Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 12
-12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.IUDAGUR 28. 0KT0BER1986
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Fymim íslandsmeistari, Þórhallur Kristjánsson, óskar nýja meistaranum Jóni Ragnarssyni til ham-
ingju með titilinn, en hann og sonurinn Rúnar tryggðu sér titilinn í Norðdekk-rallinu. Myndin er
tekin fyrir tvær síðustu leiðirnar en þá voru úrslitin orðin nokkuð örugg.
arakeppni í rallakstri. Þórhall-
ur Kristjánsson og Gunnlaugur
Rögnvaldsson á Peugeot Talbot
náðu öðru sæti í rallinu og varð
Þórhallur þar með að láta ís-
landsmeistaratitilinn af hendi.
Hafsteinn Aðalsteinsson og
Úlfar Eysteinsson á Ford Esc-
ort RS urðu þriðju. Fjórtán
bílar komust í mark af átján
sem lögðu af stað.
Norðdekk-rallið bar nafn með
rentu, snjóhjólbarðar voru kepp-
endum nauðsyn alla keppnina,
leiðimar voru undirlagðar snjó og
ís, aðstæður sem íslenskir rallöku-
menn eru óvanir að keppa við.
Þegar lagt var af stað frá Gúmmí-
vinnustofunni í Réttarhálsi á
laugardag var beygur í mörgum
bílstjóranum og það kom á daginn
að erfitt reyndist að stjórna bílun-
um í hálkunni. Á fyrstu leið hættu
keppni Hjörleifur Hilmarsson og
Sigurður Jensson á Toyota Cor-
olla með bilaða vél, en margir
Norðdekk-rallið:
Meistarasigur feðganna
FYRST voru það bræðurnir
Ómar og Jón Ragnarssynir sem
urðu Islandsmeistarar, núna
feðgamir Jón og Rúnar og hver
veit nema Jón keppi með baraa-
barai sinu í framtíðinni og nái
árangri. Fjölskylda hans hefur
a.m.k. staðið vel að baki honum
í þau tólf ár, sem Jón hefur
þeyst um keppnisleiðir ýmist
sem aðstoðarökumaður eða
ökumaður. Er hann fyrstur ís-
lendinga til að hljóta bæði
Islandsmeistartitil ökumanna
og aðstoðarökumanna, eftir
sigur í Norðdekk-rallinu um
helgina á Ford Escort RS. Son-
urinn Rúnar er yngsti aðstoðar-
ökumaður heims til að hjjóta
titil aðstoðarökumanna í meist-
Lokastaðan
í Norðdekk-rallinu:
Refsing klst.
1. Jón Ragnarsson/
Rúnar Jónsson, Ford Escort 2.01.22
2. Þórhallur Kristjánsson/
Gunnlaugur Rögnvaldsson, Peugeot 2.03.15
3. Hafsteinn Aðalsteinsson/
Úlfar Eysteinsson, Ford Escort 2.04.43
4. Þorvaldur Jensson/
Guðmundur Jónsson, Opel Kadett 2.0.815
5. Einar Þ. Magnússon/
Þór Kristjánsson, Ford Escort 2.09.29
6. Elmar Ingibergsson/
Jóhannes Helgason, Ford Escort 2.13.17
7. Daníel Gunnarsson/
Birgir Pétursson, Opel Kadett 2.18.29
8. Jón S. HaUdórsson/
Bergþór Bergþórsson, Porsche 911 2.20.05
9. Friðrik Sigurbergsson/
Grétar Sigurbergsson, BMW 2002 2.23.01
10. Bragi S. Guðmundsson/
Arnar Theódórsson, Lada 2.23.03
11. Ævar Hjartarson/
Þorgeir Kjartansson, Skoda 2.27.49
12. Olafur Baldursson/
Hilmar Héðinsson, Lada 2.28.45
13. Eiríkur Friðriksson/
Þráinn Sverrisson, Ford Escort 2.30.17
14. Michael Reynisson/
Sigurður Helgason, Ford Escort 3.19.19
Það gekk hvorki né rak hjá Jóni S. Halldórssyni á Porsche vegna
lélegs dekkjabúnaðar. Bíllinn er sá fyrsti sinnar tegundar í
keppni hérlendis.
! sinni annarri keppni náðu Einar Þór Magnússon og Þór Kristj-
ánsson fimmta sæti með ágætum akstri á Ford Escort.
höfðu spáð þeim velgengni. Sömu-
leiðis var búist við árangri hjá
Porsche-ökumönnunum Jóni S.
