Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Kynningarfundur: Hvernig starfar Rauði krossinn? Rauði krossinn starfar í 144 löndum heims. Innan vé- banda Rauða krossins eru um 250 milljónir manna. Rauði kross íslands var stofnaður 1924 og eru félags- menn nú um 20.000 í 48 deildum um allt land. Á verkefnaskrá félagsins er m.a. þetta: Sjúkraflutningar Skyndihjálp Hjálpartækjabanki Múlabær Blóðsöfnun Öldrunarmál Starfsþjálfun fatlaðra Neyðarvarnir Sjúkrahótel RKÍ-hús fyrir æskufólk Hlíðabær Unglingamál Sjálfboðastörf Alþjóðamál Kynningarfundur verður haldinn í fundarsal félagsins að Nóatúni 21 miðvikudaginn 26. þ.m. kl. 20.15—22. 30 og er dagskráin þessi: Ávarp formanns RKÍ Guðjóns Magnússonar. Almennt um starfið — Jón Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri RKÍ og fleiri. Kvikmynd og kaffi. Umræður. Nýir félagar fá barmmerki félagsins og RKÍ-fréttir o.fl. Árgjaldið er 400 krónur. Vinsamlega tillkynnið um þátttöku í sima 26722 (Anna). Verið velkomin. Kór Víðistaðasóknar. ^ GLEÐIRIKJA SKAL Hljómplötur Egill Friðleifsson Kór Víðistaðasóknar í Hafnar- fírði gaf út hljómplötu nú í haust er ber titilinn „Gleði ríkja skal“. Þar er að fínna 22 lög af ýmsum toga. Kór Víðistaðasóknar var stofnaður árið 1977 og hefur starfað af þrótti þennan tæpa áratug. Kórinn hefur farið í söng- ferðir bæði innan lands og utan, efnt til söngkvölda í Hafnarfirði og verið menningarauki í bæjarlíf- inu. Kristín Jóhannesdóttir organisti hefur stjómað kómum frá upphafí og unnið þar gott starf. Árið 1984 stofnaði hún einnig bamakór og hefur það aukið á fjölbreytnina. Við mótuna kórsins virðist mér Kristín leggja fyrst og fremst áherslu á nettan og áferðarfallegan söng. Hún tek- ur ekki áhættu hvað varðar hraðaval eða styrkleikabreyting- ar, ætlar sér ekki um of en heldur utan um hin músíkölsku atriði af varfærinni alúð, enda kórinn ekki fjölmennur, sem sníður allri túlk- un nokkuð þröngan stakk. Sem fyrr segir em 22 lög á plötunni. Á hlið I eru 11 veraldleg lög úr ýmsum áttum. Þar er að fínna lítil og létt lög eins og „Litla Stína“ flutt af áreynslulausri glaðværð, en einnig fágætar perl- ur eins og hið undurfagra lag Sibeliusar „Því er hljóðnuð þýða raustin", sem er mjög viðkvæmt í flutningi, og verður að segjast að kórinn kemst allvel frá þeirri raun. Sömuleiðis er norska lagið „Brúðkaupskvæði" í snjallri radd- færslu Thomas Becks ágætlega flutt. Á hlið II em 11 jólalög og mörg þeirra við texta Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka. Þar kemur bamakórinn einnig við sögu og bregða tærar raddir bam- anna björtum blæ á flutninginn. Halldór Víkingsson sá um upp- töku sem fram fór í Öldutúnsskóla og hefðu kunnugir ekki talið að það væri sérlega hentugur staður til slíkra athafna. En máttur tækninnar er mikill. Með þessum stafrænu (digital) tilfæringum er engu líkara en við séum stödd í Skálholtskirkju en ekki í litla saln- um í Öldutúnsskóla. Þessi hljóm- plata er Kór Víðistaðakirkju til sóma. Sterkasta hlið kórsins er e.t.v. fyrst og fremst sönggleðin og því er titill plötunnar rétt- nefni, „Gleði ríkja skal“. EIN MEST SELDA HEIMIUS- TÖIWJ Á MARKAÐNUMI Það er engin tilviljun að AMSTRAD er ein vinsaelasta tölvan í heiminum í dag. Síöastliðin tvö ár hafa yflr 1 milljón AMSTRAD tölvur verið seldar. Með hverjum degi sem líöur fá tölvukaupendur meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust í fremstu röð. AMSTRAD CPC 6128 og CPC 464 sameina frábæra hönnun, afl og hraða, einstaklega góða liti í skjá, gott hjjóð og geysispennandi notkunarmöguleika. - Tvær afburðatölvur sem færa þig nær framtíðinni. CPC 6128 • TÖLVA • DISKSTÖÐ • UTASKJÁR 128 K RAM örtölva Z80A 4MHz meö innbyggðu Basic. hátalara og tengjum fyrir prentara. segulband og aukadiskstöð. 640x200 teiknipunktar á skjá. 27 litir. 20, 40 eöa 80 stafir í Ifnu, (slenskir stafir. CP/M PLUS stýrikerfi og DR.LOGO forritunarmál Verð aðeins 35.980,— kr. stgr. CPC 464 • TÖLVA • SEGULBAIMD • UTASKJÁR 64 K RAM örtölva Z80A MHz með innbyggðu Basic, hátalara og tengjum fyrir prentara og diskstöö. 