Morgunblaðið - 26.11.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 26.11.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 7 H/F ARMULA T1 SIMI 681500 Yfirmaður biskups- dæmis kaþólskra SVO SEM kunnugt er lést fyrir nokkru biskup kaþólsku kirkj- unnar hér á landi dr. Hinrik Frehen. Nú hefur sr. August George skólastjóri Landakotsskól- ans verið settur administrator — stjórnandi biskupsdæmisins uns Vatikanið hefur skipað nýjan biskup hérlendis. Sr. August George hefur starfað hér á landi í um það bil 30 ár og er kunnur maður sem skólastjóri Landakotsskólans. Minnst inngöngu Islands í Sameinuðu þjóðirnar Ný útgáfa á Jóni Gerrekssyni SKÁLDSAGAN Jón Gerreks- son eftir Jón Björnsson er komin út hjá Fjölvaútgáfunni. Bókin er myndskreytt af Hilmari Þ. Helgasyni listamanni. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „Jón Gerreksson fjallar um myrkasta tímabilið í íslandssög- unni, þegar þau óvæntu tíðindi gerðust að fyrrverandi erkibiskup í Uppsölum, sem vikið hafði verið úr starfí vegna spillingar, Johannes Gerechini, var skipaður biskup í Skálholti. Hér á landi var hann kallaður Jón Gerreksson upp á íslenskan máta og af þeim litlu heimildum sem varðveist hafa, einkum annála- brotum, er nokkuð ljóst, að með komu hans hingað varð skálmöld og vargöld á Islandi, þar sem vopn- aðir sveinar hans fóru rænandi og ruplandi um byggðir. Jón Björnsson skrifaði þessa skáldsögu, er hann dvaldist úti í Danmörku á stríðárunum undir þýsku hemámi og getur varla leikið vafi á að í lýsingum hans á fram- ferði biskupssveinanna tekur hann mið af hemámi Þjóðveija í Dan- mörku. Atburðum þessum lauk eins og annálar herma með því að sjálfur Jón Bjömsson. biskupinn Jón Gerreksson var tek- inn höndum inni í dómkirkjunni í Skálholti, leiddur burt og drekkt í Brúará. En annars er furðu fátt vitað um ýmis smáatriði í þessari þróun, sem nú er stundum kallað „Enska öldin“.“ Skáldsagan Jón Gerreksson kom áður út 1946 og 1947 í Danmörku og hér á landi. I hinni nýju útgáfu er hún 320 bls. og mikið mynd- skreytt. u uiauauaiuim mnA MiAhnr Vesturha með súkkulaðinu eru komin ■ áalla útsölustaði Miðbær: Blóm & skreytingar — Laugavegi 53 Gleraugnaverslunin — Bankastræti 14 Hamborg — Hafnarstræti & Klapparstíg Heimilistæki — Hafnarstræti Herragarðurinn — Aöalstræti Málningarvörur — Ingólfsstræti 5 Matardeildin — Hafnarstræti Videoskálinn — Tryggvagötu Freyjubúöin — Freyjugötu Gunnlaugsbúð — Freyjugötu 15 Matvöruversl. — Njálsgötu 26 Allur hagnaður rennur óskipt- ur til ýmissa líknarmála Vesturbær: Ámi Einarsson — Fálkagötu 14 Aldan — Öldugötu Flugbarinn — Reykjavíkurflugvelli Hagabúðin — Hjarðarhaga Melabúöin — Hagamel 39 Ragnarsbúð — Fálkagötu Skjólakjör — Söriaskjóli 42 Austurbær Austurbæjarapótek — Háteigsvegi BB byggingarvörur — Suðurlandsbraut/ Nethyl Blómastofa Friöfinns — Suðurlandsbr. 10 Garðsapótek — Sogavegi 108 Gunnlaugsbúö — Hverafold 1 Gunnar Ásgeirsson — Suöurlandsbraut Græna höndin — Suðurlandsbraut Grensáskjör — Grensásvegi Háaleitisapótek Heimilistæki — Sætúni Hekla hf. — Laugavegi 170—172 Herjólfur — Skipholti Hitastýring — Þverholti 15a Hlíðabakarí — Skaftahlíö 24 Holtakjör — Langholtsvegi Ingþór Haraldsson hf. — Ármúla 1 Kjötmiðstöðin — Laugarnesvegi Lúmex — Síöumúla 21 Lifeyrissj. byggingarmanna — Suður- landsbr. 