Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Tillaga borgarsljóra til borgarráðs: Borgin kaupi V ölundareignir - við Klapparstíg og Lindargötu Á FUNDI borgarráðs í gser var lögð fram tillaga borgarstjóra þess efnis, að Reykjavíkurborg kaupi fasteignir Klappareignarinnar hf. við Klapparstíg 1 og Lindargötu 27 fyrir 61,8 milljónir króna, en Klappareignin hf. er fasteignafélag Timburverzlunarinnar Völundar hf. I tillögu borgarstjóra segir, að eignarhald borgarsjóðs á þessum fasteignum muni auðvelda alla framkvæmd á skipulagi Skúlagötu- reitsins t.d. að þvi er varðar staðsetningu á íbúðum fyrir aldraða og leiksvæði fyrir hverfið. Borgarstjóri Ieggur tál við borgarráð að þessi kaup verði heimiluð og má gera ráð fyrir að tUlaga hans verði afgreidd á næsta fundi borgarráðs. Borgarráð samþykkti hinn 11. árinu 1987 en 50 milljónir króna w nóv. sl. að heimila borgarstjóra að taka upp viðræður við lóðaeigendur við Skúlagötu um hugsanleg kaup eða makaskipti á lóðum til þess að hrinda í framkvæmd þeim mark- miðum, sem stefnt er að með skipulagi á Skúlagötureitnum. í framhaldi af þessari samþykkt fóru fram viðræður við forsvarsmenn Völundar. I bréfi borgarstjóra til borgarráðs um þetta efni kemur fram, að hægt sé að ná samningum um kaup á þessum eignum fyrir 61,8 milljónir króna. Er hér um að ræða lóðir og mannvirki að Klapparstíg 1 og Lindargötu 27. Útborgun yrði 11,8 milljónir, sem dreifðist fram eftir greiddar með verðtryggðu skulda- bréfi til 15 ára með sömu vöxtum og Landsbanki íslands tekur hverju sinni af samsvarandi skuldabréfum. Lóðin á Klapparstíg 1 er 7889 fermetrar að stærð en lóðin á Lind- argötu 27 er 360 fermetrar. Fasteignamat lóðarinnar við Klapp- arstíg verður rúmlega 25,3 milljónir hinn 1. desember nk. og við Lindar- götu tæplega 1,3 milljónir. Bruna- bótamat húsa á lóðunum er nú tæpar 51,7 milljónir. í bréfi borgar- stjóra kemur fram, að fasteignamat nærliggjandi lóða, t.d. við Kalkofns- veg, Sölvhólsgötu og lóð Amar- hvols, er mun hærra reiknað á lóðafermetra. Morgunblaðið/Sigurgeir Bifreiðin, sem lenti út af Hamarsvegi i Vestmannaeyjum á mánudag og skall á stórum steini, er ónýt eftir. Þrír menn voru í bifreiðinni og er einn þeirra enn í lifshættu. A I lífshættu eftir umferðarslys ALVARLEGT umferðarslys varð i Vestmannaeyjum á mánudag, eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær. Bifreið lenti út af Hamarsvegi og skall á stórum steini utan vegar. Þrír menn voru í bifreiðinni og er einn þeirra enn í lífshættu. Það var íslendingur sem ók bif- reiðinni, en farþegar hans voru Kenýamaður og Israelsmaður, sem hafa að undanfömu dvalist í Vest- mannaeyjum við störf í fiskvinnslu. Þegar bifreiðin skall á steininum lagðist hún að miklu leyti saman að aftan. Ökumaðurinn slapp án teljandi meiðsla og sömuleiðis Kenýamaðurinn og er talið að þeir fari af sjúkrahúsi í dag. ísraelsmað- urinn hlaut hins vegar mikil inn- vortis meiðsli og gekkst undir langa skurðaðgerð á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum. Hann er skaddaður í bijóstholi, með brotin rif og hrygg. Hann er ekki enn talinn úr lífshættu. Útlit fyrir að veitt verði upp í allan síldarkvótann Um tugur skipa hefur þegar lokið veiðum Kindakj ötsdeilan: Aranffurslaus fund- ur hja sáttasemjara Á YFIRSTANDANDI síldar- vertíð er áætlaður heildarkvóti í nót 57.580 tonn, í reknet 6.504 tonn og í lagnet 1.500 tonn, sam- tals 65.584 tonn. Var kvótanum úthlutað til 91 skips. 