Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 27
3861 flaaÖTaO .8S HUOAQUlQIfl<I .GIQAtjaMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 Steingrimur Hermannsson, forsætísráðherra, ræddi í gær við Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína. Viðræður þeirra fóru fram í Peking og var myndin tekin við það tækifæri. í dag mun Steingrímur ræða við Deng Xiaoping, leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins. Þetta er í fyrsta skiptí sem forsætisráðherra íslands fer í opin- bera heimsókn til Kína. Heimsókn Steingríms Hermannssonar lýkur á fimmtudag. Heimsókn Elia Wiesel, til Sovétríkjanna lokið: Skoraði á sljórnvöld að sleppa Andrei Sakharov Fékk ekki að hitta Gorbachev að máli Moskvu, AP. ELIA WIESEL, sem fyrr í þess- um mánuði hlaut friðarverðlaun Nóbels, fór frá Moskvu til París- ar á sunnudag. Wiesel hafði vonast ttil þess að hitta Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, að máli en varð ekki að ósk sinni. Elia Wiesel boðaði til blaða- mannafundar í Moskvu þar sem hann hvatti stjómvöld í Sovét-ríkj- unum til að heimila gyðingum að flytjast úr landi. Sagði Wiesel að 3.000 gyðingafjölskyldur hefðu óskað eftir leyfí til hverfa úr landi. „Það væri mjög í anda hinna nýju stjómvalda Sovétríkjanna að leyfa þessu fólki, mönnum, konum og bömum, að höndla hamingjuna á ný“ sagði hann. Þá skoraði Wiesel á Sovétstjómina að sleppa andófs- manninum Andrei Sakharov, sem dvelst nú í útlegð í Gorky, og átta öðram andófsmönnum.Áður en Wi- esel hélt til Sovétrikjanna hafði hann óskað eftir því að fá að ræða við Sakharov, sem fékk friðarverð- laun Nóbels árið 1975, en af því varð ekki. „Það er einfaldlega óréttlátt að einangra Andrei Sak- harov á þennan hátt. Hann er einstakur hugsjónamaður og mann- vinur" sagði Wiesel. Elia Wiesel vinnur nú að undir- búningi ráðstefnu um morð á föngum, öðram en gyðingum, í út- rýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Fór hann til Sov- étrílq'anna til viðræðna við þarlenda embættismenn um ráðstefnu þessa, sem hefst í febrúar á næsta ári í Washington. Wiesel tjáði blaða- mönnunum að hann myndi senn snúa aftur til Moskvu og kvaðst vongóður um að þá gæfíst honum, tækifæri til að ræða við Mikhail S. Gorbachev. Hress og gagnleg STJÖRNUSPEKI- NÁMSKEIÐ hefjast 3. og 15. nóvember ' ........ . I ~ Framhaldsnámskeið, úrlestur stjörnu- korta: 3. nóvember, 6 skipti á mánu- dags- og fimmtudagskvöldum frá kl. 20 til 23. I Þetta er námskeið fyrir þá, sem hafa und- irstöðuþekkingu í stjörnuspeki, þekkja táknin, stjörnumerkin, plánetur og hús, en vilja öðlast aukna leikni í að tengja alla þættina saman í eina heild. I Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson, stjörnuspekingur. Byrjendanámskeið: 15. nóvember, 6 skipti á laugardögum frá kl. 12 til 15. i Fjallað er m.a. um lífsorku þína, tilfinn- ingar, hugsun, samskipti, starfsorku, þær mótsagnir í persónuleika þfnum sem geta valdið erfiðleikum, bælingar og ónýtta hæfileika. —.................. I z Þetta er einstakt tækifæri til að eiga ánægjulegar stundir með skemmtilegu fólki, ræða um sjálfan þig og stöðu þína í lífinu. STJÖRNUSPEKIMIÐSTÖÐIN, Laugavegi 66. Nánari upplýsingar í síma 10377. Ólympíumótið í skák: Harðsnúnar sveitir frá Sovétmönnum Moskvu, AP. GARRI Kasparov, heimsmeistari í skák, og Maya Chiburdanidze, heimsmeistari kvenna í skák, munu leiða sovésku skáksveitirn- ar á Olympíumótinu í skák, sem hefst í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum i næsta mánuði. Aðrir í sovésku karlasveitinni verða Anatoly Karpov, Andrei So- kolov og Artur Yusopov en í kvennasveitinni Yelena Akhmylov- skaya, Nana Alexandria og Nona Gaprindashvili. Er hér um að ræða mjög harðsnúið lið, allt fremsta skákfólk Sovétmanna, og augljóst, að það ætlar sér ekkert annað en sigur. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Hjálparkalltækið: IÍFVÖRÐURINN fiimi skemmri tíma. Ómissandi örygaistæki fyrir aldraða, fatlaða, hjartasjúklinga og aðra sem geta skynairega þurft á hjólp að halda.___________________________________ Þegar jafnvel stutt leið að síma getur reynst ofviða, er mikið öryggi í þráðlausa tækinu sem borið er um hálsinn. Aðeins þarf að þrýsta á tækið til að gera aðvart í öryggismiðstöð VARA, þar sem strax eru gerðar ráðstafanir til hjálpar. Einsog sönnum lífverði sæmirgetur hann einnig gertaðyartumeld ogreyk. í flestum tilfellum greiða almannatryggingar meirihluta kaupverðs en tækið fæst einnig leigt til lengri eða Halla Halldórs- dóttir, hjúkrunar- fræðingur VARA veitir allar nánari upplýsingar og aðstoð. Hún er einnig tilbúin að heimsækja þá sem vilja kynnast„LITLA LÍFVERÐINUM". Halla er í síma 91-29399. fSkógarhlu Pósthólf 1101 121 Reykjavfk o 91-29399 Sfmaþjónusta allan sólarhringinn. íslensk öryggisþjónusta meö alþjóöleg sambönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.