Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Hækkun fyrir láglaunaf ólk Nýmæli í frumvarpi til tollalaga: Ríkistollstjóri, ríkií tollkrít og tollfrjálí Á VEGUM ríkisstjórnarinnar hefur verið unnið að því undanfarið að einfalda þann þátt tekjuöflunarkerfis ríkis- sjóðs, sem lýtur að innheimtu aðflutningsgjalda. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, lagði í gær fram á Alþingi frum- varp til tollalaga. Segir í upphafi greinargerðar frum- varpsins, að það sé liður í þeirri viðleitni að gera tollheimtukerfið skilvirkara en draga um leið úr kostnaði, sem bæði innflutningsverslunin og ríkissjóður hljóti óhjá- kvæmilega að axla við núverandi aðstæður. Jafnframt hefur verið unnið að endurskoðun þeirra gjalda, sem lögð eru á innfluttar vörur og vörur framleiddar innan lands. í greinargerð tollalagafrumvarpsins eru boðuð frumvörp um tollskrá, vörugjald og bifreiðagjald. Vendingar í launamálum hafa oft verið snöggar hin síðari ár. Samningsaðilar hafa sest nið- ur og komist að niðurstöðu, án þess að þæfa málin lengi á opin- berum vettvangi á undan. Reynslan sýnir, að samningar, sem gerðir hafa verið við þessar aðstæður, skila umbjóðendum viðsemjenda síst lakari niður- stöðu en hinir, sem menn gera, eftir að þeir hafa eytt kröftum sínum lengi á undan í að skatt- yrðast. Þessi staða er komin enn einu sinni upp. Yfíriýstur tilgangur þeirra formlegu viðræðna, sem hófust milli fulltrúa Alþýðusambands og Vinnuveitendasambands á mánu- daginn, er að nýta þær aðstæður, sem nú eru, til að bæta hlut hinna lægst launuðu. Þetta er ekki nýtt markmið aðila vinnumarkaðar- ins; því fer víðs fjarri. Hve oft höfum við ekki heyrt heitstreng- ingar samningsaðila þess efnis í upphafí viðræðna þeirra, að nú verði gert átak í þágu þeirra, sem verst eru staddir? Kjaraviðræður um samning til eins árs hófust nú, eftir að vinnu- veitendum var kynnt ályktun formannafundar Alþýðusam- bandsins, sem haldinn var um helgina. I fyrsta lið ályktunarinn- ar segir orðrétt: „Veruleg hækkun lægstu launa er for- gangsverkefni í þeim samningum sem framundan eru. 19 þúsund króna mánaðarlaun eru Qarri því að vera sæmandi. Verkalýðs- hreyfíngin getur ekki staðið upp frá samningaborðinu án þess að stigið hafí verið stórt skref til hækkunar lægstu launa." Þegar forráðamenn vinnuveitenda sáu, hve hér var fast að orði kveðið, lýstu þeir vilja sínum til að ganga strax til viðræðna við Alþýðu- sambandið gegn því að frestað yrði að taka ákvörðun um það, hvemig ætti að bregðast við því, að framfærsluvísitala hefur hækkað um rúm 2% umfram þau mörk, sem miðað var við í samn- ingunum í febrúar. Enginn vafí er á því, að forvíg- ismenn Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins gera sér grein fyrir því, hvers vegna það er jafn erfítt og raun ber vitni að ná margyfírlýstu mark- miði um að bæta hlut hinna lægst launuðu umfram aðra. Einkum ætti foiystumönnum í verkalýðs- hreyfíngunni að vera þetta ljóst. Hreyfingin hefur það oft haft þetta markmið efst á stefnuskrá sinni án þess að ná því fram, að á vegum hennar hljóta menn að hafa gert úttekt á því á hveiju strandar, þegar á reynir. Við upphaf þeirra viðræðna, sem nú eru að hefjast, er ástæðu- laust að hafa uppi hrakspár. Standi verkalýðshreyfingin á hinn bóginn upp frá samninga- borðinu að þessu sinni, án þess að stigið hafí verið stórt skref til hækkunar lægstu launa, er nauð- synlegt fyrir hreyfínguna að líta í eigin barm og kanna, hvort það er ekki vegna vandræða hjá henni sjálfri, sem þetta takmark næst ekki. Þegar borin er saman kröfu- gerð Alþýðusambandsins nú og í síðustu kjarasamningum, vekur athygli, að ekki er lengur rætt um nauðsyn þess að endurheimta kaupmátt launa. Við blasir, að í desember á þessu ári er talið, að kaupmáttur verði um 10% hærri en í janúar. Þetta er einstæð hækkun. Kaupmáttur launa hef- ur hækkað jafnt og þétt undan- farin tvö ár og er nú hærri en áður hefur þekkst. Verkalýðshreyfingin hlýtur að vilja vemda þennan árangur og sjá til þess, að hann nýtist þeim best, sem helst þurfa á því að halda. