Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986
Olafur Ragnar Grímsson
um Alþýðubandalagið:
Yilji fyrir myndun
vinstri breiðfylkingar
ÓLAFUR Ragnar Grímsson varaþingmaður Alþýðubandalagsins i
Reykjavík segir það borðleggjandi að Alþýðubandalagið fari ekki að
loknum næstu alþingiskosningum í stjóm með Alþýðuflokki og Sjálf-
stæðisflokki. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist við Ólaf Ragnar
í tímarítinu Heimsmynd, sem kom út í gær. Þar segir hann jafnframt
að sterkur hljómgrunnur sé í Alþýðubandalaginu fyrir vinstri breið-
fylkingu A-flokkanna og Kvennalista fyrir næstu alþingiskosningar
og að það sé Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins
að velja hvort hann vill slíka breiðfylkingu.
Ólafur Ragnar ræðir einnig um við með þessum orðum sínum: „Með
veru sína í Alþýðubandalaginu og
hvemig hann tapaði fyrir Guðrúnu
Helgadóttur í forvali flokksins fyrir
síðustu kosningar með eins atkvaeðis
mun. Ólafur Ragnar segir þá m.a.:
„Þama komu þeir úr felum sem vildu
vinna gegn mér. Óttinn um að ég
yrði of sterkur var til staðar og
fremstur í flokki var Úlfar Þormóðs-
son, nánasti samstarfsmaður Svav-
ars. Hann bjó til þá kenningu að ég
ætlaði að steypa Svavari úr efsta
sætinu."
Ólafur Ragnar er spurður hvort
hann telji að Svavar hafi átt þátt í
því að vinna gegn honum, og svarar
hann á eftirfarandi hátt: „Eg spyr
eins og Hriflu-Jónas, skjóta byssum-
ar sjálfar, eða er þeim miðað?"
í samtali við Morgunblaðið í gær
segir Ólafur Ragnar Grímsson er
hann er spurður hvað hann hafi átt
þessum orðum var ég ekki að gefa
til kynna, eins og Sjónvarpið túlkar
það og kannski aðrir, að Svavar hafi
staðið bak við aðgerðir Úlfars. Held-
ur var ég að vitna til frægra orða
Jóansar frá Hriflu í léttum dúr. Þessi
setning skýrir sig nú nokkuð sjálf.
Hvemig á ég að vita það hvað Úlfar
Þormóðsson gerir, og af hvaða hvöt-
um?“
Ólafur Ragnar var spurður hvort
hann ætti við að einhver annar en
Svavar Gestsson hefði miðað byss-
unni: „Það hef ég ekki hugmynd
um,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti
við: „menn verða nú að fá leyfi til
þess að geta vitnað í Jónas frá Hriflu
í léttum dúr, án þess að allt fari á
hvolf. Eru þessi stjómmál orðin svo
alvöruþrungin, að menn megi það
ekki?"
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Forðaði árekstri - lenti í skurði
ÖKUMAÐUR bifreiðar á leið upp Hverfisgötu í gærkvöldi þurfti
að forða árekstrí við sandbing á götunni, með þeim afleiðingum
að hann missti stjórn á bílnum og hafnaði i skurði. Bfllinn er mik-
ið skemmdur og varð að draga hann af vettvangi. Engin slys urðu
á fólki.
Að sögn lögreglunnar í . Ökumaður var ekki gmnaður um
Reykjavík sást sandbingurinn illa ölvun við akstur og mun hafa ver-
í myrkrinu. Hafði mönnum láðst ið á löglegum hraða.
að merkja hann á viðeigandi hátt.
Eldri borgarar í
Reykjavík og nágrenni:
470 manns
í félagið á
einum degi
FÉLAG eldrí borgara í Reykjavík
og nágrenni hefur aukið félaga-
tölu sína um rúm 50%á undanförn-
um tveimur dögum. Á fimmtudag-
inn gengu 80 manns í félagið og
á föstudag 470 til viðbótar. Fyrir
í félaginu voru tæp þúsund manns,
en félagið var stofnað 15. mars
síðastliðinn.
