Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 36
36________
Suðurland
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986
Framboðslisti
Sjálfstæðisflokks-
ins samþykktur
Selfossi.
LISTI Sjálfstæðisflokksins í Suð-
urlandskjördæmi var lagður
fram á aðalfundi kjördæmisráðs
flokksins á Selfossi sl. laugardag
og samþykktur samhljóða. List-
inn er þannig skipaður:
1. Þorsteinn Pálsson Qármáia-
ráðherra.
2. Eggert Haukdal alþingismaður
3. Ami Johnsen alþingismaður
4. Amdís Jónsdóttir Selfossi
5. Óli Þ. Guðbjartsson Selfossi
6. Sæmundur Runólfsson Vík
7. Drífa Hjartardóttir Keldum
Rang.
8. Helga Jónsdóttir Vestmannaeyj-
um
9. Gísli Guðlaugsson Vestmanna-
eyjum
10. Fannar Jónasson Hellu
11. Hafsteinn Kristinsson Hvera-
gerði
12. Siggeir Bjömsson Holti V-
Skaft.
Sig. Jóns.
Hluti fundarmanna á kjördæmisþinginu. Morgunblaðið/Sigurður Jónason.
„Sérstaklega ánægð-
ur með að ungt fólk
,er til I slaginn“
- segir Árni Johnsen sem skipar 3. sæti
hjá sjálfstæðismönnum á Suðurlandi
SdfowL
„ÞAÐ ER mitt mat að það sé
mjög mikilvægt að við höldum
sterkri stöðu þvi það hefur sýnt
sig að það nýtist kjördæminu
mjög vel,“ sagði Ami Johnsen
þegar hann var inntur eftir við-
horfum hans sem 3. manns á lista
Sjálfstæðisflokksins í Suður-
landskjördæmi eftir að hafa áður
skipað 2. sætið.
„Þótt ég hafí verið óánægður
með þesi sætaskipti í tiltölulega
þröngum hópi, hef ég fundið að
fólk mjög vítt um kjördæmið vill
standa við bakið á mér í þessu bar-
áttusæti," sagði Ami.
„Ég mun ekki láta mitt eftir
liggja. Ég mun sækja á brattann í
að vinna málum Suðurlands braut-
argengi. Ég er sérstaklega ánægður
með að ungt fólk er til í slaginn, til
í að tengjast frjálslyndum viðhorf-
um.“
Sig. Jons.
Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurlandskjördæmi:
Mikilvægt að tryggja
kjör 3ja þingmanna
MORGUNBLAÐINU hefur borist
stj ómmálaály ktun aðalfunds
kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins i Suðurlandskjördæmi:
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlandskjör-
dæmi haldinn á Selfossi 22.
nóvember 1986 fagnar þeim
straumhvörfum sem orðið hafa í
efnahags- og atvinnulífi þjóðarinn-
ar. í stað taumlausrar verðbólgu í
rúman áratug búum við nú við stöðug-
leika og verðbólga nálgast 10%.
Festa í gjaldeyrismálum, frelsi í
vaxtamálum og fijálsræði í við-
skiptum hafa lagt grunn að nýskip-
an efnahagslífsins. Innlendur
spamaður fer vaxandi, sem gerir
kleift að greiða niður erlendar
‘'skuldir. Aukinn afrakstur þjóðar-
búsins hefur fært launþegum
hækkun rauntekna.
Undir forystu Sjálfstæðisflokks-
ins hafa verið stigin skref til að
lækka skatta og minnka ríkisum-
svif, svo sem með því að draga ríkið
út úr rekstri atvinnufyrirtækja og
með sölu hlutabréfa í eigu ríkisins.
Fundurinn lýsir yfir stuðningi við
tillögu Seðlabankans um að stofn-
aður verði sterkur einkabanki með
sameiningu Iðnaðarbanka, Verslun-
arbanka og Útvegsbanka, sem
fyrstu skref í þá átt að ríkisbönkum
verði breytt í hlutafélagabanka.
Um síðustu áramót voru afla-
horfur góðar og viðskiptakjör
batnandi. í samræmi við fyrri yfir-
lýsingar Sjálfstæðisflokksins ákvað
ríkisstjómin að nýta það svigrúm
sem þannig skapaðist, til að koma
til móts við aðila vinnumarkaðarins
með umfangsmiklum skattalækk-
unum og fjármunatilfærslum í því
skyni að færa niður verðlag, sem
hlaut að verða á kostnað þess að
nokkur halli yrði á ríkisbúskapnum.
Síðast en ekki síst má marka að
af vaxandi innlendum spamaði að
fólk vill mega trúa því að stöðug-
leiki, sem náðst hefur, haldist og
að áfram takist að gera hvort
tveggja í senn að koma verðbólg-
unni niður og treysta og jafna
kaupmáttinn, sem er mikilvægur
áfangi að því marki að dagvinnu-
laun einstaklinga nægi til fram-
færslu meðalfjölskyldu. Fundurinn
leggur áherslu á að launamisrétti
karla og kvenna verði afnumið.
Fundurinn fagnar því að full at-
vinna hefur haldist og telur fulla
atvinnu þýðingarmikið réttlætis-
mál.