640x200 teiknipunktar á skjá, 27 lítir. 20, 40 eöa 80 stafir í línu, íslenskir stafir. Verð aðeins 26.980,- kr. stgr. ÞUSUIMDIR FORRITA! Urval af forritum, bókum og tímaritum fyrir AMSTRAD. Aukahlutir: Diskdrif - stýripinnar - teiknipenni - stereohátalarar - mús o.fl. o.fl. _25% utborqun eftirstöðvar allt "eið 6 mán.! Bókabúö Brara TÖLVUDEILD 49 v/Hlemm, sfmar 29311 & 621122. Umboðsmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman, Akureyrl: Bókabúðin Edda, Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga, DJúplvogur: Verslunin Djúpiö. Grlndavík: Bókabúö Grindavfkur, Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfiröinga, Húsavfk: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, ísafjörður: Hljómborg, Keflavík: Bókabúö Keflavíkur, Vestmannaeyjar: Vídeóleiga G.S. öll verð miöuö vlö gengi I. okt 1986 og staögreiöslu TÖLVULAND HF., SÍMI 17850 Litlir karlar og stórir Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Tónabió: Maðurinn frá Majorka — Mannen frán Mallorca ☆ ☆ >/z Leikstjóri Bo Widerberg. Hand- rit Widerberg eftir skáldsögu Lef G.W. Persson. Kvikmynda- taka Thomas Wahlberg, Gunnar Nilsson, Hans Welin. Aðalhlut- verk Sven Wollter, Thomas von Brömssen, Hákan Sernar, Ernst Gunther, Thomas Hellberg Svensk Filmindustri, SVT2, Svíþjóð 1984. Einn af eftirminnilegri lögreglu- þrillerum síðari ára er Maðurinn á þakinu, sem Bo Widerberg gerði 1976 og var sýnd við góðar undir- tektir í Austurbæjarbíói, ef ég man rétt. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég leit einskonar framhald hennar Mauninn frá Majorka, (’84). Nú hefur Wider- berg ekki kraftmikla sögu frá hendi Sjövalls og Wahlöö sér til stuðn- ings, MfM er byggð á skáldsögu eftir Leif G.W. Persson. Efnið er engu síður athyglisvert, vanmáttug viðbrögð gegn spillingu á efstu stöðum, en gefur ekki tilefni til jafn mikillar spennu né átaka og prýddi fyrri myndina. Þeir Wollter og von Brömssen eru leynilögreglumenn sem falið er að rannsaka póstrán í Stokkhólmi. Þeir félagar hafa úr litlu að moða og gengur hægt að komast á sporið. Þegar á líður tekur rannsóknin á þessu venjulega máli, nýja, hættu- lega stefnu — beint inná borð hjá dómsmálaráðherra. Þar er málið kæft með pólitískri valdbeitingu og vonsvikin snúa peð kerfísins sér að næsta máli. Widerberg er fylginn sér og ein- staklega vandvirkur leikstjóri sem á álíka auðvelt með að kryfja mannsorann niður í lq'ölinn í harð- soðnum lögreglumyndum og blessa æskuljómann og fegurðina í jafn fallegum og fáguðum ástarhugvekj- um og Elviru Madigan. M.f.M. hefur margt það til að bera sem prýðir einlæga mynd um vanþakk- látt starf Jögreglumanna sem levfí- Sven Woilter þjarmar að einum stórborgarsílinum i hinum þétta lögregluþriller Widerbergs, Manninum frá Majorka. legt er að siga útí allan andskotann en verða jafnframt að hlíta því að draga sig í hlé ef sömu yfirboðarar kippa í spottann. Þeir von Brömssen en þó mun frekar Wollter, skapa trúverðugar, lífsþreyttar persónur. Skyldu stór- þorgarlöggur um heim allan hafa það svona dæmalaust skítt (ef þeir eru heiðarlegir), lifa á sorpfæði í pulsusjoppum og hamborgarabúll- um, vinafáir utan félagans í bílnum, oftast heimilis- og kvenmannslaus- ir, því yfírleitt er búið að stinga undan þeim í skáldskapnum? Hún er allavega ekki glæsileg myndin sem Wambaugh, Moore, (The French Connection), Sjövall og Wahlöö og fleiri góðir pennar hafa dregið upp af þessum púlsmönnum réttlætisins. Það var til of mikils ætlast að vona að Widerberg væri kominn með jafn stórgóða mynd og Mann- inn á þakinu, en þó Maðurinn frá Majorka standi henni nokkuð að baki — einkum efnislega — er hér á ferðinni geysivandaður lögreglu- þriller í vel vænu meðallagi, hafandi innanborðs hárfínan leik Sven Wollters og listamannshandbragð leikstjórans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.