Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 41
Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Það er bankað á dymar. Eg lít upp, legg pennann frá mér og dæsi, því mig langar helst til að sitja kyrr og vera laus við ónæði. Eg stend upp og opna dymar, dreg fram bros og segi: „Góðan daginn, get ég aðstoðað?" „Jónatan Fjeldsted umferðarfulltrúi?", röddin er spyijandi en þó ákveðin. Eigandi hennar er kona á miðjum aldri. Hún er dökkhærð, eilítið farin að grána í vöngum og heldur tekin í andiíti. Það em þó augu hennar sem vekja mesta athygli mína. Þau em blá en umgjörð þeirra er dökk, tillitið hvasst og heldur stingandi. Það flýgur í gegn- um huga minn hvort hún sjái í gegnum mig. Mér verður skyndilega órótt. Hvað skyldi hún sjá? Ég hrindi þessari hugsun frá mér, geri brosið breiðara og svara: „Já, sá er maðurinn. Get ég aðstoðað? Og eh, má ég bjóða þér inn- fyrir?“ Umferðarbrot Ég býð henni til sætis. Hún kemur strax að erindinu. „Það er vegna sonar míns. Hann er sífellt til vandræða. Þú mátt ekki halda að hann sé slæmur. Það má frekar segja að hann sé veikgeðja og laus í rásinni. Hann hefur átt erfitt síðan faðir hans fór frá okkur og hefur lent í slæmum félagsskap." „Það varðar umferðarmál?" segi ég spyijandi. „Já, hann lenti í því að vera tekinn ásamt öðmm ölvaður við akstur. Þú verður að skilja að ég hef verið veik og hef lítið getað sinnt honum. Það var ekki hann sem keyrði. Þeir vom nokkrir saman vinimir og tóku bíl foður eins þeirra í leyfisleysi, óku of hratt og vora teknir. Ég ætla að biðja þig að líta á málið fyrir mig. Það er að segja ef þú ert í aðstöðu til að gera eitthvað." Hún lítur rólega á mig. Lífsalvara „Jú, ég skal athuga málið og sjá hvað ég get gert. Hvað heitir sonur þinn og hversu gamall er hann?“ Hún segir nafn hans og aldur. „Ég veit að hann er orðinn það gam- all að hann ætti að geta séð um sjálfan sig. Ég get hins vegar ekki horft upp á það hvemig hann fer með líf sitt án þess að gera nokkuð í máiinu. Einhver verður að gera eitthvað." Rödd hennar er þreytuleg. Hún starir þungum augum á borðið. Ég fínn að þetta samtal dregur mig niður. Það er alltaf erfitt að horfa á dekkri hliðar til- vemnnar. Konan lítur up_p, horfir á mig og brosir. „Eg skil heimilisfang mitt eftir, ef þú vildir hafa samband við mig.“ Hún réttir að mér nafnskírteini. Ég skrifa niður nafn og heimilisfang og sé um leið að hún er fædd snemma í nóvember. Við stöndum upp og kveðjumst. Bjartsýni Eftir sit ég, dingla pennanum milli fingranna og er hugsað til fólks sem er fætt í nóv- embermánuði. Ég hef oft tekið eftir því að Sporðdrekar lifa sig sterkt í vandamál annarra og umhverfisins. Já, þeir era alvöragefnir og taka allt nærri sér. A samri stundu er hurðinni hrundið upp og samstarfsmaður minn, Bogi, kemur askvaðandi inn. „Hæ, hvað er að sjá þig maður? Sólin skín, Kfið er djók og því ekkert stress og vertu hress gamli vin,“ og Bogi brosir, enda fæddur bjartsýn- ismaður. Ég horfi á hann og get ekki annað en brosað. „Jú, ég skal vera hress, enda þinn tími kominn." MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 41 X-9 ■'Wy &/7?rc/.. zpr/rrt Ift RSlfft ^)IMS Klng F**lure» Syndicala, Inc. World rlght* rtMfvtd £// feu/i T/J 'Já/itíW X£/£v&iv/R\ EFJ//i>3UÍP/C> OKMR/ /'AV.STrt V/P • wwnmm'iimiiiiiimiiiiiiniiniiiimiiiiiHiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiniiiiiiiunniHiiniiiiniiHniijwniniMMiiiiiiniHi GRETTIR TOMMI OG JENNI “7 ] r—7“ vi ^ wrficríi—\ ^— v > ^ TEHGD/ HANA' \ I ■■•rJónJ \ ÖFU3T SWO HUt/ j I UDR.UA1 j SceS LOFr/NUj \ l/ie>J ór> VÆ 1*3 Oa 'Á^í' T\ HETRO-COLOWVN-NAVf R 1NC. / \ /fl/9 UÓSKA ~írs t——m -r?