Morgunblaðið - 28.10.1986, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 28.10.1986, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. OKTÓBER 1986 5 Samband íslenskra samvinnufélaga: Stofnar eignarhalds- fyrirtæki á sviði út- gerðar og1 fiskvinnslu SAMBAND íslenskra samvinnu- félaga hefur ákveðið að stofna eignarhaldsfélag, sem starfa mun á sviði útgerðar og fisk- vinnslu og er stefnt að því að félagið taki til starfa I. janúar næstkomandi. Starfsemi hins nýja fyrirtækis mun í fyrstu bein- ast að rekstri sjö frystihúsa í eig^u Sambandsins, dótturfyrir- tækja þess og heimamanna á Djúpavogi, Þorlákshöfn, Keflavik, Grundarfirði, Suður- eyri, Patreksfirði og í Reykjavík. Ólafur Jónsson, sölustjóri og staðgengill framkvæmdastjóra sjávarafurðadeildar Sambandsins verður framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins væri að færa starfsemi áðumefndra fyrir- tækja undir eina stjóm þannig að unnt yrði að takast á við rekstur þeirra á einum stað. Hann sagði að stjómir Sambandsins og Félags Sambandsfiskframleiðenda hefðu fjallað um málið á fundum sínum undanfarið og í bókun Sambands- stjómar kæmi fram að markmið hins nýja eignarhaldsfélags væri að efla arðbæra útgerð, fiskvinnslu og verslun með sjávarafurðir á veg- um samvinnumanna. „Þessi rekstur er orðinn það yfir- gripsmikill að það er tímabært að koma þessu undir eina stjóm þann- ig að það liggi fyrir á einum stað allar upplýsingar þegar taka þarf veigamiklar ákvarðanir varðandi reksturinn", sagði Ólafur. Hann kvaðst myndu taka sæti í stjómum allra þessara fyrirtækja og sam- ræma rekstur í anda markmiða eignarhaldsfélagsins og myndi hann eingöngu vinna að þessu verk- efni eftir að félagið hefur tekið til starfa. Ólafur sagði að tíminn yrði að leiða í ljós hver ávinningur yrði að þessu breytta fyrirkomulagi. Ekki lægi enn fyrir nákvæm lýsing á hvemig rekstri hins nýja félags yrði háttað né hversu margir starf- senn myndu starfa við það. Þá væri ekki hægt á þessu stigi að sega neitt um hversu mikið ráðstöf- unarfjármagn hið nýja félag þyrfti né hvernig þess yrði aflað. Sagði Ólafur að tíminn fram að áramótum yrði notaður til að móta stefnuna og skipuleggja starfsemina. Sjá frétt um tilfærslur í stjórnunarstörfum hjá Sambandinu á bls. 31. „Hjartans þíðar þakkir fínar ...“ Á 312. ártíðardegi Hallgríms Péturssonar tjá for- ráðamenn Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð í Reykjavík „hjartans þíðar þakkir fínar“ öllum, sem með hinum margvíslegasta hætti gerðu vígslu minn- ingarkirkjunnar í höfuðborginni mögulega sl. sunnudag. Sjálfboðaliðahópnum stóra, þar á meðal hinum góðu grönnum kirkjunnar, Iðnskólamönnunum, er ekki síst þakkað. Liðveisla þeirra var sem orð í tíma töluð, sem Ritningin líkir við silfurepli á gullskálum. Þökk einnig öllum þeim sem sendu Hallgrímskirkju á vígsludegi hennar hlýjar kveðjur og góðar gjafir. Kveðjur eru sendar öllum þeim sem komu í þjóðar- helgidóminn á vígsludaginn, svo og þeim sem með hátíðinni fylgdust í sjónvarpi og útvarpi. „Sæl er sú þjóð, sem á Drottin að Guði.“ ÞÝSKU KOSTAGRIPIRNIR 1987 ERU KOMNIR Betur búnir en nokkru sinni íyrr Verð lrð kr. 434.000. mest seldi bíll í Evrópu Verð lrá ki. 471.000 V.W. Jetta — írábcer íjölskyldubíll HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 • Pólóskyrtur veró kr. 690.' • Gallabuxur stærölr 6-16 verö kr. 825.- • Sængurverasett meö myndum kr. 840.- • Sængurveraléreft 140 sm á breldd kr. 155.- • Peysur I mlklu úrvall S-M-L verö frá 740.- • Stuttermabollr m/mynd verö kr. 340.- • Þykkir herra-mlttls|akkar kr. 2.400.- og 2.990.- • Úlpur m/hettu stærölr 6-8-10-11-12-14 mjög gott verö • Jogglng-gallar marglr lltlr verö kr. 890,- tll 950,- • Lakaléreft 240 cm á breidd kr. 222,- pr.m. • Lakaléreft 140 cm á breldd kr. 140,- pr.m. • Gallabuxur verö kr. 995.- tll 2.300.- • Gammósfur stæröir 0-16 verö frá 190,- • Kvenbuxur stæröir 25-32 kr. 1.050.- • Handklæði kr. 145.- til 238.- • Viskastykkl kr. 67,- Vilt þú versla ódýrt? ALLT Á 100,- KR. Opiö frá 10.00 - 18.0Q Föstudaga 10.00 - 19.00 Laugardaga 10.00 16.00 Siatúni 3, Sími 83075 Vöruloftíð [M PRISMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.