Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Þjóð í kreppu Bókmenntir Erlendur Jónsson Kjartan Jónsson: Kreppuárin á íslandi 1930-1939. I. 154 bls. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. 1986. Fyrir fáeinum árum kom út ritið Heimsstyijaldarárin á íslandi eftir Tómas Þór Tómasson. Þar var bryddað upp á skemmtilegri nýjung í þá áttina að færa sögu löngu lið- inna ára í fréttabúning þannig að lesandinn hefði á tilfinningunni að hann hefði dagblað, eða að minnsta kosti einhvers konar samtímarit, fyrir framar. sig, myndskreytt að sjálfsögðu, og fyndi sig þannig mitt í hringiðu peirra atburða sem greint er frá. Þetta rit um krepguárin er byggt upp á sama hátt. Ur því að ritin urðu tvö og höfundamir jafnmargir var sjálfsagt að deila verkum svo að annar skrifaði um stríðsár en hinn um kreppu. Þau tímabil urðu svo ólík að furðu gegnir þegar horft er um öxl. Kápumyndin á þessari bók gefur strax hugmynd um hið rétta and- rúmsloft kreppunnar: Menn á fundi, fáeinir með hatta, aðrir með der- húfur sem voru einkennishöfuðföt þeirra sem minna máttu sín (með stríðinu fóm allir að ganga með battesbýhatt því þá vom allir orðn- ir ríkir). Maður í ræðustól. Athygli vekur að þeir, sem næst standa ræðustólnum, snúa ekki að ræðu- manni heldur að áheyrendum — svo sem tilbúnir að veija ræðumanninn ef á þyrfti að halda! Kreppuárin urðu að því leyti minnisstæður, en ekki að sama skapi ánægjulegur kapítuli í ís- landssögunni að þá hófst fyrir alvöru kalda stríðið í þessu landi. Þá varð til sú flokkaskipun sem síðan hefur haldist. Þá varð hér samgöngubylting. Bíllinn varð aðal- farartækið landshluta á milli. í bókmenntunum þokaði gamli tíminn fyrir nýjum stefnum. Ríkisútvarpið gerbreytti heimilislíf- inu. Og pólitískar sviptingar í öðmm löndum höfðu hér meiri og varan- legri áhrif en nokkm sinni fyrr. Þama varð líka til vísirinn að vel- ferðarríki því sem síðan hefur þróast. Höfundur segir í formála að sskilningur og þekking á sögu aldarinnar hljóti að vera besta und- irstaða skilnings jafnt á samtíð okkar sem fyrri alda sögu.« Þetta em orð að sönnu og eiga ekki hvað síst við sögu kreppunnar. Þá kvikn- uðu hugmyndir sem enn þökta í margs manns huga þrátt fyrir æm- ar breytingar. Þetta fyrsta bindi (af þrem áætl- uðum) tekur einkum til tveggja til þriggja fyrstu kreppuáranna. Kann því að vera skiljanlegt að höfundur skuli leggja hér mesta áherslu á verkföll og vinstri pólitík því hvort tveggja einkenndi þau ár. Hasarinn er alltaf fréttaefni númer eitt. Hins ber að minnast að fleira einkenndi þjóðlífíð þó minna væri í fréttum. Kjartan gerir í stuttu máli grein fyrir þróun vegamála um og upp úr 1930. Athyglisvert er hversu vel rættist hér úr vegakerfínu á þessum fátæktarámm, hvemig það lengdist með undraskjótum hraða frá ári til árs. Þegar svo var komið að rútu- farþegar komust á einum degi milli Reykjavíkur og Akureyrar (1936) þótti það með ódæmum. En þá var að vísu farið með skipi milli Reykjavíkur og Akraness eða Borg- amess. Bifreiðastöð Steindórs mun fyrst hafa haft þetta sérleyfí ein „ ... og hafði Steindór þennan hátt- inn á allan kreppuáratuginn, að senda farþega sína með Fagranesi til Akraness og aka þaðan til Akur- eyrar,“ segir Kjartan. Ekki rengi ég það — en langar að bæta nokkm við: Arið 1935 kom Laxfoss til sög- unnar og sigldi milli Reykjavíkur og Borgamess. Um þær mundir, hygg ég, tók Bifreiðastöð Akur- eyrar við sérleyfínu, fyrst að hluta, síðan alveg. Þá fyrst tóku þessir fólksflutningar að aukast svo um munaði. Og bflar BSA keyrðu aldr- ei lengra en í Borgames, þar tók Laxfoss við. Vegurinn fyrir Hval- fjörð þótti svo glæfralegur að þeir, sem farið