Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 * 1 Þátttaka kvenna verkalýðshreyfíngunni eftirLáru V. Júlíusdóttur Framlag kvenna á vinnumarkaði hefur lengi verið vanmetið og illa launað. Allt fram á sjöunda áratug- inn voru sérstakir kauptaxtar kvenna, sem voru lægri en karla- taxtamir, en þá voru sett lög sem bönnuðu að konum væru greidd lægri laun en körlum. Síðan hefur verið launajafnrétti í orði. En á borði er talsverður munur á launum karla og kvenna, svo sem rannsóknir á launakjörum fólks bera með sér. Þegar reynt er að leita orsaka þessa launamunar heyrast ýmsar skýring- ar. Vinnutími karla er langtum lengri en kvenna, þeir eru yfirborg- aðir, þeir hafa lengri menntun og lengri starfsaldur. Karlamir ráða -ráðum í verkalýðshreyfíngunni og þess vegna verða kvennastörfín eftir á botninum í kjarasamningum. Það er þetta síðasta sem mig lang- ar að gera að umtalsefni, þ.e. þátttöku kvenna í verkalýðshreyf- ingunni og stjómum félaga og sambanda. Snemma á öldinni, þegar fyrstu verkalýðsfélögin sáu dagsins ljós voru þau öll kynskipt, einungis karlmenn voru í þessum félögum. Verkakvennafélagið Framsókn var fyrsta verkakvennafélagið sem stofnað var 1914, en þá hafði verka- mannafélagið Dagsbrún starfað í nokkur ár. Konunum þótti ótækt að vera ekki í félagi og láta skammta sér kaup, sem var helmingi lægra en karlakaupið. Kvenréttindafélag íslands með Bríet Bjamhéðinsdóttur í broddi fylkingar var frumkvöðull Lára V. Júlíusdóttir „Þótt veruleg’ aukning haf i orðið á þátttöku kvenna í stjórnum blandaðra verkalýðs- félaga er það samt sem áður staðreynd að laun- amismunur kynjanna er mikill og hefur síst minnkað á síðustu árum.“ að stofnun félagsins. Þannig þótti sjálfsagt að karlmenn væm í sér- stöku verkamannafélagi og konur í öðru. í stærstu kaupstöðum landsins Mynd REFSIRAMMI LAGA UM AVANA- OG FÍKNIEFNAMÁL Á NORÐURLÖNDUM Lagaheimild Refsirammi 8 10 12 14 16 18 20 Land 0 2 4 6 Inn- og útflutningur, sala o.fl. Meðferð á umtalsveröu magni ávana- og fikniefna, eða sérstakar refsihækkandi aðstæður. Innflutningur á miklu magni eða sérstaklega skaðlegu efni. Lög um ávana- og fikniefni. Alm. hegningarlög , gr. 173, a. Alvarleg fikniefnabrot. Tilbúningur, sala, meðferð. Alvarfeg brot. Sala, meðferð. Alvarleg brot. ítrekuð brot itrekuð alvarleg brot. Lyfjalög: Meðferð og neysla. Lyfjalög: Afhending lyfja í ólöglegum tilgangi. Gr. 162: Framleiðsla, inn-og útflutningur, geymsla o.fl. Alvarleg brot. Innflutningur á miklu magni. Sérstakar ref sihækkandi aðstæður. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 Með refsiramma er átt viö neðri og efri mörk fangelsisrefsingar. í íslenskum lögum um ávana- og fíkniefni er ekki ákvæöi um neöri mörk refsingar. LEIÐRETTING Nokkrar skekkjur urðu í línuriti því, sem birtist með grein Ómars Kristmundssonar í blaðinu í gær. Er það því birt hér aftur, leiðrétt. voru stofnuð kynskipt félög verka- fólks, og þannig er málum háttað enn í dag í Hafnarfírði, Keflavík, Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki auk Reykjavíkur. Annars staðar eru verkalýðsfélögin