51 skip hef- ur nú hafið veiðar og á hádegi á þriðjudag höfðu þau landað 42.400 tonnum. Öm Traustason veiðieftirlits- maður í sjávarútvegsráðuneyt- inu telur allt benda til að veitt verði upp í allan kvótann, fyrir utan lagnetakvótann. Hann telur að ekki fari öllu fieiri skip til veiða en þau sem þegar eru að og að þau sem ekki hafa þegar framselt kvóta til annarra geri það næstu daga. Hvert nótarskip fékk í upphafi 700 tonna kvóta en er heimilt að veiða tvöfalt það magn eftir að hafa keypt kvóta af öðrum. Mörg skipanna hafa gert það og sum þegar lokið við að veiða upp í tvo kvóta. Nálægt einum tug báta hefur lokið við kvótann og hætt veiðum. Aflinn skiptist þannig á miUi skipa, í tonnum talið, samkvæmt upplýsingum veiðieftirlits- manna: Ágúst Guðmundsson GK 1.359, Albert Ólafsson KE 532, Amey KE 1.103, Amþór EA 1.466, Björg Jónsdóttir ÞH 1.409, Boði GK 879, Búrfell KE 830, Dala Rafn VE 536, Frejrja GK 805, Friðrik Sig- urðsson AR 532, Gandí VE 944, Gaukur GK 537, Geir goði GK 294, Geirfugl GK 719, Geiri Péturs 1.205, Glófaxi VE 1.085, Guð- mundur Kristinn SU 1.228, Guðrún GK 667, Gunnar Bjamason SH 613, Hafnarvík ÁR 338, Hamar SH 864, Haukafell SF 586, Heiðrún EIA 1.106, Hópsnes GK 314, Höfr- ungur II GK 667, Höfrungur III 445, Hrafn Sveinbjamarson III GK 328, Hringur GK 937, Kópur GK 717, Mummi GK 744, Sif SH 1.013, Sigþór ÞH 1.077, Skagaröst KE 668, Skinney SF 945, Skímir AK 939, Skógey SF 174, Snæfari RE 670, Sólborg SU 1.096, Stafnes KE 1.069, Steinunn SF 1.251, Suðurey VE 1.196, Sæborg RE 455, Sæljón SU 1.042, Valdimar Sveins VE 927, Vísir SF 339, Vörð- ur ÞH 879, Þorl. Guðjónsson ÁR 152, Þorri SU 1.052, Þórsnes SH 545, Þórsnes II SH 415 og Þuríður Halldórsdóttir GK 551. RÍKISSÁTTASEMJARI, Guð- laugur Þorvaldsson, boðaði sexmannanefnd á fund sinn í gær vegna ágreinings fulltrúa bænda og neytenda í nefndinni um framreikning verðlagsgrund- vallar kindakjöts þann 1. des- ember næstkomandi. Sáttasemj- ari hefur boðað sexmannanefnd til annars fundar næstkomandi föstudag. Guðlaugur sagði í gær að þetta mál væri þess eðlis að það yrði varla leyst á hans vegum. Þama væri um að ræða ágreining lagalegs eðlis og þyrfti úrskurð um hann. Takist sáttaumleitanir ekki hjá ríkissáttasemjara gengur málið Veður hamlar loðnuveiðum LOÐNUVEIÐIFLOTINN liggur í vari við Norðurland vegna slæms veðurs á miðunum og var ekki búist við veiðiveðri síðastliðna nótt. Veð- ur hefur hamlað veiðum frá því á fímmtudag, er síðast var tilkynnt um afla. sjálfkrafa til yfímefndar eftir tíu daga. * Osæmileg- hegðan við unga stúlku LÖGREGLAN handtók síðdegis á mánudag mann sem hafði sýnt ungri stúlku kynferðislega áreitni. Maðurinn var á ferð í bifreið um austurhluta borgarinnar. Hann kallaði til unglingsstúlku sem var gangandi og sýndi maðurinn á sér kynfærin. Stúlkan tók eftir skrá- setningamúmeri bílsins og gerði Iögreglunni viðvart. