tvær. Var hún ekki fædd upp á íslandi alin þar upp í sveit send hingað vestur á sveitarinnar fé með saknaðar tárin heit. Þrettán ára eða þar um bil það vom þin otð, þú sagðir að sárt hefði hún grátið er settu þeir hana um borð. Gusumar gengu yfír skipið, það gnötraði og veltist á hlið þá bað hún svo heitt þá bað hún vel æ blessaðir snúið þið við. Aumingja bam það var ósköp sárt átakanlegra var hitt, er vestur hún kom til Winnipeg og vildi sjá skyldfólkið sitt. En fólkið hennar var farið hún fann það hvergi þar þú sagðir þér hefði rannið til rifja hve raunaleg hún var. Á innflutningssalnum sat hún svo sakleysisleg og hljóð, hún reyndi að hylja með hymunni sinni hið heita táraflóð. Veslingnum henni var vorkunn víst var það nokkuð hart, að segja við hana hættu að hrina því hestamir koma snart. Með karlinum keyrði hún út á land, og komst þar í góða vist hættu að skæla skárra er það þá skal eg verða byrst. Svo ók hún eitthvað út á land eða var ekki svo fremur gott var fólkið við hana fyrstu dagana tvo. Svo þratu gæðin æ meir og meir og margsinnis var það hún grét kerlingin kreppti hnefana en karlshróið fólslega léL Þau börðu hana bæði svo bólgin hún var og blæddi undan svipunni þrátt. Þau létu hana vinna þótt væri hún sjúk vinna allt stórt og smátt. Henni leiddist svo mikið hana langaði heim láttu mig heyra um það, þegar hún tók til síns bamslega bragðs, að búast um nótt af stað. Hún komst út um glugga með kistilinn sinn og koldimm var nóttin og löng hún hljóp til skógar eins hratt og hún gat og hræddist ei myrkra göng. Hún þekkti enga leið, sem vonlegt var hún villtist og missti þrótt og hver veit hvar hún lenti og hvemig henni leið þá nótt. Líklega hefir hún lagst til svefns er lúin hún orðin var en aldrei aftur vaknað og andast í skóginum þar. En hver getur sagt hvaða þrautir hún leið og hvemig hún lífinu sleit oft hefur verið að því spurt en enginn maður það veit. Óskar Björnsson Þessir hringdu . . . Klarinettu stolið Vonsvikin stúlka hringdi: Þriðja október s.l. var í Laugar- nesskóla stolið frá mér klarinettu. Hún var í grárri tösku og grænum plastpoka með nótnablöðum. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hvar hljóðfærið er nú niður- komið þá vinsamlegast hringdu í s. 27505 eða skrifstofu Laugar- nesskóla. Hugsið um gamla fólkið Andrés liringdi: Ég vil aðeins beina þeim tilmæl- um til sjónvarpsmanna að þeir endursýni bíómyndir og þá fyrr á sólarhringnum en þær eru upp- haflega sýndar. Margt gamalt fólk, sem vildi gjama horfa á þær, getur það ekki við núverandi aðstæður vegna svefnvenja sinna. Það sofnar snemma og er árris- ult. Einnig vil ég lýsa yfir megnri óánægju minni með núverandi fréttatíma RUVAK. Freysteinn og Glerbrot Kona hringdi og vildi bæta þeim upplýsingum við um kvæðið Glerbrot að það væri þrjú erindi og hefði komið út í ljóðabók Prey- steins Gunnarssonar, fyrrum skólastjóra Kennaraskólans. Bók- in heitir Kvæði og kom út 1935. Nælatapaðist Móðir hringdi og kvað dóttur sína hafa tapað nælu fyrir utan Hótel Borg þann 17. okt 8.1.. Nælan er stór með Semelíustein- um. Nælan er dótturinni mjög kær af persónulegum ástæðum og er finnandi vinsamlegast beðinn að hringja í s. 685863 fyrir hádegi eða eftir kl.19.00. Gyllt Barcley kvenmannsúr tapaðist Ung stúlka hringdi og sagði sínar farir ekki sléttar. Á þriðju- daginn 21. okt. var hún stödd við strætisvagnaskýlið við Breiðholts- lgör. Þá vildi svo illa til að hún týndi Barcley úri með gylltri og silfurlitaðri jámól. Finnandinn er vinsamlegast beðinn að hringja í s. 73590. stöð 2 ta Vestfjarða Ein hress að vestan hringdi og vildi endilega fá að vita hvort Stöð 2 ætlaði ekki bráðlega að teygja anga sína vestur á land? ■r tölvuvogir og prentarar"“| RÖKRÁS SF. Rafeindatækniþjónusta Hamarshöfða 1 Sími 39420 FRAM Sölustjórinn Leiðbeinandi: Björn Viggósson, markaðs- og söluráð- gjafi. Staður: Tölvuskólinn Framsýn, Síðumúla 26, símar 91-39566 og 91-687434. Tími: fimmtudag 30. októ- ber kl. 9.00-16.00. Námskeið í markaðs- og sölumál- um með aðstoð nýjustu upplýs- inga- og tölvutækni. Námskeiðið er ætlað öllum framsæknum fyrir- tækjum sem þurfa að fylgjast með og tileinka sér nýjustu aðferðir á sviði markaðs- og sölumála. Efni: • Val á markhópum og hvernig á að afla upplýs- inga. • Gerð markaðs- og söluáætlana með sölu- stjóranum. • Markaðsathuganir og kynningar. • Söluaðferöir: síminn — bréf — heimsóknir — auglýsingar. • Röðun verkefna eftir mikilvægi. • Gagnasafnskerfið í Sölustjóranum. • Dagbók, söluyfirlit og vinnuskýrslur sölu- manna. • Útprentun s.s. limmiða og nafnalista eftir vali. Þátttakendur: Allir sem þurfa að skipuleggja markaðs- og sölustarfsemi stórra sem smárra fyrir- tækja og fylgja verkefnum eftir. Hentar einnig sölumönnum sem vilja tileinka sór kosti einkatölvunnar. Félögum í VR skal bent á að VR greiðir helming þátttökugjalds. Sölustjórinn er nýr íslenskur hugbúnaður fyrir eínkatöivur og þaö þarf litla tölvukunnáttu til að nota hann. SÖLUSTJÓRINN er hannaður af Birni Viggóssyni og Kerfisþróun og settur upp í íslenska gagna- safnkerfinu K-GRUNNI sem Kristján Gunnarsson hjá Kerfisþróun hannaði. KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, blrki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verðL SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórrl sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.