blönduð. Þar sem verkalýðsfélögin eru kynskipt, þ.e. annaðhvort karlafélög eða kvennafé- lög, hlýtur stjóm þeirra og trúnaðar- mannaráð einnig að vera kynskipt, þannig að þar getum við ekki talað um aukin áhrif kvenna í verkalýðs- hreyfíngu. Það er því eingöngu í blönduðum félögum sem við getum talað um og metið áhrif kvenna og karla í stjóm. Allt er þetta þó þeim annmarka háð að við verðum að athuga hlutfall kvenna og karla í stjómum tölulega séð, því áhrifín sem slík er aldrei hægt að mæla. Þannig getur ein kona í stjóm eins félags haft mun meiri áhrif en þrjár konur í stjóm annars staðar. Á árinu 1984 var gerð könnun á fjölda kvenna og karla i stjómum blandaðra félaga innan ASÍ, og var hlutfallið 1983 borið saman við hlut- fall kvenna í stjómum blandaðra félaga 1972. Á árinu 1972 gegndi engin kona formannsstöðu í blönd- uðu félagi innan ASÍ, en 1983 vom konur formenn í um 17% blandaðra félaga. Konum hefur fjölgað mest í ritarastöðum á þessum árum úr 20% í nær 60%. í varaformannsstöðum og gjaldkerastöðum er aukningin svipuð, konum hefur þar fjölgað um 100% á sama tíma og konum innan félaganna fjölgaði um 9%. Meðfylgjandi línurit skýrir þessa þróun, og er það tekið úr Vinnunni, tímariti Alþýðusambands íslands 2. tbl. 1984, þar sem skýrt er frá niður- stöðum þessarar könnunar. Sömu sögu er að segja um blönd- uð landssambönd innan Alþýðusam- bandsins. Þar hefur hlutdeild kvenna % 6o 5o 4o 3o 2o lo BLÖNDUD FÉLÖG INNAN ASI Hlutur kvenna í helstu trúnaðar- stöðum 1972 og 1983 Konur 38% 1983 Formenn Varaíorm. Gjaldk. Ritarar Meðstj. endur aukist verulega í stjómum frá árinu 1972 og fram til 1983, nema hjá Verkamannasambandinu, en þar voru mun fleiri konur í stjóm 1972 en hjá hinum landssamböndunum. Ef tekið var tillit til heildarfjölda kvenna í samtökunum var staða kvenna best innan Verkamannasam- bandsins. Þar eru konur 46% félags- manna og þær hafa 41% stjómar- sæta. Hjá Landssambandi íslenskra verslunarmanna voru hlutföllin þannig að konur voru 60% félags- manna og þær höfðu 40% stjómar- sæta. Á síðasta þingi ASÍ, sem haldið var í nóvember 1984, vom konur 164, eða 36% þeirra sem sóttu þing- ið. Konur eru 46,3% félagsmanna Alþýðusambandsins. A þinginu var kosin ný 21 manns miðstjöm fyrir sambandið. 7 konur vom kosnar i miðstjóm, þar af er kona annar varaforseti sambands- ins. Svo sem sjá má hefur aukning kvenna verið mikil í stjómum félaga og sambanda samfara aukinni hlut- deild kvenna á vinnumarkaði. Konur em nú um 40% stjómarmanna í blönduðum félögum. Konur vinna um 40% allra unninna dagsverka á vinnumarkaði. Þótt veruleg aukning hafí orðið á þátttöku kvenna í stjómum bland- aðra verkalýðsfélaga er það samt sem áður staðreynd að launamis- munur kynjanna er mikill og hefur síst minnkað á síðustu ámm. Því hafa allar þessar konur verk að vinna, svo og allar konur sem verða fyrir launamisrétti á vinnumarkaði. Höfundur er lögfræðingur AI- þýðusambands íslands Yfirlýsing frá formanni útvarpsráðs: Um flutning fréttatíma • * sjonvarpsins — að gefnu tilefni eftir Ingu Jónu