Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 5 Síðustu umferðirnar eru langmikilvægastar - segir Jóhann Hjartarson stórmeistari „VIÐ erum orðnir ansi þreyttir og því mjög- fegnir að það skuli vera frídagur framundan svo við getum hvUt okkur fyrir síðustu fjórar umferðirar, en þær eru að sjálfsögðu langmikilvægastar," sagði Jóhann Hjartarson stór- meistari og skáklandsliðsmaður í samtali við Morgunblaðið í gær en Jóhann keppir nú á Ólympíu- mótinu í skák í Dubai ásamt Helga Ólafssyni, Jóni L. Árna- syni, Margeir Péturssyni, Guðmundi Sigurjónssyni og Karli Þorsteins. 10. umferð mótsins var tefld í gær og í dag eiga skák- mennirnir frí en alls eru tefldar 14 umferðir á mótinu. FVammistaða íslenska liðsins á Ólympíumótinu hefur vakið at- hygji og sérstaka eftirtekt vakti að íslendingar skyldu ná jafntefli við Sovétmenn í 7. umferð móts- ins. Jóhann tefldi við Anatoly Karpov fyrrverandi heimsmeist- ara, og náði jafntefli eftir langa skák. „Ég hef aldrei teflt við hann áður,“ sagði Jóhann um skákina. „Þetta var nú hálfvitlaus skák. Ég fékk lakara tafl eftir byijunina og mjög vandasama stöðu í mið- taflinu. Síðan fékk ég smá tækifæri á að sprikla og þegar skákin fór í bið var hún líklega jafntefli. Égfann síðan ekki sterk- ustu leikina í framhaldinu en Karpov lék af sér á móti og skák- in endaði með jafntefli." Margeir Pétursson þurfti einnig að tefla framlengda skák til að innbyrða vinning gegn Sovét- meistaranum Tceckovski. Jóhann og Margeir voru síðan ekki fyrr staðnir upp frá biðskákunum en þeir settust á móti Englendingum og gegn þeim tapaði Island á öll- um borðunum fjórum. Var upp- stillingin gegn Englendingum mistök? „Það er ekki auðvelt að finna skýringar á þessu tapi,“ sagði Jóhann. „Það var að vísu komin þreyta í liðið og það má segja að það hafi verið rangt að stilla okk- ur upp sem vorum að beijast í biðskákunum. En við Margeir vorum svo hressir og ánægðir að okkur fannst við vera meira en tilbúnir að tefla áfram. Þegar fór að líða á tók úthaldsleysið að segja til sín. Og síðan vill oft fara svo í sveitakeppni að þegar einum fer að ganga illa byija hinir að spenna sig til að bjarga málunum. Þetta verður þá einskonar keðjuverk- un.“ Fyrir mótið spáðu flestir Sovét- mönnum auðveldum sigri. Þeim hefur hinsvegar ekki gengið sem best það sem af er og Jóhann var spurður hveiju hann teldi þetta sæta. „Það verður að líta á það að allir í rússnesku sveitinni eru að koma úr erfíðum einvígum. Karpov og Kasparov eru að standa upp frá heimsmeistaraein- víginu, og Sokolov og Yusupov eru nýbúnir að tefla saman erfitt einvígi. Það er því von að þeir séu hálf vatnslausir. Ef ég á að spá einhveijum sigri nú væri það Eng- lendingum." sagði Jóhann. Jóhann sagði að skákmönnun- um liði mjög vel og andinn í liðinu væri góður þrátt fyrir tímabund- inn mótbyr. Jóhann sagði að heilsufar þeirra hefði einnig verið gott enda væru aðstæður í Dubai eins og best verður á kosið Englendingar kæra Spánverja Skák Bragi Kristjónsson íslendingar tefldu við sterka sveit Kúbumanna í 10. umferð Ólympíu- skákmótsins í Dubai í gær. Jafntefli' varð á 2.