Morgunblaðið - 26.11.1986, Side 45

Morgunblaðið - 26.11.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 45 Eggert Ólafsson Skarði II - Minning Fæddur 1. apríl 1907 Dáinn 13. desember 1985 Mínir vinir fara pld feigðin þessa heimtir köld Eg kem á eftir, kannski í kvöld. (Bólu Hjálmar.) Þessar ljóðlínur komu mér í hug, er ég vissi að vinur minn Eggert Ól- afsson var horfinn yfír móðuna miklu. Hann hafði legið veikur um nokk- urt skeið á Landakotsspítala, og það leyndi sér ekki að hverju stefndi. Ég heimsótti hann í sjúkrahúsið eins oft og ég gat við komið. Síðustu dagana sem ég kom til hans var mér ljóst að hveiju stefndi. Hann andaðist 13. desember eins og áður er sagt. Eggert Ólafsson fæddist á Bakka í Geiradal þann 1. apríl 1907. Foreldrar hans voru hjón- in Guðrún Lýðsdóttir og Ólafur Indriðason síðar á Ballará og víðar. Hann ólst upp með foreldrum sínum og systkinum. Hann var þegar á ungra aldri eftirsóttur til starfa og leysti öll sín störf með samvizkusemi og trúmennsku. Við Eggert heitinn kynntumst fyrst er við vorum um fermingaraldur. Þá fórum við að syngja með kirkjukór Staðarhólskirkju í Saurbæ. Þá sung- um við báðir með kvenfólkinu í kómum. Hann efstu röddina (sópran) en ég milliröddina. Þetta voru okkar fyrstu kynni af söngmálum. Þegar hófst með okkur vinátta sem entist meðan báðir lifðu. Sérstaklega minnist ég þess er við vorum saman í Ólafsdal hjá Markúsi Torfasyni. Hann var organisti Staðarhólskirkju, og æfði kóra og kenndi söng. Við vorum báðir um tíma að læra orgel- leik hjá Markúsi í Ólafsdal. Ég man að er við höfðum lokið æfingunum á kvöldin, settist Markús stundum við orgelið og spilaði sönglög, en við Eggert sungum. Oftast dúetta. Þá var það oft að söngurinn tók hug okkar allan og við gleymdum stund og stað. Það er sagt að fátt tengi menn betur saman en söngur og gleði, því gleðin er lífsins besta lyftistöng. Síðan var það að við fluttumst burt úr Saurbæjarhreppi og út í Skarðshrepp. Ég að Búðardal en hann að Melum í Klofningshreppi, og síðar að Skarði á Skarðsströnd þar sem hann átti heima til æviloka. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Bogu Kristinsdóttur. Hún var dóttir Kristins Indriðason- ar bónda á Skarði, og konu hans Elínborgar Bogadóttur. Hún reyndist Eggerti ástrík og góð eiginkona og var hjónaband þeirra mjög farsælt og ástúðlegt. Þau voru mjög samhent í öllu. Líka í söng og á gleðistundum. Eggert reisti nýbýii á landi Manheima sem hann nefndi Skarð II. Boga reyndist manni sínum samhent í því sem öðru. Þau byggðu myndarlegt íbúðarhús og öll önnur hús er til þurfti og rækt- uðu mikið. Þetta allt kostaði mikið erfíði og óþrjótandi eljusemi. Sérstak- lega er fallegur garðurinn við íbúðar- húsið sem þau unnu við í sameiningu sem og öðru. Eggert og Boga eignuðust tvö böm, þau eru Ólafur bóndi og hreppstjóri á Skarði II, og Elínborg húsfreyja í Búðardal við Hvammsfjörð. Við tók- um upp fyrri kynni okkar er við vorum saman í karlakór í Saurbænum og fórum að syngja saman í kirkjunni á Skarði ásamt öðru fólki. Þá gerðist það að ég fór að spila á orgel í kirkj- unni og gerði það um langt skeið, við flestar kirkjulegar athafnir er þar fóru fram. Árið 1953 er stofnaður kirkjukór, sem þau voru þátttakendur í, Eggert og Boga, og minnist ég þess að Eg- gert stóð alltaf innanverðu við orgelið í hominu við altarið og söng bassa með sinni hljómfögru rödd. En Boga var að framanverðu ásamt öðmm söngkonum er sungu þar í sópran. Það vom mjög góðar raddir í kóm- um á þessum tíma. Boga hafði ágæta sópranrödd, bjarta og hjómmikla, og hefði hún stundað söngnám hefði hún náð langt á þessu sviði. Að lokum þakka ég Eggerti alla vináttu og tryggð um sex áratuga skeið, og frábæra gestrisni og hlýhug er mér mætti ávallt á heimili þessara hjóna. Ég óska Eggerti vini mínum alls góðs í hinni nýju tilveru sem við báð- ir trúðum að tæki við að hérvist lokinni og veit að hann tekur þar þátt í unaðssöng sem aldrei þverr. Ég votta Bogu og bömum hennar innilega samúð. Er ég nú á gamals- aldri sit hljóður og minnist allra þeirra stunda er við áttum saman í söng og gleði, er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem liðið er. Veri vinur minn í guðs friði um alla framtíð. Ég settist þvi hugsandi og hljóður og horfði út í loftin blá hvort mættumst við aldrei aftur í einni og sömu þrá. (Jóhannes út Kötlum.) Magnús Halldórsson NÝBÓK G^ör,+?ur Satwn ^ i hrmq í hinni nýju bók Guðrúnar Helgadóttur, Saman í hring, kynnumst við betur fjölskyldunni úr Sitji Guðs englar, og fylgjumst með næstelstu systurinni, Lóu-Lóu, og öllum hinum krökkunum í amstri, gleði og sorg á umrótatímum, reynslu þeirra og upplifun á umhverfi sínu, lífsbaráttu og furðuheimi fullorðinna. Rík kímni og næmur skilningur höfundar á viðfangsefni sínu nýtur sín til fulls. Sigrún Eldjám myndskreytti. IÐUNN BRÆÐRABORGARSTÍG 16 • SÍMI 28555 T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.