Félagið sendi öllum, sem eru 60
ára og eldri, fréttabréf sitt í síðustu
viku, en þeir sem eru komnir á þenn-
an aldur, auk maka, hafa rétt til
inngöngu. Á félagssvæðinu eru talin
vera um 23 þúsund manns og mark-
mið félagsins er að vinna að hvers
konar hagsmunamálum eldra fólks.
Rækjan að mestu horfin af Húnaflóa:
Verulegt atvinnuleysi
og tekjutap blasir við
Sovétmeim bjóða síldarviðræður nýju:
„Algjör lokatilraun“
- segir Gunnar Flóvens, fram-
kvæmdastjóri Sí ldarútvegsnefndar
SAMNINGANEFND um sfldarsölu heldur til Moskvu í lok vikunnar.
Að sögn Gunnars Flóvens, framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar,
hefur nefndin veríð í beinu sambandi við Prodintorg í Moskvu og
verslunarfulltrúa Sovétríkjanna hér á landi undanfarna daga. „í gær
barst okkur skeyti um að Sovétmenn séu reiðubúnir að halda áfram
viðræðum, eins og það er orðað“ sagði Gunnar. „Við urðum sáttir um
að gera algjöra lokatilraun. Ef samningar nást ekki núna má stríka
HORFUR eru nú á mjög verulegu atvinnuleysi rækjusjómanna og
verkafólks í landi við Húnaflóa vegna hvarfs rækju af miðunum
þar. Á síðustu vertíð veturinn 1985 til 1986 var aflinn um 2.700 lest-
ir og áætla má afurðaverðmæti hans rúmar 200 miiyónir króna
miðað við markaðsverð á rækju í dag. Nærrí nætur að um 80 sjó-
menn og rúmlega 100 manns í landi hafi haft atvinnu yfir vetarmán-
uðina á þessu svæði við veiðar og vinnslu á rækju, en að litlu öðru er
að hverfa á þessum tíma. Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri Kaup-
félags Steingrímsfjarðar segir útlitið það versta, sem hann muni
yfir öll sfldarviðskipti við Rússa.‘
Gunnar sagði að fyrirspum nefndar-
innar um hvort viðbótarleyfí hafi
verið gefið fyrir meira magni en
þeim 40.000 tunnum sem áður var
rætt um, sé enn ósvarað. Því er
ekki ljóst hvort Sovétmenn hafi
breytt fyrri afstöðu sinni til sfldar-
verðsins. „Á fundi Sfldarútvegs-
nefndar í kvöld var talið rétt að láta
reyna á áframhaldandi viðræður"
sagði Gunnar. „Ég vara menn við
því að gera sér of miklar vonir um
árangur. Við leggjum alls ekki til
að menn fari nú að salta, slíkt væri
fásinna."
eftir 1 18 ár.
Rækjumiðin í Húnaflóa voru end-
urkönnuð um síðustu helgi í ljósi
þess hve lítið fannst við könnun
fyrr í haust. Endanleg niðurstaða
liggur ekki fyrir, en Ingvar Hall-
grímsson, fiskifræðingur, sagði í
samtali við Morgunblaðið um helg-
ina, að verulegur samdráttur á
veiðum væri fyrirsjáanlegur. Kvót-
inn á síðustu vertíð skiptist milli 5
staða við Húnaflóa, Hólmavík og
Drangsnes höfðu 1.350 lestir,
Skagaströnd 638, Blönduós 290 og
Hvammstangi 522 lestir.
Kaupfélag Steingrímsflarðar
rekur rækjuvinnsluna á Hólmavík
og Drangsnesi. Jón Alfreðsson,
kaupfélagsstjóri, sagði að í landi
hefðu um 65 manns unnið beint við
vinnsluna og um 40 sjómenn á 12
til 15 bátum. Að litlu öðru en rækju-
veiðunum væri að hverfa á þessum
árstíma, en kaupfélagið ætti 450
lesta skelkvóta, sem dygði aðeins í
nokkrar vikur og aðeins hluti fólks-
ins gæti fengið atvinnu við hana.