-4. borði en á efsta borði á Helgi mjög vænlega biðstöðu. Englendingar, sem voru lang- efstir fyrir umferðina, töpuðu mjög óvænt fyrir Spánveijum, V2—3V2. Englendingar tóku tapinu afar illa og kærðu Spánveija fyrir að hafa rangt við. I sjónvarpsviðtali eftir umferðina sagði Miles, að andstæð- ingur Nunn hafi farið til fyrirliða síns til að bera undir hann jafnteflis- boð Englendingsins. Fyrirliði og þjálfari Spánveija er sovéski stór- meistarinn Georgadze, og á hann að sögn Miles að hafa rakið vinn- ingsleiðir fyrir Spánveijann. Miles kvað ungverskan skákmann hafa orðið vitni að þessu. Kærunefnd mótsins hefur ekki enn tekið kæru Englendinga fyrir. í gærmorgun tefldi Jóhann biðskákina við Sznap- ik áfram og fór skákin aftur í bið í eftirfarandi stöðu: Sznapik — Jóhann, svartur lék biðleik. í sland — Kúba 1 '/2— 1V2 Helgi — Nogueiras biðskák Jón L. — Am. Rodriguez V2—V2 Margeir — S. Garcia V2-V2 Guðmundur — Vera V2—V2 Kúbumenn eiga sterka sveit með fjóra stórmeistara, Jesus Nogueiras komst í áskorendamót á síðasta ári og Amador Rodriguez tefldi við Margeir á millisvæðamótinu í Biel. Helgi tefldi í fyrsta skipti Griin- felds-vöm og virtist kunna vel við sig i þeirri tvieggjuðu byijun. Kúbu- maðurinn tefldi frumlega, en lenti við það í verra endatafli. Þegar skákin fór í bið virtist Helgi eiga mjög góðar vinningshorfur. Nogueiras — Helgi sv. lék bið- leik. Skákir Jóns L. og Margeirs voru allan tímann í jafnvægi, en skák Guðmundar var mjög fjömg. Kúbu- maðurinn fómaði skiptamun í flókinni stöðu úr Sikileyjarvöm og fékk í staðinn næg færi til að ná jafntefli. Önnur úrslist í 10. umferð: Júgó- slavía — Frakkland 3—1; Sovétríkin — Rúmenía 2—1; Kasparov — Suba: jafnteflisleg biðskák; Ungveijaland — V-Þýskaland 3—1; Argentína — Bandaríkin U/2—2V2; Búlgaría — Chile 1—1, 2 í bið; Kína — Indó- nesía 2V2— U/2; Ástralía — Tékkó- slóvakía IV2—2V2. Staða efstu þjóða eftir 10 um- ferðir: 1. Bandaríkin 27V2 v.; 2.— 3. England og Spánn 27 v.: 4.-5. Sovétríkin og Ungveijaland 26V2 v. og 1 biðskák. Islendingar hafa 22V2 v. og 2 biðskákir. Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta J3 «0 (0 (0 XI (0 * a> > I n '55 > -Q «0 (0 3 t LU LÆKKAÐ VERÐ Afsl. Málning .......... 15°/o Penslar, bakkar, rúllusett .......... 20% Veggfóðurog veggdúkur. 40% Veggkorkur ......... 40% Veggdúkur somvyl ... 50% LÆKKAÐ VERÐ til hagræðis fyrir þá sem eru að BYGGJA - BREYTA EÐA BÆTA Líttu við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig. m 3 c 0) o» a (Q (Q w‘ C CT- <3 % 0) TT 0> c Q> o» (T Ertu að byggja — Viitu breyta — Þarftu að bæta Verslunin t-11M* Borgartúni 20 Athyglin beinist að Gæði Fegurð Góð þjónusta þjóðfræði im. 4$ KMbÆA f r«i m:nr J.,; .y < ! «*«•** M" > Ævisögur orða eftir Halldór Halldórsson. Nýtt rit í bókaflokknum íslensk þjóðfræði. Fyrir alla sem áhuga hafa á íslenskri tungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.