Morgunblaðið - 26.11.1986, Page 17

Morgunblaðið - 26.11.1986, Page 17
1 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 17 Jónasartextar Bókmenntlr Jóhann Hjálmarsson Jónas Árnason: TIL SÖNGS. Vísur og kvæði við þjóðlög ásamt tilheyrandi nótum. Myndskreytingar: Atli Már, Eiríkur Smith, Hringur Jóhann- esson, Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Steinþór Sigurðsson, Tryggvi Ólafsson og Valtýr Pétursson. Imbusteinn 1986. Jónas Ámason hefur ort vísur og kvæði af góðri hagmælsku en að mestu án skáldlegra tilþrifa. Sum kvæði Jónasar eru verulega góð sem slík, þ.e.a.s. söngtextar, en safni kvæðanna hefur hann val- ið heitið Til söngs og er það við hæfi. Gott kvæði til söngs er til að mynda Þegar þeir jörðuðu Jóngeir: Rislágir dallar og reisuleg skip, ryðgaðir kláfar og skínandi fley lágu við bryggjur með saknaðarsvip, þegar þeir jörðuðu Jóngeir. Þýðingar og stælingar, ekki síst komnar frá Irum og Könum, eru margar í Til söngs. Svo eru hér söngtextar úr Þið munið hann Jör- und, leikriti eða söngleik Jónasar sem ýmsa kætti. Aftast í bókinni eru nótur fyrir þá sem þær kunna að meta. Margir myndlistarmenn hafa komið til liðs við Jónas og mynd- skreytt texta hans, allir skemmti- lega, en af misjafnlega mikilli list. Ekki get ég dæmt um hve músí- kalskur Jónas er, en neita því ekki að ég hef gaman af að heyra hann syngja. Textinn skiptir alltaf miklu máli í þeim lögum sem Jónas tekur upp á arma sína. Og það er langt frá því að vera einskisvert, að mað- ur sem vill blanda sér í sönglist kunni að setja saman nýtilegan texta, jafnvel hnyttinn á köflum. Kímni og spaugsemi lífgar upp á suma textana. Þessa eiginleika þekkjum við, lesendur Jónasar, úr óbundnu máli hans. Hvað til dæmis um í sal hans Hátignar: Og nóttin kom, og konan sig klæddi hægt og seint úr; (en reyndar þó, hún furðu fljótt var farin alveg hreint úr). Og kóngur í hjartanu fógnuð fann og fiðring hér og þar; þvi brjóst hennar voru býsna stór, og barmurinn reis eins og ólgusjór, en sjálfur úr engu samt Hann fór, því Hann séntilmaður var, því að séntilmaður Hann var. Undirmál og yfirvarp Békmenntir Erlendur Jónsson Pétur Eggertz: Ævisaga Davíðs. Skáldsaga. 212 bls. Skuggsjá, 1986. Þær persónur og þeir atburðir, sem greint er frá í þessari bók, eru alger hugarsmið höfundarins. Þetta er sá fyrirvari sem Pétur Eggerts hefur á Ævisögu Davíðs. Skiljanlegt er það því sagan er byggð upp nærri því sem um ævi- sögu gæti verið að ræða. Greint er frá uppruna Davíðs, föður hans sem mátti sín mikils í þjóðfélaginu, skólagöngu piltsins; og loks frá störfum hans í utanríkisþjón- ustunni: fyrst í Bandaríkjunum, síðan í Þýskalandi. Allt þetta og meira til kemur prýðilega heim og saman við æviferil höfundarins sjálfs. Þó skal fyrirvari hans ekki rengdur. Það er gamall háttur skáldsagnahöfunda að líkja eftir því umhvefi sem þeir þekkja gerst og fólki af því tagi sem þeir hafa kynnst á lífsleiðinni. Og á þann hátt getur skáldsaga orðið jafnvel nákvæmustu ævisögu trúverðugri. Ævisaga kann að vera dagsönn hvað staðreyndir varðar en eigi að síður villandi með hliðsjón af mati ví sem lagt er á menn og málefni. skáldsögunni, sem er eins konar felumynd, má þessu vera öfugt far- ið. Skáldsagan kann að búa yfir ósviknum sannleikskjama þó sögu- þráðurinn sé hugarsmíð. Eðli fólks er alls staðan eins, hvetju sem það klæðist. Að því leyti er hinn virðulegasti sendiherra hvergi frábrugðinn venjulegum hversdagsmanni. Sendiherra Sagnalands í Wash- ington er til að mynda ríkur, ráðríkur, hégómlegur og latur. En hann sýnist vera gæddur persónu- töfrum sem breiða yfir hið fyrr- talda. Aumingja Davíð sendiráðsrit- ari — að eðlisfari bæði dulur og auðsveipur — þolir önn fyrir að lúta ofurvaldi þessa glæsilega húsbónda. Þar til hann er sem fyrr segir send- ur til Þýskalands þar sem eitthvað fer loks að gerast í ævi hans. Með- al annars koma konur nú inn í líf hans. Eina tekur hann með sér heim til Sagnalands og sýnir henni þorpið þar sem hann fæddist. Þar fá þau kjötsúpu á hótelinu og sjó- rekið romm undir borðið. Stíll Péturs Eggertz markast að talsverðu leyti af formestu þeirri sem diplómat verður að temja sér. Rótleysi það, sem starfið hefur í för með sér, auðkennir hins vegar sögu- þráðinn. Kaflar eru stuttir, persónu- leg kynni oft skammvinn og yfirborðskennd. En undiraldan er sú sama og á hveijum öðrum mann- legum vettvangi. Þó hver og einn umgangist sendiherrann frá Sagna- landi eins og slíkum hæfir