Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 þu bara 5&lor hann J sarnband einu 5inni ímánuðl." Mamma bjó líka til svona bollur og við kölluðum þær handsprengjur! Með morgrinkaffínu Tóm sardinudós þarf ekki að vera vísbending um að við séum nærri ströndinni? HÖGNI HREKKVISI „GÖMLU ASTARBREFIM OKKAR E’KU 'A FLUGI OM ALLT HVERFIÐ.' " Þar er Kain á ferð Þ.G. skrifar: Mikil upplyfting er nú í Alþýðu- flokknum er þeir heimta aftur þann hóp manna sem strauk úr flokki þeirra fyrir nokkrum árum og hafa nú þegar dregið í dilka. Bandalagið hugðist gera stóra hluti en veslaðist upp. Líklega vantaði þá fijókorn rauðu rósarinnar sem Alþýðu- flokksmenn trúa á. Roðinn frá austri hafði fölnað því rósimar voru bleikar við móttökuathöfnina. Á þessu ævintýri sést vel hvað til- gangslítið það er að hlaupa úr einu í annað og stofnsetja smáflokka sem enga framtíð eiga fyrir sér, en Alþýðuflokkurin heimti sitt fé aftur og hann vill meira. Slagorð Al- þýðuflokksins er „Við eigum landið". Þeir beijast nú fyrri því að þjóðnýta landið. Ríkið skal eiga lendur allar og bændur greiða af- notatoll til þess. Þó Alþýðuflokkur- inn og fleiri telji fijálshyggjumenn ágjama, þá hef ég aldrei heyrt frá þeim að þeir telji sig eiga landið umfram það að vera Islendingar. Alþýðuflokkurinn telur sig með rétti geta tekið eignamámi hvað sem honum sýnist og telur sig hafa not af til skattheimtu. í mínum augum er þetta yfirgangur af gróf- ara taginu og þessi hugsunarháttur veldur því, að eignir eru af mörgum taldar illa fengnar og er sú hug- mynd sprottin af öfund, þar er Kain á ferð. Hópur bama og ungl- inga telur það ekkert mál að skemma og eyðileggja annarra eignir. Þvílíkt innræti er hættulegt heiðri og velsæmi hverrar persónu að ala með sér, alþýðuflokkamir eiga dijúgan þátt í innrætingu þetta varðandi. Þó langt bil sé á milli minna hugmynda um stjómmál og Al- þýðuflokksins, þá vil ég samt óska honum þess, að honum takist að reyta fylgi af Alþýðubandalaginu, svo það verði minnsti flokkur lands- ins. Alþýðuflokkurinn þykist hafa gripið feita gæs þar sem Bandalag jafnaðarmanna er. Sannleikurinn er bara sá að Bandalagið skreið undir væng Jóns Baldvins Hannibalssonar í bæjar- og sveitarstjómarkosningum nýver- ið og hef ég mikla tilhneigingu til að álíta, að uppgangur Alþýðu- flokksins er ekki sá sem af er státað. Alþýðuflokkamir em miklir félagshyggjuflokkar, en þeir hafa ekki gætt þess að félagshyggjan getur skaðað bæði land og þjóð ef hún er ofnotuð og misnotuð eins og auðvelt er að heyra og sjá. Þjónustustörf hér á landi em komin langt yfír hættumörk og freklega misnotuð á svo mörgum sviðum, svo tími er til kominn að staldra við og gaumgæfa það svið og skipuleggja upp á nýtt. Ekki kann það góðri lukku að stýra þeg- ar þjónusta fer langt fram yfír verðmætasköpun hvað kostnað varðar. Eða hvemig ætli þeim bónda famaðist sem héldi fjölda vinnuhjúa og afrakstur búsins hrykki ekki til að gjalda launin? Eins er rekstri þjóðarbúsins varið. HEILRÆÐI Bömin í umferðinni em bömin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir, er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll viljum við vemda bömin okkar fyrir hættum í umferðinni. Það