Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 Segjum nei — o g eflum Bandalag kennarafélaga * eftir Gísla Ol. Pétursson Kennarar í Hinu íslenska kenn- arafélagi taka þátt í allsheijarskoð- anakönnun dagana 28. og 29. október. Spurt er hvort þeir vilji segja JA við því að leggja félag sitt nið- ur og ganga ásamt kennurum í KÍ til stofnunar eins félags, sem hafi samningsrétt fyrir bæði skólastigin — eða — hvort þeir vilja segja rNEIvið því, sem leiðir þá til þess að félögin, HÍK og KÍ, munu starfa áfram saman í Banda- lagi kennarafélaga (BK), þar sem hvort mun hafa samnings- rétt fyrir sitt skólastigið, en bandalagið annast sameiginleg málefni. 1. Kennarafélög íslenskir kennarar skipa sér nú í 5 stéttarfélög sem gera fyrir þá kjarasamninga. Þau eru: Kennara- samband íslands (KÍ), Hið íslenska kennarafélag (HÍK), Félag tækni- skólakennara (FT), Félag háskóla- kennara (FH) og Kennarafélag Kennaraháskóíans (KKHÍ). Tafla 1 (Nýlegar tölur): Félðg; KÍ HlK FT FH KKHÍ Kennarar við; grunnskóla 2800 300 (*) (*) framhaldsskóla 240 780 (*) (*) (*) (*) háskóla(3) 23 277 47 30401080 23 277 47 (*) milli skólastiga merkir að nokkrir kennarar félagsins starfa á þeim báðum. (3) vísar til þess að til eru fram- haldsskólar, s.s. Hvanneyri, sem starfa að hluta á háskóla- stigi og lýkur með kandidats- prófi, en viðkomandi háskóla- kennarar eru í HÍK. Auk þessara félaga hafa Félag skólastjóra og yfirkennara (FSY), sem eru í KÍ, og Skólameistarafélag íslands (SMÍ), sem er í HÍK, hvort um sig samningsrétt um sín sérmál. 2. Kennarar standi saman Kennarar hafa hingað til fylkt sér í kjarabaráttu með ólíkum stétt- arfélögum. Til skamms tíma var KÍ í BSRB og hin félögin fjögur í BHMR. KÍ og HÍK hafa stofnað Bandalag kennarafélaga (BK) og vonast til að safna fleiri kennarafé- iögum undir eitt merki. Starfstilhögun kennara og launa- útreikningur þeirra skilur þá veru- lega frá öðrum starfsstéttum. Kjarasamningar þessara 5 stéttar- félaga eru í meginatriðum aðeins þrenns konar og utan ólíkra kjara- atriða eiga félagsmennimir, kenn- aramir, mjög margt sameiginlegt og margra sameiginlegra hags- muna að gæta. 3. Ungt bandalag kennarafélaga Bandalag kennarafélaga er ungt ogenn í mótun. Félögin, sem mynda það, KÍ og HÍK, hafa enn ekki sam- ið um hvemig það skuli líta út: hvort það skuli starfa áfram eða verði lagt niður og stofnað eitt fé- lag. Þess vegna hefur ekki verið tímabært að bjóða hinum kennara- félögunum til samstarfs. þetta mun hins vegar ráðast næsta haust og þá er unnt að hefjast handa um stærri samfylkingu allra kennara. 4. HÍKogKÍ-eitt félag eða tvö? Margir kennarar á grunnskóla- stigi og á framhaldsskólastigi — bæði félagsmenn KÍ og HÍK — telja að heppilegt sé fyrir þessi tvö félög að sameinast í eitt. Aðrir telja betra að félögin séu áfram tvö í BK og að til sama liðs beri síðan að stefna hinum kennarafélögunum. Til að kanna vilja framhaldsskólakennara í HÍK í þessu efni hafa stjómir fé- laganna á undanfömum mánuðum samið sín í milli um útlit tillögu að lögum fyrir slíkt eitt félag. 5. Allshenarkönnun ÍHÍK Nú liggur lagatillagan fyrir. Hún er þokkalega skýr þannig að félags- menn HÍK geta gert sér sæmilega grein fyrir því hvemig það eina kennarafélag yrði, sem rúmaði kennara beggja skólastiganna. Þess vegna em þeir nú í stakk búnir til að gera upp hug sinn um það hvort þeir telja sterkara fyrir framhalds- skólakennara að leggja niður félag sitt og ganga til hins nýja ásamt grunnskólakennurum — eða að halda áfram að vera í félagi fram- haldsskólakennara og í bandalagi með félagi gmnnskólakennara. 