Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Fundur umhverfismála- ráðherra EB-rflganna: _ Aætlun um varnir gegn geislunarvá Brussel. Reuter. UMHVERFISMÁLARÁÐHERR- AR Evrópubandalagsins telja knýjandi, að gerð verði áætlun um vamir gegn skaðlegum áhrif- um kjarnorkugeislunar. Á fundi sinum í Brussel á mánudag áttu þeir langar og harðar umræður um mengunarmál. í yfirlýsingu umhverfismálaráð- herranna eftir fundinn, sem stóð í 18 klukkustundir samfleytt, sagði, að framkvæmd geislunarvamaá- ætlunarinnar yrði að þeirra mati að njóta algers forgangs, jafnskjótt og framkvæmdanefnd bandalagsins hefði lagt hana fram. Það, sem fyrst og fremst hefur orðið til að ýta á eftir þessari sam- þykkt ráðherranna, eru mengun- aróhöppin í Rín undanfarið og kjamorkuslysið í Chemobyl. Vegna andstöðu nokkurra bandalagsríkj- anna tókst ekki að ná samkomulagi um vamir gegn súru regni, m.a. að því er varðar mengun frá stórum verksmiðjum og farartækjum. Næsti fundur umhverfismálaráð- herranna verður í marsmánuði á næsta ári. Heróín fyrir 28,6 milljarða króna AP/Simamynd. LÖGREGLUMENN í Mflanó á ítaliu sýndu fréttamönnum sl. fímmtu- inu sem fundist hefur í einu í Evrópu, 111 kg. og er það metið á um dag hið geisimikla magn af peningaseðlum og hreinu heróíni er lagt 28,6 milljarða ísl. króna og seðlamir námu um 50 milljónum ísl. kr. var hald á þar í borg, nú fyrir skömmu. Þetta er mesta magn af eitr- Ellefu menn voru handteknir gmnaðir um aðild að málinu. Vestur-Berlín: Bankarán í Japan Tókió. Reuter. AP. ÞRÍR japanskir karlar náðu að ræna 333 milljónum jena úr brynvörðum bankabU, fyr- ir framan Mitsubishi bankann i miðborg Tókió, þriðjudags- morgun.Þessi upphæð sam- svarar um 80 mUljón íslenzkum krónum. Mennimir þrir slógu annan tveggja varða í rot, er hann lauk upp afturdyrunum á bilnum og ætlaði síðan að færa pening- ana úr bíl í banka. Hinn vörðurinn var grandalaus, að afhenda skjöl og plögg starfs- mönnum, sem áttu að kvitta fyrir sendinguna. Þegar síðast fréttist hafði lög- reglan sáralitlar upplýsingar um þjófana, en talsmaður hennar sagði, að þeirra væri ákaft leit- að. Stærsta bankarán, sem hefur verið framið í Japan, og er óupplýst, var fyrir átján árum í Fuchu. Maður, sem var duibú- inn sem lögreglumaður hafði á braut með sér upphæð, sem var þá um 83o þúsund dollarar. Fyrr á þessu ári réðust fjórir menn til atlögu í banka í Tókíó, lömdu tvo bankastarfsmenn og komust burt með sem svarar um 630 þúsund dollara. Ástralía: Flóttamaður skotínn á leið yfir múrinn — tal austur-þýskra yfirvalda um mannréttindi, hjal eitt, segir talsmaður vestur-þýsku stjórnarinnar. Berifn, AP. UNGUR maður reyndi á mánudag að flýja yfir Berlínarmúrinn, en austur-þýskir verðir skutu á hann og féll hann til jarðar eftir að hafa komist upp á brún múrsins. Er þetta í fjórða sinn á tólf dögum sem austur-þýskir verðir beita skotvopnum til að reyna að stöðva flóttamenn. Lögreglan í Vestur-Berlín segir að sjónarvottur hafi fylgst með at- burðinum í gegn um gat á múmum í Frohnauhverfi. Heyrst hefðu skip- anir um að nema staðar og síðan skothríð, en maðurinn hefði náð að klifra upp stiga og komast upp á brún múrsins, áður en hann féll til jarðar austan megin. Einn varðanna er komu að manninum lét í ljósi óánægju með atburðinn og var þeg- ar í stað afvopnaður af félögum sínum og leiddur á brott. Sá sem reynt hafði að flýja var sveipaður segldúk og borinn á brott. Ekki er vitað hvort hann er lífs eða liðinn. Margar flóttatilraunir hafa verið gerðar að undanfömu. í síðustu viku var annar ungur maður drep- inn af austur-þýskum vörðum er hann reyndi að aka bifreið sinni gegn um múrinn. Sl. fimmtudag tókst ungum Austur-Þjóðverja hins vegar að flýja yfír múrinn, þrátt fyrir að skotið væri að honum. Notaði hann einnig stiga til að kom- ast upp á múrinn. Eftir skothríðina á þann flóttamann, mótmæltu vest- urveldin þijú, er formlega stjóma Vestur-Berlín, ofbeldi því er beitt væri til að stöðva þá er reyndu að flýja. Skotárásin á mánudag hefur vak- ið mikla reiði í Vestur-Þýskalandi og sagði borgarstjóri V-Berlínar, Eberhard Diepgen, að austur-þýsk yfirvöld