Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 41 Minning: Margrét Sigtryggs- dóttirfrá Siglufirði Fædd 21. júní 1892 Dáin 20. október 1986 Margrét kvaddi heiminn með sömu hógværðinni og ljúfleikanum í garð allra eins og hún var vön að umbera hið óhjákvæmilega. Líf hennar fjaraði út sem hljóðlátur og tær lindarlækur sem leitar til móð- unnar miklu, sem flytur okkur öll einhvemtíma til sælli heima. Hún var á nítugasta og fimmta aldursári þegar hún lést, fædd 21. júní 1892 á Ljótsstöðum á Höfða- strönd. Foreldrar hennar voru Jakobína Friðriksdóttir og Sig- tryggur Sigmundsson, sem bjuggu um þetta leyti í sambýli við foreldra föður hennar, en það voru hjónin Margrét Þorláksdóttir, sem átti ættir að rekja til Hörgárdals í Eyja- firði (afí þessarar Margrétar var Þorlákur dannebrogsmaður á Skriðu í Hörgárdal), og Sigmundur Pálsson, sem var héraðskunnur gunnreifur hvatamaður að ýmsum framfaramálum í sinni sveit, stofn- andi Búnaðarfélags Hofshrepps, oddviti og hreppstjóri sveitar sinnar um tíma en kunnastur mun hann hafa verið sem verslunarstjóri í Hofsós og Kolkuósi. Foreldrar Margrétar, Sigtryggur og Jakobína, bjuggu lengst af í Gröf á Höfðaströnd og orð fór af því heimili fyrir gestrisni og aðra hjálpsemi við granna sína, enda var Sigtryggur þjóðhagi og mikið til hans leitað um úrlausnir í þeim efn- um. í huga Margrétar var bærinn Gröf unaðsreitur bemsku hennar og æskustöðvamar sveipaðar dýrð- arljóma sem skiljanlegt er þeim, sem kann að njóta stórfengleiks náttúru og landslagsdýrðar Skaga- íjarðar á þekkri stund. Margrét var þriðja f röðinni af systkinahópnum. Elstur var Friðrik, sem seinna varð smiður á Siglu- firði, þá Sigmundur, sem gerðist fyrst bóndi á Höfðaströnd en síðar verslunarmaður á Siglufirði og yngstur var Benedikt, sem dó um aldur fram, en hafði þá verið símrit- ari um nokkurt skeið á Seyðisfirði. Fleiri vanabundin og munaðar- laus böm ólust upp í Gröf um lengri eða skemmri tíma og báru vitni um hlýtt hugarþel sem þau urðu þar aðnjótandi. Um tvítugsaldur fór Margrét suður til Reykjavíkur til að afla sér menntunar í hússtjómarfræðum og þegar spánska veikin geisaði hér veturinn 1918 þá lenti hún í að sinna dauðvona sjúklingum sem varð henni oft að frásagnarefni og hún minntist með gleði ef vel tókst til. Slík verkeftii vom líka í sam- ræmi við manngerð og skaphöfn hennar. Áður en fjötrar efri aldursáranna lögðust yfir var hún óvenjulega kraftmikil, óvílsöm og viljasterk og kom það fram í öllu dagfari. Síðar lærði hún karlmannafata- saum á Akureyri, sem síðar kom að góðum notum til telquöflunar. Arið 1923 giftist Margrét Stefáni Guðmundssyni sem þá var sjómaður á Hofsósi og settu þau þar saman bú. Þar fæddist þeim Jakobína, nú húsmóðir í Kópavogi og Sigtrygg- ur, nú byggingarfulltrúi fyrir Eyjaflarðarsvæði og kvongaður er sænskri konu Maj Britt Stefánsson. Árið 1925 flytja þau til Sigluljarðar og reisa hús í samvinnu við Friðrik. Þar fæddist þriðja systkinið, Hjördís, nú húsmóðir í Hafnarfirði, gift Finnboga F. Amdal. Síðar tóku þau til uppeldis unga móðurlausa stúlku, Guðlaugu Stefánsdóttur, ættaða úr Héðinsfirði sem dvaldi hjá þeim til fullorðins ára. Stefán, maður Margrétar, sem gerðist múrarameistari á Siglufirði, lést um aldur fram 1947 en Mar- grét og Friðrik héldu heimili saman með hjálp bamanna þangað til þau fluttu suður í skjól Jakobínu og manns hennar, Andrésar Davfðs- sonar, 1957. Friðrik lést árið 1971 á elliheimilinu Gmnd. Margrét dvaldi á Hrafnistu frá 1976 en flutti nokkmm ámm seinna á Hjúkmnarheimilið Sunnuhllð f Kópavogi þar sem hún naut sérlegr- ar umönnunar starfsfólksins og vandamenn Margrétar þakka sér- staklega. Margrét var fögur kona og gædd sérstökum persónutöfrum, sem áttu rætur að rekja í eðlislægri