Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Garðabær Starfsmaður óskast Verkfræðistofan Vista sem hefur sérhæft sig í sjálfvirkni og iðnaðarrafmagni, óskar eftir því að ráða til starfa rafmagnsverkfræðing eða -tæknifræðing. Starfið verður að verulegu leyti fólgið í vinnu við rafkerfi og loftræstikerfi stórra bygginga. Skriflegar umsóknir óskast sendar til Vista fyrir 1. nóvember. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. ff l/ISM VUTOMATATION. CONTROL AND MEASUREMENT SYSTEMS Höfðabakka 9, 112 Reykjavík. Prjónavélaviðhald Okkur vantar duglegan mann til þess að sjá um viðhald og viðgerðir prjónavéla. Æskilegt er að viðkomandi hafi vélvirkjamenntun og þekkingu á tölvustýrðum vélum eða sé vanur prjónavélaviðgerðum. Starfið er laust strax. Frekari uppl. hjá starfsmannahaldi Álafoss hf. sími 666300. & Álafoss hf. Bílasala Þekkt bílasala óskar eftir ungum duglegum sölumanni. Verður að geta starfað að miklu leyti sjálfstætt. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist auglýsingad. Mbl. fyrir 1. nóv. merkt: „B - 190". Blaðbera vantar í Silfurtún. Upplýsingar í síma 656146. NÁMSGAGNASTOFNUN Afgreiðslu- og lagerstörf hálfan og allan daginn Námsgagnastofnun auglýsir eftir afgreiðslu- og lagermönnum til starfa hálfan eða allan daginn. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Námsgagnastofnun, pósthólf 5192, 125 Reykjavík fyrir 1. nóvem- ber merktar: „Umsókn". Deildarstjóri Okkur vantar deildarstjóra í hönnunardeild Álafoss hf. Starfið er laust strax. Um er að ræða stjórnunarstarf vegna hönnunar á fatn- aði innan og utan fyrirtækisins. Starfið krefst þess að viðkomandi geti sótt sýningar er- lendis. Tungumálakunnátta er nauðsynleg. Frekari uppl. gefur starfsmannastjóri í síma 666300. £ Álafoss hf. ST. JÓSEFSSPÍT ALI, LANDAKOTI Lausar stöður Þurfum á góðu fólki að halda til starfa við ræstingar bæði á Landakoti og í Hafnar- búðum. Uppl. í síma 19600-259 alla virka daga frá kl. 10.00-14.00. Reykjavík 27.10 1986. Snyrti- og gjafa- vöruverslun í miðbænum óskar eftir starfskrafti strax, hálfan daginn frá kl. 2-6. Æskilegur aldur 25-40 ár. Umsóknir er greina aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 31. október merkt: „Bl — 193“. Sölustarf Vegna skipulagsbreytinga í söludeild óskum við nú eftir að ráða sölumann til starfa. Um er að ræða lifandi starf sem bíður upp á mikla möguleika. Æskilegt er að viðkomandi hafi bifreið til umráða og geti hafið störf um miðjan des- ember. Umsóknir leggist inn á augld. Mbl. fyrir 6. nóvember 1986 merktar: „Nói og Síríus hf. og Hreinn hf. — sölustarf — 1662“. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Verslunarhúsnæði Til sölu er á mjög góðum stað í austur- borginni í nýju húsi, sem nú er í smíðum, verslunarhúsnæði, sem verður selt í eftirtöld- um einingum: . / 1. 123 fm + 123 fm + 191 fm = 437 fm 2. 133fm + 205 fm m/innkhurð = 338 fm Hægt er að setja saman fleiri en eina ein- ingu og mynda þannig stærra húsnæði sbr. samtölur hér að ofan. Húsnæðið verður afhent til innréttinga og notkunar 1. ágúst 1987. Ofangreint húsnæði er sérstakt vegna eftir- talinna atriða: 1. Húsið er mjög vel staðsett í austur- borginni. 2. Húsið er að utan mjög vandað í öllum frágangi og einnig öll sameign inni, sem hönnuð er af innanhúsarkitekt. 3. Lóðin verður fullfrágengin og er hún hönnuð af landslagsarkitekt og verður allur frágangur hennar mjög vandaðar. Mörg bílastæði. Upplýsingar um ofangreint verða veittar í síma 31965 næstu daga. Skrifstofuhúsnæði Til leigu í Austurstræti 4 herb. á sömu hæð, frekar lítil. Laus 1. desember nk. Leigist í sitthvoru lagi eða saman. Upplýsingar í síma 611569. íbúðtil leigu Til leigu 80 fm íbúð í Háteigshverfi. Laus strax. Lysthafendur sendi tilboð með upplýs- ingum til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „íbúð Háteigshverfi — 1871“. Atvinnuhúsnæði við Hlemmtorg til leigu. Er 90 fm., 3 stofur, matstofa, snyrting. Hentar vel fyrir lækninga- stofu, verkfræðing, rafeindatækjaþjónustu eða ? Upplýsingar í síma 31918. Flutt Nýtt heimilisfang — Nýtt símanúmer Höfum flutt starfsemi okkar að Borgartúni 26. Höfum fengið nýtt símanúmer 622890 - 622891. biisiál s.f. Borgartúni 26, 105 Reykjavík, Sími 622890 - 622891. Lóðaúthlutun íKópavogi Kynningarfundur Kópavogskaupstaður auglýsir lóðir í „Suð- urhlíð" til úthlutunar. Lóðirnar eru í reit „B“ suð-austur af íþróttahúsinu Digranesi við Skálaheiði. Um er að ræða 45 einbýlishúsalóðir og 2 lóðir undir „klasahús", sem eru 5 á hvorri lóð. Hvorri þessara lóða verður úthlutað til eins byggingaaðila. Gert er ráð fyrir að hefja megi byggingafram- kvæmdir upp úr miðju ári 1987. Uppdrættir, skilmálateikningar og skipulags- og byggingarskilmálar liggja frammi á tækni- deild Kópavogskaupstaðar, Fannborg 2, 3. hæð. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember nk. Kynningarfundur um þetta byggingasvæði og deiliskipulag þess, verður miðvikudaginn 29. október nk. kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs II. hæð. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Refabú á Suðurlandi Til sölu er gott refabú með um 180 blárefa- læðum ásamt nokkrum silfurrefalæðum. Refahús eru um 1200 fm. 70-80 hektara land fylgir ásamt 9.25 hesta húsi. íbúðarhús er gamalt en sæmilega gott. Þeir sem áhuga hafa leggi nöfn sín inn á augldeild Mbl. merkt: „Refabú — 548“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.