Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986
19
í mörg ár höfum við Ólsarar leit-
að eftir heimild til að vinna hörpu-
disk, en hann er unninn í öllum
öðrum byggðarlögum við Breiða-
flörð að Rifi undanskildu.
Hörpudiskurinn veiðist í dag í
kringum Bulluskerið, sem er innan
hafnarlögsögu Ólafsvíkurhafnar.
Hann veiðist einnig á Flákanum
sem er örskammt hér frá.
í dag fylgjumst við með bátum
frá nágrannabyggðum að veiðum á
þessum svæðum. Á sama tíma er
dauft yfir atvinnulífinu hér í Ól-
afsvík, eins og oftast er á þessum
tíma árs. Þetta ástand, að sjá að-
komubáta að veiðum hér á víkinni
og við einungis áhorfendur, minnir
mig dálítið á íslandskvæði Einars
Benediktssonar, sem hann orti þeg-
ar íslendingar voru áhorfendur að
veiðum erlendra skipa, en í kvæðinu
segir hann svo:
„Þú býr við lagarband -
bjarglaus við frægu fiskisviðin,
fangsmár, þótt komist verði á miðin,”...
Ég vil einnig minna þig á, að
Rif er eina plássið við BreiðaQörð,
sem ekki hefur fengið rækjuleyfi
enn, þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir.
Ég vona, Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra, að þú endur-
skoðir afstöðu þína gagnvart okkur
útnesingum og skoðir þessi mál
með sanngimi, jákvæð afstaða af
þinni hálfu er okkur mikils virði.
Með vinsemd og virðingu.
Höfundur er bæjarstjórí í ÓI-
afsvík.
ATTAYITAR
Benco
Bolholti 4, s. 91-21945
Opið bréf tíl Halldórs Ásgríms-
sonar sjávarútvegsráðherra
GERKOMPLEX • ÞEGAR GEFUR Á BÁTINN
Gericomplex inniheldur 10
steinefni, 11 vítamín og Ginseng G115
Þessvegna er það einstakt.
Gericomplex hjálpar líkamanum að
byggja upp, eflir hann og styrkir.
Hugsaðu um heilsuna. Hún er
dýrmæt þegar gefur á bátinn.
G&ioon
^ooomplw
Þú færð Gericomplex í næstu lyfjabúð.
Gilsuhúsiö
Skólavörðustig 1 Simi 22966 101 Reykjavik
Gericomplex - þvf hellean sklptir máli
Gericomplex er ekkert undralyf.
Það skilar einfaldlega árangri. Og þá
verða sumir undrandi. Þeir eru hressari
á morgnana, vinna betur á daginn og
sofa betur á nóttunni.
eftir Kristján
Pálsson
Sæll ráðherra!
Ég þakka þér fyrir móttökuna
þann 8. þ.m. á skrifstofu þinni, en
þá komum við sveitarstjómarmenn
frá Ólafsvík á þinn fund. Erindi
okkar vom eins og þú eflaust manst
nokkur en þessi tvö helst:
1. Að fá leiðréttingu á kvóta drag-
nótabáta.
Skýringin á þessari beiðni er sú
helst, að eftir að kolinn var tek-
inn út úr kvótanum misstu
margir dragnótabátar allan svo-
kallaðan skrapfisk úr heildark-
vóta sínum þannig að hann er
ekki fyrir hendi til að nýta sér
10% regluna og breyta skrap-
fiski í þorsk.
Krafa dragnóta sjómanna í Ól-
afsvík var sú, að á móti þessari
skerðingu á sveigjanleika kvót-
ans fengju þeir helminginn af
haustveiðum fyrir utan kvóta
eins og tíðkast á línuveiðum,
enda er gæðamat dragnótafisks
álíka og línufisks.
Svar þitt ráðherra við þessari
beiðni um leiðréttingu var þvert
nei, það yrðu engar frekari
breytingar gerðar á núverandi
fiskveiðistefnu.
2. Að færa svokallaða norður-
suður-línu þannig, að þegar
togarar eru flokkaðir eftir svæð-
um, þá teljist Snæfellsnestogar-
amir til N-svæðis í stað S-svæðis
eins og nú er.
