Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986
Dagvist - dagmædur
eftír Elínborgv
Jónsdóttur
Astand dagvistarmála í
Reykjavík er ömurlegt og fer ekki
batnandi. Það virðist ekki vera
nokkrum vandkvæðum bundið að
láta þessi mála reka á reiðanum.
Bömin kvarta ekki sjálf. Það verða
aðrir að gera fyrir þau. Mér finnst
fara lítið fyrir raunhæfum kröfum
um úrbætur í hagsmunamálum
bama.
Ánægjulegt verður þó að teljast
að nýlega var lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um embætti um-
boðsmanns bama. Megi örlög þess
verða önnur og betri en frumvarps-
ins frá 1984 um átak í dagvistar-
málum bama, en það mun nú sofa
sætt undir hlýrri og vemdandi
nefndarsæng.
Foreldrar sýna óskiljanlegt um-
burðarlyndi. Þeim er haldið niðri
með því að ala á sektarkennd þeirra
vegna þess að þau þurfa á aðstoð
að halda við uppeldi bama sinna.
Enginn hefur neytt þá til þess að
eignast þessi böm og góðir foreldr-
ar vita að það er bömunum fyrir
bestu að vera heima hjá pabba og
mömmu. Foreldrar í dag vita því
upp á sig „skömmina". Þeir hafa í
einhvetju augnabliks æði látið til-
finningamar hlaupa með sig í gönur
og verða að taka afleiðingunum.
Má þar sitt sýnast hveijum. Hinn
raunverulegi þolandi er hins vegar
bamið og staðreyndin er sú að
stærstur hluti þeirra vistast að ein-
hveiju leyti utan heimilis fyrstu ár
ævinnar á meðan foreldrar em við
nám eða vinnu. Viðunandi dagvist-
arrými era ekki til fyrir öll þessi
böm. Vandinn er leystur að stórum
hluta með neyðarúrræðum. Viðút-
hlutun dagvistarrýma er það
aðstaða foreldranna sem ræður úr-
slitum. Ef aðstæður breytast er
baminu kastað til og frá. Þegar
einstætt foreldri fer í sambúð eða
námsmaður lýkur námi verður bar-
nið að víkja-úr plássinu. Foreldrar,
sem þurfa á dagvistarplássi að
halda, hafa ekkert val. Þeir verða
nánast að taka því sem býðst á
þeim kjörum sem upp era sett.
Uppbygging dagvistarheimila er
ekki í neinu samræmi við þörfína.
Hlutur dagmæðra verður því sífellt
stærri. Dagvistun á einkaheimilum
er fyrirkomulag sem er ákaflega
viðkvæmt og vandmeðfarið. Bama-
vemdamefnd Reylq'avíkur veitir
leyfí til þessarar starfsemi. Fyrst
bráðabirgðaleyfi, síðan framhalds-
lejrfí ef allt hefur gengið eðlilega.
Leyfi má veita fyrir flóram bömum,
skulu þar með talin böm dagmóður
undir sex ára aldri. Bamavemdar-
nefnd getur heimilað gæslu fleiri
bama ef aðstæður mæla með því
en aldrei fyrir fleiri en fimm böm.
Hjá Dagvistun bama í Reykjavík
era umsjónarfóstrur sem annast
eftirlit með þeim heimilum sem
hafa leyfi. Eins og málum er háttað
nú getur það varla kallast meira
en vísir að eftirliti. Verkefnin era
miklu meiri en svo að hægt sé að
sinna þeim á æskilegan hátt.
Dagvistun bama í Reykjavík hef-
ur ekkert með greiðslur til
dagmæðra að gera. Sá hluti er al-
gerlega á milli foreldra og
dagmæðra. Félagsmálastofnun
greiðir niður pláss einstæðra for-
eldra en hlutast ekki til um verð-
lagninguna.
Samtök dagmæðra í Reykjavík,
sem eru hagsmunasamtök, gefa út
gjaldskrá ásamt leiðbeiningum og
era ábyrg fyrir henni. Launaliðir
era reiknaðir út frá launum ófag-
lærðs starfsfólks á dagvistarheimil-
um Reykjavíkurborgar eftir taxta
Starfsmannafélagsins Sóknar. Mið-
að er við fullan launalið með 5 böm
8 klst. á dag. Taxtar era flórir
miðað við starfsreynslu dagmóður.
Gjaldskráin er í þremur liðum.
1. Kaupgjald, sem er laun dag-
móður með 10,17% orlofi og
3,5% veikindadaggreiðslu.
2. Viðhald, leikföng og fleira.
3. Fæði.
Tímakaup er tekið fyrir gæslu
sem er undir þremur klukkustund-
um á dag eða undir 66 timum
samanlagt á mánuði. Fyrir gæslu
eftir klukkan 17 og til klukkan 08
er greitt með eftirvinnukaupi.