6. Um hvað er verið að velja? Framhaldsskólakennarar em að gera upp hug sinn um það hvemig hagsmunum þeirra verður best borgið. Með tilkomu lagatillögunnar em þeir loks í aðstöðu til að taka ákvörðun. Hana taka þeir eftir því hvemig þeir svara hver fyrir sig m.a. þessum spumingum: A. Er víst að framhaldsskólakenn- arar bæti samningsstöðu sína með því að leggja félag sitt niður og ganga í eitt með gmnnskólakennur- um? B. Er víst að framhaldsskólakenn- arar tryggi betur sérhagsmuni sína með því að leggja félag sitt niður og ganga í eitt með gmnnskóla- kennumm? C. Er víst að faglegur viðræðuvett- vangur framhaldsskólakennara og gmnnskólakennara verði betri með Frettabréf úr Breiðuvikurhreppi: Tíðarfar hefur verið með afbrigðum gott Tíðarfar hefur venð með af- brigðum gott í sumar og man ég ekki eftir betra sumri. Heyskap- ur gekk mjög vel og er honum löngu lokið. Heyfengur er hér mikill og góður. Slátmn dilka er hafin hjá Kaup- félagi Borgfirðinga Borgamesi og í Stykkishólmi hjá Hólmkjöri. Dilkar em frekar vænir að ég held og vigt- in lofar góðu á því fé, sem búið er að slátra, en nú er hætt við að vænstu dilkamir fari í verðfellingu vegna offitu og er það nýtt í sög- unni. Eitt enn til að rýra tekjur bænda, en íslenskir bændur standa af sér hveija raun í von um betri tíma. 0 Utgerð. Nú er trillubátum farið að fækka, sem róa hér frá Amarstapa og Hellnum. Aðkomubátar em margir famir, gæftir hafa verið góðar og afli sæmilegur. Nokkrir bátar hafa reynt með línu og hefur verið reyt- ingsafli. Bjami, 9 tonna þilfarsbátur, er nýkominn úr slipp og byijaður að róa með línu. Vegamál, samgöngu- mál og ferðamanna- þjónusta. Það situr við sama og áður, eng- ar áætlunarferðir em í þessa sveit, Breiðuvíkurhrepp, og kvartar fólk, sem ferðast í sveitina með áætlun- arrútunni, sáran yfir þessu sem eðlilegt er. Ferðamannaþjónusta bænda fæ- rist í aukana hér á sunnanveröu nesinu og hefur ferðafólk notfært sér þessa þjónustu í ríkum mæli. Þeir sem hafa þessa þjónustu hafa ságt mér að mikið hafi verið um gesti í sumar, enda ferðamanna- straumur verið mjög mikill hér um nesið. En eitt vantar tilfinnanlega í sambandi við ferðamannaþjón- ustuna og er það betri vegir, því það er tvímælalaust þjónusta við ferðamenn, að vegimir séu í þokka- legu ástandi, en það er langur vegur frá því að svo sé hér sums staðar á nesinu og í því sambandi vil ég nefna Útnesveginn sérstaklega. Það hefur ekki verið keyrt eitt ein- asta bílhlass ofan í hann í sumar, sem ég hélt þó að stæði til, en mik- il vöntun er á ofaníburði á þennan veg á stórum köflum. Vegurinn er víða svo giýttur og klappimar standa upp úr hraununum og því ekkert til að hefla. Þama er ferðamannaþjónustan í mjög slæmu lagi, sem þarf úr að bæta hið bráðasta, ef vegurinn er ekki friðlýstur fyrir umferð eins og kona ein minntist á í Velvakanda fyrir nokkm. Mikil aðsókn hefur verið að Am- arbæ á Amarstapa síðan hann var opnaður og er þar opið enn á helg- um. 70 manns var þar í kaffi í gær. Ánægjulegt æskulýðsmót. Æskulýðsmót var haldið á vegum Þjóðkirkjunnar í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi dagana 29.