Morgunblaðið - 26.11.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 26.11.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 25 V estur-Þýskaland: Kínverskur embættís- maður biður um hæli Bonn, Reuter, AP. SENDIRÁÐSRITARI kinverska sendiráðsins í Bonn hefur beiðst pólitísks hælis fyrir sig og konu sína, að því er haft er eftir emb- ættismönnum vestur-þýsku stjórnar. Mannréttindasamtök í Frankfurt hafa einnig greint frá því að Tu Pingju og kona hans, Chu Meilan, hafi gerst landflótta. í yfírlýsingu samtakanna sagði: „Þessi háttsetti stjómarerindreki tók þetta skref í gær (mánudag), vegna þess að hann hafði fyrir löngu síðan hafnað stjómarfarinu í föðurlandi sínu.“ Talsmaður kínverska sendiráðs- Bretland: Dæmdur í 28 ára fangelsi -fyrir heróínsmygl London. Reuter. FORSPRAKKI eiturlyfjahrings, sem stóð fyrir heróinsmygli frá Bretlandi til Bandarikjanna, hef- ur verið dæmdur til 28 ára fangelsisvistar fyrir sakamála- rétti í London. Paul Dye, sem handtekinn var í júlí 1985, hlaut þennan dóm fyrir Oid Bailey-réttinum á mánudags- kvöld, og var hann sekur fundinn fyrir að hafa smyglað heróíni að verðmæti um 100 milljón sterlings- pund um Heathrow-flugvöll. Dye verður að sitja inni tvö ár til viðbótar, ef hann lætur undir höfuð leggjast að greiða 201.000 punda sekt, sem hann var dæmdur til að greiða. Fangelsisdómurinn yfír honum er hinn þyngsti, sem kveðinn hefur verið upp í Bretlandi fyrir eiturlyfjasmygl. Fimm Bretar, sem unnu með honum við að smygla heróíninu frá Pakistan um Bretland til Banda- ríkjanna voru dæmdir í sjö til 17 ára fangelsi. Saksóknarinn kvað eiturlyfja- hringinn hafa verið upprættan fyrir samstarf löggæslustoftiana í Bret- landi, Bandaríkjunum, Pakistan, Hollandi og Vestur-Þýskalandi. ins í Bonn hefur neitað að segja orð um málið. Embættismaður í viðskiptadeild sendiráðsins sagði aðeins: „Tu Pingju er ekki lengur hér.“ Talsmaður útlendingaeftirlitsins í Bonn asgði að tveir Kínverjar hefðu sótt um hæli á mánudag vegna þess að þeir hefðu mátt þola pólitískar ofsóknir heima fyrir. Sagði talsmaðurinn að Kínver- jamir hefðu átt að koma aftur í gær, en hefðu ekki látið sjá sig. Talsmaðurinn vildi ekki nefna Kínveijana á nafn. Tu er að öllum líkindum fyrsti kínverski stjómarerindrekinn, sem sækir um pólitískt hæli, síðan Vest- ur-Þjóðveijar og Kínveijar tóku upp stjórmálasamband 1972. John Poindexter ásamt Ronald Reagan Bandaríkjaforseta þegar hann var skipaður öryggismálaráðgjafi í desember i fyrra. John Poindexter, fyrrum öryggisráðgjafi: Hatursmaður fjölniiðla -snjall áróðursmeistari Washington, Reuter. JOHN POINDEXTER, öryggis- málaráðgjafi Reagans Banda- ríkjaforseta, hafði marga hildi háð áður en vopnasala Banda- ríkjastjórnar, sem leiddi til afsagnar hans í gær, var gerð opinber. Hann er sagður hafa skipulagt „lygaherferð“ í ágúst á þessu ári í því skyni að koma Gaddafi leiðtoga Líbýu frá völd- um. Fyrirskipaði hann að uppspunnum fréttum skyldi komið á framfæri við fjölmiðla þess efnis að Bandaríkjamenn hygðust ráðast gegn Libýu. Hann er svarinn hatursmaður fjölmiðla og bandarískir embættismenn segja leynilegar ráðagerðir og baktjaldamakk vera hans ær og kýr. John Poindexter var skipaður öryggismálaráðgjafi Ronalds Reag- an 4. desember 1985-og tók hann við stöðunni af Robert McFarlane. Embættismenn í Hvíta húsinu segja hann einstaklega gefínn fyrir