Bátamir væru litlir, 12 til 60 lestir
og gætu ekki stundað djúprækju-
veiðar á vetuma og aðrar veiðar
væm hæpnar, þó einhver botnfiskk-
vóti fengist vegna skerðingar á
rækjunni.
Heimir Fjelsted, framkvæmda-
stjóri Rækjuvinnslunnar á Skaga-
strönd, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að 5 bátar frá
Skagaströnd hefðu stundað rækju-
veiðamar og væm þrír til fjórir á
hveijum þeirra. Þá hefðu rúmlega
20 manns unnið við rækjuvinnsluna
í landi. Við stórkostlegan samdrátt
á veiðunum væri fyrirsjáanlegt að
mikið af þessu fólki missti vinnuna.
Eitthvað af því gæti sennilega feng-
ið vinnslu í sjávarréttagerðinni
Marska og frystihúsinu, en tæpast
allir. Staðan fyrir bátana væri mjög
slæm því eigendur þeirra hefðu
miðað allar áætlanir við rækjuna.
Þeir gætu hugsanlega farið á línu
í flóanum, en skellurinn yrði engu
að síður mikill. Fyrir vinnsluna virt-
ist eini möguleikinn að fá stærri
aðkomubáta til djúprækjuveiða og
borga vel fyrir hráefnið. Með því
móti yrði kannski haldið uppi fullri
vinnslu í landi.
Kínaferð forsætisráðherra:
Samstarf í sjávarútvegi
og um nýtingn j arðhita
Peking. Frá Birni Vigni SigurpAlssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra, kona hans Edda
Guðmundsdóttir og fylgdarlið, Pétur Thorsteinsson sendiherra og
Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri ásamt eiginkonum, komu
til Peking í morgun um ellefuleytið í Boeign 737-þotu sem forsætis-
ráðherra hefur haft til einkaafnota á ferð sinni hér um Kina
undanfarna daga.
Steingrímur átti í gær tveggja
og hálfs klukkustundar langar við-
ræður við Zhao Ziyang, forsætis-
ráðherra Kína. „Þetta voru mjög
fróðlegar viðraeður. Mér þótti
ánægjulegast að tala persónulega
við hann um málefni sem hann
hefur greinilega mikla yfirsýn yfir
og hefur á valdi sfnu að fjalla um
jafnvel í smæstu atriðum af um-
talsverðri þekkingu fremur en að
vísa þeim málum til sérfiæðinga
eða embættismanna eins og maður
á stundum að venjast," sagði
Steingrímur f samtali við Morgun-
blaðið eftir fundinn.
Steingrímur sagðist hafa gert
kfnverska forsætisráðherranum
grein fyrir leiðtogafundinum f
Reylqavík og hvemig hann mæti
stöðuna í afvopnunarmálum eftir
þann fund. Forsætisráðherramir
vom sammála um nauðsyn þess
að útrýma kjamorkuvopnum í
heiminum en Zhao Ziyang sagði
að í því efni yrðu stórveldin tvö
fyrst að sýna viljann í verki og lét
í ljós efasemdir um að f tali stór-
veldanna fylgdi alltaf hugur máli.
Hann kvaðst telja sig hafa vitn-
eskju um að bak við tjöldin gerðu
Sovétmenn talsvert umfangsmikl-
ar tilraunir með eyðingu kjam-
orkuvopna úti í himingeimnum en
engu að síður hefðu Sovétmenn
tæpast efni á að halda þessum
áætlunum til streitu ef þeim ætti
að takast að bæta lífskjörin heima
fyrir eins og Gorbachev stefndi að.
