Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Heimsókn forsætisráðherrahjónanna til Svíþjóðar lokið: Ingvar Carlsson boðið í opinbera heimsókn sannað að afskipti stjómvalda þurfa ekki ætíð að vera af hinu illa." sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist einnig fagna því frumkvæði sem Svíar hafa tek- ið í alþjóðamálum og óskaði Ingvar Carlsson til hamingju með að hafa fetað í fótspor fyrirennara síns, Olof Palme. Steingrímur benti á að þjóðir heims væru stöðugt að verða hver annari háðari og við þær að- stæður hefðu hinar smærri þjóðir ekki aðeins rétt á því að á þær væri hlustað heldur bæri þeim skylda til að standa saman og beita áhrifum sínum til að bæta ástand heimsmála. „Það er einlæg von mín að þjóðum okkar megi auðnast að snúa bökum saman í baráttunni fyrir bættu mannlífi um heim all- an.“ sagði Steingrímur Hermanns- son að lokum í ræðu sinni. Heimsókn forsætisráðherrahjón- anna til Svíþjóðar lauk eins og áður sagði í gærkvöldi en í dag situr Steingrímur fund forsætisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn. STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra hefur boðið Ingvar Carlsson forsætisráð- herra Svíþjóðar og konu hans, Ingrid, í heimsókn til íslands INNLEN-T þegar þeim hentar. Steingrímur lýsti þessu yfir í ræðu í kvöld- verðarboði sænsku ríkisstjómar- innar í gærkvöldi í lok opinberrar heimsóknar hans og Eddu Guðmundsóttir til Svíþjóð- ar. I ræðu sinni sagði Steingrímur að Svíar væru viðurkenndir fremst- ir þjóða með jafnræði og öryggi til handa öllum þegnum landsins og á því sviði væru þeir fyrirmynd margra, meðal annars Islendinga. „í því sambandi tel ég ekki síst mikilvægt að ykkur hefur tekist að samræma nauðsynleg afskipti stjómvalda til að tryggja mönnum jafnræði annars vegar og frelsi ein- staklinga og fyrirtækja til athafna hins vegar, sem er forsenda mikilla tækniframfara og öflugs efna- hagslífs. Þið hafið með þessu VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Fyrir sunnan- og suðaustan land er 980 millibara lágþrýstisvæði sem þokast austur en 1018 millibara hæð yfir norðanverðu Grænlandi. Skammt norðaustur af Nýfundnalandi er vaxandi 998 millibara lægð. SPÁ: Fremur hæg norðlæg átt á landinu og smá él á annesjum fyrir noröan en annars bjart veður að mestu. Síðdegis mun fara að þykkna í lofti suðvestanlands. Hiti verður við frostmark nema við suðurströndina en þar verður hiti 2 til 4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Austanátt og hiti víða um eða rétt yfir frost- marki. Rigning eða slydda sunnanlands, en ól á víð og dreif um norðanvert landið. FÖSTUDAGUR: Norðaustanátt og vægt frost um mest allt land. Snjókoma eða él á noröanveröu landinu en úrkomulaust syðra. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða 9, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður ■W"j w %1 lT r T' VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær aö ísl. tíma híti veöur Akureyri i slydduél Reykjavik 2 skýjaö Bergen 7 rlgning Helsinki 5 þokumóða Jan Mayen 0 alskýjafi Kaupmannah. 11 súld Narssarssuaq -10 skýjafi Nuuk -10 léttskýjað Osló 8 skýjað Stokkhólmur 8 rigning Þórshöfn 6 skýjað Algarve 19 léttskýjað Amsterdam 13 skýjað Aþena 19 skýjað Barcelona vantar Berlín 12 alskýjað Chicago -1 heiðskfrt Qlasgow 11 rígning Feneyjar 12. hálfskýjað Frankfurt 10 alskýjað Hamborg 12 rignlng Las Palmas 21 skýjað London 13 skýjað Los Angeles 11 heiðskírt Lúxemborg 9 súld Madríd vantar Malaga vantar Mallorca vantar Miami 26 lóttskýjað Montreal -1 alskýjað Nlce 17 léttskýjað NewYork 6 léttskýjað París vantar Róm 19 heiðskírt Vín 8 skýjað Washington 1 Þokumóða AP/Símamynd Steingrímur Hermannsson og Ingvar Carlsson ræddust við í gær í Stokkhólmi. Á myndinni sjást forsætisráðherrarnir takast í hendur fyrir viðræðurnar. Síldaraflinn 42.400 tonn: Hvert risakastið af öðru í Seyðisfirði SÍLDARAFLINN á þessari vertið var kominn í 42.400 tonn um hádegið í gær. Þar af hafa 38.200 tonn farið til vinnslu og 4.200 tonn í bræðslu. 