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, sagði hér í blaðinu í gær, að væri full eining innan Alþýðusambandsins að baki kröfunni um sérstakar að- gerðir í þágu hinna lægst laun- uðu, án þess að þær gengu með hlutfallslegum hætti til annarra hópa, þá væri nú unnt að tryggja hag hinna lakast settu betur með samningnum heldur en með því að láta 2% launahækkun vegna hækkunar framfærsluvísitölu koma til framkvæmda. Það sýn- ist því vera lag núna, að ná hinu langþráða marki að láta hina lægst launuðu sitja í fyrirrúmi við gerð kjarasamninga. Eins og vakið var máls á hér á þessum stað á sunnudag eru blikur á lofti, þegar litið er á verðbólguhorfur. Það má ekki miklu muna, að fyrirstöður bresti. Forvígismenn launþega og at- vinnurekenda eru í hópi þeirra, sem munar hvað mest um í for- varnarstarfi gegn verðbólgu. í ályktun formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins segir rétti- lega: „Kauphækkanir gagnast því aðeins að haldið sé aftur af verðbólgunni þannig að hún eyði þeim ekki jafnharðan. Verkalýðs- hreyfíngunni er nauðsynlegt að tryggja aðhald í verðlagsmálum." 1 febrúar síðastliðnum náðust kjarasamningar, sem mörkuðu þáttaskil. Arangurinn hefur ekki heldur látið á sér standa. Þátttak- endur í þeim viðræðum áunnu sér traust og virðingu alþjóðar. Nú reynir á, hvort tjaldað var til einn- ar nætur. í frumvarpinu til tollalaga er mælt fyrir um heildarlöggjöf um tollheimtu og tollaeftirlit. Lagt er til, að yfírstjóm tollamála verði breytt á þann veg, að ijármálaráð- herra geti skipað tollstjórann í Reykjavík ríkistollstjóra, sem hafí eftirlits- og boðvald gagnvart toll- stjórum í öðrum umdæmum. Þá er í frumvarpinu lagt til að skipuð verið ríkistollanefnd, sem yrði sjálfstæður úrskurðaraðili í tollamálum, að mörgu leyti lík ríkisskattanefnd í skattamálum. í greinargerð frumvarpsins segir, að á undanfömum ámm hafí orð- ið veruleg aukning ágreinings- mála á sviði tollamála. Kemur fram, að eitt helsta viðfangsefni tolladeildar fjármálaráðuneytisins sé nú afskipti af hvers konar ágreiningsefnum, sem upp koma í tollaframkvæmdinni. „Telja verður að slík störf eigi betur heima annars staðar í stjómkerf- inu, enda bæði óeðlilegt að ráðuneytið sjálft, sem fyrst og fremst á að fara með yfírstjórn mála, sinni slíkum afgreiðslum, jafnframt því sem óháður úr- skurðaraðili samræmist betur stjórnar- og réttarfarshugmynd- um nú á dögum,“ segir í greinar- gerðinni. Tollkrítfrá ársbyrjun 1988 í greinargerð fmmvarpsins er vísað til þess, að miklar umræður hafí verið um upptöku svonefndr- ar tollkrítar, án þess að endanleg niðurstaða hafí fengist. Segir, að í frumvarpinu sé þeirri hugmynd enn hreyft „að greiðslufrestur verði veittur á aðflutningsgjöldum vegna innflutnings á vömm.“ Þá er bent á það, að ráðgert sé, að þetta tollalagafrumvarp verði að lögum frá og með 1. janúar 1987. Hins vegar valdi framkvæmd tölvuvæðingar við tollstjóraemb- ættið í Reykjavík því, að ekki verði unnt að taka upp sérstakt tölvu- vætt bókhald vegna greiðslu- frestsins fyrr en í ársbyijun 1988 og er þess vegna talið rétt að fresta upptöku hans fram til þess tíma. Er boðað, að greiðslufrestur á aðflutningsgjöldum í öðmm toll- umdæmum verði síðan tekinn upp eftir því, sem þau tengjast emb- ætti tollstjórans í Reykjavík. Bankastimplun afnumin í fmmvarpinu er minnt á, að ætlunin sé að fella úr gildi skyldu tollayfírvalda til að ganga úr skugga um, að gjaldeyrisbanki hafí staðfest að greiðsla fyrir inn- flutta vöra hafí verið innt af hendi eða tryggð með öðmm hætti. Er stefnt að því, að þessi ákvæði um bankastimplun verði felld úr gildi með breytingu á lögum um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála nr. 63/1979. Segir í greinargerð tollafrumvarpsins, að krafan um bankastimplun fyrir tollfgreiðslu hafí átt „að skapa íslandi við- skiptatraust og greiða að öðm leyti fyrir vöraflutningum til landsins." Þá segir: „Slík gæsla ríkisvaldins á hagsmunum er- lendra seljenda á sér engar forsendur nú en veldur hins vegar innflytjendum og tollyfírvöldum vemlegu óhagræði. Benda má á að í öllum helstu viðskiptalöndum