Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986
13
Fi’á allri villu
klártogkvitt
eftír Reyni Axelsson
Að lokinni prédikun herra Péturs
Sigurgeirssonar biskups við vígslu
Hallgrímskirkju í Reylq'avík sunnu-
daginn 26. október bárust um kirkj-
una og um útvarp og gonvarp til
allra landsmanna hátíðlegir hljómar
einhvers fegursta gamals sálmalags
íslenzks, og síðan voru sungin orðin:
„Víst ertu, Jesús, kóngur klár.“
Mörgum hefur hnykkt við. Hvemig
má það vera að yfirmönnum kirkj-
unnar þyki tilhlýðilegt að afbaka orð
Hallgríms Péturssonar á sjálfri
vígsluhátíð þeirrar kirkju sem er reist
honum til minningar?
Vera má að kirkjunnar menn sjái
gilda ástæðu til að breyta þeirri beyg-
ingu nafnsins „Jesús" sem hefur
tíðkazt með þessari þjóð um aldir.
Ef til vill er það rétt, sem mig minnir
að einhver hafí haldið fram, að ung
prestsefni geti ekki lengur lært að
fara með þetta nafn að hefðbundnum
hætti og því verði að einfalda beyg-
ingu þess. Mætti þó hafa í huga þá
áminningu sem sér Páll Bjömsson í
Selárdal hafði að yfírskrift fyrsta
kafla rits síns, Um prest og prédik-
un: Að sá öðmm vill kenna, kunni
framar. Hvað semþví líður em kenni-
menn auðvitað frjálsir að því eins og
hveijir aðrir að taka upp þær orð-
myndir og beygingar sem þeim
þóknast En þótt þeir ráði eigin orð-
um má spyija hvaðan þeim kemur
siðferðilegur réttur til að breyta að
geðþótta þeim verkum sem fyrri aida
menn hafa unnið af mestri kost-
gæfni og samvizkusemi.
Að vísu hafa þeir enga lagalega
skyldu til að varðveita orð Hallgríms
Péturssonar óbreytt. Enginn höfund-
arréttur stendur vörð um þau lengur.
hver og einn sem hefur vilja og
smekkleysi til getur afskræmt þau
að vild. Hallgrímur Pétursson sjálfur
fól ekki ávöxt verka sinna dauðlegum
mönnum á hendur, en hann bað þá
hógvæmm orðum vel að geyma:
„Hver ávöxtur hér af færist," skrif-
aði hann í inngangi Passíusálmanna,
„befala ég guði. En þess er ég af
guðhræddum mönnum óskandi, að
eigi úr lagi færi né mínum orðum
breyti, hver þeir sjá orði drottins og
kristilegri meiningu eigi á móti. Þeir
sem betur kunna, munu betur gjöra."
Hver hefði ekki að óreyndu treyst
íslenzku þjóðkirkjunni til að verða
við þessari frómu ósk? Kannski ættu
yfirmenn hennar að staldra við og
hugieiða þessi orð Krists: „Sá, sem
er trúr yfir litlu, mun einnig vera
trúr yfír miklu, og sá, sem er ótrúr
yfir litlu, mun og ótrúr vera yfir
miklu."
Höfundur er háskólakennari.
Morgunbladið /Einar Falur
Grænlenzki rækjutogarinn Eric Egede. í formastri er lokaður klefi
fyrir varðmann. Um borð í skipinu er mjög fullkomið rækjuvinnslu-
kerfi. Myndin er tekin við Austurbakka í Reykjavík.
Grænlenzkir rækjutogarar
leggja upp í Reykjavík
Á föstudagskvöldið lét úr höfn
hér í Reykjavík grænlenski
rækjutogarinn Eric Egede, sem
er eign togaraútgerðar græn-
lensku heimastj ómarinnar. Hér
hafði togarinn legið í höfninni
frá því í byijun vikunnar. Hingað
kom hann frá Danmörku.
Auglýst eftir kröfum
á kjarn fóðursjóðinn
UPPGJÖRI á gamla kjarnfóður-
sjóðnum, sem lagður var niður
með búvörulögunum vorið 1985,
er ekki lokið. Það sem veldur þvi
er að ýmsir þeir sem skulda
sjóðnum telja sig eiga gagnkröfu
á hann eftir dóm Hæstaréttar í
máli Arna Möller svínabónda á
Þórustöðum þar sem sjóðnum
var gert að endurgreiða Arna
hluta af því kjarnfóðurgjaldi sem
hann hafði greitt.
Fjármála- og landbúnaðarráðu-
neytin hafa nú auglýst eftir kröfum
á sjóðinn í framhaldi af þessum
dómi með fresti til 15. nóvember.
Þetta mál kom til umræðu á fundi
Framleiðsluráðs síðastliðinn föstu-
dag. Þar kom fram að fleiri bændur
eiga rétt á endurgreiðslu á hluta
gjalds síns en áður var talið, meðal
annars bæði kúa- og sauðfjárbænd-
ur. Var rætt um að vekja athygli
bænda á þessu.
Þar hafði skipið verið lengt um
11 metra og sett í það ný og stærri
aðalvél. Þá var í Danmörku keypt
nýrra og fullkomnara rækjuvinnslu-
kerfí, sem mun geta afkastað
40—50 tonnum af rækju á sólar-
hring. Höfðu hérlendir útvegsmenn
komið um borð í togarann til að fá
að skoða rækjuvinnsluna. Sagt er
að hún sé nú ein sú fullkomnasta
sem völ er á. Verksmiðjan sem
framleiðir þessar vélar heitir Kron-
borg. Meðan á viðdvölinni stóð hér
í Reykjavík var lögð síðasta hönd
á uppsetningu vinnslukerfísins. Átti
að reynslukeyra það áður en togar-
inn léti úr höfn. Hann á að fara
beint á rækjumiðin við A-Grænland.
Þessi togari og þrír rækjutogarar
aðrir útgerðar grænlensku heima-
stjómarinnar munu nú í vetur,
meðan vertíð stendur yfír á Græn-
landsmiðunum, hafa Reykjavík sem
birgða- og þjónustuhöfn. Umboðs-
maður togaranna er Þorvaldur
Jónsson skipamiðlari.
Að lokum má geta þess að í áhöfti
þessa togara er 31 maður. Yfirmenn
em Færeyingar, en aðrir í áhöfn-
inni Grænlendingar. Þá em þrír
Japanir sem hafa eftirlit með rækju-
framleiðslunni. Búist er við að
þessari fyrstu veiðiför rælq'utogar-
ans, Eric Egede, ljúki hér í
Reykjavíkurhöfn í byijun desember.
Þá er togarinn væntanlegur inn úr
fyrstu veiðiförinni.
Persónulegur stíll
i góðum klæðnaði
AUGLST. BJARNA D.