Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 55 Guðmundur Torfason hefur gert 2 V2 árs samning við Beveren „ÞAÐ hefur blundað í mér frá þvf að ég var smé polli að gerast atvinnumaður í knattspyrnu og nú er sé draumur að rœtast," sagði Guðmundur Torfason, markakónur íslandsmótsins, er blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af honum f gœrkvöldi. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við belgfska 1. deildarliðið Beveren um helg- ina og heldur utan f dag. „Það var upphaflega ákveðið að ég færi til Beveren á lánssamningi fram til vors, en þeir vildu kaupa mig og sömdu til vorsins 1989. Ég er mjög ánægður með þennan samning og gaman að þetta skuli vera komið í höfn,“ sagði Guð- mundur Torfason, sem var kjörinn besti leikmaður íslandsmótsins 1986 af 1. deildarleikmönnum. Guðmundur, sem er 24 ára og á að baki 4 A-landsleiki, skoraði alls 19 mörk í 1. deildinni í sumar og jafnaði þar með markamet Pét- urs Péturssonar frá Akranesi. Hann dvaldi hjá Beveren í nokkra daga í haust og lék þá meðal ann- ars æfingaleik með varaliðinu gegn Mechelen, sem er sterkt 1. deild- arlið, og skoraði þá tvö mörk í 4:1 sigri. Guðmundur heldur út í dag, óvíst er hvenær hann getur byrjað að leika með liðinu. „Þetta er stórt skref í lífi mínu og mikill söknuður að fara frá góðum félögum í Fram. En svona tækifæri gefast ekki á hverjum degi og óg geri mér grein fyrir því að þetta verður erfitt og mikil barátta um sæti liðinu," sagði hann. Beveren er frá samnefndri borg í Belgíu þar sem um 40 þúsund manns búa. Liðið er nú í 4. sæti belgísku deildarinnar og hefur ávallt verið í fremstu röð. Liðið leikur gegn Torino í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og hefur oft stað- ið sig vel í Evrópukeppni. Leikvöllur félagsins tekur um 30 þúsund manns. Vajo Verður holl reynsla fyrir yngri mennina — segir Árni Indriðason um leiki Víkings gegn Gdansk í átta liða úrslitunum • Guðmundur Torfason var markahæstur f 1. deild f sumar skoraði 19 mörk og jafnaði markamet Péturs Péturssonar. Guðmundur var einnig kjörinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum sjálfum. FH og Valur leika - í Haf narfirði f kvöld „VIÐ vitum lítið um þetta pólska lið annað en að það er mjög gott“, sagði Árni Indriðason, þjálfari Vfkings, f samtali við Morgunblaðið eftir að dregið hafði verið í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni meistaraliða. Vfkingar drógust á móti Gdansk frá Póllandi og verður fyrri leikur liðanna í Laugardalshöllinni á milli 5. og 12. janúar næstkom- andi. „Það hefði verið mjög erfitt að lenda á móti Minsk frá Sovétríkjun- um en gott að fá Essen. En það skipti ekki miklu máli handknatt- leikslega séð á móti hverjum við lentum. Ég tel öll þessi lið ofjarla okkar," sagði Árni. Gdansk er besta lið Póllands um þessar mundir. Með því leika 5 landsliðsmenn og einn þeirra, Wenta að nafni, er almennt talinn besti handknattleiksmaður Pól- lands og þó víðar væri leitað. Hann var einmitt kjörinn besti útileik- maður Flugleiðamótsins sem haldið var hér á landi fyrir tæpu ári síðan með þáttöku landsliða íslands, Póllands, Noregs og Bandaríkjanna. Gdansk lék til úr- slita í Evrópukeppni félagsliða á síðasta ári, en tapaði samanlagt með eins marks mun fyrir Metalo- plastica, eftir að hafa unnið heimaleikinn með sex marka mun. Essen, lið Alfreðs Gíslasonar og Jóhanns Inga Gunnarssonar, mæt- ir Dukla Prag frá Tékkóslóvakíu og sagði Jóhann Ingi í samtali við Morgunblaðið að þeir Essen-menn væru þokkalega ánægðir. „Reykjavík var efst á óskalistanum hjá öllum strákunum, en úr því að þeim varð ekki að ósk sinni sætt- um við okkur ágætlega við Prag," sagði Jóhann Ingi. Hann taldi liðin tvö eiga jafna möguleika á að kom- ast áfram. Lið Rostock frá A-Þýskalandi og Metaloplastica Sabac frá Júgó- slavíu mætast í þriðja leiknum og lið Minsk frá Sovétríkjunum og Rauða Stjarnan frá Júgóslavíu mætast í þeim fjórða. Þess má að lokum geta að Ess- en, og að öllum líkindum KR einnig, mætir Gdansk á æfingamóti um jólin í Þýskalandi og gefst þar Víkingum kjörið tækifæri á að kynna sér andstæðingana. FJÓRIR leikir veröa í 1. deild karla í handknattleik f kvöld og þrfr f 1. delld kvenna. Einum leik hefur verið frestað i 1. deiid karla en það er leikur Stjörnunnar og Fram sem vera átti í Digranesi klukkan 21.15 í kvöld. Ástæðan er sú að Per Skaarup þjálfari Fram tekur nú þátt í Polar Cup í Noregi með danska landslið- inu en þeir undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir B-heimsmeist- arakeppnina sem