Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28, OKTÓBER 1986
rr
29
„Tákn þess sem er ennþá meira
og stærra en sérhvert hús“
Ávarp Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, flytur ávarp sitt við vígsluna.
ókomna tíma að skipa sérstakan I þeirra minninga sem hún er tengd.
sess í huga þjóðarinnar, vegna | Hún er og verður tákn þess, sem
er ennþá meira og stærra en sér-
hvert hús gert af manna höndum.
Hún er tákn þess hvemig einum
manni, í þjáningu og neyð, tókst
með trúarstyrk sínum og andagift
að blása þjóð sinni í brjóst þolgæði
og samhug á þrengingartímum í
sögu hennar.
Hallgrímur Pétursson gaf íslend-
ingum Passíusálma sína, andlegt
stórvirki sem aldrei fimist né kvam-
ast úr meðan lifir sjálfstæð tunga
hjá sjálfstæðri þjóð.
Sá dimmi dalur sem Hallgríms-
kirkja gekk á sinni tíð er langt að
baki. A björtum degi íslenskrar
sögu hvarflar hugur okkar aftur til
hans og við óskum þess að þetta
hús sem reist er í minningu hans,
verði þjóð hans ömggt athvarf og
uppspretta hins sama styrks og
honum var gefínn.
Guð blessi land vort og þjóð.
Morgunblaðið/Einar Falur
Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, predikar.
jafnt sem Hallgrímur Pétursson. All-
ir, sem hafa notið samfylgdar hans,
hafa honum sitt að þakka, bamið,
ljúfu einföldu bænina hans, sá ungi
heilræði og lífsspeki, hinir hrokafullu
lærðu af honum auðmýkt og iðrun,
hinir sorgmæddu og vonlausu hugg-
un, lærðustu vísindamenn og spek-
ingar fundu æðstu sannindin í fegurri
og sannari framsetningu en öðmm
hafði tekist, og að lokum var hann
sá, er svo vel söng „að sólin skein í
gegnum dauðans göng“.
Hvað gerði Hallgrím að svo miklu
trúarskáldi sem þar færi Davíð með
hörpu sína? Að mannanna dómi átti
ævi Hallgríms að mistakast og hann
hrakyrtur, svo að ekki er eftir haf-
andi. Hallgrímur lærði auðmýkt og
lítillæti, hann gerir ráð fyrir því í
formálsorðum Passíusálmanna að-
betur verði hægt að yrkja um efni
sálmanna og segin „Þeir sem betur
kunna, munu betur gera." Hann setti
sig aldrei á háan hest, hann opnaði
hjarta sitt í sannri iðmn og skorti á
trú, játaði bresti sína, og því áttu
allir, er fundu til smæðar sinnar og
vanmáttar, samleið með honum, —
samt náði hann þessari hæð! — að
nú er þessi hái helgidómur Drottni
til dýrðar en í sama mund reistur í
minningu séra Hallgríms.
Hvemig það fór eftir þjá Hall-
grími, sjáum við best er hann lýsir
eigin sálarsjón og segir;
Gegnum Jesú helgast hjaita
í himininn upp eg líta má,
Guðs mins ástar birtu bjarta
bæði fæ eg að reyna og sjá,
hiyggðarmyrkrið soigar svarta
sálu minni hverfur þá.
(Pass. 48)
Fömm einnig þessa leið með
Hallgrími í minningakirkju hans og
iðkum bænina svo sem hann kvað
ríkt á um; „Bænin má aldrei bresta
þig.“ Þar emm við honum samferða
upp til Guðs í fylgd með Kristi.
Innsæið í líf og trú Hallgríms Pét-
urssonar fann skáldið Hannes
Pétursson, er hann stóð í kirkjugarð-
inum í Saurbæ á Hvalijarðarströnd
hjá leiði Hallgríms og hugleiddi „hinn
dýrasta hlut“, þann helga dóm er
Hallgrímur gaf okkun
Með hik mitt og efa
hálfvolga skoðun,
hugsjónaslitur
ótjósu boðun,
kem eg til þín
að lágu leiði.
Hér lyftist önd þin í
vonbjart heiði.
Þú namst þau oið
sem englamir sungu.
Þú oitir á máli
sem brann á tungu.
Óttinn fangstaðar
á þér missti.
Alnánd: Þú gekkst
við hliðina á Kristi.
Sálmar Hallgríms blésu
krafti í hugsjónamennina
Ávarp Jóns Helgasonar, dóms-
og kirkjumálaráðherra
Víst ert þú, Jesús, kóngur klár,
kóngur dýrðar um eilíf ár.
