Morgunblaðið - 26.11.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.11.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 JOLIN KOMA Flugið lengi lifi Þakkir til þingmanna Wmm eftir Rúnar Pálsson Kæru þingmenn. Nú er senn liðið 50 ára afmælis- ár flugs á íslandi. Saga flugsins hefur verið rifjuð upp og hin miklu afrek og fómfýsi frumkvöðlanna og þeirra, sem í fótspor þeirra fet- uðu, lofuð. Ykkur ber einnig að þakka þann skilning, sem þið hafíð sýnt íslenskum flugmálum í gegn- um árin og allt það fé sem þið hafið látið af hendi rakna til íslenskra flugsamgangna. Að vísu byggðu útlendingar bæði Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvöll, en ykkur hefur tekist að gera Akureyrarflugvöll að alvöruflugvelli, sem er vel gert á ekki lengri tíma. Hvar stæðum við nú í flugörygg- ismálum, ef þið hefðuð ekki tekið þá hárréttu ákvörðun að halda stjómmálalegu sambandi og vin- skap við Bandaríkin? Þá hefði Agnar heitinn flugmálastjóri ekki kynnst Glen Goudie, yfírmanni tæknideildar flugmálastjómar Bandaríkjanna. Þessi kynni urðu til þess að Goudie lét gera upp gífur- legt magn tækjabúnaðar frá stríðsárunum til uppsetningar á ís- landi. Að auki útvegaði hann ýmsan viðbótarbúnað, sem íslendingum var lánaður á vildarlqömm til 15 ára, svo ísland var komið með eitt besta flugfjarskiptasamband í Evr- ópu. Hvorutveggja mátti heita gjöf til íslendinga þótt ekkert væri af- mælið. Ykkur hefur tekist að koma upp lendingarstöðum víða um land, sem hefur aukið samgönguöryggi til muna fyrir hin einangruðu byggð- arlög, þótt þeir eigi langt í land til ■■■ UTBOÐ A PRENTUN TÉKKHEFTA Landsbanki íslands óskar eftir tilboöum í prentun tékkaeyðublaða og frágang þeirra í 25 og 50 eyðublaða hefti fyrir alla afgreiðslustaði bankans. Útboðsgögn verða afhent hjá tæknisviði bankans, Álfabakka 10, 109 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 26. nóvember 1986. Frestur til að skila tilboði rennur út föstudaginn 19. desember 1986, kl. 11:00. Landsbanki íslands Banki altra landsmanna að geta kallast flugvellir. Þið hafíð verið svo góðir að fella niður tolla og aðflutningsgjöld af bráðnauð- synlegum tækjum til flugmála- stjómar, þó blikur séu nú á lofti um hið gagnstæða. Atvinnuleysi er völvaldur sérhvers þjóðfélags og íslenskir flugvirkjar munu örugg- lega vera ykkur ævarandi þakklátir fyrir þá vinnu, sem þið hafíð skapað þeim, þótt þeir þurfi að vinna myrkranna á milli til að hafa undan við viðhald flugvélanna eftir þá út- reið, sem þær fá á íslenskum lendingarstöðum. Nýsköpun í atvinnulífi er slagorð, sem allir stjómmálaflokkar hafa á oddinum. Hefur ykkur ekki dottið í hug að setja á stofn verksmiðju, sem hannaði og framleiddi nýja tegund flugvéla, sem sniðin yrði að íslenskum aðstæðum með drifí á öllum hjólum svo hún kæmist um forarpyttina, sem við köllum flug- velli? Þessi hugmynd er ekki lakari en fiskeldi og framleiðsla hug- búnaðar. Það er þakkarvert að íþyngja skattborgurum þessa lands ekki um of með því að auka fjárframiög til flugmála, því flestir aðrir þættir í fjárlögum em miklu mikilvægari og þyldu ekki niðurskurð til eflingar flugmálum. Það er miklu auðveld- ara að láta almenning skamma flugfélögin fyrir há fargjöld en eyða óþarfa fjármagni til uppbyggingar flugvalla, sem myndi spara stórfé í rekstrarkostnaði og þar með lækk- uð fargjöld. Það er ánægjuefni að hinir ýmsu samgönguþættir skuli sitja við sama borð á hinu háa Alþingi. Nýlega var ákveðið að reisa brú yfír Olfusárósa, til að stytta vega- lengd á milli þriggja