Morgunblaðið - 26.11.1986, Page 16

Morgunblaðið - 26.11.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Agara gagara Alþýðuflokksins Um sýndarmennsku og stefnuleysi eftir Áma Johnsen Froðusnakk getur á stundum verið skemmtileg afþreying, en til lengdar verður það hvimleitt. Jón Baldvin Hannibalsson hefur nú um nokkurt skeið beint bunustokki hugmynda sinna yfir landsmenn og slík hafa ærslin verið í blessuðum manninum að á stundum hefur ver- ið ómögulegt að sjá hvort stefnt var út eða suður. Hljóður hefur Alþýðuflokkurinn fylgt foringja sínum, því eina ósk forystumanna Alþýðuflokksins virðist vera sú að komast í sviðsljósið. Skrautsýning- ar Jóns Baldvins og co. hafa byggst á yfírboðum og gylliboðum, sem út af fyrir sig eru mörg forvitnileg og atriði sem flestir geta verið sam- mála um að séu ekki af hinu vonda, en nær undantekningarlaust hafa þau ekki verið hugsuð tii enda. Bestu bitamir hafa verið skomir úr dýrinu og ekkert hugsað um afganginn, en gmndvallaratriði þeirra sem ætla að stjóma af ábyrgð og festu er að taka tillit til allra þátta í stað þess að slá ryki í augu fólks með yfírþyrmandi kjaftæði. Borinn fram á silfurfati Gott dæmi um sýndarmennskuna hjá Alþýðuflokknum, sem hefur sérstaklega státað af opnu próf- kjöri, er silfurbakkaaðferðin í Reykjavík. Jóni Baldvin fannst það gáfulega fmmlegt að dubba upp yfirskipulagðan embættismann í 1. sæti Alþýðuflokksins í Reykjavík. Mann sem hefur ávallt haft allt sitt á svo þurm að engu máli hefur skipt hve mikillar ónákvæmni hefur gætt hjá stofnun hans f gmndvall- arstjómun efnahags landsins, það hefur ekki svo mikið sem pusað á þá í brimróti þjóðarskútunnar og þeir hafa alltaf verið stikkfri, því það var einhveijum öðmm um að kenna en þeir reiknuðu með. Og það þarf ekki að taka neina áhættu frekar en fyrri daginn. Jón Sigurðs- son hjá Þjóðhagsstofnun neitar að þiggja sæti á lista Alþýðuflokksins f höfuðborginni nema að fá það á gljáfægðu silfurfati. Tími dekur- bamanna er ekki liðinn, því Al- þýðuflokkurinn ákvað þá að það mætti ekki nema einn bjóða sig fram í efstu sæti listans, það er ömggu sætin þar sém formaðurinn þóttist vera garpur hinn mesti með því að bjóða sig fram í þriðja sæti sem er gulltryggt á eftir embættis- manninum og varaformanninum sem í síbylju hamrar á svo dýmm hugmyndum að útgerðin færi á hausinn á einu úthaldi ef hún fengi að ráða. Það er sko enginn plokk- fískur hjá þeirri frú, heldur stór- steikur í öll mál og allt skrifað í reikning sem ekkert er hugsað um að unnt sé að greiða. Pöpullinn fékk þannig að hafa allt sitt á þurm f prófkjörinu í Reykjavík, en síðan máttu hinir bítast um lurðumar. Þetta er svo glæsilegt hjá Alþýðu- flokknum hvemig hann flakar lýðræðið að það var nóg að einn maður kysi, Jón Sigurðsson, Jó- hönnu Sigurðardóttur og Jón Baldvin Hannibalsson. Svo em menn að tala um að tími hinna stóm sé liðinn. Það var grátbroslegt dæmi um sýndarmennskuna að sjá heil- sfðu auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir skömmu frá Alþýðuflokknum þar sem Jón Sigurðsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson „þökkuðu traustið og stuðning“ í efstu sæti. Þau vom sem sagt að þakka sjálfum sér því aðrir fengu ekki að bjóða sig fram. Það hefði einhvemtíma þótt í frásögur færandi að Alþýðuflokkurinn snobbaði svo upp á við í vali manna að puntið á toppnum þyldi ekki samkeppni þeirra sem leyfðist að bítast um vonarsætin á eftir for- manninum. Auðvitað sér fólk í gegn um slíka sýndarmennsku. Vildi komast yfir heimasætuna Sögn er um spjátmng á Austur- landi sem vildi komast yfír heima- sætuna og þótti það vænlegast að beita sýndarmennskunni. Gekk hann á bæjarhlað og gáði til veðurs með miklum tilþrifum um leið og hann sagði svo heimilismenn heyrðu: „Skyldu bátar mínir róa í dag.