Á sama hátt taldi kínverski forsæt-
isráðherran Reagan Bandaríkja-
forseta halda svo stíft í
geimvamaáætlun sfna að hann
vildi knýja Sovétríkin til enn frek-
ari undansláttar með þessar
staðreyndir í huga.
Steingrímur sagði Zhao Ziyang
hafa verið vel heima í málum ís-
lands og báðir lýst yfir áhuga á
auknum viðskiptatengslum milli
ríkjanna. Meðal annars vék
kínverski forsætisráðherrann að
athugun Orkustofnunar á nýtingu
jarðvarma í Tíbet og lýsti áhuga
sínum á áframhaldi þess máls.
„Við ákváðum að láta nú verkin
tala því ég kom með þá uppást-
ungu að ráðherra nýtingar nátt-
úruauðlinda hér í Kína, sem hefur
fylgt okkur meira og minna á ferð
okkar hér um landið, kæmi til ís-
lands með sendinefnd til að kynna
sér aðstæður þar og að við sendum
út f kjölfarið sendineftid til Kína
með sérfræðingum í nýtingu jarð-
hita og f sjávarútvegi til að kanna
samstarfsgmndvöll þjóðanna á
þessum sviðum," sagði Steingrím-
ur.
í ræðu sem Zhiao Ziyang hélt
í kvöldverðarboði í gærkvöldi lögðu
hann og aðrir Kínveijar, sem við
höfum hitt hér, áherslu á að Kína
væri á eftir í tækniþróun. Það
mundi taka þá áratugi og jafnvel
allt upp í hálfa öld þar til þeir yrðu
komnir á sama stig og helstu
iðnríki heims. Steingrímur Her-
mannsson svaraði með þvf að
draga fram hversu margt væri
sameiginlegt þessari flölmennustu
þjóð heims og einni hinni fámenn-
ustu. Undir borðum lék 20 manna
lúðrahljómsveit kínversk og fslensk
lög, meðal annars syrpu af íslensku
ættjarðarlögunum, svo sem Kvölda
tekur, Gilsbakkaþulu, Fífilbrekka
gróin grund og Bí bí og blaka. En
hljómsveitinni tókst hvað best upp
í Jólasveinar ganga um gólf.
íslenska viðskiptanefndin, sem
hér er einnig á ferð, hefur átt við-
ræður við ffammámenn í atvinn-
ulífi, bæði f Guangdong-héraði, og
í Kanton, aðalborg þessa svæðis
sem er ein af fjórtán svokölluðum
opnum borgum í Kína. Það þýðir
að þar er útlendingum heimilt að
leggja flármagn í atvinnulífið með
ýmsum hætti. Viðskiptasendi-
nefndin kom til Peking á laugardag
og átti í gærmorgun meðal annars
viðræður við forsvarsmenn í
kínverskum sjávarútvegi, vefnað-
arvöruiðnaði og byggingariðnaði.
Það er skemmst frá því að segja
að það er samdóma álit fulltrúa
islensku sendinefndarinnar, að
Kínveijar séu á mörgum sviðum
komnir lengra heldur en menn
ætluðu, svo sem í sjávarútvegi,
ekki sfst í fiskeldi. Þess ber þó að
geta, að afurðimar fara allar meira
og minna til neyslu á innanlands-
markaði.
Steingrímur Hermannsson mun
í dag eiga fund með Deng Xiaop-
ing, formanni og æðsta leiðtoga
Kína. Síðar um daginn mun hann
hitta forseta landsins, Liannian. Á
morgun skoðar hann meðal annars
Kínamúrinn en hinni opinberu
heimsókn lýkur á fimmtudag. Þá
halda forsætisráðherra og fylgdar-
lið til Hong Kong en þaðan liggur
leið hans til Tókýó f Japan þar sem
hann mun kynna háskóla Samein-
uðu þjóðanna og verða viðstaddur
kynningu á framleiðslu Álafoss.
Töluverðar líkur em á því að
Steingrímur muni eiga þar fund
með Nakasone, forsætisráðherra
Japans.