Halldórssyni og Bergþóri Berg-
þórssyni en rangur dekkjabúnað-
ur varð þeim að falli og þeir urðu
fljótlega mjög aftarlega. Kraft-
minni bílunum gekk betur í
hálkunni, Þorvaldur Jensson og
Guðmundur Jónsson á Opel Kad-
ett voru í toppsætunum, þangað
til að þeir festust í skafli á Lyng-
dalsheiði og töpuðu dágóðum
tíma. En á laugardeginum tóku
Jón og Rúnar forystu strax á
annarri leið og í lok dagsins höfðu
þeir rúmlega tveggja mínútna for-
skot á þá Þórhall og Gunnlaug,
sem töpuðu talsverðum tíma á
frystu leið vegna fannfergisins,
sem fyrsti bíll inn á leiðina. Akst-
urinn hjá Hafsteini og Úlfari var
góður, en á Gunnarsholti sprakk
tvisvar og margar mínútur fór í
súginn, en þeir voru þó í þriðja
sæti, 45 sekúndum frá öðru sæti.
Á sunnudagsmorgun þóttu Jón
og Rúnar líklegir til að halda
fyrsta sætinu, forskot þeirra var
það mikið. Aðeins óhapp gat sett
strik í reikninginn. Meiri keppni
var hinsvegar um annað sætið,
en Þórhallur tryggði sér það með
góðum akstri um ísólfsskálaveg
og Hafsteinn endaði í því þriðja.
En feðgamir Jón og Rúnar óku
stíft og örugglega og voru vel að
sigrinum komnir, óku skynsam-
lega og áfallalaust í gegnum
keppnina. Nokkuð sem hefur
tryggt þeim sigur í þremur keppn-
um á árinu. Opel Þorvalds Jens-
sonar endaði í fjórða sæti og unnu
hann og Guðmundur Jónsson sinn
vélarflokk, flokk breyttra bíla með
1600cc—2000cc vél. Flokk
0—1600cc unnu Einar Þór Magn-
ússon og Þór Kristjánsson á Ford
Escort eftir mjög góða frammi-
stöðu, náðu þeir fimmta sæti yfir
heildina í sinni annarri keppni.
Flokk óbreyttra bíla unnu Ólafur
Baldursson og Unnar Héðinsson
á Lada. Sigurvegari í sveitakeppni
var Matsölustaðurinn Úlfar og
ljón, með bíla í öðru, þriðja, átt-
unda og þréttánda sæti.
- GR.
Lokastaðan í íslandsmeistarakeppninni:
Ökumenn stig
Jón Ragnarsson, Ford Escort 75
Þórhallur Kristjánsson, Peugeot 67
Hafsteinn Aðalsteinsson, Ford Escort 51
Hjörleifur Hilmarsson, Toyota 45
Aðstoðarökumenn Rúnar Jónsson, Ford Escort 75
Sigurður Jensson, Toyota 45
Úlfar Eysteinsson, Ford Escort 39
Gunnlaugur Rögnvaldsson,
Peugeot 35
„Gaman að verða meistari með syninum“
— sagði Jón Ragnarsson
„ÉG ÆTLA nú ekkert að
verða langafi í þessari íþrótt,
en það er óneitanlega gaman
að verða íslandsmeistari með
syninum,“ sagði sigurvegari
Norðdekk-rallsins, Jón Ragn-
arsson, í samtali við Morgun-
blaðið. Hann vann keppnina
ásamt 17 ára syni sínum,
Rúnari Jónssyni, á Ford Esc-
ort KS og tryggðu þeir sér
þar með Islandsmeistaratitil-
inn, eftir keppni við Þórhall
Kristjánsson á Peugeot á ár-
inu.
„Það var ofsalega gaman að
keyra í snjónum, keppnin var
mjög vel skipulögð hjá Bifreiða-
íþróttaklúbbi Reykjavíkur. Það
sýndi sig í þessari keppni að
allir ökumenn okkar eru í mik-
illi framför og bílamir verða
sífellt betri. Tímamir á keppnis-
leiðunum vom hraðir miðað við
aðstæður og keppnin spenn-
andi. Það kom ekkert upp á hjá
okkur, þetta gekk alveg áfalla-
laust. Okumenn á kraftminni
bílunum vom til að byija með
að kitla þá sem venjulega hafa
staðið í toppbaráttunni, því
krafturinn skipti ekki eins miklu
máli í snjónum. Ég er mjög
ánægður með árið í heild, við
Rúnar höfum þrisvar unnið
keppni og einu sinni náð öðm
sæti. Við höfum ekki sprengt
eitt dekk og ekkert óhapp kom-
ið fyrir í akstrinum. Það fer
mikill tími í þetta og ég fæ hjálp
frá mörgum duglegum mönn-
um, annars væri þetta ekki
hægt.
Eg veit ekki hvað skeður
núna. Ég er búinn að keppa í
tólf ár og reyna allt sem hægt
er í þessari íþrótt. Bikarsafnið
er orðið stórt, þekur heilu hillu-
samstæðumar. Á næsta ári
verður grimmari keppni sem
þarf því meiri undirbúning, það
er óljóst hve mikinn tíma maður
hefur," sagði Jón, en víst er að
hann mætir í slaginn að ári, ef
marka má óbilandi áhuga hans
á rallinu gegnum árin. Og eng-
inn hefur jafn mikla keppnis-
hörku og Jón Ragnarsson. Til
hamingju með titilinn! G.R.