“ Austfírska heimasætan féll fyrir þessum mikla manni, sem átti ekki svo mikið sem jullu til að róa á, en sem betur fer má treysta þorra þjóðarinnar til þess að láta ekki glepjast af froðusnakki Jóns Baldvins sem af lítillæti sínu hefur lýst því yfír að hann vilji fara með öll ráðuneytin í næstu ríkisstjóm og sé sérstaklega vel til þess fallinn að fara með forsætisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, sjávarútvegs- ráðuneytið, landbúnaðarráðuneytið og nokkur í viðbót. Hvað ætli hann muni um það, maður sem þarf ekki einu sinni jörð til þess að ganga á. Bingóvinningurinn reyndist „plast- drasl“ í poka Við afgreiðslu fjárlaga í fyrra bauð Alþýðuflokkurinn upp á einn allsheijar bingóvinning. Innihaldið var svar við öllu, engar áhyggjur og öliu pakkað inn í glanspappír með sluffum í bak og fyrir. Vinning- urinn var að stórhækka söluskatt- inn svo nam nokkrum milljörðum króna og forustumenn Alþýðu- flokksins hlógu dátt að öðrum fslendingum fyrir það að hafa ekki áttað sig á því hve stórkostlegur fjársjóður söluskattsaðferðin var. Og það var ekki nóg með að þeir hefðu slíkt kostaboð í annarri hendi, í hinni var hugmynd sem var hrein- asta gull og fólst í þeirri einföldu og snjöllu lausn að strika einfald- lega út úr ijárlögum ýmsar stofnan- ir sem kosta samfélagið peninga, svo sem Kennaraháskóla íslands, Fiskifélag íslands, Búnaðarfélag íslands svo minni póstamir séu nefndir. Hugmyndinni um virðis- aukaskatt lýstu Alþýðuflokksmenn hins vegar sem alvitlausri. En það er undarlegt hvemig bit- ar geta hrokkið ofan í menn og enn undarlegra hvemig sumir menn eru með ólíkindum áhrifagjamir. Nú hefur Alþýðuflokkur hent sölu- skattsfjársjóðnum út í hafsauga, vinningurinn handa þjóðinni var þá bara „plastdrasl" í poka, því þegar Alþýðuflokksmenn stóðu upp úr draumförum sínum reyndist hug- mjmd þeirra eins og hver önnur grútarfroða, því ef þeir hefðu feng- ið að ráða ferðinni hefðu skattar á Arni Johnsen Jón Sigurðsson hjá Þjóðhagsstofnun neitar að þiggja sæti á lista Alþýðuflokksins í höf- uðborginni nema að fá það á gljáfægðu silfur- fati. Tími dekurbarn- anna er ekki liðinn, því Alþýðuflokkurinn ákvað þá að það mætti ekki nema einn bjóða sig fram í efstu sæti listans. almenningi stórhækkað og halli ríkissjóðs hefði einnig aukist um 500 milljónir króna eða þar um bil. Þeir eru dýrir brandaramir hjá Al- þýðuflokknum. En hvers vegna hentu þeir þá fjársjóðnum góða sem enginn hafði áttað sig á. Ekki vegna þess að þeir skyldu mistökin, heldur vegna þess að maðurinn á silfurfat- inu í Reykjavík sagðist ekki vilja svona vitleysu og neitaði að punta upp á Alþýðuflokkslistann í Reykjavík nema að hann fengi að ráða eins og hann er vanur á sínum bæ. Hvað er skoðun heils flokks á móti vilja eins manns sem á hvort sem er að fela stefnuleysi Alþýðu- flokksins með embættissvip sínum og um leið Jón Baldvin því hin vinstri sinnaða forysta Alþýðu- flokksins treystir ekki formannin- um til þess að gegna hlutverki sínu ef til alvömnnar kemur. Það eina sem stendur enn eftir af stóm byltingunni hjá Alþýðu- flokknum frá því í fyrra er hugmynd þeirra um margföldun eignaskatts- ins, sem átti