skyldu sjálf fara eftir eigin yfírlýsingum um að betra væri að tala saman þúsund sinnum, en skjóta einu sinni. Friedhelm Ost, Hugðist ráða Brúbane, Áatraliu, Reuter. LÖGREGLAN í Brisbane hand- tók í gær mann, sem að sögn yfirvalda hugðist ráða Jóhannes Pái páfa II af dögum. Maðurinn, sem er 24 ára gamall, var vopn- aður fimm eldsprengjum. Að sögn talsmann lögreglunnar í Brisbane kom maðurinn þangað fyrir þremur dögum frá Sydney en þar hafði hann dvalist á geðsjúkra- húsi. Maðurinn var handtekinn í anddyri ráðhússins í Brisbane sjö klukkustundum áður en páfí kom þangað til að flytja ávarp. Maðurinn hélt á kassa og vom í honum fímm gosdrykkjarflöskur, sem hann hafði fyllt með bensíni. Við yfirheyrslu sagðist maðurinn hafa verið að leita að góðum stað til að varpa sprengj- unum. Hann kvaðst hafa ætlað að myrða páfa vegna þess að hann væri „alltof ríkur". Talsmaður lög- reglunnar sagði að árvekni lög- reglumanna hefði komið í veg fyrir mikinn sorgaratburð í Brisbane. Síðar í gær fór Jóhannes Páll páfí II til Sydney og var ströng talsmaður vestur-þýsku ríkisstjóm- arinnar, sagði á blaðamannafundi á mánudag, að orð austur-þýskra yfírvalda um frið og mannréttindi stönguðust á við gerðir þeirra, er þeir skytu á fólk og jafnvel dræpu það, fyrir það eitt að vilja ráða hvar það byggi. Hafa margir orðið til þess að taka undir þessi um- mæli og hvatti Rudolf Seiters, þingmaður, til þess í gær, að brot Austur-Þjóðveija á mannréttindum yrðu rædd í Vínarborg á ráðstefnu ríkjanna 35, er stóðu að Helsinki samkomulaginu svokallaða. Landamæralögregla í Bad Bram- stadt tilkynnti í gær, að 36 ára gömlum Áustur-Þjóðveija hefði te- kist að flýja til V-Þýskalands, en vildi ekki gefa frekari upplýsingar. Ónafngreindar heimildir segja að flóttamaðurinn sé Hans-Joachim Schnitzler, frændi eins helsta áróð- ursmeistara Austur-Þýskalands, Karl-Eduard von Schnitzler, og hafí hann flúið í litlum fískibát. Finnland: Kommúnistaflokkurinn endanlega klofinn Helsinki, fra Lars Lundsten, fréttarítara Morgunblaðsins. FINNSKI Kommúnistaflokkur- flokkurinn inn virðist nú vera endanlega klofnaður. Kommúnistar hafa átt erfitt með að starfa saman i flokki sínum síðustu 20 ár. En nú boða báðar fylkingar flokks- ins til 21. flokksþings kommún- ista sumarið 1987. Hvorug fylkingin viðurkennir, að hin sé til og hvorug viðurkennir nema sitt eigið flokksþing. Finnskir kommúnistar eru nú í tveimur hliðstæðum flokkum. Meg- infylkingin stjómár „Kommúnista- flokki Finnlands" en harðlínumenn, sem áður voru kallaðir minnihluta- menn, koma saman í „Samstarfs- nefnd kommúnistahreyfíngarinn- sé klofnaður. Þetta er sérstaklgga erfítt vegna þess, að það eru Moskvutrúaðir harðlínu- menn sem hafa valdið klofningnum. Suður-Afríka. * AP/Símamynd Þessi maður var i gær hand- tekinn fyrir að ætla að laumast með fimm eldsprengjur inn í ráð- húsið í Brisbane í Astralíu þegar páfi kom þar fram. Myndin var tekin er hann var handtekinn. öryggisgæsla viðhöfð. Öryggisvörð- um hans var tilkynnt um hand- tökunaen ekki er vitað hvort honum var sagt frá tilræðismanninum. ins Klofningur Kommúnistaflokks- hefur haft f för með sér, að fylgi kommúnista í kosningum hef- ur minnkað stöðugt. Þegar harðlínumenn loksins stofnuðu eig- in flokk stöðvaðist minnkunin, en nú er ekki lengur til einn stór flokk- ur heldur tveir litlir. Málið hefur einnig áhrif á samskipti Finna við Sovétmenn. Sovéski flokkurinn get- ur af hugmyndafræðilegum orsök- um ekki viðurkennt að fínnski Ellefu blökkumenn drepnir í inn- byrðis átökum ELLEFU svartir námamenn voru drepnir og tuttugu særðust í inn- byrðis átökum þeirra á sunnu- dagskvöld við Vaal Reefs gullnámuna í Suður-Afríku. Talsmaður námunnar sagði, að átökin hefðu brotizt út vegna við- skiptabanns, sem sett hefði verið á ölstofu eina í íbúðarhverfí náma- manna. Hefðu nokkir námamenn úr Verkalýðssambandi svartra námamanna beitt valdi til að fylgja eftir viðskiptabanni á ölstofuna, en aðrir námamenn snúizt gegn því. Hefðu átökin þá byijað og þeim ekki lokið fyrr en með framan- greindum afleiðingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.