Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 5^ 1. deild kvenna: FH á toppnum eftir sigur á Stjörnunni Fram vann Ármann, ÍBV tapaði í Reykjavík UM HELGINA fóru fram 4 leikir í 1. deild kvenna. Á föstudags- kvöld vann KR ÍBV meö 22 mörkum gegn 9 og Fram sigraði Ármann 23—17. Báðir leikirnir fóru fram í Seljaskóla. Á laugar- dag áttust við í Digranesi tvö af toppliðum deildarinnar, Stjarn- an—FH, og lauk þeim leik með sigri FH 20—18. Á sama tíma spiluðu ÍBV-stúlkur sinn annan leik á tveimur dögum í Seljaskóla. í þetta sinn gegn Vfking og sigr- uðu Víkingsstúlkur 20—10. KR-ÍBV22-9 Eins og úrslit benda á, voru yfir- burðir KR-stúlkna miklir í leiknum. Mikill munur var á liðunum í fyrri hálfleik, og var staðan eftir hann 12—3 fyrir KR. ÍBV skoraði þá mark á ca. 10 mín. fresti! Eitthvað tóku þær sig þó á í seinni hálfleik, og var hann mun jafnari. Lokastað- an í leiknum var sem fyrr segir 22-9. ÍBV-dömur breyttu ekki út af þeirri venju sinni aö taka eina manneskju úr umferð í liði and- stæðinganna. Að þessu sinni var það Sigurbjörg Sigþórsdóttir sem var klippt út úr spilinu. Það gekk þó ekki nógu vel framan af, því hún slapp oft inn úr horninu, og nýtti sér það vel. Sigurbjörg var lang- atkvæðamest í liði KR. Þá var Arna snögg í hraðaupphlaupum og Kar- ólína átti nokkur lúmsk skot sem eru illviðráðanleg fyrir markmenn. í liði ÍBV bar að venju mest á Rögnu Birgisdóttur. Það vakti at- hygli hve Vestmannaeyjaliðinu gekk illa að nýta vítaköst sín, en þær misnotuðu 3 víti í seinni hálf- leik. Mörk KR: Sigurbjörg Sigþórsdóttir 8/3, Karór Skúladóttir eitt mark hvor. Mörk ÍBV: Ragna Birgisdóttir 5/1, Ólöf Elí- asdóttir, Anna Dóra Jóhannsdóttir, Unnur Sigmarsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir eitt mark hver. Leikinn dæmdu þeir Stefán Arn- aldsson og Ólafur Haraldsson og dæmdu þeir hann af stökustu prýði. • Sigurborg Eyjólfsdóttir var markahæst í liði FH með 5 mörk. Fram—Ármann 23-17 Rétt fyrir klukkan 10 á föstu- dagskvöldið hófst leikur Fram og Ármanns, eftir rúmlega hálftíma seinkun. Leikurinn bar þess vitni allan tímann að vera miðnæturleik- ur og var spilamennskan eftir því. Það sýndi sig í þessum leik að það er alltaf erfitt að halda einbeiting- unni gegn liðum, sem líkt og Ármann hanga á tuðrunni von úr viti, án ógnunar. Fram féll í þá gryfju að missa spil sitt niður á sama plan, og var því leikurinn lítt skemmtilegur á að horfa! Atkvæðámestar í liði Fram voru þær Guðríður og Arna, en liðið í heild hefur víst oftast átt betri dag. Að venju var það Margrét Haf- steinsdóttir sem mest bar á í liði Ármanns. Hún er geysisterk línu- manneskja sem nýtir færi sín vel, enda snýst allt spil liðsins um að troða boltanum inn á hana. Þá átti Bryndís Guðmundsdóttir ágætan leik. Guðbjörgu Ágústs- dóttur var sýnt rauða spjaldið fyrir gróft brot á Guðríði. Mörk Fram: Guöríður Guöjónsdóttir 9/3, Arna Steinsen 5, Ingunn Bernódusdóttir og Ósk Víöisdóttir 3 mörk hvor, Margrót Blöndal 2 og Ragnheiður Juliusdóttir eitt mark. Mörk Ármanns: Margrét Hafsteinsdóttir 7, Ellen Einarsdóttir 4/2, Bryndís Guömunds- dóttir 5 og Elsa Reynisdóttir eitt mark. Dómarar í þessum leik voru þeir sömu og í hinum fyrri, þ.e. Stefán Arnaldsson og Ólafur Har- aldsson og stóðu þeir sig einnig mjög vel í þessum leik. Víkingur — ÍBV 20—10 Víkingsstúlkur áttu ekki í vand- ræðum með að vinna slakt ÍBV-lið. Að venju tóku þær Vestmanna- eyjastúlkur eina úr umferð í liði Víkings. Það var Eiríka Ásgríms- dóttir sem var klippt út þarna. Hún þurfti síðan að yfirgefa völlinn snemma í fyrri hálfleik, eftir að brotið hafði verið mjög gróflega á henni. Eftir það var Svava tekin úr umferð. Staðan í hálfleik var 12—8 fyrir Víking. í síðari hálfleik skoruðu ÍBV-dömur aðeins 2 mörk og þar af var annað þeirra úr víti, og hlýtur þetta að vera einsdæmi í meistaraflokk í