51 skip hefur nú hafið síldveiðar, en i upphafi var 91 skipi úthlutað samtals 65.584 tonnum. Að sögn veiðieftirlits- manna hefur síldveiðin verið mjög góð við Austfirði undan- farna daga, sérstaklega i Seyðis- firði þar sem hvert risakastið hefur komið á fætur öðru, jafn- vel alveg við bryggjuna. Síldin er stór og falleg. Það sem af er vertíðinni hefur mest verið landað á Eskifirði (6.473 tonnum), í Grindavík (5.495 t.) og á Höfn (4.174 tonnum). Samkvæmt upplýsingum Amar Traustasonar veiðieftirlitsmanns í sjávarútvegs- ráðuneytinu skiptist aflinn þannig á löndunarhafnir það sem af er síldarvertíð (allt í tonnum reiknað): Siglufjörður 38, Ólafsfjörður 75, Hrísey 12, Árskógsströnd 23, Grenivík 115, Húsavík 195, Þórs- höfn 95, Vopnafjörður 1.085, Seyðisfjörður 3.842, Neskaupsstað- ur 3.263, Eskifjörður 6.473, Reyðarfjörður 2.831, Fáskrúðs- fjörður 3.208, Stöðvarfjörður 1.334, Breiðdalsvík 1.044, Djúpivogur 1.748, Höfn 4.174, Vestmannaeyjar 3.661, Þorlákshöfn 2.165, Grindavík 5.495, Sandgerði 83, Keflavík 341, Hafnarfjörður 72 og Akranes 989. Borgarrað: Kostnaður vegna leiðtoga- fundar 13,2 milljónir KOSTNAÐUR Borgarsjóðs Reykjavíkur og borgarstofnana vegna leiðtogafundarins í Reykjavík 11. og 12. október er samtals 13.227.679 milljónir króna samkvæmt greinargerð sem lögð var fram á fundi borg- arráðs i gær. Að sögn Gunnars Eydal skrifstofustjóra borgar- sljómar mun borgarsjóður krefja ríkissjóð um endur- greiðslu fyrir útlagðan kostnað vegna fundarins. Upplýsingar um kostnað eru unnar samkvæmt gögnum borgar- bókhaldsins og skýrslum frá ein- stökum borgarstofnunum en ekki er talið fullvíst að allur kostnaður sé kominn fram. Þrír stærstu liðim- ir em kostnaður vegna upplýsinga- þjónustu í Hagaskóla og aðstöðu fyrir fréttamenn í Hagaskóla og Melaskóla, tæpar 4,6 milljónir, vegna gatnagerðar um 2,8 milljónir og vegna Borgarspítalans um 1,8 milljónir. í lok greinargerðarinnar, sem Jón G. Tómasson borgarritari tók sam- an, er tekið fram að ýmis kostnaður borgarsjóðs, beinn eða óbeinn, í tengslum við leiðtogafundinn sé ekki meðtalinn. Sem dæmi er bent á ýmsar gatnagerðarframkvæmdir sem var flýtt, uppsetningu á fána- stöngum, málningarvinnu í Höfða og Hagaskóla og kostnað af kynn- ingarstarfsemi á vegum borgarinn- ar í Hagaskóla og við móttökur. Aðalfundur Hjálparstofn- unar kirkjunnar í janúar AÐALFUNDUR Hjálparstofnun- ar kirkjunnar verður haldinn um miðjan janúar nk. Hefur stjórn stofnunarinnar ákveðið skipan mála fram að þeim tima og hefur Gunnlaugur Finnsson verið kos- inn formaður aðalstjórnar. í frétt frá stjóm stofnunarinnar segir einnig að Siguijóni Hreiðars- syni skrifstofustjóra hafi verið falið að fara með prókúm fyrir stofnun- ina fram til aðalfundarins. Þá hefur verið ákveðið að gefa almenningi kost á að gefa til hjálpar og líknar- starfa á aðventunni. Verður söfnun- arfé varið til ákveðinna verkefna innanlands og erlendis. Þessi verk- efni mun framkvæmdastjón kynna innan tíðar. í fréttinni er tekið fram að ekki verði lagt í mikinn kostnað vegna þessara safnana. Á fundi aðalstjómarinnar á mánudag var samþykkt ályktun þess efnis að stjónin harmi þær árásir sem starfsfólk og fráfarandi stjómarformaður hafi orðið fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.