—— 1 Cgggnffl \ — ÍÍÍÍTÍÍÍÍÍHKUL- FERDINAND 1964 United Fealura Syndtoate.lnc. SMAFOLK IN THE LONG RUN, I TMINK l’P PREFER A MAR5M/I\ALL0L) 5UNPAE! LC Ég vissi það! Nú vi|ja þeir kenna okkur að éta gras. Er þetta kallað að bjarga sér? Hvem langar til að éta gras? Hvað halda þeir að við séum, beljuhópur? Prófaðu það ... kannske finnst þér það gott... Þegar tíl lengdar lætur held ég að ég vildi fremur ís með súkkulaðibragði! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Islenska kvennalandsliðið (Ester Jakobsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Halla Bergþórs- dóttir og Kristjana Steingríms- dóttir) trónir nú á toppnum í aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur. Þegar þetta er skrifað hafa konumar ekki tap- að leik, en gert eitt jafntefli við sveit Jóns Hjaltasonar. í þeim leik kom eftirfarandi spil upp: Suður gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ 109 ♦ D94 ♦ ÁG5 ♦ KG75 Norður ♦ ÁD874 ♦ ÁG65 ♦ 1082 ♦ Á Austur ♦ 653 ♦ 872 ♦ 9764 ♦ 10643 Suður ♦ KG2 ♦ K103 ♦ KD3 ♦ D982 Ester og Valgerður létu sér nægja að spila fjóra spaða á NS-spilin, sem er hárréttur samningur og vannst slétt. En Símon Símonarson og Guðm. Páll Amarson í sveit Jóns Hjaltasonar týndu áttum í sögn- um og villtust upp í sex spaða. Sem er afleitur samningur, en ekki með öllu vonlaus. Halla í vestur sýndi sögnunf* mikinn áhuga á meðan Kristjana í austur virtist vera með hugann við síðasta spil og átti greinilega ekki von á öðra en slemman stæði auðveldlega. Með þær upplýsingar í veganesti lagði dálkahöfundur af stað; drap trompútspilið í blindum, tók laufás, og spilaði tSgli á kónginn. Halla drap á ásinn og spilaði aftur trompi. Til að vinna spilið þarf hjartað að gefa Qóra slagi og laufkóngurinn eða tígulgos- inn að detta. Ef ekki, var hugsanlegt að fá 12. slaginn á tromp með því að spila öfugan blindan. ÞvS hlaut áætlunin að vera sú að trompa sem mest af laufum í blindum. Spaðakóngurínn átti næsta slag og svo var lauf trompað. Tígli síðan spilað á drottningu og lauf aftur trompað. Þegar kóngurinn féll ekki, var orðið nauðsynlegt að trompa flórða laufið með ásnum og taka svo síðasta trompið heima og henda tígultaparanum úr blindum. En til þess að það gengi þurfti tvær innkomur á suðurhöndina, svo það var ekki um annað að ræða en spila austur upp á drottning- una þriðju í hjarta. Hjarta var sem sagt spilað á tíuna og spilið fór tvo niður. í andvöku næturinnar rann upp fyrir dálkahöfundi önnur spilamennska sem liklega hefði leitt til vinnings. í stað þess að taka laufás í öðram slag hefði verið betra að spila strax tígli á kónginn. Líklega hefði Halla drepið strax og trompað aftur út, og þá er kominn vinningur í spilið. Trompin era tekin í botn og hjartanu svínað á réttan hátt. I þriggja spila lokastöðu á blindur 108 í tígli og laufásinn, en suður drottningu blanka í tígli og Dx í laufi. Og vestur getur ekk^ bæði valdað laufkónginn og tígulgosann. Þekkt kastþröng, sem við köllum víxlþröng á íslensku. símaSmer 69-11-00 Auglýsingar22480 Aígreiðsla 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.