Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26 NÓVEMBER 1986 Guðmundur J. Guðmundsson: Erfitt að hækka lægstu launin öðru vísi en að stokka upp launakerfið GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands og verkamannafélagsins Dagsbrúnar, telur að erfitt verði að hækka lægstu laun sérstak- lega án þess að launakerfið verði stokkað upp jafnframt því. „Það er okkar reynsla af samflotum i kjarasamningum að þá vilji taxtakerfið silja eftir og ég ótt- ast að sú verði reynslan einnig nú í þessum samningum. Það hefur oft áður verið gert að for- gangsverkefni í samningum að hækka laun láglaunafólks sér- staklega, en hinir hærra launuðu hafa fylgt á eftir og fengið sam- svarandi hækkanir og meira. Taxtakerfið er úrelt og það að afnema lægstu taxtana lagar ekkert,“ sagði Guðmundur í sam- tali við Morgunblaðið er hann var spurður um möguleika á hækkun lægstu launa umfram önnur laun i samningunum. Guðmundur benti á að yfírborg- anir væru yfirleitt því hærri sem launin væru hærri og því væri launamisréttið nú tilfinnanlegra en oft áður. Hann sagði að meðal ann- ars af þessum orsökum hefði Dagsbrún talið rétt að uppstokkun launakerfanna væri í höndum hvers félags um sig, en almennar forsend- ur og það sem sneri að ríkisvaldinu í höndum heildarsamtakanna. Sagði hann að taxtakerfi Dagsbrúnar hefði verið mikið lagað í sérkjara- samningum að undanfömu og þannig hefði verið hægt að fá fram kjarabætur með því að sníða van- kanta af kjarasamningum. Þessar breytingar hefðu einkum verið í því formi að töxtum hefði verið fækk- að. Hann áliti að þessar breytingar hefðu oft á tíðum gagnast atvinnu- rekendum ekki síður en launafólki. Guðmundur sagði að af þessum ástæðum og vegna þess hversu stutt væri til kosninga, hefði Dags- brún viljað semja til 1. maí og nota tímann til vors til þess að undirbúa uppstokkun á launakerfunum. Um ástæður þess að þetta sjónarmið Dagsbrúnar varð undir í Verka- mannasambandinu, sagði Guð- mundur: „Félög út á landsbyggðinni virðast ekki leggja í það að fara út í samninga ein sér. Mörg þeirra hafa erfiða aðstöðu. Víða úti á landi er atvinnulif fábreytt og félögin sum hver veikburða. Þá er það einn- ig nefnt að miðstjómarvald Vinnu- veitendasambandsins sé svo sterkt að atvinnurekendur í byggðunum fáist ekki að samningaborðinu". Guðmundur sagði að Dagsbrún myndi að sjálfsögðu standa með félögunum út um land. Það væri hins vegar ákaflega ósamþykkt því að samningunum væri hespað af og erfitt um vik þar sem stjóm, trúnaðarmannaráð og félagsfundur Dagsbrúnar hefðu samþykkt kröfu- gerð félagsins. Hann sagði að fundur yrði í stjóm félagsins á morgun, fimmtudag, þar sem þessi nýju viðhorf yrðu rædd. Mikil áhersla í samningaviðræð- unum nú er lögð á breytingar á bónuskerfinu og sagði Guðmundur að annað biði niðurstöðu úr þessum viðræðum. Sagði hann að það gæti orðið erfitt að fá fólk, sem hefði miklar telqur af bónus, til þess að sætta sig við róttækar breytingar á bónuskerfinu. „Breytingar á þess- um samningum em mikið vanda- verk,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið/Bjami Magnús Geirsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Guðmundur Þ. Jónsson. Guðmundur Þ. Jónsson: „Trúi því að menn meini það sem þeir eru að segja“ „ÞETTA er ekki aðeins spurning um hvort það sé