-31. ágúst. Ég var á þessu móti og var þar samankomið um 80 manns, yngst 13 ára en ég var elstur, 76 ára. Ég var undrandi yfir því að ekkert skyldi vera þama af eldri kynslóðinni nema ég. Ég hefði get- að verið afi þess alls. Ég fór að leiða hugann að því, hvemig á þessu stæði og flaug mér þá í hug, að kannski væri þama um misskilning að ræða hjér mér, að ég ætti kannski ekki að vera þama með þessu unga fólki, en brátt kom í ljós að svo var ekki, ég var velkom- inn meðal æskulýðsins sem þarna var. Allir voru elskulegir við mig, fólkið glatt og samstillt eins og einn maður. Eitt í Kristi. Ég hef ekki verið á æskulýðs- móti áður og var þetta því upplyft- ing fyrir mig. Ég er glaður yfír því að hafa átt þess kost að vera á mótinu og geymi lengi um það ljúfa minningu. Það kom fram hjá æskulýðsfull- trúum og fleirum, sem þama voru að meiningin með því að bjóða eldra fólki þátttöku í mótinu væri sú að brúa bilið á milli kynslóðanna, sem þeir töldu æskilegt. Ég tel að ekki eigi að draga kynslóðirnar of mikið í dilka heldur að yngra og eldra fólk eigi að blanda sem mest geði saman, og ég vona að svo verði í framtíðinni. Ég sendi æskulýðsfulltrúum og öllum, sem með mér vom á mótinu, ámaðaróskir, bestu kveðjur og þakklæti fyrir ánægjulega samveru í Laugagerði. Finnbogi G. Lárusson Gísli Ól. Pétursson því, að þeir séu saman í einu félagi — en ekki í tveimur saman í Banda- lagi kennarafélaga? D. Er víst að faglegur viðræðuvett- vangur framhaldsskólakennara og háskólakennara (kennaraháskóla- kennara, tækniskólakennara) verði- betri ef framhaldsskólakennarar leggja félag sitt niður og ganga í eitt með grunnskólakennurum? 7. Onákvæmnií Félag'sblaði BK Af lestri síðasta tölublaðs Félags- blaðs BK mætti ætla að stjóm og fulltrúaráð HÍK hafí fallið í stafí yfír lagatillögunni og orðið einhuga um að boða framhaldsskólakennur- um þá afstöðu, að leggja beri félag þeirra niður og ganga til eins félags með grunnskólakennurum. Svo er ekki. Stjórn og fulltrúaráð HÍK vinna samkvæmt áður gerðri áætl- un um að kanna hug félagsmanna í þessu máli og gerð lagatillögunnar var nauðsynleg til að það væri unnt. Stjórn og fulltrúaráð vom á einu máli um að í samningum við KÍ mundu ekki nást fram frekari end- urbætur og því skyldi fyrirliggjandi lagatillaga kynnt sem valkosturinn: eitt félag. 8. Stjórn HÍK er hlut- laus í þessu máli Af lestri félagsblaðsins mætti ætla að stjómin legði að félags- mönnum að velja eitt félag (þ.e. segja JÁ í skoðanakönnuninni) en svo er ekki. Tveir stjómarmanna segja þar hins vegar að sú sé þeirra skoðun á málinu og óska fylgis við hana. 9. Svarmitt A. Ég er þess fullviss að samnings- staða framhaldsskólakennara muni rýma veralega ef þeir leggja niður félag sitt og ganga í eitt félag ásamt gmnnskólakennumm. Hins vegar verði þau beinlínis sterkari ef þau haldi áfram að vera tvö saman í Bandalagi kennarafélaga, hvort með samningsrétt fyrir sitt skóla- stigið í samræmi við þau samnings- réttarlög, sem fjármálaráðherra boðar. B. Ég tel augljóst að sérhagsmunir framhaldsskólakennara verði ekki betur tryggðir með því að leggja félag þeirra niður. Og sérhagsmun- ir þeirra em að sjálfsögðu margvís- legir og nægir að líta til kjarasamninga til að sjá það. En jafnframt er fagleg umræða stund- um á sömu nótum en stundum á öðmm nótum heidur en hjá gmnn- skólakennumm. C. Fagleg samskipti gmnnskóla- kennara og framhaldsskólakennara tel ég betra að tryggja með því að félögin séu áfram tvö í Bandalagi kennarafélaga. Samskipti aukast ekki með því að ganga í félag held- ur með því að framkvæma þau og í bandalagi er það einmitt verkefni bandalagsstjómar og skrifstofu að auðvelda, skipuleggja og fram- kvæma samskipti þeirra einstakl- inga, kennara, sem em félagsmenn aðildarfélaganna. D. Hið sama á við um samskipti framhaldsskóiakennara og kennara við háskóla, tækniskóla og kennara- háskóla. Þau tel ég best tryggð með Bandalagi, sem hefur einnig þau samskipti sérstaklega í sínum verkahring. 