Kjördæmisráð leggur mikla
áherslu á eflingu atvinnulífs á Suð-
urlandi vegna minnkandi land-
búnaðarframleiðslu. Rétt er að efla
landbúnað á Suðurlandi en þar em
skilyrði til landbúnaðar hagstæð frá
náttúrunnar hendi og stærstu
markaðssvæðin innanlands nærri.
Fundurinn vill leggja áherslu á að
gert verði kraftmikið átak í sölu-
málum landbúnaðarafurða til að
afla nýrra markaða.
Mikilvægustu verkefni flokksins
á komandi mánuðum er að tryggja
góðan árangur hans í næstu Al-
þingiskosningum. Það er mjög
mikilvægt fyrir flokkinn í kjördæm-
inu, að það takist að tryggja setu
3 núverandi þingmanna flokksins
úr kjördæminu áfram á Alþingi en
til þess að það heppnis þarf sam-
stillt átak allra í kjördæminu."
Suðurlandskj ördæmi:
Sjálfstæðismenn eru
ákveðnir að halda þrem-
ur mönnum á Alþingi
HVATNING til sem víðtækastrar
samstöðu og átaks í komandi
kosningabaráttu, einkenndi mál-
flutning manna á aðalfundi
kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurlandskjördæmi
sem haldinn vará Selfossi laugar-
daginn 22. nóv. sl. Á fundinum
var samþykktur framboðslisti
flokksins í kjördæminu.
Meðal dagskráratriða á aðal-
fundinum var samþykkt framboðs-
lista á grundvelli þeirrar könnunar
sem fram hafði farið um röð efstu
manna á listann. Þeir sem tóku til
máls undir þessum lið hvöttu
flokksmenn til átaks í öllu starfi
fram að kosningum.
Vestmannaeyingar lýstu
óánægju sinni með það að Ami
Johnsen færðist niður um eitt sæti
og væri í þriðja sæti í stað annars.
“Við sættum okkur við listann og
munum beijast fyrir honum og
væntum þess að aðrir geri það líka,
við eigum möguleika á 3. manninum
og Ámi Johnsen fer á þing,“ sagði
Magnús Jonasson úr Vestmanna-
eyjum. Helga Jónsdóttir benti á að
Ámi ætti fylgi langt út fyrir raðir
sjálfstæðismanna. „Ámi er engin
strengjabrúða, hann er maður fé-
lagsins," sagði Helga.
Þorsteinn Pálsson sagði breytta
reiknireglu í kosningalögum eink-
um koma litlu flokkunum til góða.
“Það er sóknarstarf framundan, við
þurfum að líta í eigin barm og snúa
þeirri þróun við sem uppi virðist
vera“.
„Eg hef lagt áherslu á að vinna
fyrir allt kjördæmið þó ég sé úr
Vestmannaeyjum", sagði Ámi Jo-
hnsen í sinni ræðu. Hann sagðist
telja eðlilegt að breytingar á röð
efstu manna á listanum hefðu orðið
með annarri aðferð en þeirri sem
viðhöfð var. “Við skulum stefna að
því að halda okkar hlut, það er jarð-
vegur til þess ef við stöndum saman.
Við höfum náð árangri í stjómar-
starfínu og höfum þurft að hafa
þrek til þess að segja nei til að
hafa stjóm á efnahagsmálunum,
en gylliboðin em freistandi fyrir
almenning. Við þurfum að pæla
garðinn því allt kyrrt vatn er dautt
vatn,“ sagði Ámi og hvatti til öflugs
starfs.
Eggert Haukdal minnti á að
mjótt hefði verið á mununum þegar
síðast var valið á lista með próf-
kjöri. Hann sagði þingmenn kjör-
dæmisins vinna saman að
málefnum þess þó svo það væri
ekki gert með neinni háreysti. Hann
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra.
Árni Johnsen i ræðustól.
Eggert Haukdal.
hvatti menn til að stíga á stokk og
strengja þess heit að ná þremur
mönnum.
Aðrir sem til máls tóku bentu á
nauðsyn samstöðunnar. Amdís
Jonsdóttir minnti á sterka málefna-
stöðu flokksins og það sama gerði
Óli Þ. Guðbjartsson sem sagði að
tekist yrði á í næstu kosningum um
forystuna í íslenskri pólitík, þess
vegna væri nauðsynlegt að útkoma
Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi
yrði góð.
Siggeir Bjömsson sem skipar
heiðurssæti listans og tekið hefur
þátt í pólitísku starfí í 40 ár sagði
það skipta máli að flokkurinn héldi
velli á öllu landinu, ekki vegna ein-
stakra manna eða svæða heldur
vegna þjóðarinnar. Hann gerði
landbúnaðinn að umtalsefni og
benti á einkennileg vinnubrögð í
stjómun m.a. að þess væm dæmi
í dag að veitt væri fyrirgreiðsla til
að byggja upp á eyðijörðum. Hann
Arndís Jónsdóttir sem skipar 4.
sæti framboðslistans.
Siggeir Björnsson.
minnti á að vá væri fyrir dymm í
V-Skaftafellssýslu ef landbúnaður-
inn þar drægist mikið saman. í lok
ræðu Siggeirs stoðu fundarmenn
upp og hylltu hann með lófataki.
Sig. Jóns.