Gæsla á þeim tíma fellur aldrei
undir mánaðargjald.
Foreldrar sem vinna 8 tíma á dag
þurfa allt að 9 tíma gæslu. Heildar-
kostnaður fyrir 1 pláss í 1 mánuð
er í dag á bilinu 9.392,- til 10.877,-.
Ég er ekki að segja að laun dag-
mæðra séu há, en þetta er ansi
þungur útgjaldaliður hjá venjuleg-
um launþegum í dag.
í leiðbeiningunum stendun
„Greitt skal fyrir þann fjölda tíma
sem samið er um í upphafi mánað-
ar þó ekki nýtist." Fram til 1. sept.
1986 gilti það sama um kostnaðar-
liðina en þá kom inn eftirfarandi:
„Ef bamið er frá í hálfan mánuð
samfellt eða meira vegna veikinda
er sanngjamt að draga frá fæðið
þegar næsta greiðsla fer fram.“
Að greiða dagmóður laun fyrir
umsamda gæslu þó ekki nýtist er
sjálfsagt. En að borga fyrir fæði
og annan kostnað þegar bamið er
fjarverandi tel ég í hæsta máta
ósanngjamt. Pláss sem ekki nýtist
hjá dagmóður kostar ekkert. Þetta
er hennar eigið heimili sem þarf
að reka hvort sem þar vistast böm
eða ekki. Kostnaðurinn eykst þegar
bamið er á staðnum og fyrir það
greiða foreldramir. Dagmóðirin
heldur sinum launum.
Áðumefnd grein í leiðbeiningun-
um gefur tilefni til að ætla að
foreldrar geti í upphafi hvers mán-
aðar samið um þann tíma sem þeir
þurfa. Dagmæður virðast hins veg-
ar hafa komið sér saman um að
semja ekki um fækkum tíma ef
gæsluþörf minnkar tímabundið.
Þær vilja alltaf fá greitt fyrir sama
tímafjölda. Þær vilja tekjutrygg-
ingu eins og launþegar. Launþegar
þurfa að semja um kaup og kjör
við vinnuveitendur. Dagmæður
semja ekki við neinn. Þær gefa út
gjaldskrá og era flokkaðar sem
verktakar hjá skattyfirvöldum.
Dagvistarrými hjá dagmóður er
óltyggt. Dagmæður verða veikar
eins og annað fólk, þær þurfa sín
fri og geta hætt með eins mánaðar
fyrirvara. í skýrslu um dagvistun á
vegum Reykjavíkurborgar árið
1984 kemur fram eftirfarandi:
„Starfsemi dagmæðra er mjög
sveiflukennd og hættu 202 konur
störfum á síðasta ári (til saman-
Elínborg Jónsdóttir
„Sagt er að foreldrar
og dagmæður geri með
sér samning. En svo er
ekki. Dagmæður setja
fram ákveðnar kröfur
sem foreldrar verða að
ganga að. Þær standa
saman gegnum samtök-
in en foreldrar standa
• • u
einir.
burðar var fyöldi dagmæðra 345 í
árslok)." Jafnframt kemur fram að
67,2% barnanna era á aldrinum 0
til 3. ára. í skýrlu fyrir árið 1985
kemur fram að 60,6% bamanna era
innan við 6 mánuði hjá sömu dag-
móður. Aðeins 4% era 3 ár eða
lengur hjá sömu dagmóður. Enn-
fremur segir í skýrslunni: „Þessi
starfsemi er þannig augljóslega
sveiflukennd og erfítt á henni að
byggja sem atvinnu, enda hreyfi-
leikinn á dagmæðram í starfi mikill
og hættu 183 konur störfum á
síðasta ári.“
í ljósi framangreindra atriða tel
ég ekki sanngjamt að þurfa að
greiða dagmóður tekjutryggingu
fyrir lengri tíma en einn mánuð í
senn. Dagmæður hafa einnig komið
sér saman um að taka full laun
fyrir gæslu skólabama á meðan þau
era í skólanum ef þau koma til
þeirra fyrir og eftir skólatíma. í
gjaldskránni stendur ekkert um
þetta. Nú era þess dæmi að dag-
mæður telji að sér beri laun frá
þeim degi sem þær ákveða að taka
bamið en ekki frá þeim degi sem
bamið byijar. Þetta atriði var borið
undir þijá stjómarmeðlimi í Sam-
tökum dagmæðra og töldu þær að
svo ætti að vera. Eftirfarandi dæmi
var þá lagt fyrir þær. Ég er að
flytja milli hverfa og þarf að skipta
um dagmóður. Ég segi ekki upp
hjá þeirri sem ég hef fyrr en ég
hef fengið nýja. Uppsagnarfrestur
er einn mánuður og greiðist þó
gæslan nýtist ekki. Eiga þá tvær
dagmæður rétt á launum frá mér
fyrir sama mánuðinn? Þær sögðu
að svo ætti að vera, lenti ég í þess-
ari aðstöðu væri það mitt mál, ekki
gætu dagmæðumar verið launa-
lausar.