Ástæðan fyrir því, að Snæfells-
nes fiokkaðist upphaflega svona
er ekki fundin, staðreyndin er
nefnilega sú, að afla- og sóknar-
munstur snæfellskra togara var
það sama og hjá vestfirskum
togurum. Ég vil taka sem dæmi
b/b Má, en samkvæmt reynslu
viðmiðunaráranna þriggja var
aflasamsetning hans þannig, að
55% var þorskur, sem er álíka
hlutfall og hjá VestQarðatogur-
um. Á S-svæðinu var þetta
hlutfall um 20% af þorski.
Svar þitt við þessari beiðni var
það sama og þeirri fyrri, þvert
nei, það yrðu engar frekari
breytingar gerðar á núverandi
fiskveiðistefnu.
Þessi n-s-skipting hafði ekki svo
mikil áhrif þegar einungis var kost-
ur á aflamarki og reynsla hvers
skips var nær öll látin ráða. En
eftir að reglum um sóknarmark var
breytt á þann veg að öll skip gátu
tekið fastan þorskkvóta, em skip
sem vom með t.d. 500 tonna
þorskkvóta samkvæmt reynslu
komin með 1.150 tonna þorskkvóta
í sóknarmarki meðan þeir sem vom
háir í kvóta fá enga viðbót.
Á N-svæðinu er fasti þorskkvót-
inn 1750 tonn af þorski, meðan
reynsla einstakra skipa er aðeins
jafnvel 900 tonn.
Á þennan hátt hefur þeim, sem
„Svar þitt, ráðherra,
við þessari beiðni um
leiðréttingu var þvert
nei, það yrðu engar
frekari breytingar
gerðar á núverandi
fiskveiðistefnu.“
stóðu sig sem verst, verið launað
ríkulega meðan þeim sem sóttu
stíft, er haldið niðri.
Þetta kalla ég hámark meðal-
mennskunnar og í raun óskiijanlegt
hvemig þessi mál era að þróast.
Það var á Fiskiþingi 1983, sem
kvótahugmyndin fékk byr undir
báða vængi. Á þessu þingi var skip-
uð sérstök nefnd um þetta mál og
átti ég sæti í henni. Þar vom mótað-
ar þær tillögur sem upphaflegt
kvótafrumvarp var byggt á. Það
var rauður þráður í gegnum allar
umræðumar í nefndinni, sem og á
Fiskiþinginu sjálfu, að aldrei skap-
aðist sú staða, að einstaka skip
Kristján Pálsson
fengju ekki að njóta fyrri árangurs
á meðan þetta kerfi væri í gildi,
það bað enginn um kvóta meðal-
mennskunnar heldur sanngjama
stjómun veiða í takmarkaða fiski-
stofna.
Við voram margir sem höfðum
barist gegn kvótahugmyndinni en
töldum í erfiðri stöðu væri kvóta-
leiðin til bóta um tíma með eðlileg-
um leiðréttingum.
Á þeim ámm, sem kvótinn hefur
gilt, hafa margar vafasamar leið-
réttingar verið látnar óátaldar, eins
og það, að aðeins nokkrir skipstjór-
ar fengu að flytja með sér kvóta á
milli skipa. Nokkrir aðilar hafa
fengið að flytja skip á milli svæða
en aðrir ekki og margt fleira mætti
tína til. Þegar við Snæfellingar för-
um fram á leiðréttingu á áugljósu
misræmi þá er þvert nei.
Ég held, ráðherra, að tími sé
kominn til að endurskoða kvóta-
kerfið, þessum málaflokki verður
ekki stjómað með lítt sveigjanleg-
um lagaboðum ámm saman, það
er svo margt, sem breytist snöggt
í okkar þjóðfélagi fiskimanna,
markaðir, staðhættir, aflabrögð og
fleira.
Ég ætla ekki að ljúka þessu bréfi
án þess að minna þig á, að þetta
er ekki í fyrsta sinn sem Snæfelling-
ar fara bónleiðir til búðar.