Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.10.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 17 ans i Rekjavík sáu um flutning tónlistar. Vígsluathöfnin hófst klukkan 10.30 með því að prestar og biskup- ar gengu frá Iðnskólahúsinu í kirkju og leikin var inngöngutónlist eftir Þorkel Sigurbjömsson. Hermann Þorsteinsson, formaður sóknar- nefndar Hallgrímskirkju, flutti bæn og sagði: „Drottinn, þú býrð ekki í þeim musterum, sem með höndum eru gerð, heldur ert þú alls staðar nálægur og himinn og jörð geta ekki rúmað þína eilifu hátign. Þó höfum vér reist þetta hús þínu heil- aga nafni til dýrðar og biðjum þig að helga það með nálægð þinni og láta héðan streyma ljós og kraft þinna lífsins orða inn í hjörtu safnað- ar þíns, svo að þau beri jafnan mikinn ávöxt hjá þeim, sem orðið heyra, þeim til helgunar og huggun- ar. Bænheyr það í Jesú nafiii. Amen“. Því næst bám fulltrúar safnaðar- ins kirkjumuni úr gamla messusaln- um að hinu nýja altari, þar sem biskup tók við þeim. Lesnir voru ritn- ingartextar, sem tengdust einstök- um munum kirkjunnar og hlutverki þeirra. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, vígði siðan kirkjuna og sagði í vígsluorðum sínum: „Ver höfum heyrt orð Drott- ins og beðist fyrir. Guðs orð og bænin helga lífið og alla hluti. Drott- inn Guð vor skal tilbeðinn á þessum stað og honum einum þjónað. Hér er Guðs hús, hér er hlið himinsins, staðurinn, sem þú stendur á, er heil- ög jörð. Blessað sé þetta musteri Drottins. Blessað sé allt, sem hér fer fram. Blessað sé lífsins orð og lífsins borð. Blessaðar séu bænir og lof- söngvar. Blessaður sé hver sá, sem hingað leitar á Drottins fund. Ég lýsi yfir þvf, að þetta hús er vígt í nafiii Guðs, föður og sonar og heil- ags anda. Biðjum: Blessa þú, Drottinn, alla sem hingað koma til þess að heyra þitt orð og biðja til þín. Blessa hvert bam, sem borið verður að skímar- laug þinni. Blessa þá, sem koma til altaris þíns til þess að neyta hjálp- ræðisgjafa þinna. Blessa fermingar- bömin, sem hér játast skímamáð þinni. Blessa brúðhjónin, sem leita þín og biðja þig að helga heit sín og samlíf. Blessa þú, Guð allrar huggunar, þá syrgjendur, sem hér kveðja látna ástvini. Styrk þá í lif- andi von fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Blessa hveija bæn og bæt úr a.llri þörf af ríkdómi náðar þinnar. í Jesú nafni. Amen. Þetta vígða Guðs hús er hér með afhent presti og söfnuði til afnota og umönnunar. Lofið nú Guð í þess- um helgidómi hans. Lofið hann fyrir máttarverk hans. Lofið hann eftir mikiileik hátignar hans. Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin. Biðjum: Heyr bænir vorar, eilifí Guð og faðir, þú, sem hefur heitið því að vera nálægur þeim, sem ákalla þig og veita þeim miskunn og eilífa hjálp. Lát ásjónu þína lýsa yfir þennan stað. Fyll þetta hús friði og helgi himins þíns. Gjör hjörtu vor að bústað anda þíns, að vér tilheyr- um þér og þínu ríki í lífi og í dauða og að eilífii. Fyrir son þinn Jesú Krist, Drottin vom, sem með þér lif- ir og ríkir í einingu heilags anda, einn sannur Guð um aldir alda. Amen“. Að loknum vígsluorðum biskups flutti forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir ávarp og sagði meðal annars að Hallgrímskirkja hlyti um ókomna tíma að skipa sérstakan sess í huga þjóðarinnar, vegna þeirra minninga sem hún tengdist. Hún væri tákn þess, sem væri ennþá meira og stærra en sérhvert hús gert af manna höndum, því hún væri tákn þess hvemig einum manni í þjáðningu og neyð, tókst með trúar- styrk og andagift að blása þjóð sinni í bijóst þolgæði og samhug á þreng- ingartímum. „Sá dimmi dalur, sem Hallgrímur gekk á sinni tíð, er langt að baki. Á björtum degi íslenskrar sögu, hvarflar hugur okkar aftur til hans og við óskum þess að þetta hús, sem reist er í minningu hans, verði þjóð okkar öraggt athvarf og uppspretta hins sama styrks og hon- um var gefin," sagði forsetinn meðal annars. Að lokinni vígsluathöfii hófst messa og var í upphafi hennar flutt tónverkið Introitus fyrir kór, málm- blásara, pákur og orgel eftir Áskel Másson, en þessu tónverki hefur höfundurinn ánafnað kirkjunni. Guðrún Finnbjamardóttir, kirkju- vörður og Dómhildur Jónsdóttir, safnaðarsystir, lásu ritningarorð Biskupinn, herra Pétur Sigurgeirs- son, predikaði. Sfðan var geysifjöl- menn altarísganga. Um þúsund manns gengu til altaris og mun það vera flölmennasta altarisganga á íslandi til þessa. Átta prestar þjón- ustuðu, þar af tvennir feðgar, þeir séra Sigurbjöm Einarsson, fyrrver- andi biskup og sonur hans séra Karl Sigurbjömsson og séra Ragnar Fjalar Lárasson og sonur hans séra Þórsteinn Ragnarsson. Auk þeirra Morgunblaðið/Einar Falur Hörður Áskelsson, organisti, stjómaði tónlistarflutningi við athöfnina. þjónustuðu séra Ólafur Skúlason, vígslubiskup, séra Jón Bjarman, sóknarprestur Landsspítalans, Pétur Sigurgeirsson, biskup og séra Láras Halldórsson, sem þjónaði í Hall- grímskirkju sem farprestur um árabil. Allir sálmamir sem sungnir vora við athöfnina vora eftir Hallgrím Pétursson og hafði Þorkell Sigur- bjömsson útsett lögin til að auðvelda safnaðarsöng, sem var mikill og al- mennur. Athöfninni lauk með því að Jón Helgason, dóms- og kirkjumálaráð- herra fiutti ávarp og greindi frá áframhaldandi stuðningi ríkisins við að fullgera kirkjuna og vinna að fegran hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.