Hvergi er til, svo ég viti, yfirlit
yfir það hvað dagmæður fá greitt
fyrir ónýttan gæslutíma né heldur
hve mikið þeim er greitt fyrir kostn-
að þegar hann útleggst ekki, en það
hækkar í raun Iaunin. Mér vitanlega
era því ekki til upplýsingar um
rauntekjur dagmæðra.
Það era alls ekki allar dagmæður
sem gera þessar kröfur sem ég hef
nefnt, því fer fjarri. Mér finnst samt
ástæða til að gera við þær athuga-
sémdir.
Sagt er að foreldrar og dagmæð-
ur geri með sér samning. En svo
er ekki. Dagmæður setja fram
ákveðnar kröfur sem foreldrar
verða að ganga að. Þær standa
saman gegnum samtökin en for-
eldrar standa einir.Það era engin
foreldrasamtök til nema fyrir þau
sem hafa pláss á dagvistarheimil-
um. Mér finnst þessi þróun hjá
Samtökum dagmaeðra ekki viðun-
andi. Ég hef haft spumir af því að
hópur dagmæðra með langa starfs-
reynslu hafí sagt sig úr samtökun-
um vegna óánægju með starfsem-
ina. Það virðist því vera fleira sem
veldur óánægju en það sem ég hef
nefnt.
Að lokum vona ég að þeir sem
láta sig mál þessi varða stingi niður
penna eða láti í sér heyra á annan
hátt í Qölmiðlum. Það er sannarlega
timi til kominn.
Höfundur er fjósmóðir.
Bandaríkin - laufskrúð-
ug grein á lífsins meiði
Það er vandi að tjá sig í snert-
ingu við valdhafa og hátignir
heimsins. Samt mætti segja að
þar í hæstri hæð og mestri dýrð
hljóti allt að brosa bezt við sjón-
um.
Fjöllin með alla sína sólgullnu
tinda era auðséð öllum í allri sinni
fjölbreytni. Þó era fæstir sam-
mála um hæðir og tinda. Ekki
sízt, ef það era tindar í sögu
mannkyns sjálfs.
Þar hafa einstaklingar hazlað
sér völl til valda og virðingar oft
með yfirgangi, hroka og grimmd,
sem kostað hafa heilar þjóðar líf
og frelsi um áratugi og aldaraðir.
Oft er því vandséð hvort lof eða
last hæfir slíkum herram, eða
hásætum þeirra.
Merkilegast er við slík vanda-
mál, að þar fer ekki allt eftir stærð
og aðstæðum. Sá vandi sem ríkir
í einni sveit eða sýslu getur vaxið
til viðfangs líkt og þar væri um
heimsveldi að fást.
Hvað þá, þegar stórveldi mann-
kynssögunnar og hátignir heims-
veldanna eiga hlut að máli. Allt
era þetta samt greinar á lífsins
meiði, laufskrúð á Aski Yggdras-
ils. Það hefur því verið vandasamt
viðfangsefni og ekki heiglum
hent, að skapa sér rétta aðstöðu
gagnvart ágreiningsefnum ís-
lands og Bandaríkjanna á síðast-
liðnu sumri.
Nær aldafom ákvæði um rétt
stórveldisins til siglinga og smá-
flutninga. Þetta sýndist svo
smátt, að vart yrði vandi.
Og í öðra lagi; hver ætti að
hafa rétt til hvalveiða hér við
strendur. Helzt af öllu ætti engan
hval að veiða. Þess væri lítil þörf
og engin nauðsyn. Hvað skyldi
gjört virtist satt að segja lítill
vandi, eins og með flutningana.
En að málefnum íhuguðum og
ræddum á stóram þingum, kom
óðar en varði margt til skjaianna,
sem snerti ekki einungis hag þess-
ara ólíku ríkja. Þar var um að
ræða metnað og mannréttindi,
réttur hins smáa og réttur hins
stóra. Þar hefði nú einhvemtíma
og einhvers staðar ekki verið eytt
neinum orðum. Hönd hins sterka,
sem var mörgum milljón sinnum
kraftmeiri hefði verið látin taka
völdin án orða.