að vera tekjubundinn og þýðir í framkvæmd hækkun tekjuskatts upp úr öllu valdi hjá nær öllum heimilum landsins. Auð- vitað sér fólk í gegn um slíkt. Týnda sauðnum slátrað af heimamönnum Nokkur smærri atriði í sápuóperu Alþýðuflokksins er einnig skylt að nefna og þá fyrst hinn dramatíska kafla þegar Bandalag jafnaðar- manna fór á hausinn og sagði sig á Alþýðuflokkinn. Loksins upp- laukst fyrir manni kærleikurinn og hin helga sögn um týnda sauðinn sem sneri heim. En sauðimir voru ekki lengi hafðir í húsi. Einn var sendur austur á fírði, því lengra frá Reykjavík var ekki hægt að senda hann og öðmm var slátrað á Stöð 2 að undirlagi Alþýðuflokksforyst- unnar og týndi sauðurinn var étinn upp til agna á augabragði. Þetta var í takt við -þá staðreynd að orða- gjálfrið um sameiningu jafnaðar- manna var hvorki fugl né fískur, því allt kapp var lagt á að gera Bandalagsmenn áhrifalausa í Al- þýðuflokknum. Blessað litla Bandalagið sem situr nú eins og Rauðhetta í vömb úlfsins og enginn til bjargar því öll forystan er svo stútfull af sjálfri sér. Á réttri leið inn í framtíðina Sjálfstæðisflokkurinn tók að sér við myndun núverandi ríkisstjómar að moka flórinn og það er Guðs- þakkarvert að við emm á réttri leið. Stjóm er komin á í efnahagsmálum og verðbólga án teijandi vandræða, en verðbólgudraugurinn var í raun eina mál síðustu Alþingiskosninga. Að sjálfsögðu hriktir í viðum þjóðar- skútunar við slík átök og það reynir vissulega á einstaklinga og heimili, en við emm á réttri leið og það er meira en unnt hefur verið að segja um nær tveggja áratuga skeið. Margt er enn ógert og það hefur verið erfítt að segja nei við ýmsu sem menn vildu gjaman gera, en okkur ber að hugsa til árangurs en ekki einnar nætur. Þannig getum við fundið flöt til þess að fram- kvæma það sem við viljum og fólkið i landinu á skilið árangur. Agara gagara Jón Baldvin reynir að höfða til sjálfstæðismanna og ftjálslynds fólks úr öllum flokkum með sýndar- mennsku á meðan aðrir vinna verkin sem þarf að vinna hvort sem mönnum líkar betur eða verr ef við eigum að ná stjóm á okkur sjálfum og styrkja gmndvöllinn fyrir sjálf- stæði okkar og betri framtíð og framþróun. Það er margt gott um Jón Bald- vin, en valdagræðgin er búin að hlaupa með hann í gönur og þess vegna kann hann sér engin tak- mörk í reseptunum. Hann er gott eintak út af fyrir sig og meira þarf í rauninni ekki, enda tók hann und- ir þá skoðun á fundi á Suðumesjum í fyrra að hann væri eini brúklegi maðurinn um borð í skútu Alþýðu- flokksins. Jón Baldvin hefur undir- strikað það oftar en hitt að undanfomu að hann vill leiða nýja vinstri stjóm að loknum kosningum, þótt hann reyni að fela það í at- kvæðaveiðum sinum, en flestir em ugglaust sammála um það í hjarta sínu að okkar þjóð sé búin að líða nóg fyrir slík pólitísk bögglauppboð á síðustu áratugum. Agara gagara yndisgrænum, illt er að hafa þá marga á bænum, orti Æri-Tobbi á sínum tíma og var reyndar að yrkja um ketti, en hvaða þjóð á það skil- ið að búa við samkmll margra vinstri flokka? Höfundur er einn af tdþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Suðurlandskjördæmi. „Blessað litla Bandalagið sem situr nú eins og Rauðhetta í vömb úlfsins og enginn til bjargar, því öll forystan er svo stútfull af sjálfri sér,“ „Hljóður hefur Alþýðuflokkurinn fylgt foringja sínum, því eina ósk forystumanna Alþýðuflokksins virðist vera sú að komast í sviðsljósið."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.