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og hefur nú viðurkennt að hafa verið með ósæmilega hegðan. Rannsóknarlögreglan hefur með málið að gera. Þar á bæ telja menn ekki líklegt að hér sé um sama mann að ræða og sýndi tveimur sjö ára stúlkum áreitni við Kjarvals- staði í síðustu viku. Morgunblaðið/Einar Falur Arfari kominn til landsins, á myndinni eru Gunnar Árnason, Jón Péturssson og Sveinn Haraldsson. Árfari kominn úr viðgerð í GÆR kom Árfari tíl landsins, en flugvélin hefur verið í við- gerð I Hollandi frá því hún lenti í óhappi á Reykjavíkurflugvelli í mars s.I. Að sögn Andra Hrólfssonar stöðvarstjóra á Reykjavíkurflug- velli er búið að smíða fremri hluta vélarinnar svo að segja á nýjan leik. Hann sagðist ekki vita hvað viðgerðin kostaði, en tryggingamar borga viðgerðina. Kjartan Jóhannsson: Ferjuflutningar yfir Hvalfjörð hagkvæmir Gæti sparað slit á tveimur bílum á viku FERJUFLUTNINGAR yfir Hvalfjörð milli Grundatanga og Hvaleyr- ár gætu skilað hagnaði. Samkvæmt könnun, sem Kjartan Jóhannson, alþingismaður, gerði fyrir Málmblendiverksmiðjuna á Grundar- tanga, væri hagkvæmt að reka tvær bílfeijur sem flyttu 30 bíla hver á þessari leið. Ökumaður sem færi með feijunni, í stað þess að keyra fyrir Hvalfjörð sparaði sér 45 km akstur og flýtti för sinni um 20 minútur. Miðað við daglega umferð á þessum vegi, gætu ökumenn í heild sparað 200.000 km akstur á viku, en það samsvarar þeirri vegalengd sem tveir smábílar aka á sinni „ævi“. Kjartan kynnti niðurstöður at- hugunar sinnar á almennum fundi Aðgerðarrannsóknarfélags íslands í gær. Að sögn Kjartans fékk verk- smiðjan honum það verkefni að reikna út hvort feijuflutningar á þessari leið svöraðu kostnaði. Hann sagðist hafa byggt á tiltækum gögnum, og er í útreikningum hans tekið mið af umferð um Hvalfjörð árið 1984, en þá óku 400.000 bílar þessa leið. „Niðurstaða mín er sú að ef þrír af hveijum tjóram öku- mönnum sem aka Hvalfjörðinn myndu velja feijuna gætum við með þessum tveimur feijum flutt meiri- hluta þeirra og miða ég þá við að sem fæstir þurfi að bíða eftir fari. Með tilkomu feijunnar spara öku- menn tíma og eldsneyti en ríkið kostnað við að steypa veginn fyrir Hvalfjörð. Hinsvegar myndi feijan taka hluta viðskiptanna frá Akra- borginni og því er endanleg ákvörð- un í þessu máli politísk. Eg hætti mér ekki út á þær brautir," sagði Kjartan. Kostnaður við smíði feijanna tveggja er samkvæmt tilboðum sem Jámblendiverksmiðjan aflaði um 140 milljónir króna. Við þann stofn- kostnað bætist hafnargerð beggja megin fjarðarins sem nemur um 60 milljónum króna. í útreikningum Kjartans kemur í ljós að miðað við 10% raunvexti myndu feijumar borga sig á 7-8 áram. Þá er ekki gert ráð fyrir hugsanlegri aukningu umferðar, sem þó er nær undan- tekningalaust fylgifiskur vegabóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.