verður í Þýska- landi á næstunni. Breiðablik og KA leika i Digra- nesi klukkan 20 í kvöld. Stundar- fjórðungi síðar hefst leikur FH og Vals í Hafnarfirði og í Höllinni leika þá Ármann og KR. Klukkan 21.30 leika síðan Haukar og Víkingur í Hafnarfirði. Hjá stúlkunum leika FH og KR klukkan 19 í Hafnarfirði og Valur keppir þá við Fram í Höllinni og Ármann mætir Stjörnunni þar klukkan 21.30. IHF-þingið: Róttækar tillögur frá íslandi ÞING Alþjóöahandknattleiks- sambandins var haldið fyrir skömmu og sóttu þaö þrír full- trúar frá íslandi. Jón Hjaltalín Magnússon ,formaður HSÍ, Kjartan Steinbach, formaður dómaranefndar, og Jón Er- lendsson, starfsmaöur HSÍ. Á þingi þessu lögöu íslendingarn- ir fram nokkrar tillögur sem marka tímamót í handknatt- leiknum. Sú tillaga sem snertir okkur íslendinga mest fjallar um félaga- skipti milli landa. Frá og með 31. janúar 1988 veröur handknatt- leikssamband viðkomandi lands að sækja um félagaskipti til þess sambands þar sem viðkomandi handknattleiksmaður er ríkis- borgari. Ef við segjum að leikmaður úr liði A á íslandi hafi leikið með liði sem við köllum B í Þýskalandi en sé nú að skipta yfir í lið D þar í landi verður lið D og þýska sam- bandið að sækja um félagaskipt- in til HS(. Leikmaður má ekki skipta nema til eins árs í senn og er þá laus allra mála hjá félag- inu nema samningar séu end- urnýjaðir og þá á sama hátt og fyrr greinir. HSÍ getur veitt heimildina með ýmsum skilyrðum sem hér verða rakin stuttlega. í fyrsta lagi getur félag D og þýska sambandið hvorki hafnað né veitt leikmanni heimild til að skipta í annað félag heldur verð- ur heimild að koma frá hans upprunalega félagi, i þessu til- felli liði A á íslandi. HSÍ hefur heimild til að kalla leikmann til alþjóðlegra meist- aramóta, HM, OL og meistara- mót heimsálfa, og undirbúnings fyrir slíkar keppnir. Þau ár sem slík mót fara fram fær HS( afnot af leikmanni i 45 daga en 30 daga þau ár sem ekkert slíkt mót er.' Hér er um talsverða aukningu að ræða frá fyrri reglum. Nýja sambandið, það þýska í okkar dæmi, verður að aðstoða hið nýja félag, D i okkar dæmi, með niðurröðun leikja í lands- móti viðkomandi lands þannig að nýja félagið skaðist ekki vegna þessa ákvæðis. Hið nýja félag tekur að sér að greiða ferðakostnað leikmanns í landsleiki og annan undirbúning fyrir stórmót í handknattleik. Síðast, en ekki síst, er rétt að taka fram að samkvæmt hinum nýju reglum verður nýja félagið og lið A á íslandi að samþykkja skilmála þá sem þýska samband- ið og HSÍ setja til þess að af félagaskiptum geti orðið. Eins og þeir sem til þekkja sjá er hér um mjög veigamiklar breytingar að ræða og eiga þær eflaust eftir að auðvelda allan undirbúning landsliðs okkar og annara landa fyrir stórmót á við OL og HM. Að sögn Jóns Hjaltalín Magn- ússonar gekk ekki átakalaust að koma þessari tillögu í gegn. Stjórn IHF ætlaði að þegja tillög- una í hel og vildi ekki láta ræða hana. (slendingunum tókst að vinna fylgi þjóða frá Asíu, Afríku og Austur-Evrópu þannig að stjórn IHF varð að láta í minni pokann. Það er ekki á hverjum degi sem aðildarfélagi innan lHF tekst að fá tillögu samþykkta sem stjórnin er mótfallin. Þróunaraðstoð Á þinginu komu Nígeríumenn að máli við íslendingana og báðu þá um að aðstoða sig á sviði handknattleiksins. Stjórn HS( samþykkti á fundi á mánudaginn að verða við þessari bón. Aðstoðin verður með þeim hætti að dómarar og þjálfarar verða sendir til Nígeríu til að kenna þeim og leiðbeina. Munu þeir dvelja þar í um tvær vikur og ætla Nígeríumenn að kosta flugfarið frá London og allt uppi- hald þannig að þetta kostar okkur ekki mikið. í Nígeríu er mikill áhugi á hand- knattleik og má sem dæmi nefna að á leikjum liða þar koma um 10.000 áhoHendur. Mikill mann- fjöldi er þarna syðra og því ekki óeðlilegt að þeir nái langt í hand- knattleiknum ef þeim verður leiðbeint. Nígeríumenn hrifust mjög af árangri íslands á HM og treysta þeim greinilega til að koma sér á rétta braut í þessari vinsælu íþrótt. OL og HM aðskilin (slendingar lögðu einnig fram tillögu um að handknattleikur á Olympíuleikum og Heimsmeist- arakeppni yrðu aðskilin þannig að sex efstu liðin úr HM kæmust ekki fceint á Olympíuleikana eins og nú er. Breytingin svipar til þess sem er í knattspyrnunni og var gerður góður rómur að henni á þinginu. Ekki var þó tekin afstaða til hennar þar sem langt er þar til hægt er að koma henni í fram- kvæmd en fyrirhugað er að þessar nýju reglur, ef samþyktar verða, verði notaðar fyrir HM árið 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.