Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS UM-U ir l=RNl<R£>TRlK “ÞÚ ERT KOMINN HEIM, JÓN Jl' Bágt er að ganga bónleiður til búðar Ætli aðbúnaður eldri borgaranna hafi ekki batnað mikið frá þvi þessi mynd var tekin? Um það fjallar bréfritari. Ellefu hundruð á biðlista og sum- ir búnir að bíða í tíu ár, er svarið sem maður fær, leiti maður eftir húsnæði hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Og þessi tala breytist ekki gegnum árin, í það minnsta hef ég ekki heyrt aðra tölu nefnda þau hartnær fjögur ár sem umsókn mín hefur legið inni. Það læðist að mér sá ljóti grunur að ekkert sé gert til úrbóta í þessum málum, eða þá að selt sé undir borðið. Einu sinni fékk ég þó ann- arskonar svar og var það sett fram í kvörtunartón. „Það voru því miður svo lítil afföll" (með öðrum orðum, fólk lifði of lengi). En ég er ekki að sakast við starfsfólk Félagsmálastofnunar, það er elskulegt og gerir sem það getur. En það eru þeir sem völdin hafa og eiga að stjóma þesum málum sem ekki standa sig sem skyldi. Það eru engin vandkvæði og engin peningavöntun þegar vist- arverur hins opinbera eiga í hlut og ekkert til sparað að gera þær sem glæsilegast úr garði. En auðvit- að verður að sýna það á einhvem hátt að við búum í velferðarþjóð- félagi og gerum vel við þegnana, í það minnsta þá sem em í sviðsljós- inu. En hinum óæskilegri þegnum, sem minna mega sín og varpa skugga á glæsibraginn, væri gott að geta stungið inn í hól eins og Eva gerði forðum við óhreinu böm- in sín. Og þegar þeir háu herrar lýsa því yfir með miklum fjálgleik hversu vel þeir standi með þeim minnimáttar og hvað þeir ætli að gera fyrir þá í framtíðinni (það er að segja, nái þeir kjöri), þá hugsa ég sem svo að öllu hljóti að vera borgið í höndum þvílíkra manna. En það er bara ekki hægt að gera up á milli svo góðra manna og þar af leiðandi er ég steinhætt að kjósa. Ég ólst upp í Reykjavík á kreppu- ámnum, sælla minninga, og þá var ekki auðvelt að afla sér menntunar. Aðeins þeir sem fæddust með silfur- skeið í munni eða höfðu óvenju stórt bein í nefi og treystu sér til að tak- ast á við sult og seyru, lögðu út í nám. Þá vom engin námslán og unglingunum ekki dillað á neinn hátt. Einn vissi ég um sem fór dálít- inn tíma til sjós á hverjum vetri til þess að geta fleytt sér fíárhagslega út skólaárið. Ég hafði ekki þetta margumtalaða nefbein og heldur lítið var um metnað og einhvem veginn hef ég aldrei sett peninga eða dauða hluti í samband við lífshamingju. Ég lenti því í þessari svokölluðu láglaunastétt og hef hangið þar síðan. Ég hef alltaf búið í leiguhúsnæði, misjafnlega góðu og misjafnlega lengi á hveijum stað, allt eftir geðþótta íbúðaeiganda. Ég ætla nú ekki að tíunda það frek- ar, en mig langar til að lýsa vergangi síðustu ára. Fyrir sex ámm varð ég að losa íbúð en hafði þó sex mánaða upp- sagnarfrest. Og þá hófst píslar- gangan. Ég sendi tilboð, fór eftir öllu sem auglýst var og auglýsti sjálf, en allar þær mannsæmandi íbúðir sem stóðu mér til boða vom að verði til langt fyrir ofan það sem efnahagur minn leyfði. Daginn sem ég átti að flytja út fékk ég svar við einni auglýsingu minni. Tveggja herbergja ágætis íbúð á sanngjömu verði stóð mér til boða. En Adam var ekki lengi í Paradís og það kom að því að eigendur þurftu á íbúð- inni að halda. Og þá hófst leit mín að nýju og gekk sist betur en sú fyrri. Ég leitaði til leigumiðlara og borgaði þeim fyrir væntanlega að- stoð, en litlu seinna vom þeir teknir fyrir svik. Ég sat í ónáð í íbúð minni í marga mánuði og að vera í vegi fyrir öðram er það versta sem ég veit. En svo fékk ég loks þetta kjall- araherbergi sem ég bý í núna og hef ég verið hér í eitt og hálft ár. Herbergið er að vísu hlýtt og bjart og ég leigi hjá góðu fólki og borga væga leigu. En þá er líka allt uppt- alið. Það er engin bjalla og langt til dyra, svo þurfí einhver að hitta mig verður viðkomandi að guða á gluggann minn. En svo ég nú reyni að leika Pollýönnu-leikinn, reyni að sjá eitthvað jákvætt við alla hluti, þá má segja að það sé bara gamall og góður siður að guða á glugga og svo losna ég við merkjasölufólk og Votta Jehóva. Ég þarf að þvo mér inni í herberginu, upp úr vaska- fati og sækja allt vatn í þvottahúsið (því ég hef enga brúklega hand- laug) og ég sé fjandakomið ekkert jákvætt við það. Ég þarf að baksa með þvottinn minn langar leiðir í þvottahús og auðvitað sækja hann aftur, en mér er sagt að fullorðið fólk eigi að ganga sem mest, en ég veit ekki hvort það á við í mik- illi hálku. Ég þarf að fara á sundstaðina til þess að þrífa mig almennilega og hádegismat borða ég í mötuneyti. Ég átti gamla frænku sem ég heimsótti oft fýrir sextíu áram og bjó hún við svipaðar aðstæður og ég geri nú, nema hvað hún átti ekki ísskáp til að hafa inni í herberginu sínu og aðeins olíuofn til upphitunar þar sem ég hef hita- veitu. En á sextíu árum hlýtur aðbúnaður hjá þeim öldraðu að hafa breyst til muna, eða hvað? Og fari nú svo að ég veikist og kæmist ekki út til að þrífa mig eða borða þá yrði nú heldur lítið úr leiknum hennar Pollýönnu. Og meðan ellilíf- eyrisþegum er skammtað svo naumt er ekki von til þess að þeir geti tekið íbúð á leigu á almennum markaði. „Einn af saltstólpunum.“ esta verðið Já, nú borgar sig að lesa ef þig vantar góðan og fallegan klæðaskáp með plastfilmu í viðarlitum og hvítu. 10.380 12.980 Fura-eik-hvítt. H.200 B.95 D.54 Fura-eik-hvitt H.200 B. 142 D.54 17.630 Fura H.200 B.144 D.58 Rennihurðir. 9.990 H.200 B.96 D.58 Rennihurðir. 20.810 Fura — eik — hvítt H.200 B.193 D.58 Rennihurðir. X 9 Og margar aðrar gerðir. húsgagna-höllin 1BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.