fer ekki framhjá ritaranum, svo dæmi sé tekið, að önnur skrifstofustúlkan óskar þess gjaman að sendiherrann skilji við konu sína svo hún geti sjálf orðið sendiherrafrú. Fjárhagsáhyggjur eru að sjálf- sögðu með í dæminu. „Allt lífið gengur út á að afla sér peninga og þar með öryggis." En öryggið fær nýjan hljómgrunn í vitund þess sem flyst frá landi til lands en verður þó einatt að vera fjarri ættjörðinni. En vitanlega verður farandmaður í utanríkisþjónustu að samlagast umhverfinu á hveijum stað eigi hann að fá eitthvað út úr lífinu. Og það gerir Davíð þó dulur sé. Hann sækir t.d. þýskar bjórstofur og kynnist þar heimamönnum betur en unnt væri með starfinu einu saman. Og hann fínnur að Þjóðveij- ar eru hvorki öðruvísi né verri en aðrir — þó svo að grimmdarverk væru unnin í þeirra nafni í styijöld- inni. Þessi reynsla víkkar sjónhring Daviðs og brynjar hann gegn for- dómum sem hvarvetna blunda með fólki. Pétur Eggertz er engin grínari. Eigi að síður er gninnt á húmomum í þessari sögu. Ýkjum og raunsæi er blandað saman í hæfilegum hlut- föllum. Að minnsta kosti hafði undirritaður gaman af að lesa þessa bók. Herra Hú Bókmenntlr Jenna Jensdóttir Hannu Mákelá. Herra Hú. íslensk þýðing: Njörður P. Njarðvík. Kápumynd og myndskreyting: Hannu Mákelá. Bókaútgáfan Urta 1986. Svo mikið er látið af bamaleikrit- inu Herra Hú, sem sýnt er á Akureyri um þessar mundir, að bókin um Herra Hú hlýtur að vekja eftirvæntingu. Hvort tveggja er f þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Vísa aftan á bókinni á að gefa til kynna hver herra Hú er: „Ég er sá villti og ógnandi herra Hú, hræðilegri og svartari er enginn á ferli nú. Ég borða krakka bæði vonda og góða og brytja þá í pottinn til að sjóða." En lesandi kemst fljótt að raun um að herra Hú er hvorki ógnandi né hræðilegur og síst að öllu bama- æta. Hann er lítill, svartur og Pétur Eggerz Helsta veila sögunnar er fólgin í byggingunni. Virðist mér sem höfúndur hafi viljað koma fyrir meira og sundurleitara efni en þama rúmast með góðu móti — fleiri persónum, margbreytilegra umhverfi. Styrkur Péturs Eggertz felst á hinn bóginn í því að hann velur efni frá þeim vettvangi sem hann þekkir best. Ævisaga Davíðs færir okkur heim sanninn um að mannlegi þátt- urinn verður alltaf sterkastur, hveiju svo sem persónan klæðist og hversu formfastur sem svipur hennar kann að sýnast á yfirborð- inu. Eðlinu verður ekki brevtt. lur gcrst. kn ciginicga langar mig cKKcrt serst; i aö hræða börn. Af hvcrju á maður að vcra að einmana karl sem á heima í litlum kofa úti í skógi. í fimmtán köflum sögunnar er sagt frá athafnasemi og göldmm þessa litla karls og löngun hans til að hræða aðra. Hugmyndaflug sem skapar ýmiss konar áætlanir er uppistaða í hveij- um kafla. Einhvem veginn liðast það allt í sundir í þreytandi mas sem endar ekki á neinu — nema helst hræðsluköstum lítilmagnans herra Hú, sem gerast innra með honum sjálfum. Kaflamir em þó misjafnlega inni- haldsríkir, en mynda hvergi sjálf- stæða heild í sögunni. Stundum er hátt reitt til höggs — en það endar oftast í vindinum sökum óljósrar mælgi, sem nær því hvorki að lýsa vel athöfnum né til- gangi. Lesandi á bágt með að finna hvað vakir fyrir herra Hú hveiju sinni. Athyglin verður því flökt- andi. Enginn kafli á sér þá spennu í frásögn sem svona sögur eiga líf sitt undir. Orðagjálfur sýnist inntak sögunnar. Skásti kaflinn virðist mér. „Herra Hú hugsar um lífíð og tilvemna." Hann færir lesanda nær herra Hú og þankagangi hans: „ ... Og eng- inn getur gert illt af sér, af því að það breytist strax í eitthvað gott. Og enginn gerir neitt gott þannig að það breytist í illt, af því að það er óþarfí . ..“ Aftan á bók stendur að Herra Hú hafi farið sigurför um allt Finn- land og víðar. Njörður P. Njarðvík er snjall þýð- andi og sagan Herra Hú fer ekki varhluta af vönduðum vinnubrögð- um hans. Eitthvað vantar í þessa sögu sem á að halda lesanda við efnið og gera hann sammála höfundi um að þetta sé allt svo ógnþmngið, magn- að og spennandi. Teikningar hjálpa ekki upp á texta. Frágangur af útgáfunnar hálfu er góður. Tækifæristékkareikningu ...með allt í einu hefti! Yfirdráttar- heimild Meira öryggi gagnvart óvæntum útgjöldu Með TT-reikningi geturðu sótt um Þannig geturðu einfaldlega ávísað út að fá yfirdráttarheimild tengda reikn- af reikningnum þegar óvænt útgjöld ingi þínum. koma upp. V/ŒZLUNfiRBRNKINN -vúmut með pcr !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.