Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986
Víða ófært innan-
lands undanfarið
INNANLANDSFLUG hefur
gengið erfiðlega að undanförnu
að sögn Andra Hrólfssonar
stöðvarstjóra á Reykjavíkurflug-
velli, og hefur verið ófært meira
og minna á alla ákvörðunarstaðir
Flugleiða innanlands síðustu 10
dagfa.
„Það hefur verið norðan og norð-
austan leiðindaveður frá Vestfjörð-
um til Hornafjarðar með snjókomu
og rudda" sagði Andri.,, Þetta er
bara vetrarveður, sem við búum við
og getum átt von á frá því í byijun
nóvember fram í febrúarlok. Und-
anfarin þtjú ár höfum við þó verið
mjög heppin, og innanlandsflugið
Skáksveit Flugleiða:
Heimsmeistarar
í skákkeppni
flugfélaga
SKÁKSVEIT Flugleiða vann
heimsmeistaratitilinn i skák-
keppni flugfélaga í fjórða
sinn í haust. Sveit Flugleiða
fékk 24 vinninga af 28 mögu-
legum.
Tuttugu og tvö flugfélög frá
jafnmörgum löndum tóku þátt í
keppninni sem að þessu sinni
var haldin í Malasíu. Engin lið
eru þó send frá flugfélögum
austantjaldslandanna.
í sveitinni áttu sæti þeir Elvar
Guðmundsson sem keppti á
fyrsta borði, Róbert Harðarson
keppti á öðru borði, Hörður
Jónsson á þriðja og Ólafur Inga-
son á fjórða. Varamaður og
fararstjóri var Andri Hrólfsson
stöðvarstjóri á Reykjavíkurflug-
velli.
Keppnin stóð í 6 daga og að
sögn Andra var allur aðbúnaður
mjög góður, búið á glæsilegum
hótelum. Róbert Harðarson,
einn úr hópnum vann allar sínar
skákir og var eini þátttakandinn
á mótinu sem sýndi þann árang-
ur.
í öðru sæti á mótinu urðu
Singapore Airways með tuttugu
og hálfan vinning og í þríðja
sæti var SAS með nítján og
hálfan.
Þessi keppni var haldin í
fyrsta sinn í Ríó 1978 og vann
sveit Flugleiða þá heimsmeist-
aratitilinn í fyrsta sinn.
gengið með furðu litlum skakkaföll-
um vegna veðurs, nema dag og
dag.“
Andri sagði að fleiri hundruð
farþegar hefðu þurft að breyta
ferðaáætlunum sínum síðustu daga,
meðal þeirra hefði verið hópur 75
kvenna frá Akureyri sem voru að
koma úr verslunarferð frá Glaskov.
Hópurinn, sem var á vegum Sam-
vinnuferða, átti að lenda í þotu
félagsins á Akureyrarflugvelli á
sunnudagskvöld, en vegna snjó-
komu var ekki fært fyrir þotuna,
þannig að lent var í Keflavík. Kon-
umar fóru til Reykjavíkur, á Hótel
Loftleiðir, en vom látnar mæta út
á Reykjavíkurflugvöll um hálf ell-
efu, þar sem fljúga átti til Akur-
eyrar á Fokker Friendship vél.
Stuttu eftir að þær mættu á flug-
völlinn byijaði að snjóa á Akureyri
og snjóaði án afláts til klukkan 2.
Lagt var af stað til Akureyrar um
2.30, og vora menn viðbúnir því
FUNDUR verður haldinn f fé-
lagsheimili Fáks á Víðivöllum
fimmtudaginn nk. kl. 20.30.
Verður þar fjallað um sýningu
íslenskra gæðinga og knapa í
Madison Square Garden i New
York á dögunum, svo og um
hugsanlegan útf lutning íslenskra
hesta til Bandaríkjanna í tengsl-
um við hana.
Nokkrir aðilar, sem fylgst hafa
að lenda á Húsavíkurflugvelli ef
ófært yrði á Akureyri og konumar
keyrðar á milli í bíl. En veðurguðim-
ir vora orðnir sáttir við þetta
ævintýri og konumar gátu um síðir
lent í sínum heimabæ.
Listi Sjálfstæðis-
flokksins á
Reykjanesi ákveð-
inn 3. desember
Fundur verður haldinn í Kjördæ-
misráði Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi verður hald-
inn í sjálfstæðishúsinu í Hamra-
bortg 1 í Kópavogi miðvikudag-
inn 3. desember klukkan 20.30.
A fundinum verður tekin ákvörð-
un um skipan lista flokksins í
kjördæminu við komandi Al-
þingiskosningar.
með málinu, m.a. þeir Reynir Hjart-
arson á Brávöllum, Sigurbjöm
Bárðarson og Sigurður Ragnarsson,
munu leggja orð í belg. Einnig er
búist við nokkram stjómarmönnum
félags hrossabænda á fundinn. Gera
má ráð fýrir fjöragum og fróðlegum
umræðum um þetta spennandi mál-
efni.
í lokin verður sýnd kvikmynd frá
sýningunni í New York.
Mynd sem tekin var í Madison Square Garden í New York, þar sem
íslenskir gæðingar og knapar sýndu.
Fræðslufundur
hjá Fáki
STÁLHF
SINDRA
Fyrirliggjandi í birgðastöð
EIR-
PIPUR
einangraðár méð plasthuð. Þsér eru sérlega með-
færilegar og henta vel til notkunar við margs konar
aðstæður, t.d. á sjúkrahúsum. Pípurnar fást í rúll-
um, 10-22 mm sverar. Auk þess höfum við óein-
angraðar, afglóðaðar eirpípur, 8 -12 mm í rúllum
og óeinangraðar eirpípur 10-54 mm í stöngum.
- Aukin hagkvæmni
- minni kostnaður
- auðveld vinnsia.
Borgartúni 31 sími 27222
. . . Annars held ég að lesandinn verði fyrst
og fremst ástfanginn af Öldu afþvíað hún
er sönn. Og hún væri ekki sönn nema
afþvíað í þessari bók hefur Steinunni tekist
að galdra snilldarvel . . .
. . . vil ekki rekja þessa sögu frekar, finnst
það púkalegt gagnvart lesendum sem hljóta
að lesa Tímaþjófinn hennar Steinunnar ef
íslenskar bókmenntir skipta þá einhverju
máli . . .
Úr ritdómi i Mbl.: Vigdls Grimsdóttir
. . . Alda er nýstárleg persóna í íslenskum
bókmenntum: ný kvenlýsing. Vera kann að
útúr sögunni um hana megi lesa boðskap
um að konum dugi ekki að standa á eigin
fótum, ádeilu á sjálfstæðu nútímakonuna
sem gleymir að elska og dýrkar kynlíf og
svo framvegis en slíkur félagslegur
lestrarmáti á sér ekki mikla stoð í textanum
sjálfum og veldur þar mestu um hvejsy
fullkómlega ótýpísk Alda er, og orlöf ‘'
hennar sérstök ...
. . . Steinunn hefur hér skrifað skáldverk
sem er mjög áhrifamikið á köflum,
beinlínis óhuganlegt og furðu
fjölbreytilegt . . .
Úr ritdómi I Þjv.: Guðmundur Andri Thorsson
IÐIINN
IOUNN • BRÆÐRABORGARSTÍG 16 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 28555
Ný skáldsaga eftir Steinunni Sigurðardóttur