góðvild og manngæsku, sem allir er hún umgekkst urðu aðnjótandi. Þess vegna verður minning hennar öllum vandamönnum dýrmæt og öðmm sem kynntust henni gleðigjafi. Blessuð sé minning hennar. Andrés Davíðsson „Annir“ Kvennalista MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Kvennalista: María Jóhanna Lámsdóttir tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur. María Jóhanna er sjöunda konan á framboðslista Kvennalistans í Reykjavík og fimmta varaþing- konan. Vegna frétta í dagblöðum þann 24. október vill Kvennalistinn koma eftirfarandi á framfæri: Kvennalistinn er ekki stjómmála- flokkur heldur kvennahreyfing sem hefur m.a. það markmið að auka áhrif kvenna í þjóðfélaginu. Starf- semi Kvennalistans er öðmvísi byggð upp en starfsemi stjómmála- flokka. Hver kona er virkur þátttak- andi f hreyfingunni og skipta konur ört um hlutverk. Það er alveg rétt eins og fram kom í frétt Tímans þann 24. október að konur hafa mikið að gera og em Kvennalista- konur sem og aðrar konur í fslensku þjóðfélagi undir miklu vinnuálagi. Þessar skiptingar henta því Kvennalistanum betur þar sem bæði vald og vinnuálag dreifist á herðar fleirri kvenna. Sú kona sem hefur aðstöðu og tíma í það og það skiptið tekur að sér hin ýmsu verk- efni. Þess vegna hefur María Jóhanna nú tekið að sér þingstörf um stundarsakir. Kvennalistinn vill jafnframt benda á að hlutverka- skipti kvennalistakvenna em ekki fjármagnaðar úr ríkissjóði heldur af kvennahreyfíngunni. FRAM Leiðbeinendur: Krístján Gunnarsson, verkfræðingur Bjöm Viggósson, markaös- og söluróö- gjafi Eiríkur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri TÖLVUSKÓLI Tölvuvæðing fyrirtækja Hefur þú hugleitt hvað það kostar fyrirtæki þitt að tölvuvæðast? Veistu að það er ódýrast að hafa hlutina í lagi? Námskeiðið Tölvuvæðing fyrirtækja er ætlað öllum þeim sem hugleiða tölvu- kaup fyrir meðalstór og minni fyrirtæki. Kynntur verður vél- og hugbúnaður fyrir einkatölvu en á því sviði hafa átt sér stað byltingarkenndar framfarir. Farið er vandlega yfir þau fjölmörgu atriði sem þarf að taka með í reikninginn við tölvuvæðingu. Efni: Hvaða hugbúnað þarf? Kynntur verður samhæfði hugbúnaðurinn STÓLPI sem hentar flestum gerðum fyrirtækja s.s. iðnaðarfyrirtækjum, verktökum, þjónustufyrirtækjum, prent- smiðjum, bókaútgáfum, heildverslunum, verslunar-, fjölmiðla- og ráðgjafafyrir- tækjum. Helstu þættir hans eru: * Fjárhagsbókhald * Lánardrottnabókhald * Birgðakerfi * Sölunótukerfi *' Skuldunautabókhald * Launakerfi * Verkbókhald * Tilboðskerfi Kynntur verður annar hliðstæður búnaður, algeng ritvinnslukerfi, gagnasafn- kerfi og töflureiknar. Hvaða vélbúnað þarf? Hér er gefið yfirlit yfir allar þær fjölmörgu tölvur semeru á boðstólum og er farið í þau atriði sem máli skipta við val á vélbúnaði. Hvað kostar tölvuvæðingin? Farið er í alla helstu þætti stofnkostnaðar, rekstrarkostnaðar og byrjunarkostn- aðar en mjög algengt er að slíkir hlutir gleymist þegar fyrirtæki tölvuvæðast. * Með góðum undirbúningi og réttu vali á tækjum og búnaði geta fyrirtæki sparað bæði fé og fyrirhöfn. Þetta námskeið er því peninganna virði auk þess sem þátttak- endur öðlast rétt á ókeypis kaupendaráðgjöf Töhmskólans FRAMSÝN. Staður: Tölvuskólinn FRAMSÝN, Siðumúla 26, simar 91-39566 og 91-687434 Timi: miðvikudag 29. október kl. 8.30—12.30 Núerbaraaðglímavið eigin sköpunargáfu því TOYOTA-SAUMAVÉLIN SÉR UM FRAMKVÆMDINA TOYOTA 8900 er með 25 sporum sem gefa þér allar auðveldustu leiðirn- ar til frábærs saumaskaps. Þú snertir bara hnappinn og velur sporið sem þú vilt. SOLUUMBOÐf VIÐ ERUM EINU SPORI A UNDAN TIMANUM: kVARAHLUTAUMBOÐIÐ Bkotic ÁRMÚLA 23 SÍMAR 685870-681733 KLAPPARSTÍG 31 SÍMI 14974
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.