Þórðardóttur Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi yfirlýsing frá Ingu Jónu Þórðardóttur, formanni útvarpsráðs: Eitt af megin verkefnum út- varpsráðs er að smíða þann ramma sem dagskrár Ríkisútvarpsins falla inn í. Sérstakur rammi gildir fyrir sjónvarp og annar fyrir hljóðvarp. Að ákveðnu leyti er vinna þessi sameiginleg þar sem gæta verður nauðsynlegs samræmis milli þeirra þriggja dagskráa sem Ríkisútvarpið sendir út. Tillögur að dagskrár- ramma koma frá starfsmönnum. Rammi að vetrardagskrá sjónvarps var afgreiddur ( lok júní og hafði þá verið til meðferðar hjá útvarps- ráði um nokkurra vikna skeið. Rammi vetrardagskrár hljóðvarps var síðan afgreiddur í ágúst að loknu sumarleyfí útvarpsráðs. Við afgreiðslu vetrardagskrár sjón- varps kom engin tillaga fram um breytingar á aðalfréttatíma sjón- varpsins. Á fundi útvarpsráðs 19. septem- ber var hins vegar ákveðið að gera tilraun með að færa fréttatíma sjón- varps fram til kl. 19.30. Útvarpsráð var sammála um að verða við til- lögu yfírmanna um þessa breytingu og var sagt að einhugur væri um hana innan stofnunarinnar. Miklar umræður urðu síðan um flutning fréttatímans og viðbrögð almenn- ings við honum á fundi ráðsins 24. október. Á fundinn kom varafrétta- stjóri sjónvarps og greindi m.a. frá þeirri skoðun sinni sem birst hafði í viðtali við Morgunblaðið sama morgun að hann teldi það bara „tímaspursmál" hvenær fréttatími yrði færður aftur til kl. 20 með hliðsjón af þeirri reynslu sem feng- ist hafði. Áðrir starfsmenn tóku í sama streng. Niðurstaða meirihluta útvarpsráðs var sú að greinilegt væri að breytingin hefði ekki fallið í góðan jarðveg og talið rétt að láta á það reyna í skoðanakönnun hver vilji landsmanna væri í þessum efn- um. Varafréttastjóri greindi frá þessu í sjónvarpsfréttum það sama kvöld og sagði m.a.: „Útvarpsráð hefur fjallað um þetta mál að und- anfomu og ákveðið að fram fari á næstunni skoðanakönnun meðal sjónvarpsáhorfenda um afstöðuna til þessarar breytingar. Það verðið því — eins og vera ber — þið, sjón- varpsáhorfendur, sem ráðið því Inga Jóna Þorðardóttir hvert framtíðarfyrirkomulagið á þessu verður." Svo mörg voru þau orð. í stað þess að láta fara fram skoðanakönnun þá vegar eins og vilji útarpsráðs hafði staðið til var ákveðið að taka þátt í spuminga- vagni Félagsvísindastofnunar sem fram fór dagana 31. október — 7. nóvember. Niðurstaðan lá fyrir á fundi útvarpsráðs 14. nóvember, ótvíræð að flestra dómi. Spuming- unni hvenær menn vildu hafa fréttir ríkissjónvarpsins ef þeir mættu velja var svarað þannig: 25,2% vildu hafa aðalfréttatímann fyrir kl. átta, 66,8% vildu hafa hann kl. átta og 6,0% vildu hann eftir kl. átta. Það voru því þrír af hveijum Q'órum sem kusu að hafa aðalfréttatíma ríkis- sjónvarps kl. átta eða síðar. Niður- staða var fengin og í samræmi við fyrri afstöðu samþykkti meirihluti útvarpsráðs að fréttatíminn yrði færður til kl. átta 1. desember. Tveir voru andvígir þessri sam- þykkt, einn fulltrúi Sjálfstæðis- flokks og varafulltrúi Alþýðuflokks. Að ákvörðuninni stóðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.