10. SegjumNEIogefhim Bandalag kennarafélaga Ég sé fyrir mér öflugt Bandalag kennarafélaga. Þar verði öll stéttar- félög kennara og félög skólastjórn- enda. Þar verði sameiginlegur rekstur á skrifstofu, almennum fag- legum samskiptum kennara, sameiginlegum endurmenntunar- málum, orlofssjóðum og verkfalls- sjóði. Þar verði gætt lífeyrishags- muna allra kennara og átakamáttur aðildarfélaganna skipulagður til samstilltrar sóknar eftir stórbætt- um kjömm. Innan þessa bandalags sé ég hin einstöku aðildarfélög. Þau einbeita sér að sérmálum síns skólastigs og sérkjömm sinna félagsmanna um leið og þau af alefli styðja lqarabar- áttu hinna, t.d. með fjárstuðningi þegar eitt þeirra tekur að sér að heyja verkfallsbaráttu. Þau vinna að bættri aðstöðu eigin félags- manna til að sinna endurmenntun, fara námsferðir eða stunda rann- sóknir, og þau vinna að eflingu þeirrar faglegu umræðu sem við- komandi skólastigi er sérstaklega mikilvæg. Það er fyrir þessa hugsjón, þar sem hagsmunir framhaldsskóla- kennara em tryggðir í öflugu Bandalagi kennarafélaga, sem ég mun nota seðil minn í skoðanakönn- uninni og segja NEI. Höfundur er kenaari ogerístjóm HÍK og í stjóm BK. Slökkviliðsmenn: Niðurskurði á fé til ör- yggisfræðslu mótmælt Á STJÓRNARFUNDI Landssam- bands slökkviliðsmanna þann 18. október var rætt um þann niður- skurð til öryggisfræðslu sjó- manna, sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1987. í fréttatilkynningu frá samband- inu segir m.a.: „Stjóm Landssambands slökkvi- liðsmanna lýsir furðu sinni á því, að í íjárlagaframvarpi fyrir árið 1987 er ekki gert ráð fyrir neinu framlagi úr ríkissjóði til öryggis- fræðslu sjómanna. Á þessu ári voru veittar 6 milljónir króna til þessa verkefnis. Vonandi er hér frekar um yfírsjón að ræða, en ásetning, því svo brýnt er þetta mál. Landssamband slökkviliðsmanna vann á sínum tíma mikið undirbún- ingsstarf við að koma á öryggis- fræðslu sjómanna. Fyrst og fremst í sambandi við eldvamir og slökkvi- störf um borð í íslenskum skipum, sem er einn þáttur þessarar fræðslu. Þessu undirbúningsstarfí lauk reyndar með því, að ráðinn var atvinnuslökkviliðsmaður til að inna þessa fræðslu af hendi. Stjóm Landssambands slökkvi- liðsmanna var svo sannarlega að vona, að framlagið á þessu ári væri aðeins byijunin á öðm og meira í sambandi við öryggis- fræðslu sjómanna. Eldvamir á sjó em Landssambandi slökkviliðs- manna vissulega viðkomandi, þar sem slökkviliðsmenn urti land allt em iðulega kallaðir til, ef eldsvoði verður á sjó. Þess ber einnig að geta, að eldsvoðar í skipum em sérstaklega hættulegir og erfiðir þeim sem við þá eiga að fást. Það væri slökkviliðsmönnum, sem kall- aðir em til aðstoðar við að slökkva í skipum, ómetanlegur styrkur, að vita af kunnáttumönnum í þessum efnum um borð. Stjóm Landssambands slökkvi- liðsmanna beinir því eindregið til fjárveitinganefndar Alþingis, að hún gerir allt sem í hennar valdi stendur, til þess að framlag ríkis- sjóðs til öryggisfræðslu sjómanna verði síst minna 1987 en á þessu ári.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.