alls kyns ráðabrugg fyrir luktum dyrum og vitað er að hann ráðlagði Reag- an forseta að gangast ekki við vopnasölunni þar til fokið var í flest skjól. Hann gagnrýndi fjölmiðla harðlega fyrir umfjöllun þeirra og skipulagði áróðursherferð þar sem þvi var óspart haldið fram að frétta- flutningur af málinu gæti stefnt lífi bandaríkskra gísla í Líbanon í . hættu. George Shultz, utanríkisráð- herra, sem fékk að því talið er ákaflega takmarkaðar upplýsingar um vopnasöluna, er sagður hafa tilkynnt Reagan að hann myndi segja af sér af Poindexter yrði ekki vikið úr starfi. Allar þessar fréttir virtust hafa lítil áhrif á Poindexter og lýsti hann því yfir að hann myndi ekki segja af sér. Árið 1983 bárust fréttir um að Bandaríkjastjóm hefði uppi áætlan- ir um að gera innrás á eyjuna Grenada. Poindexter skipulagði við- brögð stjómvalda og ráðlagði hann Larry Speakes, talsmanni Reagans Bandaríkjaforseta, að lýsa því yfir að orðrómur þessi væri „fráleitur". Daginn eftir gengu bandarískar sveitir þar á land. Nánustu starfs- mönnum hans var ekki sagt frá því að innrásin væri fyrirhuguð og sagði einn þeirra af sér til að mót- mæla starfsaðferðum Poindexters, sem þá gekk næstur McFarlane að völdum í Öryggisráðinu. John Poindexter vann einnig ýmsa sigra í valdatíð sinni. Hann var óspart lofaður þegar banda- rískar orustuþotur flugu í veg fyrir egypska farþegaþotu í október árið 1985 og neyddu hana til að lenda á Ítalíu. Um borð í þotunni vom menn sem rænt höfðu farþegaskip- inu „Achille Lauro" og voru þeir handteknir. Poindexter er fimmtugur að aldri. Hann lauk námi í Liðsfor- ingjaskóla bandaríska sjóhersins árið 1958 og lauk síðan doktors- prófi í eðlisfræði frá Massachusetts Institute of Technology. Sovétríkin: Kjör gyðinga hafa aldrei verið verri — segir sendiherra fsrael hjá S.þ. Sameinuðu þjóðimar, AP, Reuter. KJÖR gyðinga í Sovétríkjunum hafa versnað mjög síðan Mikhail Gorbachev tók við stjórn, að því er sendiherra ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum sagði á mánudag. Benjamin Netanhayu, sendiherra, sagði á fundi nefndar er fjallar m.a. um mannréttindi, að Sovét- stjórnin hefði lofað sveigjanleika í ýmsum málum þ.á.m. málum er snertu mannréttindi. En að undanf- ömu hefði herferð þeirra gegn sovéskum gyðingum verið harðari en um margra ára skeið. Að meðal- tali fá nú 70 gyðingar að flytjast úr landi í Sovétríkjunum á mánuði, en voru flestir 4,200 á mánuði árið 1979. Um 400.000 gyðingar hafa sótt um siíkt leyfi. Netanhayu sak- aði sovésk stjórnvöld um að reyna að þurrka út menningu gyðinga, sem verðust af hörku, þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Vladimir Petrovsky, aðstoðarutanríkisráð- herra og yfirmaður sovésku sendi- nefndarinnar á allsherjarþinginu, neitaði þessum ásökunum á fundi nefndarinnar. Annar sovéskur full- trúi, Ivan Yakovlev, sagði gyðinga eiga sína fulltrúa í öllum stofnunum sem kosið væri til í landi sínu og á sviði vísinda og lista væru þeir í raun hlutfallslega fleiri en þeir ættu að vera. ísraelski fulltrúinn, Ephra- im Dowek, lét í ljósi undrun yfir því, að aðeins væru 60 bænarhús fyrir 2,5 milljónir gyðinga, 5 æðstu- prestar og þeim væri ekki leyft að greftra látna samkvæmt venjum trúar sinnar, ef þeir nytu fullra réttinda á við aðra sovéska borgara. skipta- og hagfræð- inga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.