Hátíð í Hallgríi _______Tónlist Jón Ásgeirsson Segja má að flutningur Sálu- messunnar eftir Mozart marki upphaf tónleikahalds í Hallgríms- kirkju og því er gildi tónleikanna í raun tvenns lags. í fyrsta lagi er það flutningur tónverksins og frammistaða flytjenda og í öðm lagi heyrð kirkjunnar. Flutningurinn Flytjendur Sálumessunnar eftir Mozart vom einsöngvaramir Sig- ríður Gröndal, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Kristinn Sigmundsson, Mótettukór Hallgrímskirkju og kammersveit, en stjómandi var Hörður Áskelsson. Undirritaður var viðstaddur hvora tveggju tónleikana til að geta gert sér betur grein fyrir hljómgun kirkj- unnar og því er umsögnin ekki eingöngu bundin við fyrri tónleik- ana. Einsöngvaramir fluttu sinn þátt mjög fallega þó það sé hins vegar ljóst að hlutverk þeirra, sem Sussmayr vann upp úr uppkasti Mozarts, séu í raun harla lítið unn- in til og mótuð. Ekki er hægt að kenna um reynsluleysi Mozarts í ritun söngtónlistar eða notkun hljóðfæra. Furðulega lítill einsöngv- arastíll er samt á þessum skissum tónskáldsins og trúlega hefur hann átt nokkuð ógert í mótun þessara hugmynda. Fyrir utan örstutta strófu í Introitus, sem Sigríður Gröndal söng fallega, hefst þáttur einsöngvara fyrst í Tuba mimm, en þar er deilt um hvort Mozart hafi ætlað básúnunni að leika þessa brotnu hljóma og laglínuna á móti bassaröddinni. Kristinn hóf spnginn i þessum kafla mjög glæsilega en síðan komu hinar raddimar inn, tenórinn, Garðar Cortes, sem söng básúnustefíð í styttri nótnagildum, og sfðan alt-röddin, Sigríður E. Magnúsdóttir, með nýtt stef. Þrátt fyrir að sönglínur einsöngvaranna séu nærri því eins og fyrir kór var söngurinn í heild fallega útfærður. Næsti samsöngskafli einsöngvara var Recordare. Þar hefði hljóm- sveitin mátt leika mun veikar, sérstaklega blásarar, vegna mikillar hljómgunar kirkjunnar. Fyrir bragðið varð minnna úr fallegri samhljóman og víxlunum einsöngs- raddanna, sem Mozart hefur túlega ætlað að kæmu sérstaklega fram. Kórþættina söng Mótettukórinn mjög vel og hefur Hörður Áskelsson komið þama upp mjög hljómfalleg- um og góðum kór. Það má segja að kórinn sé ef til vill í það fámenn- asta fyrir slíka uppfærslu og þess vegna hafí vantað nokkuð á þung- ann, sem augljóslega á að vera í Rex Tremendae, svo dæmi sé nefnt. Að öðm leyti var söngur kórsins sérstaklega hljómfallegur. Nokkur munur var þar samt á ef báðar uppfærslumar era bomar saman því það var eins og tenórraddimar hljómuðu verr í seinna skiptið, heyrt frá vinstri, sé horft til kórsins. Það virðist vera einhvers staðar eitmð endurhljóman frá útskotunum, sem vert er að athuga nánar. Kýrie- fúgan var mun jafnari í áferð á seinni tónleikunum, því á þeim fyrri gætti nokkurs óstyrks og óróleika í þessum erfíða kafla. Hljómsveitin var góð en það þyrfti að leggja meiri áherslu á veikan leik í slíku húsi, því hljómsvar hússins þénar einkar vel til mögnunar á skýrri tónum blásturshljóðfæra. Einleikur- inn í Tuba mimm, er Oddur Bjömsson sá um, hljómaði mjög fallega í kirkjunni. Kirkjan Það er trú undirritaðs að færa þurfí söngvarana upp að altarinu til að nýta endurkast kapellunnar, í stað þess ef flytjendur em langt fyrir framan, kemur fram tvöfaldur hljómur, það er tónninn frá flytjend- um og eftirhljómur úr kapellunni. Með því að færa flytjendur inn að altarinu verður kapellan samvirk flytjendum í hljóman og minni hætta á að hljómgun kirkjunnar sjálfrar komi sem þriðja enduróm- unin. Þetta vandamál þarf að athuga og hafa einskonar tilrauna- tónleika, þar sem flutt er sérstak- lega valið tónverk, sem flytja má í mismunandi skipan og gefa hlust- endum tækifæri til að taka þátt í umræðum um staðsetningu flytj- enda. Undirritaður hefur trú á að Hallgrímskirkja geti orðið frábært tónleikahús og það er því nokkuð í húfí að vel takist til um skipan þessara mála. Rétt er að óska söfn- uði Hallgrímskirkju til hamingju og sérstaklega söngstjóra kirkjunnar, Herði Áskelssyni, með glæsilegan árangur sem hann hefur náð með þjálfun Mótettukórsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.