Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 Áfall fyrir breska Ihaldsflokkinn: Varaformaðurinn segir af sér vegna viðskipta við vændiskonu London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunbladsins. MENN velta því nú mjög fyrir sér hér í Bretlandi hversu varanlegan hnekki íhaldsflokkurinn muni bíða vegna máls þess er leiddi til af- sagnar varaformanns flokksins, Jeffreys Archer, á sunnudaginn var. barið konu þessa augum, hvað þá meira. AP/Símamynd Jeffrey Archer og kona hans, Mary. Myndin var tekin á sunnu- dag, skömmu eftir að hann hafði sagt af sér sem varaformaður íhaldsflokksins. Archer heldur því fram, að hann hafi verið leiddur i giidru og blekktur til að gefa vændiskonu fé, konu, sem hann hafi ekki hitt, hvorki fyrr né síðar. Archer sá sig neyddan til að láta af trúnaðarstörfum fyrir Ihalds- flokkinn í kjölfar blaðaskrifa um meint viðskipti hans við vændiskonu nokkra, Monicu Coghlan að nafni. Archer segist raunar aldrei hafa Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollars hækk- aði í gær gagnvart flestum gjaldmiðlum nema Kanadadollar. Gullverðið var aftur ur á móti nokkuð á reiki. Gengishækkun dollarsins er rakin til skýrslu bandaríska viðskiptaráðu- neytisins frá því á föstudag. í Tókýó fengust í gærkvöld 161,10 jen fyrir dollarann en 161 á föstudag. Þáfengust 1,4075 dollarar fyrir pundið en 1,4115 á föstudag. Að öðru leyti fengust fyrir dollarann: 2,0425 v-þýsk mörk(2,0320). 1,6900 sv. fr.(l,6765). 6,6800 fr. fr.(6,6530). 2,3105 holl. gyll.(2,3015). 1.413,50 ít. iír.(1.405,00). 1,3873 lcan. doll.(l,3878). Fyrir nokkrum vikum náði vænd- iskonan tali af varaformanni íhalds- flokksins í síma og sagði farir sínar ekki sléttar. Tjáði hún Archer að einn viðskiptavina sinna, lögfræð- ingur að nafni Aziz Kurtha, segðist hafa vissu fyrir því að varaformaður- inn hefði haft náin kynni af henni. Archer sagði vændiskonunni að þetta væri byggt á einhveijum mis- skilningi, þau hefðu aldrei hist en þar með var sagan ekki öll, áður- nefndum lögfræðingi virtist mjög í mun að sverta nafn Archers og hugðist fara með sögu sína í blöðin. Lagði hann hart að vændiskonunni að styðja frásögn sína. Ungfrú Monica Coghlan virtist hins vegar ekki vita í hvom fótinn hún ætti að stíga og rakti raunir sínar fyrir Archer í nokkrum símtölum, sem þeim fóru á milli. Varaformaður íhaidsflokksins vildi forðast í lengstu lög óþægilega umfjöllun í fjölmiðlum og ákvað að bjóða vændiskonunni fé svo hún gæti dvalið erlendis um nokkra hríð, slakað á og haldið sig í hæfilegri íjarlægð frá aðgangshörðu fjöl- miðlafólki. Ungfrú Coghlan féllst á þessa uppástungu og síðastliðinn föstudag hitti hún sendimann Arch- ers á Victoria-brautarstöðinni í London til að taka við fénu. Þegar á hólminn kom sagði Coghlan hins vegar að sér hefði snúist hugur og gæti ekki þegið féð, sem talið er hafa numið um 2000 pundum. Uppákoman á Victoria-stöðinni var í-ækilega tíunduð í blaðinu News of the World, sem greinilega hafði allar upplýsingar sínar frá ungfrú Coghlan. Ljósmyndari blaðsins mætti til dæmis á staðinn og omellti af mynd er sendimaður Archers af- henti vændiskonunni hina vænu fúlgu fjár. Skaðjnn var skeður og varafor- maður íhaldsflokksins sat í súpunni. Hann ákvað á sunnudaginn að láta af varaformannsembættinu vegna þessa máls. I yfirlýsingu, sem Archer lét frá sér fara vegna afsagnarinnar, sagð- ist hann hafa gert sig sekan um ófyrirgefanleg afglöp, sig hefði skort dómgreind þegar mikið lá við. Sagð- ist hann ekki í vafa um að hann hefði verið leiddur í gildru og gaf í skyn að blaðið News of the World hefði ekki hreinan skjöld í þessu máli. Archer fullyrðir að hann hafi