raunhæft að hækka laun hinna lægstlaunuðu, heldur einnig um nauðsyn þess og að minum dómi er brýn nauð- syn á að það takist í þessum Magnús Geirsson: Rafiðnaðarmenn munu standa með öðru láglaunaf ólki „ÞAÐ eru margir af félagsmönn- um Rafiðnaðarsambandsins á mjög lágum töxtum, sérstaklega þeir sem vinna hjá opinberum aðilum, þannig að við rafiðnaðar- menn munu áreiðanlega standa með öðru láglaunafólki að baki þeirrar kröfu að hækka sérstak- lega lægstu taxtana," sagði Magnús Geirsson, formaður Raf- iðnaðarsambandsins. „Ég held þvi að það verði enginn ágrein- ingur um þetta innan okkar raða og að hinir hærra launuðu muni sætta sig við það.“ Magnús kvaðst áætla að um fjórðunugur rafiðnaðarmanna væru á því bili sem flokka mætti undir hina lægst launuðu og því ljóst að samstaða ætti að geta orðið innan sambandsins um að bæta kjör þeirra. Hann taldi að meiri alvara væri nú að baki þeirrar kröfu að hækka lægstu launin en oft áður og kvaðst bjartsýnn á að það mætti takast í þessum samningum. Björn Þórhallsson: „Gætir meiri sanngirni nú en oftast áður“ „HVORT nú reynist unnt að hækka lægstu launin án þess að aðrir komi á eftir fer að nokkru eftir þeirri aðferð sem beitt verð- ur í þessum samningum", sagði Björn Þórhallsson, formaður Landssambnads íslenskra versl- unarmanna, er hann var spurður hvort hann teldi sig geta samið um hækkun lægstu launa án þess að hinir hærra launuðu kæmu með sömu kröfur í kjölfarið. „ÉG tel áreiðanlegt, að það sé fullur vilji innan samtaka verslunar- manna til að hækka lægstu launin umfram aðrar hækkanir," sagði Bjöm ennfremur. „Þá á ég við, að þeir sem eru lægstir, með kannski um 19 þúsund krónur á mánuði, fái að hækka bærilega í friði án þess að þeir sem eru á hærri töxtum og jafnvel stórlega yfirborgaðir að auki, kreljist þess sama, hvorki í krónum talið né hlutfallslega. Ég er viss um að þessi sjónarmið era ríkjandi á meðal þorra félagsmanna núna.“ Björn Þórhallsson. Nu hefur oft verið talað um það áður í samningum að nauðsynlegt sé að hækka hina lægst launuðu umfram aðra. Era þessi sjónarmið að einhveiju leyti sterkari núna en í kjarasamningum á undanfömum áram? „Já, ég trúi því að svo sé.“ Hvað hefur breyst frá síðustu kjarasamningum, sem gerir þessa kröfu raunhæfari núna? „Ég held að það sé meiri munur nú á tekjum þess fólks sem býr við lágu taxtana eingöngu og þeirra sem era yfirborgaðir, þannig að það gætir meiri sanngimi nú en oftast áður. Menn sjá meira óréttlæti í þessu núna heldur en þeir áður hafa fundið." kjarasamningum“, sagði Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, er hann var spurður hvort hann teldi ástæðu til að ætla að nú væri frekar grundvöllur fyrir hækkun lægstu launa en svo oft áður í kjarasamningum. „Nauðsyn þess að hækka lægstu laun umfram aðrar hækkanir hefur aldrei verið brýnni en nú. Við eram með fólk á kauptöxtum sem era með um 20 þúsund krónur á mán- uði og það þarf ekki mikla rök- semdafærslu til að sjá að slíkt getur ekki gengið," sagði Guðmundur ennfremur. -Nú hefur þessu oft verið haldið fram áður í kjarasamningum, en aldrei náð fram að ganga. Af hveiju telur þú að það sé frekar svigrúm nú til að hækka lægstu launin en svo oft áður? „Ég veit að við eram búnir að heyra þetta ákaflega lengi og það hefur alltaf verið sagt við upphaf samninga að það