Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Fimmtán af bestu fimmtarþrautarmönnum heimsins dæmdir í langt keppnisbann - fyrir lyfjanotkun á heimsmeistaramóti FIMMTÁN af fremstu fimmtar- ► þrautarmönnum heimsins, þeirra á meöal heimsmethafinn, voru í fyrradag dæmdir f tveggja og hálfs árs keppnisbann vegna ólöglegrar lyfjanotkunnar á heimsmeistaramótinu í greininni á ítaliu f sumar. Allir fimmtar- þrautarmennirnir brutu af sór á sama hátt — meö því að taka róandi lyf fyrir skotkeppnina, en hún er síðasta grein fimmta- þrautarinnar. Þetta er mesta lyfjanotkunarmál í fþróttum sem upp hefur komið um árabil. Sund: íslands- met KR-ingar settu á laugar- daginn íslandsmet í 4x50 metra bringusundi karla í Vesturbæjarlauginni. Sveitin synti á 2:15.4 mínút- um og bætti gamla metið um eina sekúndu. í sveitinni voru þeir Albert Jakobsson, Jens Sigurðsson, Arnar Birgisson og Gunngeir Friðriksson. Allir íþróttamennirnir nema tveir koma frá Austur-Evrópu. Fimm eru frá Sovétríkjunum, þrír frá Búlg- aríu, fimm frá Póllandi og tveir frá Bandaríkjunum. Þeirra frægastur er núverandi heimsmeistari og fyrrum ólympíumeistari, Anatoly Starostin frá Sovétríkjunum. Ban- nið þýðir að enginn þessara íþróttamanna getur tekið þátt í ólympíuleikunum í Seoul 1988, og er reiknað með því að fæstir þeirra eigi afturkvæmt á íþróttavöliinn eftir bannið. Fyrst var keppt í fimmtarþraut á ólympíuleikunum í Stokkhólmi 1912. Það var Pierre De Coubert- in, upphafsmaður ólympíuleika nútímans, sem var aðal hvatamað- urinn að því að farið var að keppa í fimmtarþraut. Fimmtarþrautin byggir á keppni í fimm algjörlega óskyldum greinum — hesta- mennsku, skylmingum, sundi, víðavangshlaupi og skotfimi. Keppnin tekur fimm daga og er keppt í einni grein á hverjum degi. Skotfimin rekur lestina, og það var fyrir hana sem fimmtánmenning- arnir tóku ákveðið lyf sem eykur stöðugleika skothandarinnar með því að draga úr hjartsláttartíðni. Þeir hafa sagt að þeim hafi ekki verið kunnugt um að lyfið væri á bannlista. Að sögn Thor Henning, forseta alþjóðasambands fimmtarþrautar- manna, hefur lengi leikið grunur á um að lyfjanotkun væri til staðar í fimmtarautinni, en engar sannan- ir hefðu borist þar til í sumar. Talið er líklegt að keppnisfyrirkomulagi fimmtarþrautar verði breytt í fram- haldi af máli þessu og skotfimi og víðavangshlaup látið fara fram á einum og sama deginum. Þá myndu róandi lyf fyrir skotkeppn- ina gera keppendum útilokað að ná árangri í hlaupinu. • Larry Bird hefur leikið mjög vel fyrir Boston það sem af er keppn- istfmabilinu. Bandaríski körfuknattleikurinn: Bird hefur haldið Boston á floti Frá Gunnari Valgelrasyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum: NÚ þegar tæplega fjórar vikur eru liðnar af keppnistfmabilinu f bandarfsku NBA deildinni í körfu- knattleik er komin upp kunnugleg staða - Boston hefur forystu í Austurdeildinni en Los Angeles Lakers í Vesturdeildinni. Mikil meiðsli hafa hrjáð leik- menn Boston það sem af er og fyrst liðið er í forystu þrátt fyrir það er búist við að þegar allir verða heilir þá muni liðið verða óstöðv- andi. Larry Bird hefur leikið geysi- lega vel í haust og barátta hans um allan völl er ótrúleg. Hann skor- ar mikið, leikur félaga sína upp og tekur aragrúa frákasta. Boston hefur unnið átta leiki og tapað Handknattleikur: Allt á fullu hjá kvenfólkinu • Erla Rafnsdóttir er ein leikreyndusta handknattleikskona íslands, hún á að baki 57 landsleiki. — deildin í kvöld og þrír landsleikir íkjölfarið ÞAÐ má svo sannarlega segja að handknattleiksstúlkur hór á landi hafi í nógu að snúast næstu dag- ana. Heil umferð er f kvöld hjá þeim í 1. deildinni og sfðan taka við þrír landsleikir við Bandaríkin. Fyrsti leikurinn er annað kvöld að Varmá í Mosfellssveit og