Góðir hátíðargestir og landsmenn
allir.
Kirkju okkar íslendinga og krist-
inni trú eigum við það framar öllu
öðru að þakka að við eigum skráð-
ar minningar um fortíð okkar. Og
tunguna höfum við varðveitt hvað
best í ritum trúarlegrar tegundar.
Þess var minnst fyrir skömmu
að liðnar eru fjórar aldir frá því að
Biblfan kom fyrst út á íslensku. Þá
var rifjað upp hve íslensk biblíuút-
gáfa átti mikinn og ef til vill
afgerandi þátt í því að þjóðin varð-
veitti tungu sína svo vel sem raun
ber vitni.
Morgunblaðið/Einar Falur
Á þessari stundu er enn sem fyrr
ástæða til að gefa því gaum hvem-
ig trú og tunga hafa með öðrum
þáttum í aldagömlum menningar-
arfí okkar sameinað íslenska þjóð.
Sú kirkja sem nú hefur verið vígð
— Hallgrímskirkja á Skólavörðu-
hæð í Reykjavík — hlýtur um
Sálmar Hallgríms Péturssonar
leita á hugann við vígslu Hallgríms-
kirkju í Reykjavík.
Þeir blésu líka krafti í hugsjóna-
mennina, sem hófu baráttu fyrir
byggingu hennar á fyrri hluta þess-
arar aldar, þar sem nöfn þeirra
Guðjóns Samúelssonar húsameist-
ara og Jónasar Jónssonar frá Hriflu
em efst á blaði.
Það er erfitt að gera sér grein
fyrir þeim dugnaði, kjarki og bjart-
sýni, sem þurfti til að byija á fyrsta
áfanga þessarar byggingar fyrir
rúmum 40 ámm. Það virtist líka
miða hægt í glímunni við klöppina,
þegar daglega var gengið framhjá,
þar sem unnið var að því að
sprengja fyrir kjallaranum að kóm-
um. En áfram var verkinu haldið,
fyrsti hlutinn tekinn f notkun og
síðan tekið til við framhaldið og nú
er söfnuður Hallgrímskirkju búinn
að lyfta því Grettistaki, sem við
okkur blasir. En Hallgrímskirkja
er ekki reist fyrir söfnuð hennar
einan heldur þjóðina alla. Ríkisvald-
ið hefur því veitt nokkum stuðning,
svo að þessu markmiði mætti ná.
Og í fjárlagafmmvarpi, sem nú
hefur verið lagt fram á Alþingi,
sést, að þeim stuðningi á að halda
áfram, enda ýmsu ólokið — bæði
innan og utan dyra.
Hallgrímur Pétursson naut ekki
háreistra bygginga, þegar hann
orti sálma sína, enda er það and-
inn, sem er boðskapurínn f kenn-
ingu kristinnar kirkju, en ekki efnið,
sem mölur og ryð fær grandað.
Hins vegar hlýtur í útliti þeirra
bygginga, sem ætlaðar em til að
miða við að flytja þennan boðskap,
að koma fram sú virðing, sem við
bemm fyrir honum, hvort sem um
er að ræða kirkjur hinna minnstu
Jón Helgason flytur ávarp sitt.
safnaða eða aðrar stærri. Það leiðir
því af sjálfu sér, að til kirkju, sem
helguð er minningu Hallgríms Pét-
urssonar, hlýtur sérstaklega að vera
vandað. Svo hátt rís Hallgrímur í
hópi þeirra, sem flutt hafa Guðs
orð á íslenzkri tungu. Og hann gerði
það á þann meistaralega hátt, að
túlkun hans er jafn skír fyrir okkur
nú á 20. öld og fyrir samtíðarmönn-
um hans. Og okkur er ekki síður
þörf nú en áður að festa okkur
boðskapinn í minni og fylgja þeim
fjölmörgu heilræðum, sem þar er
Morgunblaðið/Einar Falur
að fínna. Hér, f þessum fagra sal,
þar sem svo hátt er til lofts og vítt
til veggja, og sálmar Hallgríms
Péturssonar munu óma um ókomn-
ar aldir, þar skynjum við og fyll-
umst lotningu fyrir „kóngi dýrðar
um eilíf ár“.
Megi blessun fylgja Hallgríms-
kirkju í Reykjavík, megi blessun
fylgja söfnuði hennar og öllum öðr-
um, sem unnið hafa að bygging-
unni. Megi blessun fylgja öllum,
sem ganga í þetta guðshús á kom-
andi árum og öldum.