þurfí fyrst og fremst að bæta kjör þeirra lægst launuðu. En ég vona og trúi því reyndar, að það sé meiri alvara í þessu núna og að nú meini menn raunveralega það sem þeir era að segja. Þær viðræður sem nú era farnar af stað ganga út á það að hækka laun þeirra lægst launuðu umfram aðra og ég er vongóður um að það geti orðið að veraleika í þessum samningum, þótt auðvitað sé erfítt að fullyrða nokkuð um það. Maður hefur svo sem orðið fyrir vonbrigðum áður hvað þetta snertir," sagði Guðmundur Þ. Jóns- son, formaður Landssambands iðnverkafólks. Benedikt Davíðsson: „ Almennari skilningur á nauð- syn þess að hækka þá lægstu“ „ÉG held að það sé almennari skilningur nú, í öllum félögunum, á nauðsyn þess að hækka þá lægstu umfram aðra,“ sagði Ben- edikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna, er hann var inntur álits á raun- hæfum möguleikum þess, að hækka lægstu launin án þess að aðrir kæmu á eftir. „Ég held einnig að þörfin á að Iagfæra kjör hinna lægst launuðu sé ennþá brýnni núna en oftast áður og því séu líkumar á að árang- ur náist meiri nú en áður,“ sagði Benedikt. Nú hefur því verið haldið fram að byggingamenn séu frekar í hærri kantinum hvað laun varðar. Telurðu að þú getir nú samið um umtals- verðar hækkanir fyrir þá lægst P fj \ X Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna. launuðu án þess að hinir geri sömu kröfur í kjölfarið? „Ég veit að það era allmargir úr okkar hópi á töxtum undir 30 þúsund krónum á mánuði, sem era þau mörk sem talað er um. Hins vegar hefur fyrst og fremst verið miðað við ákvæðisvinnu þegar talað er um há laun í byggingariðnaðin- um, en aðeins um þriðjungur húsasmiða, sem. er fjölmennasta starfsgreinin í byggingariðnaði, vinnur í ákvæðisvinnu, hinir vinna í tímavinnu. Og þótt eitthvað sé um yfírborganir er ljóst að margir vinna á stípuðum töxtunum, þannig að ljóst er að við þurfum að leggja áherslu á lægstu launin líka vegna okkar manna," sagði Benedikt Daví- ðsson, formaður Sambands bygg- ingamanna. Guðjón Jónsson: „Við erum láglaunahópur“ „ÞAÐ var samþykkt á formanna- fundi Alþýðusambandsins að leggja megináherslu á sérstaka hækkun til handa láglaunafólki. Ég trúi ekki öðru en að það gangi eftir ef allir eru sammála um þessa stefnumótun. Menn hafa verið inn á þessu í samningum undanfarin ár og það er vonandi að það takist að hækka iægstu laun í þessum samningum," sagði Gujón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins í sam- taii við Morgunblaðið um möguieikana á því að samið verði um sérstaka hækkun iægstu launa, sem ekki gangi upp í gegn- um ailan launastigann. Guðjón sagði að Málm- og skipa- iðnaðarsambandið væri láglauna- samband. Skortur væri til dæmis á mönnum í jámiðnaði og það væri vegna lélegra launa og hvemig launakerfíð væri upp byggt. „Við erum láglaunahópur," sagði Guð- jón. Aðspurður um hvort það væra sérstakar ástæður til þess núna að halda að það tækist að hækka laun hinna lægstlaunuðu veralega án Guðjón Jónsson. þess að það gengi upp allan launa- stigann, sagði Guðjón: „Já, ég held að svo sé. Fyrst og fremst vegna þess að ástandið í þessum efnum hefur aldrei verið verra en núna. Það hefur aldrei verið eins sláandi og nú, hvað lægstu launin era ófull- nægjandi til lífsviðurværis".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.