höfðu, lýstu ferðinni sem meiriháttar svaðilför. En þessar »hröðu« samgöngur höfðu víðtæk áhrif á þjóðlífíð. Þá varð t.d. altítt að fólk sækti vinnu milli lands- hluta: norður á sfld — suður á vetrarvertíð og þar fram eftir göt- unum. Skilmerkilega skýrir Kjartan frá upphafí kreppunnar í Bandaríkjun- um og orsökum þess að hún hlaut að breiðast út um allar jarðir svo Hefndarþorsta svalað Kvikmyndir Amaldur Indriðason Dópstríðið (Quiet Cool). Sýnd í Laugarásbíói. Stjörnugjöf: ★ ★ Bandarísk. Leikstjóri: Clay Borris. Handrit: Clay Borris og Susan Vercellin. Framleiandi: Robert Shaye. Kvikmyndataka: Jaques Haitkin. Tónlist: Jay Ferguson. Helstu hlutverk: James Remar, Adam Coleman Howard og Daphne Ashbrook. í myndum eins og Dópstríðinu þar sem hefíidin er drifkrafturinn og knýr annars góðviljaðar og elskulegar persónur til ódæðis- verka, sem taka orðið iðulega grimmdarverkum illmennanna fram, byggist fléttan á því að vekja áhorfandann til samúðar með þeim sem eru órétti beittir. Takist það sæmilega hefur áhorf- andinn bara gaman af að sjá góðu gæjana svíða þá vondu. Leikstjóranum Clay Borris tekst þetta nokkuð vel framan af í Dópstríðinu með því að gera ill- mennin að verulegum hrottum og fómarlömb þeirra að indælum sakleysingjum. Hrottamir eru dópframleiðendur í einhveiju krummaskuði í sveitum Ameríku og drepa, eða réttara sagt taka af lífí, foreldra stráks, sem verður vitni að morði sem þeir fremja en stráksi sleppur við illan leik. Hann kynnist svo löggu frá New York, sem gömul vinkona kallar til, og saman vinna þeir á glæpagenginu með viðeigandi djöfulskap og lát- um. En þá er allt spursmál um sam- úð rokið út í veður og vind eins og venjulega og við tekur kerfís- bundin gereyðing á bófunum. Enginn hefur þörf fyrir samúð lengur og sú litla tilfínning sem kveikt var í byijun gleymist undrahratt. Myndin tekur á sig svip vestr- ans þegar annar aðalgaurinn gengur kaldur og rólegur í bæinn spillta með tvo haglara í höndun- um og þmmar niður síðustu bófana. Og svo verður hún ein- faldlega hlægileg þegar kemur að lokauppgjörinu við þá persónu sem stendur að baki öllu saman. Það ætti engum að koma á óvart hver það er, þótt því sé reynt að halda leyndu „spennunnar" vegna, af því hún er eini eftirlif- andi bæjarbúinn að leik loknum. „Ég gerði þetta fyrir peningana," segir hún og lítur samt út eins og fátæk blómasölukerling. Sá, sem fer með aðalhlutverkið í þessum bandaríska hefndar- þorsta, er James Remar og þótt hann sé ekki endilega góður leik- ari tekst honum sæmilega að fara með hlutverk góðhjartaðrar löggu með snert af mikilmennskubijál- æði stórborgarbúans sem veit að sveitin er bara einum of lítil fyrir hann. Hann er a.m.k. mikið breyttur frá því hann lék í 48 HRS Walter Hills þar sem hann var geðsjúkur morðingi. Hann lifði sig þó mun meira inn í það hlutverk. fljótt sem raun bar vitni. Ennfrem- ur getur Kjartan þess réttilega að hagfræðingar séu enn gróflega ósammála um raunverulegar orsak- ir þessa hrikalega hruns. Kjartan heldur því fram að stjómvöid vestra hafí brugðist rangt við þessu reiðar- slagi. Það er vafalaust rétt. En kannski máttu þau afsaka sig með því að enginn hafði áður glímt við þvflíkan vanda. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldi þessa verks. Fleira setti svip á ijórða tuginn en verkföll og stofnun kommúnistaflokks. Berkla- veikin vofði hér yfír eins og dökkur skuggi. Spánarstyijöldin herti hér á sultarólinni í þann mund er krepp- an tók að lina tökin annars staðar. Mestu skáldverk þessarar aldar sáu dagsins ljós. Héraðsskólamir — stofnaðir af Jónasi — höfðu mikil áhrif, en þó ekki eindregið þau sem Jónas ætlaðist til: að halda unga fólkinu heima í sveitinni. Kirkjan (segja mér gamlir prestar) átti í vök að verjast á þessum ámm. En stóm stjömumar vom þeir sem gátu lát- ið rödd sína berast »á öldum ljós- vakans« (eins og þá var alltaf sagt) út um allar byggðir landsins. Og ekki má gleyma að hyggja að því hvað fólkið hafði fyrir framan sig á matborðinu. Það þætti víst ekki ríkmannlegt nú. Viðskiptahættir vom með ýmsu móti. Og olli deilum. Allt þetta og miklu fleira bíður síðari binda verksins. Svo langar mig að minna höfund- inn á að »vættur« og þá einnig »óvættur« em kvenkynsorð. Annars er textinn hinn læsilegasti og hæfír vel efni. Kjartan segist í formála óska þess að »verkið sé metið á þeim forsendum sem það er unnið, þ.e. sem skemmti-, fræðslu- og skilningsvaki fyrir allan almenn- ing.« Sýnist mér sem höfundur muni ætla að standa vel við þau orð. Margar myndir em í bókinni. En myndaöflun til verks af þessu tagi er miklu meira þolinmæðisverk en ætla mætti í fljótu bragði. Skýjaborgir Geimsteins Hljómplfttur ÁrniJohnsen Skýjaborgir heitir nýleg hljóm- plata frá Geimsteini þar sem ýmsir flytjendur flytja lög úr ýmsum áttum, innlend og erlend. Flytjendur em Geimsteinn, María Baldursdóttir, Þórir Baldursson, Sigríður Ragna Jónasdóttir, Rut Reginalds, Haraldur Gunnar, Rúnar Júlíus, Gammar, Transc- ender, Eva Gunnarsdóttir, Geir- mundur Valtýsson, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Bylur, Privat, Helga Magnúsdóttir, Þokkabót, Svenni Björgvins og co. og Fikt. Það kennir því margra grasa á þessari líflegu plötu, en gjaman mættu vera meiri upplýs- ingar á plötuumslagi um lögin og flytjendur. Þessi plata var tekin upp í upp- tökuheimili Geimsteins og Hljóð- rita 1985 og 1986 og það vom þeir Þórir Baldursson, Rúnar Júlí- usson, Matthías Davíðsson og Júlíus Freyr Guðmundsson sem stjómuðu upptöku. Hér er um að ræða vandaða plötu með léttum dægurlögum og þessi breiðfylking söngvara og hljómlistarmanna gerir hana skemmtilega og fjöl- breytta. Enn er von Hljómplfttur Árni Johnsen Enn er von heitir kristileg hljómplata sem Lifandi von hefur gefíð út, en þar syngja ýmsir söngvarar söngva til dýrðar Jesú Kristi. Þetta er vönduð hljómplata þar sem hver söngvarinn er öðrum betri, en þó er óhætt að segja að eitt skemmtilegasta og melódísk- asta lagið „Von“ syngur Þorvald- ur Halldórsson. Þeir sem syngja em: Sólveig Guðnadóttir, Hjalti Gunnlaugsson, Halldór Lámsson, Sigríður Guðnadóttir, Ámý Björg Jóhannsdóttir og Kristín Björg Hákonardóttir, Loftur S. Guðna- son, Hellen S. Helgadóttir og Pétur Hrafnsson. Flest lögin og textamir em eft- ir þátttakendur á plötunni, en einn sálmur úr sálmabókinni siglir með, sálmur númer 150. Enn er von er falleg plata, já- kvæð og allur flutningur hinn vandaðasti. Tónlistin er á nótum þess sem margt ungt fólk hefur mikinn áhuga á, taktföst en ekki sérlega ljóðræn. Það er mikill fengur að því að ungt fólk vinni slíka hljómplötu á borð allsnægtaþjóðfélagsins, sem við búum í, því vissulega er mikil þörf fyrir það ankeri sem trúin á Jesúm Krist er öllu fólki. BV Rafmagns oghona- lyftarar Liprirog^ handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitumfúslega allarupplýsingar. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sr BÍLDSHÖFÐA 16 SiMI:6724 44 Eigum á lager og útvegum með stuttum fycirvara allar gerðir af vörurekkum og lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari upplýsingar. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍML6724 44 Bladburóarfólk óskast! UTHVERFI KOPAVOGUR Heiðargerði 2—124 Kársnesbraut 2—56 Ártúnshöfði (iðnaðarhúsnæði) fftttgiiiifrliifeife
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.