aldrei þegið þjónustu Monicu Coghl- an eða nokkurrar stéttarsystur hennar, hann hafi því ekki þurft að leyna einu eða neinu. Hann hefði þó gert sér ljóst að hvers konar umfjöllun og ágiskanir um hið gagn- stæða hefðu getað varpað skugga á mannorð hans og jafnframt skaðað íhaldsflokkinn. Hefði hann kosið að bjóða Monicu Coghlan fé til að dvelja erlendis um nokkra hrið þar sem hún hefði augsýnilega legið undir miklum þrýstingi ofangreindra flölmiðla. Af öllu þessu fær Archer nú að súpa seyðið. Atburðarás öll í þessu máli þykir hin reyfarakenndasta og minna helst á fjarstæðukennda skáldsögu. Sjálf- ur ætti Jeffrey Archer raunar að vera á heimavelli í því efni því hann hefur undanfarin ár getið sér mjög gott orð sem einn víðlesnasti rithöf- undur Bretlands. Hefur hann skrifað hveija metsölubókina á fætur ann- arri og áskotnast mikill auður. íhaldsmenn þóttust hafa fengið góðan liðsmann er Jeffrey Archer gerðist varaformaður flokksins fyrir rúmu einu ári. Var hann talinn eiga mikinn pólitískan frama í vændum og var raunar ósjaldan nefndur á nafn sem hugsanlegt forsætisráð- herraefni Ihaldsflokksins er fram liðu stundir. En fljótt skipast veður í lofti. Maðurinn, sem ráðinn var til að bæta ímynd íhaldsflokksins meðal almennings, hefur nú hrökklast úr starfi sínu vegna ásakana um sið- laust athæfi. Jeffrey Archer hverfur nú af liinu pólitíska sviði, en eftir situr íhaldsflokkurinn í sárum. Eng- inn veit Iiversu þau sár verða lengi að gróa eða hvort þau verða að fullu gróin er næst verður gengið til þing- kosninga hér í landi. Alþjóðaþing Rauða krossins í Genf Dregið hefur úr spennu á aðalfundi Rauða krossins ZOrich. L'Vá Onnu 1 tjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Andrúmsioftið á aðalfundi AI- fjjóða Itauða krossins var betra á rnánudag en yfir helgina að sögn Guðjóns Magnússonar, formanns Ltauða ftross Éslands, sem situr fundinn 2 Genf. „Spennan í ioft- inu Ciefur ninnkað og fundar- störf eru hafin,“ sagði hann. „En átökin um sundarsetu fuiltrúa ríkisstjórnar Suður-Afriku setja svip á fundinn og menn hafa áhyggjur af þeirri ákvörðun yfir- valda í Suður-Afríku að vísa 16 starfsmönnum Alþjóðanefndar Rauða krossins úr landi.“ Samstaða fulltrúa Afríku, Asíu og Austur-Evrópu um að vísa full- trúum ríkisstjómar Suður-Afríku af aðalfundinum stofnar hlutlausu líknarstarfi Rauða krossins í hættu og stofnar samtökunum í meiri vanda en þau hafa nokkum tma átt við að glíma. „Það er hætt við að ríkisstjómir annarra þjóða, til dæm- is herforingjastjómir, eigi eftir að nota sér þetta fordæmi og láti reka sig af fundi Rauða krossins til að komast hjá að leyfa fulltrúum Al- þjóðanefndarinnar að starfa í sínum löndum og heimsækja fanga," sagði Guðjón. „Fangaheimsóknir era víða óvinsælar, eins og til dæmis í Afgan- istan, en ríkisstjómir landa, sem era aðilar að Genfarsáttmálanum, verða að leyfa þær. Heimsóknimar era mjög mikilvægar og fulltrúar Al- þjóðanefndarinnar era oft hinir einu sem geta fylgst með föngum í lokuð- um ríkjum." Fundurinn starfaði í tveimur nefndum í gær. „Menn vora ánægð- ir með starfið i nefnd, sem fjallar um lagabreytingar á alþjóðasam- starfinu," sagði Guðjón. „Þar voru minniháttar breytingar til timræðu og það náðist samstaða um þær. Breytingamar hindra ekki að hið sama og kom fyrir á laugardag endurtaki sig, en margir álíta að brottvísun fulltrúa Suður-Afríku hafi verið brot á lögum Rauða kross- Genf, AP. í GÆR var birt á Alþjóðaþingi Rauða krossins í Genf skýrsia um mannréttindabrot og brot á Gen- farsáttmálanum og kom þar fram, að í íran, Afganistan, Kambódíu, Angóla og Mósambík er fulltrúum Rauða krossins algjörlega bannað að grennslast fyrír um iíðan fanga eða fylgjast með ástandi mannúðarmála að öðru leyti. Kemur þessi skýrsla í kjölfar brottrekstrar sendinefndar Suð- ur-Afríkustjómar af þinginu en þríðja heimsríki og kommúnist- aríkin sameinuðust um að visa henni burt vegna mannréttinda- brota. Alexandre Hay, forseti Alþjóða- nefndar Rauða krossins, flutti skýrsluna og sagði, að á síðari áram ins.