handknattleik. Leiknum lauk síðan með sigri Víkings 20—10. Mörk Vfkings: Svava Baldvinsdóttir 9/4, Eiríka Ásgrímsdóttir 2, Jóna Bjarnadóttir 2, Sigurrós Björnsdóttir 2, Valdís Birgisdóttir 2, Rannveig Þórarinsdóttir 2, Hrund Rúdólfs- dóttir markmaður eitt mark. Mörk ÍBV: Anna Dóra Jóhannsdóttir 5/2, Ragna Birgisdóttir 4, Ingibjörg Jónsdóttir eitt mark. Stjarnan — FH 18—20 Stórleikur helgarinnar var Stjarnan—FH. Fyrir leikinn voru bæði liðin með 6 stig. FH-stúlkur komu mun ákveðnari til leiks og 1X2 s c 3 r s > o c c E H c c A Dagur 5 6 C0 l » 5 cc c m Sunday Mirror Sunday People i Q. .2 >N «0 s News of the Woríd Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 M. Gladbach — F.C. Köln 1 1 1 1 1 1 1 — - — - - 7 0 0 Aston Villa — Arsenal 2 1 1 2 2 X 2 2 X X X X 2 5 5 Leicester — Chelsea 1 2 1 X 1 X 1 X 2 X 2 1 6 4 3 Liverpool — Coventry 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 Luton — Charlton 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 0 0 Man. Clty — Everton X 2 2 2 2 2 2 2 2 2 X X 0 3 9 Newcastle — West Ham (sd ) X 2 1 1 2 2 2 - - - - - 2 1 4 Norwich — Oxford 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2 1 11 0 1 Q.P.R — Sheffield Wed. 1 1 X X 1 1 1 X 2 2 X 2 5 4 3 Southampton — Watford 1 1 1 1 1 2 1 1 1 1 2 X 9 1 2 Tottenham — Nott. Forest 1 1 2 1 1 1 1 1 X X 2 X 7 3 2 Wimbledon - Man. United 2 2 2 2 2 2 1 2 X 2 2 2 1 1 10 Morgunblaöiö/Bjami Eiríksson • Kristín Pétursdóttir, FH, reynir hér ad troða sér f gegnum vörn Stjörnunnar. FH skaust á toppinn í deildinni meö sigri á Stjörnunni, 20:18. ætluðu sér ekkert annað en sigur. Leikurinn bar vitni um mikla tauga- spennu og var mikið um vitleysur á báða bóga. í fyrri hálfleik var mikið jafnræði með liðunum og yfirleitt ekki nema eitt mark sem skildi liðin að. Staðan í hálfleik var 10—9 fyrir FH. í síðari hálfleik náði Stjarnan að jafna leikinn en svo komst FH í 14—10 og voru þær yfir til lok leiksins, en Stjarnan náði þó aðeins að rétta úr kútnum í lokin en það dugði þó ekki til því FH-stúlkur unnu leikinn með 20 mörkum gegn 18 og eru þær efst- ar í 1. deildinni. I FH-liðinu átti Halla í markinu góðan leik og einnig þær stöllur Sigurborg og Kristín sem eru mjög snöggar fram. Hjá Stjörnunni átti Fjóla ágætan leik en hún hefur þó oft varið betur úr hornum. Mörk Stjömunnar: Ería Rafnsdóttir 1/2, Margrót Theodórsdóttir 7/6, Steinunn Þor- steinsdóttir og Hrund Grótarsdóttir eitt mark hvor. Mörk FH: Sigurborg Eyjólfsdóttir 5, Rut Baldursdóttir4/1, Kristín Pótursdóttir 4, Heiða Einarsdóttir 3, Arndís Aradóttir, Hildur Harð- ardóttir, Inga Einarsdóttir, María Siguröar- dóttir eitt mark hver. Leikinn dæmdu Einar Sveinsson og Aöai- steinn Örnólfsson og dæmdu þeir ágætlega en hafa þó gert betur. KFogÁS getrluna- VINNINGAR! 14. leikvika - 22. nóvember 1986 Vinningsröð: X22-1X1 -1 21 -1 XI 1. vinningur: 12 róttir, kr. 513.540,- 200601(15/11)+ 212487(16/11) 2. vinningur: 11 réttlr, kr. 4.431,- 245 490 2139 5161 6605 + 8628 13451** 13526 18032 21053 40377 40383 41607 43744 44126+ 44928 45052+ 45392 45406 46945 47617 47699 47918 49615+ 50534 50818 51007* 51626 52385 52620 53424* 53519 56734 56949+ 57188* 57797* 57809* 58871 60269 60875 61207* 61647+ 62253* 65573 65865*+ 66195* 67248 68430+ 95816 95917 95993+ 96346 96599 96733 98407 100367+ 100487 101538+ 101631 101668 101874 102519 103988 104276 104712 125258 125406* 125525*+ 126077 126811 127263 127311 127436 12795Ó 128049 128546 129021 130202*+ 131356* 200594+ 200600+ 202967 208349* 209188+ 209261+ 210494 210895*+ 4-210881 211699* 211791 211827 212515 545141 566140 \ir 13. viku: Kærufrestur er til mánudagsins 16. des. 1986 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavfk. Vinningsupphæðir geta lækkað. ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða aö framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.