30 Matró — Hátúni 12 Nótatún — Rofabæ Rafvörur — Laugarnesvegi 52 Rafkaup — Suöurlandsbraut 4 Rangá — Skipasundi Skrifstofa Lions — Sigtúni 9 Skeljungsbúöin — Síöumúla 33 Sundaval — Kleppsvegi 150 SS — Glæsibæ SS — Háaleitisbraut SS — Laugavegi 116 Sesarvideo — Grensásvegi Tómstundahúsið — Laugavegi 164 Vogaver — Gnoöarvogi 46 Örn & Örlygur — Síðumúla 11 Teigabúöin — Kirkjuteig 19 Breidholt: Hólagarður Straumnes Verslunin Ásgeir — Tindaseli FÉLAG Sameinuðu þjóðanna á íslandi minntist þess á laugardag að fjörutíu ár eru liðin frá inn- göngu íslands í samtökin. A hátíðarfundi sem haldin var í Þjóðleikhúsinu flutti Jan Márten- son, forstöðumaður afvopnunar- deildar S.Þ., ávarp um starfsemi Sameinuðu Þjóðanna með sér- stöku tilliti til afvopnunar- og friðarmála. Hann sagði m.a. að ýmis teikn væru nú á lofti um að ástæða væri til bjartsýni um árangur á sviði afvopnunar. Matthías A. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, hélt erindi um hlut- verk íslands á vettvangi samtakanna og ýmsir listamenn komu fram. Að sögn Knúts Hallssonar, form- anns félagsins, tók dagskráin einnig mið af því að nú er Friðarár Samein- uðu þjóðanna. Meðal skemmtiatriða var sýning Nemendaleikhúsinns á leikþætti eftir Aristofanes sem nefnist „Friðurinn". Róbert Amf- innson fór með aðalhlutverk í leikþættinum. Þjóðleikhúskórinn söng nokkur lög, þ.a.m. „Óðinn til Sameinuðu Þjóðanna", eftir Pablo Casals. Sigurður Bjömsson ein- söngvari kom fram, og Blásarak- vintettinn lék. Einnig flutti Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, ávarp. Dagskránni lauk með því að dregið var úr aðgöngumiðum um vinning sem Flugleiðir gáfu í tilefni hátíðarinnar. Svava Siguijónsdóttir hreppti hann, flugfar til og frá New York, en í ferðinni mun hún m.a. heimsækja höfustöðvar Sameinuðu Þjóðanna. Kynnir í Þjóðleikhúsinu var Sigríður Snævarr og Knútur Hallson stjómaði hátíðarfundinum. Sr. August George Kawasaki FJÓRHJÓUÐ ★ 290CC fjórgengisvél ★ Loftkœld ★ Transistorkveikja ★ Rafstart ★ Sjólfstœð fjöðrun ó öllum hjólum. ★ ögíraröfram ★ 1 afturöbak ★ Splittað drif 1987 KAWASAKI KLF300-A2 BAYOU Aðrar gerðlr: KAWAZAKI 250 sport 249CC vökvakœld vél og 110 fjórhjól 103CC Lionsmenn og börn þeirra vinna við að merkja jóladagatölin. Sala hafin á jóla- dagatölum Lions- klúbbsins Freys Sem dæmi má nefna að Lions- klúbburinn Freyr ráðstafaði tekjum síðasta árs meðal annars til Hrafn- istu í Hafnarfirði, Styrktarfélags vangefinna, MS-félagsins, Gigtar- félagsins, sundlaugar Grensásdeild- ar, heilsuhælis NLFI, björgunar- sveitarinnar Alberts og til vímuefnavamarátaks Lionsmanna. (Fréttatilkynning). LIONSKLÚBBURINN Freyr í Reykjavík, ásamt Lionsklúbbum um land allt, er að hefja árlega jóladagatalasölu sína þessa dag- ana. Dagatölin með súkkulaðimolun- um notar yngsta kynslóðin til að telja síðustu dagana til jóla og fólk styrkir klúbbana ríflega til að sinna fjölþættu góðgerðarstarfi með því

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.