Vel var hægt að undrast reisn
hins smæsta ríkis í veröld, stolt
þess og sjálfsvirðingu að efla sig
orðum til andstöðu. Annað — hið
smáa, átti ekkert vopn. Hitt —
hið stóra, öll æðstu vopn verald-
ar, bæði á himni og jörðu og hafi.
Þetta mátti því allt teljast undur
veraldarsögunnar meira en nokk-
um gæti granað. Vopn hugsunar
og íhugunar vora erfið í fram-
kvæmd. Það gat verið hræðilegt
áfall að fá risann á móti sér, og
láta smámuni — eins og það var
orðað, skapa hættu og tjón um
ókomin ár.
Hvað var hræðilegast að missa
fyrir þessa smáþjóð?
Það var vinátta risans. Hún gat
verið grannur að nútíðar- og
framtíðarheillum smælingjans,
sem varð samt að halda sínum
réttindum.
Risinn var nefnilega enginn
Golíat. Hann var ekki einungis
ein helzta þjóð eða þjóðasamband
heims heldur eitt virtasta og göf-
ugasta á öllum ferli mannkyns frá
upphafi. Hafði mótast þannig af
frábæram forystumönnum fyrr
og síðar allt til þessa tíma.
Væri litið á þetta stórveldi frá
réttlátu sjónarmiði, þá væri það
heilt undur. Það væri ekki ríki,
heldur fimmtíu ríki eða meira, sem
öll áttu sín landamæri án allra
átaka og ófriðar hvert við annað.
Öll áttu sín fijálsu samskipti í
friðsælli sambúð, með hvers ann-
ars hag að leiðarljósi.
í þessum mörgu ólíku ríkjum
með öllum sínum milljónaborgum
var fólk af öllum þjóðemum, upp-
rana og litarháttum veraldar, sem
talað gat öllum tungum auk ensk-
unnar, allt hafði sinn rétt, sín
mannréttindi að virða.
Þama vora líka ríkjandi öll trú-
arbrögð heimsins, þótt kristni og
kirkja væra þar stærst, allar
kirkjudeildir mætti sjalfsagt einn-
ig nefna. En um siði og játningar,
kreddur og kynngi skyldi ekki
deilt. Öllum fijálst að hafa það
sem bezt þætti hafa.
Og ekki var um mannflótta að
ræða. Væri einhver lengi utan
þessa Qölskrúðuga ættlands þráði
hann að komast heim og var einn-
ig velkominn skilyrðislaust án
allrar rekistefnu. Eiginlega muna
víst fáir eftir mannflutningum frá
USA. En milljónir vilja flytjast
þangað árlega.
Hve mörgum hafa þessi undra-
lönd hjálpað á alþjóðlegum vett-
vangi vita víst fáir. Eitt er vízt,
þar hafa þau áram saman staðið
efst í stiga fjárveitinga til Samein-
uðu þjóðanna og í þeirra friðar-
samtökum jafnt sem hungurþjóða
þriðja heimsins.
Og einu sinni fyrir nokkram
áratugum var stórveldið Þýzka-
land i rústum á þeirra valdi í
USA. En ekki var þá og þar not-
uð aðferð hinna frægu sigurveg-
ara sem beita valdi sínu til
auðgunar, yfirgangs og kúgunar,
með jámtjöldum og girðingum.
Heldur munu flestir sanngjamir
þeirra, sem bezt vita segja með
undran og gleði að enginn hafi
lagt endurreisn þýzkra borga,
uppbyggingar og framtaks meira
og betra lið en USA.
Auk þess aldrei krafist þar
frelsisskerðingar, valdbeitingar
eða kúgunar.
Allt þetta og margt fleira gæti
komið til athugunar, ef hin litla
íslenzka þjóð ætti á hættu að glata
vináttu risans volduga í vestri.
Hann er ekki venjulegur risi,
þó hann sé auðvitað ekki alfull-
kominn. Sjálfsagt mætti margt
finna til hnjóðs þeim sem þannig
hugsa um allt til niðurrifs.
En mörgum finnst þessi- ríkja-
fylking undur hins góða, fagra
og fullkomna á vegum sögunnar
í þessum heimi. Þá era þeir ekki
færri, sem telja þessi 55 sam-
stæðu þjóðríki vesturins eina
laufskrúðugustu grein á lífsins
meiði — Aski Yggdrasils á jörðu.
Það er þvi gæfa, hve vitram
og göfugum fulltrúum hins smáa
og stóra hefur tekizt að jafna
ágreining og bægja hættum burt.
Þar ættu fulltrúar íslands að geta
verið öðram þjóðum stærri, sigild
fyrirmynd, án vopna. En nú má
USA ekki gleyma speki meistar-
ans frá Nazaret: „Þeir, sem með
vopnum vega, munu fyrir vopnum
falla."