byggðakjama, enda lífsnauðsyn, ef byggð ætti að haldast þar. Þessi framkvæmd mun kosta yfír 200 milljónir. Flestir, sem búa annars staðar á landsbyggð- inni, munu fagna þessari ákvörðun, þrátt fyrir að fjárveitingin samsvari fjögurra árá fjárveitingu til flug- málaframkvæmda á íslandi. Þeir skilja þá miklu samgöngu- erfíðleika, sem viðkomandi byggð- arlög eiga við að stríða vegna snjóþyngsla og mikilla Qarlægða á miili staða. Að lokum ber að þakka þá ein- stöku ákvörðun þingmanna á hinu háa Alþingi íslendinga, að þeir skuli, í tilefni 50 ára afmælis flug- sögu á íslandi, veita sömu upphæð á fjárlögum í ár til flugmálafram- kvæmda og veitt var tvö síðastliðin ár. 60 milljónir er ekki lítið fé að ekki sé talað um ef flugmálastjóm þarf ekki að greiða af þessu u.þ.b. 10 milljónir aftur í ríkissjóð vegna tolia og aðflutningsgjalda af nauð- synlegum tækjum til starfseminnar. Kæru þingmenn. Það er ljóst, að afrek ykkar og forvera ykkar í þágu íslenskra flugmála munu verða Rúnar Pálsson „Kæru þingtnenn. Það er ljóst, að afrek ykkar og forvera ykkar í þágn íslenskra f lugmála munu verða skráð á spjöld sögunnar og af- mælisgjöfin á 50 ára afmælinu þar sérstak- lega tíunduð. Þið hafið ennþá tækifæri til að bæta þar úr, til að koma í veg fyrir að niðjar ykkar fyllist sektar- kennd vegna laklegrar frammistöðu og hugs- anlegs dómgreindar- skorts.“ skráð á spjöld sögunnar og afmælis- gjöfín á 50 ára afmælinu þar sérstaklega tíunduð. Þið hafíð enn- þá tækifæri til að bæta þar úr, til að koma í veg fyrir að niðjar ykkar fyllist sektarkennd vegna laklegrar frammistöðu og hugsanlegs dóm- greindarskorts. Þið vitið, ef þið viljið, að mikilvægi góðra og ör- uggra flugsamgangna er lífsspurs- mál meginhluta landsbyggðarinnar. Þið búið með þjóð, sem notar flug- samgöngur meira en flestar þjóðir á jarðarkringlunni. Þrátt fyrir það er sú staðreynd, að evrópskar flug- vélaverksmiðjur, sem eru að þróa flugvélar fyrir erfíðustu aðstæður í vanþróuðum löndum, koma hingað með vélar sínar til prófunar, því skilyrði eru hvað líkust hér. Þessi grein er skrifuð í nokkrum hálfkæringi en samt í fullri vinsemd með von um að söguspjöldin taki á sig glæstari mynd, fyrir ykkar til- stilli, af þátttöku Alþingis í upp- byggingu íslenskra flugmála. Höfundur er umdæmisstfóri Flug- leiða & Egilsstöðum. Fyrsta kvöldvaka Ferðafélagsins FYRSTA kvöldvaka vetrarins verður haldinn í Risinu, Hverfis- götu 105, í kvöld, miðvikudaginn 26. nóvember, segir í frétt frá Ferðafélagi íslands. Helgi Bjömsson jöklafræðingur sér um efni þessarar kvöldvöku í máli og myndum og ætlar hann að „svipast um fjallaklasa undir jöklum“. Helgi upplýsir að kort hafí verið gert af yfírborði og botni á vestan- verðum Vatnajökli, Hofsjökli öllum, hluta Mýrdalsjökuls og stök snið mæld á austurhluta Vatnajökls. Um er að ræða fyrstu nákvæmu kortin af yfírborði og botni þessara jökla. Sagt mun frá ferðum um jöklana og svipast um á yfirborði og jökul- botni, forvitni okkar svalað um áður óþekkt landslag, legu eldstöðva og vatnslóna undir jökli, rennslisleiðir iss og vatns að virkjuðum fallvötn- um og líklega farvegi jökulhlaupa við gos í jökli. Hér er einstakt tækifæri til þess að kynnast áður óþekktu landslagi, sem blasir ekki við augum ferða- mannsins. Ferðafélagið leggur áherslu á að kynna sem flesta þætti í náttúru landsins fyrir íslending- um. Að venju verður myndagetraun sem Tryggvi Halldórsson sér um og verða bækur veittar í verðlaun fyrir réttar lausnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.