gemm við best með því að sýna gott fordæmi. Yíkverji Ymsum fannst þeir gerast næsta auglýsingaglaðir, reykvísku prófkjörskandidatamir sumir hveij- ir, þegar þeir leiddu saman hesta sína á dögunum. Eitt eða tvö Reykjavíkurblaðanna tóku enda fram reiknistokkinn og komu tveim- ur ef ekki þremur vonbiðlanna langleiðis upp í milljón í auglýsinga- kostnaði; og hneyksluðust síðan eða býsnuðust að minnstakosti ein ósköp, enda hafnaði bróðurpartur- inn af fyrmefndum hjálparbeiðnum víst hér í Morgunblaðinu. Þó var þessi auglýsingaslagur bamaleikur einn, eins og sannaðist fyrir skemmstu, í samanburði við hamaganginn í fjölmiðlaveldinu mikla, Bandaríkjunum. Þeim taldist svo til á Newsweek á eftir að þar á bæ hefðu kappamir sem bitust um sætin í fulltrúa- og öldunga- deild ausið út um 400 milljónum dala og að af þeirri fúlgu hafí ekki minna en 60% farið í auglýsingar stórar og smáar sem þeir létu dynja á hæstvirtum kjósendum í sjón- varpinu einkanlega. xxx Kosningar til öldungadeildar- innar fara þannig fram að kosið er um þriðjung sætanna skrifar hveiju sinni. Þingmenn deildarinnar eru hundrað talsins, svo að 33 sæti eru „laus" á hveijum kjördegi, þijátíu og þijú og eitt þriðja raun- ar, nema þeir hafi það eins og dagatalsmeistaramir, og geymi sér eitt sæti til einskonar hlaupárs sem sýnist satt að segja óhjákvæmilegt. En hvað sem því líður kosta sætin þau augljóslega skildinginn, enda dijúgt fínna að vera öldungadeild- armaður er bara einn af mergðinni í fulltrúadeildinni. Þeir Reykvíkingar og aðrir lands- menn, sem ganga með þingmann í maganum, fara með öðmm orðum einkar hóflega í peningaausturinn enn sem komið er og miðað við þá sem svipað em innréttaðir vestra; og tekur því naumast að nefna þetta lítilræði, mundi Kaninn líka áreið- anlega segja. En raunar em Bandaríkjamenn samt sjálfír famir að ókyrrast. Fyrr má nú rota en dauðrota, kvað vera tónninn í mörgum um þessar mund- ir, enda em 400 milljónir dollara hreint ekki lítið fé eða vel yfír 16.000 milljónir í íslenskum krón- um, gjörið svo vel! Þar við bætist að framboðsaug- lýsingamir kváðu sífellt verða háværari, persónulegri og mdda- legri. Newsweek er þeirrar skoðun- ar að í ár hafi samt keyrt um þverbak. Menn virðast hafa lagt minni áherslu á það en endranær að upphefja sjálfa sig og í staðinn lagt því meira kapp á að útbreiða dylgjur og óhróður um andstæðing- ana. XXX Hér hefur verið að því vikið oft- ar en einu sinni hve sumir blaðamenn virðast vera ókunnugir í heimi persónufomafnanna okkar. Blessunarlega fáir, satt er það, en of margir samt. Hér em tvö nýleg dæmi. Víkveiji hefur leyft sér að feitletra orðin sem staglast er á. Hið fyrra: Ámi sagði að NT og DV hefðu tekið þátt í undirbúningi að þessu eftirliti, en þegar að eftir- litinu hefði komið, hefði komið í ljós að DV vildi ekki taka þátt í eftirlitinu. Og hið síðara: Félag eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni hefur aukið félagatölu sína um rúm 50% á undanfömum tveimur dögum. Á fímmtudaginn gengu 80 manns í félagið og á föstudag 470 til við- bótar. Fyrir í félaginu vom tæp þúsund manns, en félagið var stofnað 15. mars síðastliðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.