“ Guðjón starfar sjálfur í nefnd sem fjallar um alþjóðalöggjöf um mannúðarmál. Hann sagði, að starf- inu í nefndinni hefði lítið miðað áfram þar sem háttsettir íulltrúar írans og íraks ræddu ítarlega um stríðið í heimalöndum sínum og full- trúi Sovétríkjanna ijallaði lengi um hefði það orðið æ algengara að ríkis- stjórnir hundsuðu með öllu Genfar- sáttmálann um mannréttindamál og nefndi hann sérstaklega í þessu sam- bandi stjómvöld í íran, Afganistan, Kambódíu, Angóla og Mósambik. I þessum ríkjum væri fulltrúum Rauða krossins bannað allt eftirlit og það þótt sum þeirra nytu góðs af „stór- kostlegu hjálparstarfi" Rauða krossins. í yfirliti Hays kom þetta fram: Afganistan - Þrátt fyrir „margar og ítrekaðar óskir til afganskra og sovéskra yfirvalda" hefur fulltrúum Rauða krossins verið bannað frá árinu 1982 að vitja fanga eða að- stoða óbreytt fómarlömb stríðsins í landinu. Persaflóastríðið - írakar standa nú betur við Genfarsáttmálann en afvopnunarmál á mánudagsmorg- un. Guðjón sagði að Rauði kross ís- lands hefði starfað náið með Rauða kross félögum hinna Norðurland- anna undanfarin tvö ár og undirbúið ýmsar tillögur, sem verða lagðar þeir gerðu áður „en frá því í októb- er 1984 hafa íranir bannað fulltrú- um Rauða krossins að fylgjast með líðan stríðsfanga". ísrael - Landnám gyðinga á Vest- urbakkanum er brot á Genfarsátt- málanum. Þeir vilja ekki viðurkenna, að hann nái til fólks á hemumdu gvæðunum og virtu hann að vettugi í innrásinni í Líbanon. Með því sviptu þeir fjölda manna þeim réttindum, sem kveðið er á um í sáttmálanum. Kambódía - Þrátt fyrir margar tilraunir hefur Alþjóðanefndinni „hingað til ekki verið leyft að fylgj- ast með líðan fanga í Kambódíu“. Líbanon - Rauði krossinn á í „vax- andi vandræðum" með að sinna skyldustörfum sínum í landinu. Namibía/Suður-Afríka - Nefnd- inni hefur aðeins tekist „að rækja fyrir r.ðalfundinn í Genf. Hann nefndi tillögu um vemdun bama í styijöldum og taldi, að hún yrði samþykkt á fundinum. “Það er al- gengt í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku að böm séu látin beijast með vopnum í styijöldum. Við viljum draga úr þessu og leggjum til, að viðbótargrein við Genfarsáttmálann kveði á um lágmarksaldur bama eða þátttöku bama í styijöldum yfir- leitt. Við höfum fengið góðar undirtektir undir tillöguna á fundin- um.“ Aðalfundur Rauða krossins átti að standa fram á fimmtudag en Guðjón reiknar með að hann dragist íram að næstu helgi vegna tafa sem deilumar nú um helgina ollu. hlutverk sitt að nokkra leyti“. Ástandið er „ákaflega erfitt". Eþíópía/Sómalía -' Stjómvöld í hvoragu ríkinu hafa samþykkt að leyfa alvarlega sjúkum og særðum föngum frá því í stríðinu 1977 að snúa heim. Vestur-Sahara - Frá 1978 hefur Marokkóstjóm ekki leyft eftirlit með stríðsfongum. Hvorki hún né Polis- ario-hreyfmgin hafa viljað nafn- greina alla fanga sína. Chad - Uppreisnarmenn, sem beijast gegn stjóminni, vilja ekki leyfa fulltrúum Rauða krossins að vitja fanga í norðurhluta landsins. Angóla - Stjómin bannar Rauða krossinum eftirlit með föngum en hefur samþykkt að taka við mikilli Æ algengara að mann- réttíndamál séu hundsuð íran, Afganistan, Kambódía, Angóla og Mósambík virða Genfarsáttmálann að vettugi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.