sfðan á förstudaginn á Seltjarnarnesinu en sfðasti leikurinn verður f Digranesi á laugardaginn. ísland og Bandaríkin hafa leikið 15 kvennalandsleiki í handknatt- leik. ísland hefur sigrað í átta, þrívegis hefur orðið jafntefli en þær bandarísku hafa unniö fjórum sinnum. Síðasta leik unnu þær bandarísku 17:20 og var sá leikur í B-keppninni í fyrra. Bandarískur handknattleikur er í mikilli framför um þessar mundir og réðu þeir til sín hinn þekkta markvörð Svía, Claes Hellgren, til þess að rífa landslið þeirra upp. Bandaríska liðið er á leiðinni í A- heimsmeistarakeppnina sem verður í Hollandi 4. — 14. desemb- er. Hilmar Björnssdon, landsliðs- þjálfari sagði í gær að hann vænti þess að við myndum ná að minnsta kosti 50% árangri út úr þessum þremur leikjum. „Ég vonast til að við snúum þró- uninni við í þessum leikjum. Bandaríkin hafa unnið okkur í síðustu leikjum en nú ætlum við að vinna þær. Vonandi náum við jafntefli út úr þessum þremur leikj- um, það r að segja einn sigur, eitt tap og eitt jafntefli. Við erum nú meðfjóra landsliðs- hópa í kvennaboltanum og erum að reyna að byggja þetta upp frá grunni. Landsliöið hefur leikið marga landsleiki á því ári sem nú er að líða og stelpurnar eru í betri æfingu nú en oftast áður þannig að við vonumst eftir góðum og skemmtilegum leikjum," sagði Hilmar Björnsson landsliðþjáfari. Þess má að lokum geta að á morgun verður forleikur að Varmá sem hefst klukkan 18.30 en þar leika A og B-liö stúlkna úr 3. ald- ursflokki. Búist er við að eldri landsliðs- konur fjölmenni á þessa leiki og stiðji við bakið á þeim stúlkum sem nú eru í landsliðinu. Það kostar aðeins 150 krónur á hvern leik fyrir fullorðna og 50 krónur fyrir börn. tveimur. Atlanta, Philadelphia og Milwaukee eru næst Boston í röð- inni. Eftir tap fyrir Houston í fyrsta leiknum hefur Los Angeles Lakers unnið átta leiki í röð og getur fyrst og fremst þakkað það Magic John- son sem hefur líklega aldrei verið betri en um þessar mundir. Ég horfði á leik með Los Angeles í sjónvarpi hér á dögunum og þá kom fram hjá íþróttafréttamönnum sjónvarpsstöðvarinnar að það væri slæmt fyrir liðið að hafa ekki Pétur Guðmundsson, því Pétur væri eini raunverulegi varamiðherji þess fyr- ir Kareem Abduul Jabbar. Houston Rockets hafa átt í nokkrum vandræðum að undan- förnu og hafa tapað tveimur leikj- um. Lið Houston er einkum frægt fyrir turntvíbura sína, eða „twin towers" eins og miðherjarnir Ralph Sampson og Akeem Olajuwan eru gjarnan nefndir. Báðir eru um 2.20 m á hæð. Ralph Sampson hefur hinsvegar verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla sem hann hlaut þegar hann sneri sig á vinstra fæti. í síöasta leik Houston kom Sampson aftur inn í liðið en eftir stutta stund sneri hann sig á hægra fætinum og verður frá keppni um óákveðinn tíma. Félagi Sampsons, Akeem Olajuwan, þykir einn allra besti miðherji heims og hann fær laun í samræmi við það. Hann hefur núna um 60 milljónir íslenskra króna í grunnlaun á ári frá félagi sínu - auk bónusa og auglýsinga- samninga. Nýlega undirritaði svo Olajuwan nýjan samning við Hous- ton Rockets, sem tekur gildi eftir þrjú ár. Sá samningur er til átta ára og fær kappinn tvær milljónir dollara á ári í þessi átta ár, eða um 80 milljónir íslenskar. Mánað- arkaupið er því tæplega sjö milljón- ir króna. En það þarf heilmikið til að verða toppleikmaður í atvinnumanna- deildinni í Bandaríkjunum. Það sést best á því að sovéska körfu- knattleikslandsliðið, sem er eitt hið besta í heimi, er hér á keppnis- ferðalagi um þessar mundir og reynir ekki að keppa viö atvinnulið- in. Það hefur leikið við ellefu háskólalið til þessa - unnið sex leiki en tapað fimm. Og forráða- menn liðsins eru himinlifandi með þann árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.